Morgunblaðið - 10.01.2006, Page 28

Morgunblaðið - 10.01.2006, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda Sig-mundsdóttir, skírð Lovísa Huld, fæddist í Reykja- vík 4. september 1911. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli á ný- ársnótt. Foreldrar Huldu voru Sig- mundur Rögn- valdsson fisksali, f. 13. september 1876, d. 1949, og Margrét Jónsdótt- ir húsmóðir, f. 19. maí 1877, d. 1954. Systkini Huldu voru Helga Emilía, f. 1906, Karl, f. 1910, og Ingigerður, f. 1921. Þau eru öll látin. Auk þeirra átti Hulda þrjú systkini sem dóu í æsku. Fjölskyldan bjó alla tíð í nóvember 1936. Faðir Sverris var Hermann Sverrir Halldórsson, f. 30. mars 1914, d. 14. júlí 1957. Sverrir er kvæntur Kolfinnu Sig- urvinsdóttur íþróttakennara, f. 25. apríl 1944. Synir Sverris fyrir hjónaband eru Bjarni Hermann og Ragnar. Dætur Sverris og Kolfinnu eru 1) Hulda Sverris- dóttir f. 4. nóvember 1967, gift Gauta A. Marinóssyni, dætur þeirra eru Kolfinna, Rebekka og Aþena, 2) Rannveig Sverrisdótt- ir, f. 27. ágúst 1971, gift Kjartani Þórðarsyni, sonur þeirra Már Kjartansson, látinn 2002, 3) Sól- rún Sverrisdóttir, f. 5. febrúar 1974, í sambúð með Baldri Þór Vilhjálmssyni. Hulda bjó hjá foreldrum sínum til þeirra dauðadags en svo með syni sínum og tengdadóttur, lengst af í Goðalandi 16 í Reykja- vík. Árið 1995 flutti hún í Furu- gerði 1 og síðustu mánuðina bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Huldu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Reykjavík, frá 1937 á Grundarstíg 15B. Hulda starfaði í mörg ár við barna- gæslu og húshjálp. Lengi var hún í vist hjá Dóru Þórhalls- dóttur og Ásgeiri Ásgeirssyni og síðan hjá Bergþóru Patur- son og Þorsteini Scheving Thor- steinssyni. Á árunum 1940– 1942 starfaði Hulda í Dósaverksmiðjunni hf. en hóf svo störf í Reykjavík- urapóteki þar sem hún var við af- greiðslustörf allt fram á eftir- launaaldur. Eftir það starfaði hún þó í nokkur ár við húshjálp. Sonur Huldu er Sverrir Már Sverrisson endurskoðandi, f. 9. „Í gegnum móðu og mistur ég mikil undur sé.“ Þetta erindi úr sálmi Davíðs Stefánssonar, „Ég kveiki á kertum mínum“, heyrði ég dætur mínar aðeins nokkurra ára gamlar syngja er þær léku sér með gullin sín. Amma Hulda hafði verið að kenna þeim þennan sálm. Hún kunni flestalla sálma og einn- ig aðra texta, stundum sungu þær „Violetta“ svo ekki sé minnst á „Hótel Jörð“ sem var eitt af uppá- halds ljóðum ömmu. Dætur okkar Sverris voru sólargeislarnir henn- ar og síðar langömmubörnin. Hún var mikil barnagæla og börn löð- uðust að henni hvar sem hún kom. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir rúmlega 40 ára samfylgd og fyrir það sem hún var mér og dætrum okkar og síðar barnabörn- um. Ég veit að nú er hún alsæl, hún var búin að biðja Guð svo oft síðustu árin um að leyfa sér að fara. Henni varð að ósk sinni á ný- ársnótt er hún andaðist í svefni, þreytt en sæl eftir langa ævi. Hafðu þökk fyrir allt og allt, bless- uð sé minning tengdamóður minn- ar Huldu Sigmundsdóttir, Kolfinna. Þegar árið 2006 gekk í garð kvaddi amma þetta jarðlíf og hélt yfir móðuna miklu. Hún var búin með sitt, búin að kveðja sína nán- ustu og löngu tilbúin að halda á vit nýrra heima. Nú er hún komin heim, heim til Guðs, eins og hún sjálf orðaði það þegar hún einu sinni sem oftar tjáði ósk sína um að ljúka þessu jarðlífi. Amma fæddist í Reykjavík hinn 4. september 1911. Hún ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og var hún sannkölluð miðborgarmær. Hún var næstyngst í systkinahópnum en lifði öll systkini sín. Hún bjó hjá foreldrum sínum til æviloka þeirra og hjúkraði þeim allt til dauðadags. Árið 1936 fæddist einkasonurinn, Sverrir Már, og bjó hún með honum og fjölskyldu hans allt til ársins 1995 er hún flutti í þjónustuíbúð í Furugerði 1. Á yngri árum vann amma mikið við barnapössun, enda var hún með eindæmum barngóð eins og við systurnar fengum að kynnast. Minningar okkar tengjast þó þeim árum er amma vann í Reykjavík- urapóteki en þar afgreiddi hún bæjarbúa í yfir 40 ár eða allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Hún lét þó ekki staðar num- ið heldur starfaði hún við húshjálp í nokkur ár í viðbót. Ömmu lét illa að vera verklaus og henni leiddist aðgerðarleysi. Á meðan hún hafði krafta til var hún stöðugt að taka til og þurrka af. Hún benti sonardætrum sínum stundum vinsamlega á það að komið væri að þrifum með því að skrifa skilaboð í rykið á hillunum. Síðustu mánuðina þegar kraftana fór að þverra hélt hún tiltektum áfram í draumum sínum. Amma var mikil útvistarkona og ferðaðist mikið um fjöll á sínum yngri árum en seinni árin meira með okkur fjölskyldunni til út- landa. Amma bjó eins og fyrr sagði hjá syni sínum og tengdadóttur um langt skeið. Það var dýrmætt fyrir litlar stúlkur að fá að hafa ömmu alltaf hjá sér. Það var vinsælt að vera í herberginu hjá ömmu og jafnvel fá að gista. Sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin þegar pabbi og mamma voru á þjóðdansaæfingu eru sterk í minningunni, þá sátum við hjá ömmu og hlustuðum með henni á útvarpsleikrit vikunnar. Þegar pabbi og mamma voru að heiman fylgdi hún okkur í rúmið og kenndi okkur bænir, lög og sálma. Amma var trúuð kona og mikil söngmanneskja og kunni hún ógrynni af textum, bæði sálma og sönglög. Enn þann dag í dag get- um við systurnar rifjað upp texta og bænir sem hún kenndi okkur – og stundum fylgdu sögur með. Minningar um ömmu sitjandi við rúmið okkar, farandi með bænir og syngjandi sálma lifa enn í huga okkar. Amma átti líka oft sælgæti handa sonardætrunum, sælgæti sem fékkst í apótekinu eins og brenni, apótekaralakkrís eða jafn- vel opal. Amma var gjafmild kona og henni var umhugað um þá sem minna máttu sín eða voru einmana að hennar mati. Hún sýndi um- hyggju sína í verki og lagði sál sína í allar gjafir sem hún gaf frá sér. Flutningurinn í Furugerði var ömmu í fyrstu erfiður en með tím- anum aðlagaðist hún og leið vel í íbúð sinni. Starfsfólkið í Furugerði var henni gott og ber að þakka þá umhyggju sem það sýndi henni á góðum stundum sem erfiðum. Sér- staklega ber þá að nefna Ingu eða „góðu konuna“ og engilinn sem amma kallaði en við vissum aldrei hvað hét. Vinátta hennar við Gyðu nágrannakonu hennar var henni líka mikilvæg og var gott að sjá hvernig þær vinkonurnar pössuðu hvor upp á aðra. Þegar rætt er um vinkonur ömmu ber þó helst að nefna Stínu eða Kristínu Guð- laugsdóttur sem alla tíð sýndi henni og fjölskyldunni allri tryggð og vináttu. Í upphafi síðasta árs var farið að halla verulega undan fæti og heils- an farin að versna. Amma var reyndar löngu tilbúin að fara yfir til þeirra sem hún vissi að biðu sín hinum megin við móðuna miklu. Í apríl síðastliðnum lagðist hún inn á Landakot og átti aldrei aftur- kvæmt í Furugerði. Heilsuleysið reyndist henni erf- itt og henni leiddist biðin. Fyrir tæpu hálfu ári fékk hún pláss á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem starfsfólk 5. hæðar hugsaði um hana af einstakri umhyggju og kærleika. Það góða fólk á miklar þakkir skildar. Þó að hún væri heilsuveil og leið þá mat amma það mikils hversu gott fólkið var við hana. Smám saman hrakaði henni og rétt fyrir jólin veiktist amma einu sinni enn. Við vorum þó viss um að hún rifi sig upp úr þessum veikindum eins og hún hafði svo oft gert áður. En nú var nóg kom- ið og það var eins og hún hefði þarna tekið ákvörðun um að hér skyldi staðar numið. Smám saman minnkaði þrekið og síðustu sólar- hringana svaf hún. Hún skildi við á nýársnótt. Við sonardæturnar vorum alltaf í miklu uppáhaldi hjá ömmu og ekkert var nógu gott fyrir okkur. Ekki þótti henni verra að eignast langömmubörn og voru þau henni mikil gleði síðustu árin. Það er sárt að kveðja en við vit- um að amma er sátt og komin þangað sem hún vildi fara. Við vit- um líka að vel er tekið á móti henni og hún hittir fyrir foreldra sína og systkin og litla langömmu- drenginn. Sjálf var amma sann- færð um þessa endurfundi og beið þeirra. Við kveðjum góða ömmu með bæn sem hún kenndi okkur. Hvíl í friði, elsku amma. HULDA SIGMUNDSDÓTTIR Þetta var bænin hennar langömmu Hvíl í friði Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þínar langömmustelpur Kolfinna, Rebekka og Aþena. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SVÖVU KRISTINSDÓTTUR, Espilundi 5, Garðabæ. Sigfús Þormar, Fjóla Guðlaugsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Kæru ættingjar og vinir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, SALVARAR GOTTSKÁLKSDÓTTUR, Bröttukinn 25, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Vilhelm Adólfsson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Vignir Þorláksson, Grímur Vilhelmsson, Anita Bernhöft, Gottskálk Vilhelmsson, Ásta Valsdóttir, Nína Björg Vilhelmsdóttir, Reynir S. Hreinsson, Adolf Gunnar Vilhelmsson og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR DANÍELSDÓTTUR, Lindargötu 66, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Haukur Árnason, Daníel Guðmundsson, Kristín Márusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, tengdasonar, afa, bróður og mágs, JÓHANNS INGA EINARSSONAR, Bæjargili 96, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Sigurðar Böðvarssonar, læknis og starfsfólks Landspítala Hringbraut, deild 11-E, fyrir frábæra umönnun. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Svanur Elísson, Einar Örn Jóhannsson, Hildur Erlingsdóttir, Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Hansen, Lovísa Stefánsdóttir, Jón Björnsson, Björn Helgi Guðmundsson og barnabörn, Erla Einarsdóttir, Hans Indriðason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður, ÁLFHEIÐAR LÁRU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Skólagerði 14, Kópavogi. Ísak Þórir Þorkelsson, Þórður Ísaksson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, JÓHANN EYJÓLFSSON, Dalsbyggð 21, Garðabæ, sem lést á Landspítala Fossvogi að morgni þriðju- dagsins 3. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands eða Krabbameinsfélagið. Fríða Valdimarsdóttir, Eyjólfur Jóhannsson, Markús Jóhannsson, Guðný B. Kristjánsdóttir, Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Hlöðver Þorsteinsson, Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Svavarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.