Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 26
26 28. mars 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Haraldur L. Haralds- son skrifar um Á liðnu ári hækkaði gengisvísitalan um 80% og vísitala neyslu- verðs um 20%. Gengis- vísitalan hefur lækkað í byrjun þessa árs, en vísi- tala neysluverðs hækkað. Þannig hefur hækkun sem varð á gengistryggðum lánum frá falli bankanna til ársloka 2008 nánast gengið til baka. Frá janúar 2004 hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 46% og gengisvísitalan um 58%, miðað við febrúar s.l. Mynd 1 sýnir þróun gengisvísitölu og vísitölu neysluverðs miðað við að vísitölurnar séu settar á 100 í jan- úar 2004. Mynd 1 Það vekur athygli að frá janúar 2004 til júlí 2008 hækkuðu geng- istryggð lán minna en verðtryggð. Styrkist gengið áfram mun sá sem tók gengistryggt lán í janúar 2004 verða betur settur en sá sem tók verðtryggt. Þannig er líklegt að verðtryggða lánið muni halda áfram að hækka en möguleiki á því að gengistryggða lánið komi til með að lækka. Það liggur ljóst fyrir að þessi mikla hækkun á gengisvísitölu og vísitölu neysluverðs á liðnu ári stafar fyrst og fremst af því að bankar voru að taka stöðu gegn krónu til að bæta eiginfjárstöðu sína. Þetta kom berlega í ljós á liðnu ári þar sem krónan féll mikið í lok hvers ársfjórðungs. Tafla 1 sýnir hvaða afleiðingar þetta hefur haft á skuldir heim- ila, en þar er gerð grein fyrir skuldum heimila við lánakerfið frá árinu 2004. Eins og taflan sýnir jukust skuldir heimila á milli ára árin 2004 til og með 2007 að meðal- tali um 224 ma. kr. Ekki er vitað hverjar skuldir heimila voru í árslok 2008, en vitað hverjar þær voru í lok sept. 2008. Á tímabil- inu frá janúar til september 2008 jukust skuldirnar um 342 ma. kr., eða 118 ma. kr. meira en að meðal- tali á ári frá árinu 2004. Frá sept- ember til desember 2008 hækkaði neysluverðsvísi- talan um 5,5% og geng- isvísitalan um 13,3%. Til að áætla stöðuna í árslok eru skuldirnar í sept. 2008 framreiknaðar miðað við framangreind- ar hækkanir. Skv. því hafa skuldir heimila við lánakerfið hækkað um 458 ma. kr. á árinu 2008, eða rúmlega tvöfalt á við það sem gerðist árin á undan. Á tímabilinu september til desember 2008, að gefnum framangreindum forsend- um, hækka skuldir heimila um 116 ma. kr., sem svo til eingöngu má rekja til mikils falls krónunn- ar. Þetta gerist þrátt fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu. Hækkunin sem átti sér stað á gengistryggð- um lánum á tímabilinu septemb- er til desember 2008 hefur nú að mestu gengið til baka. Hins vegar hefur það ekki gerst hvað varðar verðtryggð lán, þar sem varanleg hækkun á vísitölunni er að mælast vegna þess að bankar voru að taka stöðu gegn krónu. Einnig er vísi- talan að taka mið af neyslu eins og hún var þegar þensla var hvað mest. Í dag er neyslumynstrið allt annað en vísitalan er byggð á. Brostnar forsendur Með vísan til framanritaðs er ljóst að forsendur fyrir útreikningi vísitölu neysluverðs eru brostn- ar og beinlínis rangar. Því verð- ur að telja eðlilegt að útreikn- ingur vísitölunnar verði tekinn til endurskoðunar, þar sem áhrif af gengisfalli krónunnar verði metin, þar sem bankar voru að taka stöðu gegn henni. Einnig verði áhrif bankahrunsins metin svo og breytt neyslumynstur. Á grundvelli þessa verði vísitalan endurmetin og framreikningur á skuldum heimila og fyrirtækja endurreiknaður. Hvernig er hægt að færa rök fyrir því að heimil- in taki á sig rúmlega 100 ma. kr. hækkun á skuldum frá sept. til des. 2008 vegna hruns banka? Hér er um að ræða rúmlega 30% af því sem gert er ráð fyrir að ríkisjóður leggi nýju bönkunum til. Vandi þeirra heimila sem eru með lán sín í erlendri mynt virðist ekki vera sá sami miðað við þróun mála, sjá mynd. Íslandsbanki hefur boðið viðskiptavinum sínum, sem eru með skuldir í erlendri mynt, raunhæfa aðgerð í skulda- málum þeirra. Takist stjórnvöld- um að styrkja gengi krónunnar má ætla að lausn í þá veru sem Íslandsbanki býður sé fullnægj- andi. Takist það ekki er líklegt að vandi þeirra sem eru með erlend lán verði mikill og lausn Íslands- banka dugi ekki. Gengi íslensku krónunnar er góður mælikvarði á því hvort aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum eru að takast. Falli gengið er ljóst að efnahagsaðgerðir stjórnarinnar eru ekki að ganga upp. Margir áhættuþættir Margir áhættuþættir eru tengd- ir íslenskri krónu. Þar ber hæst mikil skuldsetning íslenskra fyr- irtækja í erlendri mynt, þ.m.t. fyrirtæki í opinberri eigu. Grein- arhöfundur hefur á öðrum vett- vangi varað við mikilli skuldsetn- ingu íslenska ríkisins í erlendri mynt. Á vef Seðlabankans kemur fram að gengistryggð útlán banka til fyrirtækja í lok september s.l. voru 2.806 ma. kr. Skuldir Orku- veitu Reykjavíkur og Landsvirkj- unar í erlendri mynt eru um 500 ma. kr. Mikil umræða hefur verið um þrýsting jöklabréfa á gengið. Mikil skuldsetning ríkisins og skuldir fyrirtækja í erlendri mynt er ekki síður ógn við íslensku krónuna. Með vísan til framanritaðs er lagt til að lánastofnanir bjóði upp á leið Íslandsbanka hvað varðar afborganir af erlendum lánum og að vísitala neysluverðs verði leiðrétt. Áhrifum af spákaup- mennsku með krónur verði eytt og tekið tillit til breytts neyslu- mynsturs. Ekki er um að ræða að fella niður skuldir heldur sann- gjörn leiðrétting á verðtryggingu vegna áhrifa af spákaupmennsku og hruni efnahagskerfisins. Þegar leikreglur voru settar með verð- tryggð lán var ekki gert ráð fyrir að lántakendur þyrftu að standa frammi fyrir þeim vanda sem nú er upp kominn. Höfundur er hagfræðingur. Vandi vegna gengis- eða verðtryggðra lána Í m. kr. á verðlagi hvers árs. 2004 2005 2006 2007 2008. í lok árs 2008 Skuldir heimila í íslenskum krónum 877.044 1.083.639 1.308.432 1.471.060 1.734.091 1.829.727 Skuldir heimila í erlendri mynt 14.480 77.559 156.283 177.134 Skuldir heimila við lánakerfið, samtals 877.044 1.083.639 1.322.912 1.548.619 1.890.374 2.006.860 Aukning skulda heimila á ári hverju 206.595 239.273 225.706 341.755* 458.242 Tafla 1, Heimild: Seðlabanki Íslands * Aukning til loka september 2008 Áætlaðar skuldirSeptember 200 150 100 50 0 % Ja n. 2 00 4 Jú l. 20 04 Ja n. 2 00 5 Jú l. 20 05 Ja n. 2 00 7 Jú l. 20 07 Ja n. 2 00 8 Jú l. 20 08 Ja n. 2 00 9 Fe b. 2 00 9 Vísitala neysluverðs Gengisvísitala Breyting á gengisvísitölu og vísitölu neysluverðs Mynd 1 Lausnir fyrir okkur öll UMRÆÐAN Einar Skúlason skrifar um stjórnmál Í janúar var ógnará-stand í samfélaginu, mikil reiði og átök, dag- leg mótmæli á Austur- velli sem gátu þróast í allar áttir. Í ofanálag var stjórnarkreppa, þar sem ríkisstjórn Sam- fylkingar og sjálfstæðismanna logaði í innbyrðis deilum og náði því ekki valdi á viðfangsefninu. Til þess að leysa þessar erfiðu aðstæður komum við framsókn- armenn með það tilboð þann 21. janúar að verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli gegn ákveðnum skilyrðum. Þau skil- yrði snerust um að boðað yrði til kosninga ekki síðar en 25. apríl, að haldið yrði stjórnlagaþing sem myndi semja nýja stjórn- arskrá fyrir Ísland og að strax yrði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs. Í því fólst m.a. að mörkuð yrði stefna í gjaldmið- ilsmálum þjóðarinnar. Strax við ríkisstjórnarmynd- unina sáum við að það voru engar lausnir á borði nýrrar ríkis- stjórnar um hvernig ætti að tak- ast á við vanda heimila og fyrir- tækja, heldur einungis almennt orðuð markmið. Það lá svo á að koma saman stjórn að framsókn- armönnum var boðið að koma með tillögupakka síðar og sagt að það myndi verða tekið vel á móti þeim. Við kynntum efna- hagstillögur okkar í 18 liðum fyrir mánuði síðan og bjuggumst við samræðu um þær. Þess í stað brugðust forsvarsmenn VG og Samfylkingar ókvæða við og hafa talsmenn síðarnefnda flokksins oft á tíðum lagt lykkju á leið mál- flutnings síns til þess að hnýta í tillögur okkar. Því miður þarf að horfast í augu við þá staðreynd að á þeim tveimur mánuðum sem eru liðnir frá því að ríkisstjórnin var mynd- uð, hefur afskaplega lítið verið um aðgerðir í málum sem varða stöðu heimila og fyrirtækja. Það ber þó að nefna að ríkisstjórnin kynnti atvinnumálapakka, sem á að innihalda 4.000 störf, en ljóst er að sá pakki nýtur bara stuðnings hluta þing- manna VG og Sam- fylkingar vegna þess að flest störfin snúast um stóriðju. Hvernig ætla flokkarnir að taka á atvinnuleysi 17.500 manna ef það næst ekki einu sinni samstaða um að skapa 4.000 störf? Þá vilja Samfylking og VG taka á vanda heim- ilanna með því að skoða hvert einasta heimili sem lendir í þroti hjá sýslumönnum, taka fyrir hjá dómara og skipa tilsjón- armann með heimilinu. Bjartsýn- ustu spár sem ég hef séð, gera ráð fyrir að 10% heimila lendi í þessari stöðu, 7.500 heimili. Hvað mun taka mörg ár að skoða mál 7.500 heimila, fyrir utan alla hina sem munu lenda í greiðsluerfið- leikum þótt þeir fari ekki í þrot? Ég er síður en svo á móti því að allra verst stöddu heimilin séu skoðuð sérstaklega, en það þarf fyrst að ráðast í miklu víðtækari og almennari leiðréttingu á kjör- um fólks og svo má skoða þá sem verst standa sérstaklega. Þá vilja Samfylking og VG setja á stofn eignarhaldsfélag ríkisins, sem eignist þau fyrir- tæki sem standa illa en talið er mikilvægt að starfi áfram. Þessi útfærsla á ríkisvæðingu fyrir- tækja er alls ekki skynsamleg eða nógu vel hugsuð hvað sem líður bankahruninu í haust. Það má ekki koma aftur á kerfi þar sem stjórnvöld handstýra atvinnulífinu út frá óljósu hags- munamati. Við þetta má síðan bæta að aðildarviðræður við ESB eru á næsta leiti ef marka má vilja forsætisráðherra, en hvaða sannfæring er í því við samningaborðið þegar helming- ur ríkisstjórnarinnar er á móti því að landa málinu? Ef eitthvert vit á að vera í rík- isstjórn sem þessir tveir flokkar standa að, þá verður Framsókn að eiga þar aðild, sem flokkur skyn- samlegra lausna fyrir okkur öll. Að öðrum kosti verður byggt upp nýtt Ísland eftir hugmyndafræði gömlu ráðstjórnarríkjanna, sem er ekki góð framtíðarsýn fyrir þjóðina. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður. EINAR SKÚLASON HARALDUR LÍNDAL HARALDSSON Fagor uppþvottavél LJF-0310 5 þvottakerfi. Hljóðstig: 52dB(A). Stærð HxBxD 85x60x60. Tilboð 89.900 Fagor uppþvottavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þurrkun Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.