Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 37 MENNING SEINNI kórtónleikar endurreisn- arsérfræðinganna tíu í The Tallis Scholars undir handleiðslu Peters Phillips þurftu sem betur fór ekki (svo vitnað sé í klassískan mars) að fara fram „Unter Donner und Blitz“ sakir skotgleði síðbúinna þrett- ándafagnenda kvöldið áður. Því á sunnudagskvöldið fékkst loks hið bezta næði, og flenniaðsóknin út- heimti jafnvel enn fleiri aukasæti en fyrr; sumpart sjálfsagt fyrir gesta- þátttöku íslenzka kammerkórsins Carmina í seinni hluta. Það var reyndar fyrir atbeina stjórnanda hans, Árna Heimis Ing- ólfssonar, að brezki stjörnukórinn kom hingað, og lá því tækifærið kannski í lofti. Árni sá einnig um umfjöllun verka í báðum tónleika- skrám af staðgóðri þekkingu, enda ku Carmina eini hérlendi kórinn er sérhæfir sig í tónlist endurreisn- arskeiðsins (1400–1620). Yfirskrift tónleikanna var Mise- rere – „Miskunna þú oss“ – vit- anlega dregin af 2. atriði kvöldsins eftir Allegri en ekki að téðu trufl- unartilefni daginn áður, þó kæmi þannig út. Eflaust hefur hið sögu- fræga kórverk, ásamt hinni nafntog- uðu messu Josquins des Prez í 1. at- riði við 15. aldar flökkulagið L’homme armé „Sexti toni“ (þ.e. í hýpólýdískri kirkjutóntegund), hnykkt á aðdráttarafli tónleikanna meðal renessansunnenda, enda þótt orðspor TS dygði ærið fyrir. Að ólastaðri snilld Thomasar Tall- is frá fyrra kvöldi virtist tóntak hins tveim kynslóðum eldri Josquins að sumu leyti nútímalegra. T.a.m. í hendingarímandi sekvenzum hans er vísuðu heilar tvær aldir fram til samtímamanna Vivaldis – þó svo að dálæti fornra Niðurlendinga á hvers kyns kontrapunktískum brellum kæmi einnig ríkulega fram; mest í sexrödduðu köflum Agnus Dei, sem voru sannkallað pólýfónískt „tour de force“ í tandurhreinum og hárná- kvæmum söng Englendinganna. Í fyrrnefndu „leyniverki“ Páfa- garðs eftir Gregorio Allegri (1582– 1652), er sem kunnugt slapp fyrst út fyrir veggi Sixtusarkapellunnar 1770 þegar unglingur á ferming- araldri að nafni W. A. Mozart hrip- aði það niður eftir minni og aðeins eina heyrn („Við náðum því!“ skrif- aði Leopold gamli sigri hrósandi til Frau Mozart), dreifðust söngkraftar um kirkjuna með áhrifamiklu fen- eysku cori spezzati-sniði – 5 TS-limir (SSATB) á altarispalli, 4 uppi á svöl- um og tenórforsöngvari á miðju kirkjugólfi. Meðal annars vakti at- hygli aukin flúrun einsöngssóprans- ins þegar á leið í ítrekuðum „upp- ferðum“ sínum til himinhæða – væntanlega með fullu leyfi tónsögu- heimilda. Eftir íðiltæra túlkun TS á fimm- radda mótettu da Palestrina – for- kólfs strangasta kontrapunktstíls sem uppi hefur verið – við III. Harmljóð Jeremíasar spámanns, kom tveggja kóra verk hans Salve Regina til Maríu himnadrottningar, þar sem sameinaðir 22 manna kraft- ar Breta og Íslendinga kölluðu fram með afbrigðum glæsilegan og fullan kórhljóm, til marks um það sem koma skyldi á 17. öld þegar kórmið- illinn varð að keppa við sístækkandi hljómsveitir um hylli hlustenda. Carmina tók sömuleiðis þátt í síð- ustu tveim verkum í 8 og 7 röddum, Andreas Christi famulus eftir Thom- as Crecquillon (d. 1557) og í Ljóða- ljóðamótettu Jacob Clemens „non papa“ (d. 1555), Ego flos campi. Hér leysti kraftur og hljómfylling smá- gerðari blæbrigði eldri verkanna af hólmi, og var það oft tilkomumikið, þó að maður saknaði stundum meiri andstæðna í voldugu en svolítið ein- hæfu síflæði massans. Miskunna þú oss TÓNLIST Langholtskirkja Endurreisnarverk eftir Josquin des Prez, Allegri, Palestrina, Crecquillon og Cle- mens non papa. The Tallis Scholars. Gestir: kammerkórinn Carmina. Stjórn- andi: Peter Phillips. Sunnudaginn 8. jan- úar kl. 20. Kórtónleikar Morgunblaðið/Kristinn Sir Peter Phillips stjórnar flutningi á seinni tónleikunum í Langholtskirkju. Ríkarður Ö. Pálsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Týndur hvolpur. Hvolpurinn okk- ar týndist aðfaranótt laugardags og er hans sárt saknað. Hann er svartur og hvítur border collie. Allar upplýsingar vel þegnar. Gsm 699 2663. Fuglabúr óskast. Óska eftir stóru fuglabúri fyrir 4 gára. Upplýsingar í síma 694 9454. Heilsa Grænmetisnámskeið Sólveigar Byrjendanámskeið: Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta & næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að ógleymdum sykurlausum eftirrétt- um. Kennari er Sólveig Eiríksdóttir. Námskeiðið er eitt kvöld frá kl. 19.00- 23.00 & eru eftirfarandi námskeiðsdagar í boði: 17. 24. og 31. janúar. Verð 5.900,-. Skráning í síma 821 4608 eða á solla@himneskt.is. Atvinnuhúsnæði Til leigu mjög gott verslunar- húsnæði, alls 206 fm. Allt nýtekið í gegn, hiti í bílaplani og góð bíla- stæði. Hentar fyrir ýmsan rekstur t.d. hárgreiðslustofu, verslun og margt fl. Uppl. í síma 898 3677. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið Viltu hafa háar og sjálfstæðar tekjur? Að skapa sér háar, sjálf- stæðar tekjur er ekki galdur, heldur einföld UPPSKRIFT sem allir geta lært. Skoðaðu www.Kennsla.com og fáðu allar nánari upplýsingar. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarm. Byrjendaáfangi í Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð, CSTI, verður haldin 9.-12. febrúar næstkom- andi á Radisson SAS Hótel Sögu. Upplýsingar og skráning í síma 863 0610 og 863 0611 eða á www.upledger.is. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarm. Kynningarnámskeið í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð verða haldin í Reykjavík 14. janúar og á Akureyri 15. janú- ar næstkomandi. Upplýsingar og skráning í síma 863 0611 eða á www:upledger.is Til sölu Sumarbústaðaland helst við vatn eða gamall sumarbústaður á góðu landi óskast. Sími 662 1444. Spónlagðar spónaplötur. Eik, beyki, mahóní og hlynur. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, s. 567 5550, islandia.is/sponn Þjónusta Thailand! Speaks english? Friends? Are you a woman from Thailand? I am an Ielandic marr- ied woman and I speak english and I am intrested in many things. Do you want to be my friend? Please call me, tel: 846 8949. Tell me about Thailand! Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Byggingar Til leigu Nýr, mjög góður vinnuskúr, 14 fm með þriggja fasa rafmagns- töflu og salerni. Skúrinn er á stál- bitum og hólfaður niður í kaffi- stofu, verkfærageymslu og sal- erni. Uppl. í síma 894 3755. www.hardvidur.is Nýkomið: Hnota (ipe-tegund). Gegnheill planki 19x195 mm, fasaður. Verð 6.990 kr. m² m. vsk. Sjá nánar á hardvidur.is. Upplýs- ingar hjá Magnúsi í s. 660 0230. Ýmislegt Okkar sívinsæli íþróttahaldari í svörtu. Algjör snilld kr. 1.995, Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Bílar Subaru Legacy Wagon 2,0 GL árg. '99, ek. 132 þús. 4wd, skr. 06 1999. Rauður. 5 d. Sjálfsk. 2000cc. Verð 940 þ. Ný nagla- dekk, notuð sumardekk. Ný tíma- reim og bremsukl. framan. Smur- bók. Sími 6955 115. Lexus IS-200 Limited, 05/2004, e16. Svartur Lexus IS-200 LIMI- TED, kom á götuna 05/04, sjálf- skiptur, með leðri, aukavetrar- dekk á álfelgum, svartur. Áhv 2,423 m., VÍS, 59 þ. á mán. V. 2,7 m. Skipti á ódýrari. S. 898 3007. Hyundai Santafe 4x4 árgerð 2003. Ekinn 58 þús. Sumar- og vetrardekk. Fallegur bíll. Upplýs- ingar í síma 866 1520. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Selfoss - Íbúð til leigu Selfoss. Gullfalleg glæný 3 herbergja 95 fermetra íbúð á 2. hæð í ný- byggðri blokk til leigu fram á sumar. Laus strax. Símar 486 8913/893 8913/892 7775. Húsnæði í boði Smáauglýsingar sími 569 1100 ANDRI Snær Magnason rithöf- undur hefur verið valinn einn af fimm fyrirles- urum til að ávarpa nemendur í Col- umbia-háskóla í Bandaríkjunum á þessu vori. Fyr- irlestraröð vor- annar er undir yf- irskriftinni „Orð og gjörðir“. Aðrir fyrirlesarar í röðinni eru George Biz- os, lögfræðingur Nelsons Mandela, George D. Yancopoulos, læknir, dokt- or í lífefnafræði og sameindalíffræði og forstjóri líftæknifyrirtækisins Re- generon, Peter Goldmark, stjórnandi Environmental Defense Fund, óop- inberra umhverfissamtaka í New York og Stewart Sukuma, tónlistar- og baráttumaður frá Mósambík. Columbia-háskólinn er einn virt- asti háskóli í heimi. Á hverri önn eru mánaðarlegir fyrirlestrar sem eru ætlaðir afburðanemendum skólans og styrkþegum sem sýnt hafa ein- dregna hæfni til að axla leiðtoga- hlutverk í framtíðinni. Á hverju skólaári eru fengnir fyrirlesarar hvarvetna úr heiminum í því skyni að kynna þeim sem flest sjónarmið í samfélagsmálum, stjórnmálum, vís- indum og listum. Markmiðið er að auka víðsýni nemendanna, brýna hugsjónir þeirra og veita þeim nýja sýn á heiminn og vandamál hans. Margir af helstu og þekktustu forvíg- ismönnum bandarísks efnahagslífs, háskóla og stjórnmála hafa á und- anförnum árum verið þátttakendur í þessu námi. Andri Snær Magnason hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1999 fyrir Bláa hnöttinn og LoveStar var tilnefnd til sömu verðlauna árið 2002. Væntanleg er á næstunni ný bók eftir hann sem er ætlað að hrista upp í hugmyndaheimi og heimsmynd Ís- lendinga. Verk Andra Snæs hafa ver- ið gefin út á 17 tungumálum. Andri Snær les fyrir í Columbia- háskólanum Andri Snær Magnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.