Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 110
78 28. mars 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. fyrirvaf, 6. átt, 8. spíra, 9. heyskap- aramboð, 11. verslun, 12. kroppa, 14. áburður, 16. tímaeining, 17. festing, 18. ból, 20. tvíhljóði, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. lofttegund, 3. hætta, 4. land í S.-Evrópu, 5. ílát, 7. urmull, 10. húsfreyja, 13. mál, 15. hljómur, 16. tímabils, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. ívaf, 6. sa, 8. ála, 9. orf, 11. bt, 12. narta, 14. gúanó, 16. ár, 17. lím, 18. rúm, 20. au, 21. sink. LÓÐRÉTT: 1. óson, 3. vá, 4. albanía, 5. fat, 7. aragrúi, 10. frú, 13. tal, 15. ómur, 16. árs, 19. mn. Auglýsingasími – Mest lesið Kristín Björk Kristjánsdóttir Starf: Listamaður og skemmtikraft- ur. Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Ég bý á Tjarnargötu í Reykjavík núna, en er að fara að flytja á Wittekindstrasse í Hannover. Fjölskylda: Ég á brjálæðislega sætan kærasta sem heitir Adrian Nagel og líka ofboðslega fallega og góða fjölskyldu. Tónlistarkonan Kira Kira mun spila á Hró- arskelduhátíðinni í Danmörku 30. júní. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Helga Pedersen. 2 Friðrik Ómar. 3 Draumalandið. „Ja, sko, þetta var eiginlega þannig að okkur sjónvarpsfólkinu fannst þetta ekki við hæfi,“ segir Eva María Jónsdóttir, spyrill í Gettu betur. Það vakti nokkra athygli í síðasta þætti að Eva María kom því sérstaklega á framfæri við áhorf- endur í sal að ekki mætti reyna við keppendur á meðan á viðureign stæði. Þá öttu kappi Versló og MH í undanúrslitum en í síðarnefnda liðinu er eina stelpan sem eftir er í keppninni, Auður Tinna Aðal- bjarnardóttir. „Það var einhver sem bað um símanúmerið hennar í miðri útsendingu, Auður kvart- aði ekki yfir þessu en okkur fannst svona rétt að impra á því að þetta væri ekki leyfilegt,“ segir Eva sem skilur þó vel að ungir drengir vilji kynnast Auði frekar enda sé hún skarpgáfuð eins og frammistaðan í keppninni sýnir. MH fór alla leið í úrslit og mætir þar annaðhvort MR eða Borgar- holtsskóla sem eigast við í kvöld. Eva er þess fullviss að það verði harður slagur og hún er nokkuð ánægð með hvernig þetta hefur allt saman gengið fyrir sig, nú þegar hillir undir lok á þessari vinsælu spurningakeppni. „Þetta hefur náttúrulega verið ansi skrautlegt, svo ekki sé meira sagt,“ segir Eva og vísar þar til bæði tæknilegra örðugleika sem hafa strítt kepp- endum og ýmissa tungubrjóta. Og Eva ber samstarfsmönn- um sínum, Davíð Þór Jónssyni og Ásgeiri Erlendssyni, söguna vel og hefur lítið yfir þeim að kvarta. „Við erum ekki í miklum sam- skiptum, hittumst á einum fundi fyrir keppnina og svo bara í útsendingu. Ég og Davíð þekkjumst nátt- úrulega frá fornu fari og Ásgeir er bæði ljúfur og góður drengur sem auð- velt er að umgangast,“ segir Eva og bætir því við að hún eigi ekki heið- urinn að þeirri tísku- væðingu sem dómari og stigavörður hafa gengið í gegnum að undanförnu. „Nei, það eru einhverjir karlar út í bæ sem sjá um það.“ - fgg Viðreynslur bannaðar í Gettu betur „Já, Þetta er ‚on‘. Spaugstofan verður áfram. Það er búið að ganga frá samningum,“ segir Pálmi Gestsson Spaugstofuliði. Tekist hafa samningar milli Ríkssjónvarps- ins og Spaugstofunnar um að þeir verði með þætti næsta vetur. „Við ætluðum að hætta nú á tuttugasta árinu. En svo hefur allt kallað á að sú endurskoðun yrði endurskoðuð; ástandið, áhorf og svo höfum við gaman af þessu. Þannig að okkur ekkert er að vanbúnaði að fylgja eftir því sem er að gerast í þjóðmálunum,“ segir Pálmi. Nokkur fréttaflutningur hefur verið af þessari óvissu en Pálmi segir aðspurður að samningavið- ræður við Þórhall Gunnars- son hafi verið ljúfar. Gert er ráð fyrir 24 þáttum á RÚV næsta vetur eins og var núna: „Við að sjálfsögðu þurfum við að taka tillit til ástandsins í þjóðfélaginu eins og allir. Það var samið með hliðsjón af því. við erum ekkert of góðir frekar en aðrir að taka það með í reikninginn.“ Menn voru þess þó albúnir að þetta yrði allra síðasti þátturinn og í loka- laginu í þættinum í kvöld, Yfir til þín, koma fram helstu stjörnur dægurlaga- heimsins. „Allt frá Ragga Bjarna og Bó og niður úr, eða upp úr eftir því hvern- ig menn vilja sá það,“ segir Pálmi sem segir að Spaugstofuliðum hafi verið sannur heiður sýndur en með þeim syngja: Björn Jörundur, Ragnheiður Grön- dal, Diddú, Selma, Bergþór Pálsson, Páll Óskar, KK, Ingó, Bjarni Thor óperubassi og Jóhanna Guðrún. Bubbi komst ekki sökum veikinda sem og Sigga Beinteins. Egill Ólafsson, Magni og Helgi Björns áttu ekki heimangengt. Allir voru til í slaginn. - jbg Stjörnum prýdd Spaugstofa sem verður áfram næsta vetur „Kynlíf selur, er það ekki það sem þessar auglýsingastofur segja allt- af?“ spyr Jón Hilmar Hallgríms- son, eigandi ljósabekkjastofunnar Soholjós. Auglýsing frá stofunni hefur vakið mikla athygli en hún hefur meðal annars verið fest upp í framhaldsskólum höfuðborgarinn- ar. Þar er auglýst öll sú þjónusta sem ljósabekkjastofa þarf að hafa upp á að bjóða en ein lína stingur eilítið í stúf: „Stelpurnar okkar eru með silicon.“ Jón Hilmar viðurkennir að þetta hafi farið fyrir brjóstið á mörgum en hann hafi í sárabæt- ur boðið þeim hinum sömu frítt í ljós og hvers kyns krem. Hann bætir því við að þetta sé svar hans við auglýsingum frá ljósabekkja- stofunni Smart sem hann segir að hafi skotið á ungan aldur starfs- manna hans. Ljósabekkjastofurn- ar tvær berjast um viðskiptavini á Grensásveginum. Og svo virð- ist sem töluverð harka sé hlaup- in í þá keppni því þegar rýnt er nánar í auglýsingu Soholjósa má sjá bregða fyrir línunni: „Miklu meira en bara Smart.“ En að silíkonfyllta starfsfólk- inu. Jón Hilmar játar fúslega að þetta sé á gráa svæðinu en: „Þetta hefur vakið athygli og viðskipta- vinum hefur fjölgað,“ útskýrir Jón og bætir því við að hann sé ekki að ljúga, stelpurnar á dag- vaktinni séu með silíkon. Og þótt ljósabekkjamenningin sé ekki sú sama og hún var fyrir nokkrum árum er Jón hvergi af baki dottinn. Hann hyggst á næstunni opna hár- greiðslustofu innan veggja Soho- ljósa sem verður opin langt fram á kvöld á fimmtudögum, föstudög- um og laugardögum. „Margir eru að vinna allan daginn og hafa því ekki tíma til að fríska aðeins upp á sig, þetta er hugsað sem þjónusta við þá.“ Ómar Ómarsson, eigandi sól- baðsstofunnar Smart, gaf lítið út á sólbaðsstofustríðið á Grensásveg- inum og vísaði því á bug að þeir hefðu skotið á aldur starfsmanna Soholjósa. Þeir hefðu auglýst eftir starfsfólki og þar hefði átján ára aldur verið skilyrði. „Mér finnst hann nú bara vera að pissa upp í vindinn,“ var það eina sem Ómar vildi láta hafa eftir sér í þessu máli. freyrgigja@frettabladid.is JÓN HILMAR HALLGRÍMSSON: AUGLÝSIR SILIKONFYLLT STARFSFÓLK Sólbaðsstofustríð í Reykjavík UMDEILD Auglýsing Soholjósa hefur vakið mikla athygli. Eigandinn segir þetta hafa virkað, fleiri komi í ljós. OPNAR HÁRGREIÐSLUSTOFU Jón Hilmar hyggst bæta við hárgreiðslustofu á Soholjós þannig að fólk geti farið í klippingu seint á kvöldin um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÁLMI GESTSSON Tek- ist hafa samningar um að Spaugstofan verði áfram næsta vetur. ENGAR VIÐREYNSLUR Eva María hefur bannað að áhorfendur úti í sal reyni við keppendur. Einhver djarfur náungi bað Auði Tinnu, keppanda úr MH, um síma- númerið í miðri keppni fyrir viku síðan. Mikill undirbún- ingur átti sér stað á Stöð 2 vegna söfnunarútsending- ar sem fram fer í kvöld til styrktar Hjartaheill og kemur mikill fjöldi frábærra skemmti- krafta fram af þessu tilefni. Idolhópurinn tekur lagið, Millarnir og Bogomil frumflytja nýtt lag, gamla gengið úr fyrstu Stelpuseríunum verður með skemmtiatriði og áfram má telja. Kynnar eru sjónvarpsparið Heimir og Kolla af Bylgjunni en ekki stóð á samþykki hjá Kollu en faðir henn- ar fékk nefnilega hjartaáfall fyrir ári síðan. Hins vegar vekur fjarvera götuspilarans JóJó óneitanlega athygli en hann gaf nýverið út plötu og rennur þar allur ágóði til Hjartaheilla. Ingvar Jóel – Ringó – heimsmeist- ari öldunga í kraftlyftingum á nú í mestu önnum við að skipuleggja MótorMax - kraftlyftingamót Metals sem verður haldið 4. apríl. Æfa nú stíft fyrir það Benni breiðsíða, Palli fermeter að ekki sé nú minnst á sjálfa Borgarnesbolluna sem að sögn Ringós er orðin svo svakaleg í hnébeygjunni að hann hefur kallað sérstaklega til tröllið Stórskjóðuna, sem heitir réttu nafni Stefán Sölvi Pétursson, til að vera til taks þegar Bollan rífur í járnin. Ringó heldur því fram að Stór- skjóðan verði næsti Jón Páll Íslendinga en hann er 1,95 á hæð og 154 kíló af hreinu kjöti. - jbg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.