Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Upplifðu ástina og kærleikann Sýnd kl. 4 Íslenskt tal Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 B.i. 14 ára eeee HJ / MBL Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliam byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum EINNIG SÝND Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára eeee Ó.Ö.H. / DV eeee H.J. / MBL eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 15.15 “…mikið og skemmtilegt sjónarspil...” ....eiturgóð mynd.... Sirkus 30.12.05 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 Íslenskt tal Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 6 JUST FRIENDS ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com A.G. / BLAÐIÐ KVIKMYNDIN Hostel fékk frá- bæra aðsókn í Bandaríkjunum um helgina, en myndin var frumsýnd samtímis vestanhafs og hér á landi á föstudaginn. Hostel var mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum um helgina og halaði inn rúmlega 20 milljónir dollara, sem nemur rúm- lega 1,2 milljörðum íslenskra króna. Myndin, sem var frumsýnd í yfir 3.000 kvikmyndahúsum, kostaði ein- ungis um 5 milljónir dollara í fram- leiðslu, og því er árangur helg- arinnar sérstakt fagnaðarefni fyrir aðstandendur hennar, Íslandsvinina Eli Roth, leikstjóra myndarinnar og Quentin Tarantino, framleiðanda hennar. Eyþór Guðjónsson, sem leikur eitt stærsta hlutverkið í Hostel, seg- ir það frábæra tilfinningu að leika í stærstu myndinni í Bandaríkjunum, og bætir því við að hann hafi alltaf haft trú á því að hún gæti náð svona langt. „Ég hafði alltaf mikla trú á myndinni, en það þurfti margt að ganga upp til þess að þetta færi alla leið. Mig grunaði samt að hún færi á toppinn, myndin er nefnilega út- hugsuð á allan hátt, bæði kvikmynd- in sjálf, plottið, myndatakan, tón- listin og markaðssetningin. Það er hvergi veikan hlekk að finna í keðjunni,“ segir Eyþór sem er mjög ánægður með þessa útkomu. „Þetta er bara alveg frábært, þetta er náttúrulega það sem alla dreymir um sem tengjast kvik- myndum á nokkurn hátt, sama hvort um er að ræða leikstjóra, framleiðendur eða leikara. En hvort sem það verður eitthvað úr þessu hjá mér eða ekki, er þetta reyndar eitthvað sem ég hef aldrei stefnt að,“ segir Eyþór, en bætir því þó við að hann sé alltaf opinn fyrir mögulegum tilboðum. „Ég hef alltaf verið opinn fyrir nýjum og skemmtilegum hlutum, ég sagði til dæmis já við þessu að lokum, þó ég hafi sagt nei í byrjun. Maður getur aldrei sagt nei fyrirfram við ein- hverju sem maður veit ekki hvað er.“ Tarantino og Roth hringdu frá Hollywood með fréttirnar Aðspurður segir Eyþór að fjöl- miðlar hafi merkilega lítið haft sam- band við sig eftir að árangur helg- arinnar kom í ljós. „Það hefur verið frekar lítið, kannski eru menn bara ekki búnir að átta sig á þessu,“ seg- ir Eyþór, en bætir því við að þeir fé- lagar Eli Roth og Quentin Tarant- ino hafi verið fljótir að átta sig á því hvert stefndi. „Þeir hringdu í mig strax á laugardaginn. Þeir eru með svo háþróuð kerfi og reiknilíkön að um leið og kvikmyndahús lokuðu á föstudagskvöldið vissu þeir upp á hár hvað myndin kæmi til með að taka inn um helgina. Þeir sáu það strax að hún var komin á toppinn. Þeir hringdu og voru bara í rosa- lega góðum gír, staddir í limósínu í Hollywood að fagna þessum ár- angri,“ segir Eyþór. „Þetta breytir náttúrulega öllu varðandi myndina, þegar hún nær toppnum í Banda- ríkjunum. Tekjuflæðið verður mjög sterkt, ekki bara í Bandaríkjunum heldur út um allan heim. Og það er fyrir utan mynddiskasölu sem getur orðið 70% af heildartekjum af myndinni, en sú sala fer ekki af stað fyrr en í mars.“ Það eru þó ekki sölutölur sem eru Eyþóri efst í huga heldur skiptir íslensk landkynning hann meira máli. „Það sem væri skemmtilegast í þessu öllu væri ef að landið okkar fengi einhverja skemmtilega kynningu af þessu. Það er það sem ég hef alltaf lagt upp með. Það var mjög gaman að vinna með Eli hvað það varðaði, til dæmis að vera í fötum frá 66° Norð- ur, en Eli lét sauma íslenska fánann á jakkann sem ég var í. Svo vorum við alltaf að stilla jakkanum upp einhvers staðar á bakvið í tökunum, við vorum alltaf að reyna að troða einhverjum íslenskum afurðum inn í þetta,“ segir Eyþór að lokum. Kvikmyndir | Hostel mest sótta myndin vestanhafs Íslendingur á toppnum í Bandaríkjunum Ekki vantar blóðið í Hostel. Aðalleikararnir í Hostel: Jay Hernandez, Eyþór og Derek Richardson. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Aðsóknarmestu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum um helgina: 1. Hostel 2. The Chronicles of Narnia 3. King Kong 4. Fun with Dick and Jane 5. Cheaper by the Dozen 2 6. Munich 7. Memoirs of a Geisha 8. Rumor Has It... 9. Brokeback Mountain 10. The Family Stone BRETAR hafa löngum haft dálæti á sér- vitringum og nú hefur Björk lent í fyrsta sæti á lista yfir sérvitrar stjörnur í könnun sem tímaritið Homes & Antiques lét gera. Það er BBC sem gefur tímaritið út. Hún þótti meðal annarra vera sérvitrari en bæði Ozzy Osbourne og boxarinn Chris Eubank. „Hinn óvenjulegi fatasmekkur og ótrú- lega frumleg en einkennileg tónlist varð til þess að Björk náði fyrsta sætinu,“ segir á fréttavef BBC. Segir þar einnig, að Björk hafi fengið mörg atkvæði út á svanakjólinn fræga sem hún klæddist á Óskarsverð- launahátíðinni árið 2001. Fyrrum heimsmeistari í boxi, Chris Eu- bank, lenti í öðru sæti, en hann gengur gjarnan um í gamaldags reiðbuxum með písk og er ávallt með einglyrni og þykir bæði sjálfhverfur og skondinn. Tom Baker, leikarinn sem lék Dr. Who í samnefndri sjónvarpsþáttaröð á áttunda áratugnum, lenti í fjórða sæti og þunga- rokkarinn Ozzy Osbourne var í því fimmta. Vivienne Westwood, fatahönnuðurinn sem nýlega var öðluð af drottningunni, var í áttunda sæti og Uri Geller sem er frægur fyrir að beygja skeiðar með hugarorkunni einni saman lenti í tíunda sæti. Fólk | Könnun á vegum BBC-tímarits Morgunblaðið/Eggert Björk Guðmundsdóttir vekur at- hygli hvar sem hún fer en hér er hún á sviði á náttúrutónleikunum í Laugardalshöllinni um helgina. Björk mesti sérvitringurinn TOPP TÍU: 1. Björk 2. Chris Eubank 3. David Icke 4. Tom Baker 5. Ozzy Osbourne 6. John McCririck 7. Sir Patrick Moore 8. Vivienne Westwood 9. Sir Jimmy Savile 10. Uri Geller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.