Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 12
Að lokum Hvernig lít ég svo til framtíðarinnar. Ég held að okkur sé óhætt að horfa til fortíðarinnar og skoða hvað gerðist þá og draga af því ákveðna lærdóma. Mín skoð- un er sú að sú þróun sem við horfum upp á núna eigi eftir að halda áfram, hversu lengi veit ég ekki. En það kemur að því, að konurnar sem í dag sameinast undir merkjum kvennalistans eiga eftir að klofna vegna ágreinings um bæði mark- mið og leiðir. Pegar maður skoðar grannt ýmislegt sem þær láta frá sér fara, bæði í ræðu og riti, þá getur maður greint fyrstu spírurnar að þessum ágreiningi. En ég efa að konurnar komi aftur inn í „gömlu“ stjórnmálaflokkana, enda ekki víst að þeir verði til þegar að þessari stund kemur. En hvað eigum við, og þá fyrst og fremst konurnar í Alþýðubandalaginu að gera? Viljum við reyna að hafa áhrif á málflutning flokksins og gera hann „kvennapolitískari" á okkar forsendum? Við höfum reynt ýmsar leiðir á síðustu árum og þær virðast ekki hafa boriö mik- inn árangur. Við höfum komiö inn í hreyfinguna sem einstaklingar, sumar okkar hafa lamist þar og barist og margar hverjar eru sárar og móðar og alltof margar hafa yfirgefið vígvöllinn. Við höf- um reynt að sameinast og vinna saman sem konur — það bar góðan árangur þeg- ar horft er til baka og litið á hlut kvenna í stofnunum flokksins — en hafði þaðein- hver áhrif á málflutninginn eða vinnuaö- ferðir? Ég held, því miöur að þaö verði að svara þessari spurningu neitandi. Hvers vegna? Við fengum ekki nægan tíma. Kvennasamstaðan stóðst ekki fyrstu alvarlegu þolraunina, konur klofn- uðu í afstöðu sinni til varaformannsem- bættisins 1985. Þau átök ásamt öllu öðru sem fylgt hefur þessari hreyfingu og náði hámarki fyrir síðasta landsfund hafa skil- ið eftir sig mjög djúp og alvarleg sár, í kvennahópnum sem og í öðrum hópum, sár sem virðast ekki ætla að gróa — og m.a. þess vegna hefur ekki gengið að hóa þeim fáu konum sem enn eru eftir saman til starfa að „kvennamálum“ í nafni flokks eða félags. Við erum t.d. eini póli- tíski flokkurinn sem ekki hefur veriö fær um að safna saman konum undir sínu merki og styrkja til ferðar á Norrænt kvennaþing. En það eru margar sem ætla að fara, bara í nafni annarra hópa eða sem einstaklingar. Við erum margar hverjar virkar í ýmsum kvennahreyfing- um, eins og kvennaathvarfinu, samstarfs- nefnd um launamál kvenna og kvenna- ráðgjöf, við erum að halda námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja, sinna útgáfumálum, nú eða vinna á jafn- réttisráði. En hvað er til ráða? Ég hef ekki nein einföld svör og heldur ekki flókin ef út í það er farið. Bíða og sjá. Reyna smátt og smátt að cfla sam- stöðu meöal Alþýðubandalagskvenna og þá á „óformiegan“ hátt. Styðja markvisst þær konur sem nú þegar gegna einhverj- um áhrifastöðum innan flokksins? Flest allar þær konur sem ég hef talað við eða lesið eitthvað eftir og hafa verið í slíkri vinnu fyrir sínar hreyfingar tala um það sem mjög mikilvægan hlut að hafa stuðn- ingsnet kvenna á bak við sig. En það eru ekki allar konur sem vilja slíkt. Mikilvæg- asta spurningin hlýtur samt að vera hvort hægt er að ætlast til þess að konur standi sérstaklega saman innan þessarar hreyf- ingar sem hefur um allt of langan tíma einkennst fyrst og fremst af innbyrðis átök- um og aftökum? Svari nú hver íyrir sig. 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.