Morgunblaðið - 24.01.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 24.01.2006, Síða 15
Rafeindatæki falin í grjóthnullungi, njósnatæki sem breskir sendiráðs- starfsmenn í Moskvu eru sagðir hafa notað til að koma á samskiptum við rússneska flugumenn sína. sem kallað var „njósnatæki“. Eiga Bretarnir að hafa hlaðið tölvugögn- um í tækið og síðan komið steininum fyrir í garði í Moskvu, en þar nálg- uðust rússneskir samverkamenn þeirra gögnin. Hefur einn Rússi ver- ið handtekinn vegna málsins. Þá sýndi Rossiya ljósrit af gögn- um sem virtust sýna að Bretar hefðu fært fjármuni á reikninga frjálsra félagasamtaka (NGOs). Hamlar gegn starfseminni Leyniþjónustan, FSB, sem tók við hlutverki hinnar alræmdu stofnunar KGB, sakaði í fyrra Bandaríkja- menn og leyniþjónustur annarra vestrænna ríkja um að nota frjáls fé- Moskva. AP. | Rússneska leyniþjón- ustan sagðist í gær hafa flett ofan af njósnum fjögurra breskra diplómata í Moskvu og sakar hún þá um að sjá óháðum félagasamtökum í landinu fyrir fjármunum, þ.á m. einum af þekktari mannréttindasamtökum Rússlands, Moscow Helsinki Group, sem haldið hafa uppi gagnrýni á stjórnarhætti Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Yfirlýsingar þessar koma í kjölfar þess að rússneska ríkissjónvarps- stöðin Rossiya sýndi á sunnudag myndir sem sagðar voru sýna fjóra starfsmenn breska sendiráðsins í Moskvu nota einhvers konar raf- eindatæki falin í grjóthnullungi, það lagasamtök til að stunda njósnir í Rússlandi og stuðla að pólitískri upplausn í fyrrum Sovétlýðveldum. Mál þetta þykir sýna að samband Breta og Rússa fer nú versnandi, auk þess sem það er til marks um að Pútín forseti hefur ákveðið að skera upp herör gegn frjálsum félaga- samtökum, en fyrr á þessu ári skrif- aði hann undir lög sem hamla mjög starfsemi slíkra samtaka. Stjórnvöld í Moskvu hafa haft horn í síðu frjálsra félagasamtaka sem halda á lofti mannréttindum og lýðræðishugsjóninni eftir pólitísk umskipti í löndum eins og Georgíu, Úkraínu og Kirgistan á undan- förnum árum. Rússar saka Breta um njósnir AP MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 15 ERLENT Ankara. AFP. | Dómstóll í Tyrklandi hefur fallið frá ákærum á hendur rit- höfundinum Orhan Pamuk, að því er lögmaður hans greindi frá í gær. Þar með er endi bundinn á rétt- arhöldin í máli Pamuks, sem ákærð- ur var fyrir að hafa „móðgað tyrk- neska þjóðarvitund“ með ummælum sínum um fjölda- morð á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Mál Pamuks, sem er metsölu- höfundur í heima- landi sínu, hefur vakið mikla at- hygli á alþjóða- vettvangi. Tyrkir stefna að því að fá í fyllingu tímans aðild að Evrópusambandinu og höfðu fulltrúar þess ákaft mót- mælt ákærunni og dómsmálinu. Var rekstur málsins hafður til marks um að tjáningarfrelsi væri heft í Tyrk- landi. Olli Rehn, sem fer með stækkun- armál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, fagnaði þessari niður- stöðu í gær og sagði hana sigur fyrir tjáningarfrelsið í Tyrklandi. Minnti hann á að fleiri sambærileg mál væru til meðferðar þar í landi. „Nokkrir blaðamenn, ritstjórar, rit- höfundar og fræðimenn standa frammi fyrir sambærilegum ákær- um nú um stundir,“ sagði Rehn og hvatti stjórnvöld til að breyta gild- andi lögum í því skyni að allir íbúar Tyrklands fengju notið tjáningar- frelsis. Hafna ásökunum Armena Pamuk er 53 ára gamall og átti sex mánaða til þriggja ára fangelsisvist yfir höfði sér hefði hann verið fund- inn sekur. Ummælin umdeildu lét hann falla í viðtali við svissneska vikuritið Das Magazin í febrúarmán- uði. Setningin, sem Pamuk var ákærður fyrir, er svohljóðandi: „Ein milljón Armena og 30.000 Kúrdar voru drepnir á þessum landsvæðum og enginn nema ég þorir að tala um það.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa löngum hafnað með öllu þeim ásökunum Armena að ein og hálf milljón þeirra hafi verið tekin af lífi í þjóðarmorði, sem framið var á árunum 1915 til 1917 þegar hið sjö hundruð ára gamla Ottoman-veldi var við að líða undir lok. Eftir fall þess við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og með gerð Lausanne-samkomulagsins árið 1923 varð Tyrkland til. Hætt við mál á hend- ur Pamuk Orhan Pamuk ESB fagnar ákvörðun Tyrkja ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.