Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 25 UMRÆÐAN Halla Skúladóttir skrif- ar um orsakir krabba- meins Undanfarið hefur mikið gengið á í íslensku þjóðlífi. Óviss- an hefur verið mikil, fólk hefur misst vinn- una eða óttast að missa vinnuna og álagið á fjölskyldur hefur verið mikið. Það virðist vera almenn trú manna að stress valdi krabbameini, oft tengja nýgreindir sjúklingar mynd- un krabbameinsins við ákveð- in alvarlegan lífsviðburð fyrr í lífinu. Getgátur hafa verið uppi um það að ónæmiskerfið bælist við stress og við það myndist færi fyrir krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri hald- ið niðri af ónæmiskerfinu. Það hefur þó ekki verið sýnt fram á að þetta eigi sér raunverulega stað með óyggjandi hætti. Vegna þess hve oft ég hef verið spurð að því undanfarið hvort stress valdi krabbameini langar mig að greina frá þeim rannsóknum sem birtar hafa verið um þetta efni á undan- förnum árum. Hvað er stress? Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir til að kanna tengsl- in á milli stress og myndunar á krabbameini. Það er erfitt að skil- greina stress, en oft eru alvarleg- ir lífsviðburðir eins og skilnaður, andlát maka, alvarleg veikindi barns, missir vinnu og fleira sem veldur verulegu andlegu álagi notaðir sem mælikvarði um stress í rannsóknum. Það er hægt að kanna tengslin á milli stress og myndunar krabba- meins á mismunandi vegu. Sumar rannsóknir hafa lagt spurninga- lista fyrir hóp fólks, annars vegar þá sem greinst hafa með krabba- mein og hins vegar viðmiðunar- hóp sem ekki hefur greinst með krabbamein en líkist hinum hópn- um að öðru leyti, það er hefur svipaða aldurs- og kyndreifingu. Þátttakendur eru svo spurðir hvort og hvenær þeir hafi upplif- að alvarlegan lífsviðburð. Helsti gallinn við þessar rannsóknir er sá að þeir sem greinst hafa með krabbamein hafa oft reynt að leita skýringa á því hvers vegna þeir hafa veikst. Þeim er því í fersku minni andlega álagið sem þeir urðu fyrir einhverjum árum áður, en það sama er ekki hægt að segja um viðmiðunarhópinn og því verða þessar rannsóknir oft falskt jákvæðar, þ.e. þær sýna samhengi þó það sé raunveru- lega ekki til staðar. Þegar farið er yfir niðurstöður rannsókna þessarar gerðar benda sumar til þess að stress geti tengst mynd- un krabbameina og aðrar ekki, þannig að spurningunni verður ekki svarað með þeim. Hvað segja hóprannsóknir? Hóprannsóknir eru almennt tald- ar betri en spurningalistarann- sóknir til þess að svara spurn- ingum um orsakir krabbameina, en þær eru dýrar í framkvæmd því það verður helst að safna upp- lýsingum mörgum árum áður en krabbameinið greinist til þess að hægt sé að mæla áhættu- þáttinn (stress) án trufl- unar. Hóprannsóknir eru mismunandi, stundum eru notaðir afmarkað- ir hópar, t.d. starfsmenn stórra fyrirtækja og þeim fylgt eftir, stundum er fólk kallað inn til rann- sókna með skipulögðum hætti líkt og gert er hjá Hjartavernd, þar sem það er beðið um að svara ýmsum spurningum af spurn- ingalista. Til að svara spurning- unni um það hvort stress valdi krabbameinum hefur til dæmis verið fylgst með hópum sem hafa lent í mjög erfiðri lífsreynslu eins og foreldrum sem misst hafa barn eða átt barn sem hefur orðið alvarlega veikt. Um er að ræða stórar rannsóknir með þúsundum þátttakenda. Tíðni krabbameina hefur verið reiknuð út hjá þessum hópum og borin saman við tíðni meðal annarra í sama þjóðfélagi og það hefur ekki verið sýnt fram á neina aukna hættu á krabba- meinum í þeim hópi sem lent hefur í erfiðri lífsreynslu. Hins vegar hefur aðeins ein hóp rann- sókn verið birt þar sem upplýs- ingar um stress eða alvarlega lífsviðburði voru mældar með spurningalista áður en greining krabbameinsins var gerð og hópn- um fylgt eftir í að meðaltali níu ár. Í hóprannsókninni tóku um 10.000 manns þátt og 1.100 fengu krabbamein á meðan hópnum var fylgt eftir. Þeir sem upplifðu alvarlega lífsviðburði fengu ekki oftar krabbamein en aðrir í rann- sókninni. Lífsstíllinn skiptir máli Ef niðurstöður ofangreindra rannsókna sem til eru um þetta efni eru teknar saman, er svar- ið við spurningunni hér að ofan að ekki virðist ástæða til þess að óttast að alvarlegir lífsvið- burðir valdi krabbameini. Hér að ofan var stress skilgreint sem alvarlegur lífsviðburður. Annars konar stress eins og við þekkj- um það í almennu tali, þar sem of mikið álag og tímaskortur fer saman, ýtir hins vegar oft undir óholla lifnaðarhætti. Þess hátt- ar stress tengist gjarnan hinum vestræna lífsstíl, það er auknum reykingum og kyrrsetulífi. Hinn stressaði neytir oftar óhollustu sem einkennist af orkuríku fæði, mettuðum fitusýrum, kolvetnum og síðast en ekki síst minnkar neyslan á ávöxtum og grænmeti. Þessi lífsstíll eykur áhættu á myndun krabbameins og ber að forðast hann. Helstu heimildir: Bergelt C ofl., British Journal of Cancer (2006) 95, 1579 – 1581 Roberts- FD ofl., Cancer (1996) 77, 1089-1093 Johansen C ofl., Br J Cancer (1997) 75, 144–148 Kvikstad A, Eur J Cancer (1994) 30A, 473–477 Höfundur er yfirlæknir lyflækn- ingar krabbameina Landspítala Veldur stress krabbameini? HALLA SKÚLADÓTTIR Kynntu þér sniðugar fermingargjafir hjá Íslandsbanka Framtíðarreikningur Íslandsbanka Framtíðarreikningur ber hæstu innlánsvexti bankans hverju sinni og er kjörinn fyrir þá sem vilja gefa fermingargjöf sem vex. Gjafakort Íslandsbanka Með gjafakortinu getur þú verið viss um að gefa fermingargjöf sem allir kunna að meta. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 3 4 5 Hvað eru vextir? Viðskiptavinir okkar hafa komið á framfæri ábendingum um mikilvægi þess að miðla fjármálaþekkingu til ungmenna. Til að bregðast við þessu mun Íslandsbanki bjóða öllum krökkum á fermingaraldri á fjármálanámskeið. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík og er markmið þeirra að bæta fjármálafærni þátttakenda í raunhæfum og einföldum skrefum. Leiðbeinandi verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum. Námskeiðin eru ókeypis og öllum opin. Íslandsbanki býður öllum krökkum á fermingaraldri á skemmtilegt fjármálanámskeið Fjármálanámskeiðin verða haldin: „Stuðla að ábyrgri fjármálakennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Karlmaður, 39 ára. Mánudaginn 4. maí í Reykjavík Mánudaginn 11. maí á Egilsstöðum Þriðjudaginn 12. maí á Reyðarfirði Miðvikudaginn 13. maí í Reykjavík Laugardaginn 16. maí á Ísafirði Þriðjudaginn 26. maí í Vestmannaeyjum Fimmtudaginn 16. apríl í Reykjavík Mánudaginn 20. apríl á Húsavík Þriðjudaginn 21. apríl á Akureyri Mánudaginn 27. apríl á Selfossi Þriðjudaginn 28. apríl í Reykjanesbæ Miðvikudaginn 29. apríl á Akranesi Nánari upplýsingar og skráning er á islandsbanki.is, opnihaskolinn.is eða í síma 599 6316. Fjármálanámskeið fyrir fullorðna verða haldin á landsbyggðinni sama dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.