Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 22

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 22
Stjórnarfarslega þýðir lýðveldi með þingbundinni stjórn undirstrikun á valdi þjóðþingsins, aðalhandhafa löggjafar- valdsins, á stjórn landsins. Ríkisstjórnin er með þessu augljóslega háð þjóðþing- inu og ber að standa því skil á gerðum sínum. Söguleg og tilfinningaleg merking 1. greinar stjórnarskrárinnar er fyrst og fremst sú að við höfnum því að yfir okkur ráði lengur danskur konungur. Við vild- um endurheimta virðingu okkar sem þjóðar, kjósa okkur þjóðhöfðingja og fulltrúa á þjóðþing og með því móti forða okkur frá duttlungafullri stjórn einveldis. En einveldistími danskra konunga hafði reynst vera ömurlegasta tímabilið í sögu þjóðarinnar. Pólitísk merking þess að hafa stjórnar- skrá er viðurkenning á nauðsyn þess að setja valdhöfum takmörk svo þeir mis- beittu ekki pólitísku valdi sínu og aðhefð- ust ekki eitthvað sem skerti frelsi einstak- linga. Félagafrelsi er meðal þeirra. Grundvöllur ríkisvaldsins „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldiö. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ í annarri grein stjórnarskrárinnar kem- ur fram þrískipting ríkisvaldsins. Önnur greinin víkur frá kenningu Montesquieu að því leyti að enginn einn aðili fer meö sinn þátt ríkisvaldsins eins og hann geröi ráð fyrir nema ef vera kann að það megi segja um dómendurna. Aðalhandhafi löggjafarvaldsins og forseti fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið. Tvisvar sinnum nauðsynlegt Tvisvar sinnum kemur orðið nauðsyn fyrir í STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELD- ISINS ÍSLANDS. Fyrra skiptið er ein- mitt í greininni hér að neðan sem er 22. grein stjórnarskrárinnar. „Forseti stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður hvenær því skuli skiltið. Pingi má eigi slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Forseti lýðveldisins kveður Alþingi til aukafunda þegar nauðsyn er til.“ Áður fyrr, þegar þing kom saman ann- að hvert ár, hafði ákvæðið um aukaþing aðra þýðingu. Pað varð ekki fyrr en eftir 1920 að Alþingi kom saman árlega. Frá árinu 1886, en þá var aukaþing fyrst kall- að saman, fram til ársins 1974, þegar það átti sér síðast stað, hefur 18 sinnum verið talin nauðsyn að kalla saman aukaþing. Fyrir 1921 var það kallað saman 8 sinnum en þrisvar sinnum eftir 1944. Þegar brýna nauðsyn ber til I 28. grein stjórnarskrárinnar er forseta gefin heimild til útgáfu bráðabirgðalaga. Par kemur orðið nauðsyn fyrir í síðara sinnið í stjórnarskránni: „Þegar brýna nauðsyn ber til getur forsetinn gefiö út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ekki bráða- birgðalög og falla þau þá úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjár- hagstímabilið." Eölilega er hér ekki látið nægja að nauðsynina eina þurfi til að gefa út bráða- birgðalög. Til þess þarf að vera brýn nauðsyn. Ástæðan er augljós: Alþingi er aðalhandhafi löggjafarvaldsins. Þegar það er ekki að störfum og eitthvað ber 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.