Morgunblaðið - 10.01.2006, Page 8

Morgunblaðið - 10.01.2006, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á SJÖUNDA tím-anum í gærmorg-un fæddist þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins, samkvæmt taln- ingu mannfjöldaklukku Hagstofu Íslands. Klukk- an byggist á stöðu íbúaskrár dag frá degi og raunverulegum og áætl- uðum fjölda fæðinga, andláta og skráningu á fólki sem flyst til og frá landsins. „Þetta er íbúatalan á Íslandi,“ segir Ólöf Garð- arsdóttir, deildarstjóri á mann- fjöldadeild Hagstofu Íslands. „Það er ekki verið að telja Ís- lendinga eða fólk með íslenskt ríkisfang heldur einstaklinga sem hafa lögheimili á Íslandi. Það er gott að hafa í huga að þetta hefði alveg eins getað ver- ið útlendingur sem flytti til landsins.“ Ólöf segir ómögulegt að miða talningu við ríkisfang, til dæmis þar sem fólk flytji frá landinu og komi ekki aftur eða deyi í út- löndum. „Slíkar upplýsingar eru í raun ekki taldar á neinum hagstofum í heiminum,“ segir hún. „Það er alltaf miðað við þá einstaklinga sem búa í tilteknu landi á ákveðnum tímapunkti, óháð hin- um fjölbreytta bakgrunni fólks. Þrjú hundruð þúsundasti ís- lenski ríkisborgarinn er löngu kominn.“ Ólöf segir að samkvæmt grófri áætlun búi um 20–30.000 ein- staklingar með íslenskan ríkis- borgararétt erlendis og að er- lendir ríkisborgarar á Íslandi séu um 15.000. Hún segir ómögulegt að áætla miðað við mannfjöldaþróun í dag, hvenær íbúafjöldi hérlendis gæti náð hálfri milljón. „Það er útilokað að segja til um það. Ástandið síðustu tvö til þrjú árin er mjög óvenjulegt því það hafa svo margir flutt til landsins,“ segir hún. „Hlutfalli útlendinga á Íslandi fjölgaði úr 3,5% í 4,5% bara á síðasta ári sem er gríðarleg fjölgun en við vitum að hún er að einhverju leyti tímabundin. Margir eru hér í tengslum við framkvæmdir á Austurlandi og koma til með að fara aftur í einhverjum mæli.“ Mannfjöldaspá úr skorðum vegna fjölda aðfluttra Ólöf segir svo öra fólksfjölgun af völdum aðfluttra ekki líklega til að halda áfram mörg ár í röð og þar að auki hafi dregið tals- vert úr fæðingum á síðustu ára- tugum. „Konur eignast ekki eins mörg börn og áður svo að nátt- úrulega fjölgunin, sem sagt fæddir umfram dána, hefur verið hægari síðustu tvo áratugi en hún var fyrr á 20. öldinni þegar konur eignuðust mjög mörg börn,“ segir Ólöf. „Hver kona fæðir að meðaltali rétt rúmlega tvö lifandi börn og það er mjög athyglisvert að íslenskar konur eignast fleiri börn en konur víð- ast á Vesturlöndum. Þrátt fyrir að þetta sé ekki há tala á verald- arvísu eða miðað við það sem gerðist áður fyrr er fæðingar- tíðnin mjög há á Íslandi.“ Árið 2003 gaf Hagstofa Ís- lands út mannfjöldaspá og sam- kvæmt henni átti íbúatalan hér á landi ekki að ná á fjórða hundr- að þúsundið fyrr en á næsta ári. „Við þurfum að gera aðra mannfjöldaspá því hún varð kol- röng vegna þessara miklu flutn- inga til landsins,“ segir hún. „Mannfjöldaspár eru vafasamar yfir höfuð og standast yfirleitt ekki tímans tönn nema í svona tíu til fimmtán ár. Hún fór hins vegar öll úr skorðum hjá okkur núna vegna þessarar gífurlegu fjölgunar aðfluttra síðustu tvö ár. Hverjar forsendur nýju spárinnar verða er svo annar handleggur en líklega verður áætlunin hófsamari en svo að miðað verði við þessa gífurlegu fjölgun undanfarið.“ Helstu ástæðuna fyrir fjölg- uninni segir Ólöf vera atvinnu- ástandið á Austurlandi. „Svo hefur fjölgun á Suður- nesjum og í flestum nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur ver- ið mikil,“ segir hún. „Þar hefur fólki fjölgað mjög mikið en hvergi hlutfallslega eins mikið og á Austurlandi.“ Fréttaskýring | Íslendingum fjölgar hratt 300.000 íbúar á Íslandi Fólksfjölgun mun örari en gert var ráð fyrir þar sem margir flytjast til landsins Hefði getað orðið númer 300.000. Atvinnuástand og upp- gangur fjölgar aðfluttum  LANDSMÖNNUM fjölgaði um 2,1% á síðasta ári, sem er mjög mikil fjölgun. Fæðingar eru rúm- lega 4.200 á ársgrundvelli og dauðsföll 1.800 og því lætur nærri að aðfluttir umfram brott- flutta frá útlöndum hafi verið 3.700 talsins. Íbúum fjölgar nú í öllum lands- hlutum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, en þar er fólksfækkun áþekk og á und- anförnum árum. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is                                         !" #!$!          FÉLAGSMÖNNUM hefur fjölgað mikið í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að undanförnu. „Þetta er ótrúlegur gangur, hátt í 300 manns hafa gengið í félagið á síðustu vikum. Það styrkir félagið mikið,“ sagði Páll Þór Ármann framkvæmdastjóri. Nú eru nær 3.000 félagsmenn í SVFR. Ástæður fjölgunarinnar segir Páll eflaust vera samspil margra þátta. „Eitt atriðið er klárlega aukið fram- boð stangardaga hjá okkur, ný svæði í lax- og silungsveiði. Fjölskyldur eru mikið að skrá sig inn, en síðast og ekki síst er verðstefna félagsins að skila félaginu jákvæðri ímynd og fleiri meðlimum. Í söluskránni fyrir þetta ár er óbreytt verð að mestu en það er nokkuð sem fæstir búast við þegar um veiðileyfi er að ræða. Svo var líka gríðarlega gott veiði- sumar í fyrra og væntingarnar miklar fyrir komandi sumar – ekki að ósekju.“ Umsóknarfrestur um veiðileyfi SVFR rann út fyrir helgi og var hvatt til að sem flestir skiluðu umsóknum sínum rafrænt, í gegnum heimasíðu félagsins. Páll sagði meira en helming umsóknanna berast með þeim hætti, mikil vinna hefði verið lögð í að gera umsóknakerfið traust, þótt alltaf mætti bæta það enn frekar. Aukinn fjöldi rafrænna umsókna auðveldar alla úrvinnslu gagnanna og flýtir út- hlutuninni. Sagði hann það ferli ekki eiga að taka meira en tvær vikur en að því loknu verða óseld leyfi boðin til sölu á netinu. Geirlandsá nánast uppseld „Við úthlutuð leyfum til fé- lagsmanna í nóvember og þá fóru þau sem eftir voru í almenna sölu, og sal- an hefur verið óhemju góð á flest okk- ar svæði,“ sagði Gunnar J. Óskarsson formaður stangaveiðifélags Keflavík- ur. Sagði hann haustveiðidaga í Geir- landsá nánast uppselda, Fossálarnir seldust vel, betur en í fyrra – en þá veiddist vel á svæðinu. Þá segir hann fína sölu á leyfum á öll svæði Stóru- Laxár og í Reykjadalsá í Borgarfirði, en þar var metveiði í sumar er veidd- ust 200 laxar á stangirnar tvær. „Nú fara menn svo samkvæmt venju að kaupa daga í Hrolleifsdalsá, þegar sumarfrí fjölskyldnanna eru skipulögð,“ sagði Gunnar. SVFK er þekkt fyrir sterka áherslu á sjóbirtingsveiði og segir Gunnar félagið hafa í áratugi verið með helstu veiðileyfasölum á sjóbirt- ingsleyfum. Óseld veiðileyfi félagsins má skoða á heimsíðu þess, svfk.is, en hún er uppfærð reglulega. Jóhanna Benediktsdóttir formaður Ármanna sagði nokkuð færri um- sóknir hafa borist í ár en undanfarið. „Ég tel að ein ástæðan sé sú að menn halda að sér höndum, bíða eftir að út- hlutun er lokið, og vilja þá bera sam- an og fara jafnvel á netið og ná sem hagstæðustu innkaupunum á veiði- leyfum. Við erum reyndar ekki með dýr leyfi hjá Ármönnum, til að mynda buðum við í fyrsta sinn ekki upp á leyfi í Grímsá. Hún hækkaði all- verulega í fyrra.“ Sem endranær er Hlíðarvatn í Selvogi vinsælasta veiði- svæði Ármanna og segir Jóhann að Fitjaflóð í Grenlæk komi einnig ljóm- andi vel út. „Ármenn eru ekki fyrir miklar breytingar, en þau svæði sem við höfum verið með lengi seljast ágætlega, svo sem Skálmardalsá. Þá buðum við félagsmönnum í fyrsta sinn í fyrra upp á veiði í vötnunum sunnan Tungnaár og aftur í sumar. Það er svæði sem á vel við Ármenn: stutt að fara og menn geta veitt hve- nær sem er – þar er algjör paradís. Svo seljum við líka Veiðikortið sem er frábær kjarabót fyrir veiðimenn.“ Einn stórlaxanna sem veiddust sl. haust á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal, en það er eitt nýrra veiðisvæða SVFR. STANGVEIÐI Mikil fjölgun hjá SVFR veidar@mbl.is HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur, í samstarfi við frönsku rannsókn- arstofuna IRISA, gert samning við Árvakur ehf., útgáfufélag Morgunblaðsins, um aðgang rannsakenda HR og IRISA að myndasafni Morgunblaðsins, sem í eru um 300 þúsund myndir. Morgunblaðið fær á móti afnot af frumgerð að myndleitarkerfi sem þróuð hefur verið hjá stofn- ununum tveimur, en kerfið er af- urð rannsóknarsamstarfs milli Björns Þórs Jónssonar, dósents við Tölvunarfræðisvið Háskólans í Reykjavík, og Laurents Amsa- leg, vísindamanns við IRISA. Frumgerðin blandar saman ná- kvæmum myndgreiningar- aðferðum við mjög hraðvirkar leitaraðferðir, og nýtist sérlega vel við að koma upp um brot á höfundarrétti mynda. Aðgangurinn að myndasafni Morgunblaðsins gefur möguleika á að prófa aðferðir leitarkerf- isins. Samið um þróun myndleit- arkerfis UM áramótin lækkaði tekjuskattur um eitt prósentustig og jafnframt verður ekki lagður á eignaskattur á árinu. Tekjur ríkissjóðs af eigna- skatti á síðustu ári nema um 2.834 milljónum króna, en tæplega 76 þús- und einstaklingar greiddu þennan skatt á síðasta ári. Erfiðara er reikna hvað ríkissjóður missir nákvæmlega miklar skatttekjur með lækkun tekjuskattsins. 148 milljarðar innheimtir Skatthlutfall í staðgreiðslu nú á árinu verður 36,72%, en það var 37,73% á síðasta ári. Tekjuskatts- hlutfall verður 23,75% sem er lækk- un um 1%. Meðalútsvar, sem er tekjustofn sveitarfélaganna, verður 12,97%, en það er lækkun um 0,01%. Ástæða lækkunarinnar er sú að Sel- tjarnarneskaupstaður lækkaði út- svar um áramót. Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til 13,03%. Af 101 sveitarfélagi ætla 74 þeirra að innheimta hámarksútsvar en þrjú sveitarfélög verða með lág- marksútsvar. Fjármálaráðuneytið áætlar að á árinu 2006 innheimtist um 148 millj- arðar króna fyrir ríki og sveitarfélög með staðgreiðslu opinberra gjalda. Þar af renna um 78 milljarðar króna til sveitarfélaga en um 70 milljarðar króna til ríkissjóðs. Á síðasta ári er áætlað að rúmlega 145 milljarðar innheimtist í gegnum staðgreiðsluna og gjaldendur eru um 158 þúsund. Tekjuskattsstofninn er um 527 milljarðar og því þýðir 1% lækkun tekjuskatts 5 milljarða lækkun á tekjum ríkissjóðs. Á móti kemur að breytingar urðu á per- sónuafslætti um áramót sem þýða að tekjutap ríkissjóðs verður eitthvað minna en þessir 5 milljarðar. Þá verður að hafa í huga að tekjur al- mennings hækka á næsta ári og þar með aukast skatttekjur ríkissjóðs. Persónuafsláttur á árinu verður 348.343 krónur, eða 29.029 krónur á mánuði. Árið 2005 hefur persónuaf- slátturinn verið 28.321 króna á mán- uði. Hækkunin milli ára er því 708 krónur. Tekjuskattur ein- staklinga lækkaði um áramót Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.