Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 41
gervi. Það tekst ekki að skapa viðunandi andrúmsloft til endurbóta í Tékkósló- vakíu án þess að gera upp reikningana við liðna atburði. Peir sem hafa gagnrýnt stjórnarfarið bæði heima og erlendis munu minna á þetta einmitt á þessu ári — eins og yfirlýsingar Listyhópsins og Charta- hópsins sýna. Það er auðskilið að Mikhaíl Gorbastsjof vilji enn sem komið er fyrst og fremst halda friði og ró í smáríkjum sovétblakk- arinnar. En þcgar hann heldur því fram að „dómurinn um hið liðna komi tékkó- slóvakískum félögum einum við“, gerir hann sig sekan um ógeðfellda ósam- kvæmni. Það var ekki ákveðið í Prag að grípa til aðgerða gegn Vorinu í Prag l%8. Það var gert í Moskvu. Það var líka Leoníd Brésnef, sem eftir á neyddi hinu ógeðfellda „eðlilega ástandi“ upp á Tékkó- slóvakíu. Þess vegna verða ráðamenn í Kreml fyrr eða síðar að taka afstöðu gegn þessu ódæði. Þar að auki er stöðnun Brésnefs- tímabilsins, sem Gorbatsjof ræðst nú á, einmitt nátengd árásinni á endurbóta- sinnaða kommúnista í Tékkóslóvakíu árið 1%8. Til þess að réttlæta þetta ódæði var sérhver endurbótasinnuð hugsun rangtúlkuð sem hún væri „í anda endur- skoðunarstefnu og hægri sinnaðrar tæki- færisstefnu“, og af þeim sökum bannlýst. Það er naumast unnt að sigrast á fortíð- inni án þess að viðurkenna þetta sam- hengi. Vissar bendingar eru reyndar til þess að umræður um „vandamál Tékkósló- vakíu“ séu byrjaðar í Sovétríkjunum — þótt það sé enn ekki hjá opinberum aðil- um. En það kemur að því. Stokkhólmi í maí 1988 Zdenek Hejzlar er sagnfrœðingur að mennt og var formaður Æskulýðssam- bands Tékkóslóvakíu um 1950, þegar hann varð fyrir barðinu á pólitískum hreinsunum þeirra ára. Eftir að hann losnaði úr fangavist starfaði hann lengst af sem kennari, en var orðinn útvarpsstjóri í Prag árið 1968. Síðan. hefur hann starf- uð hjá sœnsku utanríkismálastofnuninni. 89

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.