Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 15
eru með í öllum textum þingmannanefnd- arinnar. Hún er gjarnan kölluð Ankers- nefndin því hún er undir forystu Ankers Jörgensens fyrrverandi formanns danska jafnaðarmannaflokksins. íslendingar hafa átt fjóra fulltrúa í nefndinni, einn frá Alþýðubandalaginu, einn frá Alþýðu- flokknum, einn frá Framsóknarflokknum og einn frá Samtökum um kvennalista. Sjö grundvallaratriöi í júní í fyrra, 1987, gekk þingmanna- nefndin frá nokkrum pólitískum megin- atriðum sem hún telur að marka eigi rammann fyrir KVLNL. Þessi grundvallar- atriði eru: 1. Við teljum að KVLNL eigi að vera framlag Norðurlandanna til afvopn- unar og slökunar í Evrópu. KVLNL nær til allra Norðurlandanna, þar með talin Færeyjar og Grænland. 2. Við teljurn að KVLNL eigi að ná til landhelgi ríkjanna. 3. Við teljum að KVLNL eigi að ná til lofthelgi ríkjanna. 4. Við telum óhjákvæmilegt að aðild- arlöndin skuldbindi sig til þess að framleiða aldrei né heldur að nota nokkurn tímann né að taka á móti kjarnorkuvopnum. 5. Viö teljum óhjákvæmilegt að þau kjarnorkuveldi sem eiga kjarnorku- vopn í Evrópu verði með einum eða öðrum hætti aðilar að þessum samn- ingi um KVLNL og að þau skuld- bindi sig til þess að beina aldrei kjarnorkuárás að skotmörkum inn- an norræna svæðisins. 6. Við leggjum áherslu á að dregið vcrði úr kjarnorkuvígbúnaöi á að- liggjandi svæðum og að þau verði einnig örugglega kjarnorkuvopna- laus. Dæmi um það er Eystrasaltið. Það verður að vera kjarnorkuvopna- laust. 7. Við munum beita okkur fyrir því að setja upp eftirlitsstofnun til þess að fylgjast með framkvæmd ákvæð- anna um KVLNL. Þetta eru nokkur grundvallaratriði. Afturhaldiö reynir aö hindra árangur Þegar þingmannanefndin hafði starfað um hríð lagði hún til að sett yrði á lagg- irnar norræn embættismannanefnd til þess að fylgjast með þróun mála. Utan- ríkisráðherrar Norðurlanda samþykktu að setja niður slíka embættismannanefnd á fundi sínum í mars 1987. Embættis- mannanefndin hefur lítið sem ekkert gert vegna þess að innan hennar eru embættis- menn sem hafa fyrirmæli um að tefja verkið eins og kostur er. Aðallega eru það auðvitað fulltrúar dönsku ríkisstjórn- arinnar sem draga lappirnar í nefndinni. Og auðvitað verður það að viðurkennast að fulltrúar íhaldsaflanna á Norðurlönd- um hafa allan tímann og alveg frá upphafi gert allt sem þeir hafa getað til þess að koma í veg fyrir að árangur næðist í um- ræðunni um KVLNL. Aðalröksemd afturhaldsins gegn KVLNL hefur verið sú að ekki mætti ákveða einhliða bann við kjarnorkuvopn- um á Norðurlöndum. Auðvitað ekki! Auðvitað hcfur alltaf verið lögð áhersla á það af okkur aö KVLNL er hluti af alls- lierjarafvopnun. Þess vegna höfum við meðal annars bent á að ákvörðun um KVLNL er í samræmi við ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar: Fyrst um kjarn- orkuvopnalaust Suðurskautsland. Síðan um kjarnorkuvopnalaust svæði i Suður- og Mið-Ameríku og síðan um kjarnorku- vopnalaust svæði í Suður-Kyrrahafi, 63

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.