Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 27
Magnús Már var ákaflega lifandi og skemmtilegur kennari og má enn heyra sögur meðal eldri guðfræð- inga og presta af kennslustundum hans. Gátu fyrirlestrar hans og um- ræður fjallað um hina fræðilegustu hluta þess sem til umfjöllunar var hverju sinni en einnig þau fjölmörgu tæknilegu viðfangsefni sem krafist gátu úrlausnar sveitaprests og hann hafði kynnst á prestskaparárum sín- um að Skútustöðum í Mývatnssveit. Að leiðarlokum vill guðfræðideild votta Magnúsi Má Lárussyni virð- ingu sína og senda ættingjum hans samúðarkveðjur. Nú er horfinn úr jarðneskum heimi aldraður vinur minn og náinn samverkamaður um skeið ævinnar, Magnús Már Lárusson, prófessor og fyrrum háskólarektor. Ég þekkti hann frá ungum aldri, framan af að- eins lauslega, en að öllu góðu. En árið 1971 vorum við kjörnir af hálfu Íslands í fjögurra manna nefnd sem skyldi taka lokaákvörðun um það hver af íslensku handritunum í Kaupmannahöfn skyldu flytjast heim til Íslands. Við vorum tilnefnd- ir af Háskóla Íslands, og Magnús var þá rektor skólans og kunnur fræðimaður í sögu Íslands. Af hálfu Dana voru valdir í nefndina þeir Christian Westergård-Nielsen, pró- fessor í Árósum, og dr. Ole Widd- ing, ritstjóri íslensku orðabókarinn- ar í Kaupmannahöfn. Nefnd þessi, sem kölluð var skiptanefnd eða skilanefnd handritanna, starfaði síð- an í 14 ár, frá 1972–86. Framan af héldum við að jafnaði fjóra fundi á ári, tvo á Íslandi og tvo í Danmörku, en undir lokin strjáluðust fundirnir nokkuð. Þetta lét að líkum: Við byrjuðum á því sem auðveldast var, svo sem handritum Íslendingasagna – enginn gat efast um að þau skyldu fara heim til Íslands; en síðan hrönnuðust upp álitamálin, og þá vöknuðu mörg álita- og ágreinings- mál. Svo hörmulega tókst til að rétt um það bil sem skilanefndin hóf störf sín sumarið 1972 veiktist Magnús af alvarlegum augnsjúk- dómi. Aðgerð fór fram á hinu besta sjúkrahúsi í Svíþjóð, en allt kom fyrir ekki – hann missti sjónina al- gerlega á öðru auganu, og dapraðist sjónin á hinu smátt og smátt. Ég vissi aldrei fullkomlega hvað Magn- úsi leið, því hann var ekki að barma sér og talaði ekki um sjúkdóm sinn nema aðspurður væri, og þá í fám orðum. En sem nærri má geta gat hann vegna sjúkleika síns ekki beitt sér að fullu við störfin í nefndinni. Ólafur Halldórsson handritafræð- ingur var skipaður ritari og vara- maður í nefndina, og fyrir kom að hann leysti Magnús af hólmi; en það gerðist ekki oft, venjulega harkaði Magnús af sér og kvartaði aldrei. Saman unnum við allan þennan tíma sem einn maður að skiptingu rit- anna samkvæmt „handritalögunum“ sem samþykkt voru á danska þinginu 1961 og 1965. Þetta var ekki auðvelt verk, því að lögin voru að mörgu leyti óljóst orðuð. Þá kom hin mikla söguþekking Magnúsar að góðu haldi þegar skera þurfti úr örðugum ágreiningsmálum. Aldrei minnist ég þess að við félagarnir værum ósammála um nokkurt at- riði; en dönsku fulltrúarnir voru hinsvegar mjög oft sundurþykkir sín á milli, og nokkur hundruð hand- rita voru afgreidd til Íslands þannig að Widding fylgdi okkur Íslending- um, en Westergård greiddi atkvæði á móti. Hann hafði verið einn hat- rammasti andstæðingur Íslendinga meðan handritamálið var á döfinni í Danmörku, svo þess var ekki að vænta að hann vildi afhenda okkur handritin á silfurfati. Þegar í brýnur sló milli okkar Westergårds hélt Magnús sig til hlés, sá mikli frið- semdarmaður, en stundum lægði hann öldur og beindi til lausnar með því að miðla fróðleik varðandi hand- ritin úr sögusjóði sínum. Á skiln- aðarstundu þakka ég vináttu hans og frábæra samvinnu við skiptingu handritanna. Með því verki töldum við okkur leiða síðasta áfanga hand- ritamálsins til lykta með farsælleg- um hætti. Við Sigríður sendum börnum hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Jónas Kristjánsson. Tregar sannvin saga Ég læt þessar hendingar úr ljóði Steingríms Thorsteinssonar um Pál Melsteð sagnfræðing tjá hug minn, er ég minnist kennara míns og ágæts vinar, Magnúsar Más Lár- ussonar. Kynni okkar hófust, er ég kom til náms í guðfræði við H.Í. haustið 1951. Ég man enn hughrifin, þegar hann settist við kennarapúltið og fór að kenna okkur íslenska kirkjusögu. Það var svo auðfundið, að hann bjó yfir persónutöfrum, sem settu síðan svip á allt hans starf. Hann studdist að sjálfsögðu við Kristnisögu Jóns Helgasonar biskups, en það var áberandi, hve hann var, þrátt fyrir aðeins fjögurra ára starf og rann- sóknir á þessu sviði, kominn með margt nýtt og áhugavert til að auka við fróðleik okkar. Honum var lagið að setja á svið fyrir okkur samtíð at- burðanna, sem um var rætt, um- hverfið sem skóp þá og þar ekki síst rökhyggju hinnar kaþólsku kirkju. Við skynjuðum hann bæði sem leið- toga og félaga í þeirri sannleiksleit, sem hann var að kenna okkur. Magnús naut þess að segja okkur frá þeim sérverkefnum, sem hann vann að, svo sem um Brynjólf- skirkju í Skálholti og Valþjófsstað- arhurðina. Hann hafði lag á að setja þetta fram með þeim hætti, að kennslustundirnar urðu nánast eins og spennandi framhaldssaga. Auk kirkjusögunnar fór Magnús yfir Pálsbréfin með okkur. Gott dæmi um áhugann, sem hann skóp á sög- unni, er það þegar til stóð, undir vor, að fella niður tímana í henni, til þess að þeir sem voru að ganga und- ir embættispróf fengju aukna til- sögn í Pálsbréfunum. Við hinir mót- mæltum og náðum því fram að fá tíma í kirkjusögu kl. 8 að morgni, klukkutíma fyrr en önnur kennsla hófst og sumir spáðu því illa fyrir. En þeir tímar voru afar vel sóttir. Það vildi enginn, sem hafði einhvern vott af áhuga fyrir sögu, missa af þessum tímum. Ritstörf Magnúsar sýna vel, hve þekking hans var fjölþætt og á köfl- um frábær. Þetta var ekki bara í kennslugreinum hans. Fornleifa- fræði, Biblíusaga, listasaga og fleiri fög komu einnig til. Það sem sjaldn- ast er nefnt, en mun þó verða sagn- fræðingum framtíðarinnar dýrmæt- ast, er hlutur hans í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, hinu mikla 22 binda grundvallarriti um norræn miðaldafræði. Magnús var ritstjóri þess fyrir Íslands hönd og skrifaði þar sjálfur 259 ritgerðir, flestar byggðar á frumrannsóknum. Áhuginn sem Magnús kveikti innra með okkur mörgum, skilaði ýmsu góðu inn í kirkjulíf og menn- ingu. Ég hef verið svo lánsamur að fá tækifæri til að auka við kirkjusögunámið. Það var mér þá sjálfsagt að leita til hans, þótt hann væri orðinn nánast blindur. Minni hans geymdi enn hafsjó heimilda og samræðurnar opnuðu á stundum nýja sýn á málin, sem ég var að vinna að hverju sinni. Þetta var mér mikils virði, og hann hvatti mig til þessarar umræðu, sem varð honum dýrmæt snerting við fræðin. Með þessum hætti voru samskipti okkar alla tíð. Hann var ætíð gefandi, fræðandi, uppörvandi. Fyrir það skal nú þakkað heilum hug. Þegar ég lít um öxl og virði fyrir mér vísindamanninn, já, guðfræð- inginn og sagnfræðinginn Magnús Má Lárusson og dreg saman þræð- ina, sem ég þekki best í lífsskoðun hans, þá finnst mér eitt stærsta þakkarefnið, hve hann gaf göfugt fordæmi með samþættingu leitar að ljósi og sannleika. Víst er, að hún er mjög í hans anda hugsunin, sem sækir æ fastar á mig, að ég á ekki sannleikann, en um hitt bið ég, að sannleikurinn eigi mig. Ég bið föður ljóssins og sannleik- ans að annast minn góða kennara og gefa fólkinu hans styrk. Þórir Stephensen. Einn sólskinshaustdag stóð Magnús Már háskólarektor á tröpp- unum heima hjá sér í Hafnarfirði og tók á móti mér eftir að börnin hans höfðu sótt mig út á Keflavíkurflug- völl. Þá var ég nýkomin til Íslands til þess að læra íslensku við Háskóla Íslands. Magnús Már og fjölskylda hans buðu mér að dvelja á heimili þeirra eins og ég væri ein úr fjölskyldunni á meðan ég lærði íslenskuna. Það var afar rausnarlega boðið af þeim að opna heimili sitt fyrir mér sem þau þekktu engin deili á. Fyrir það er ég þeim ætíð þakklát. Magnús Már var þá nýkjörinn rektor við Háskóla Íslands. Kona hans Maja hjálpaði mér mikið með íslenskuna. Hún notaði sína einstöku aðferð við kennsluna og Magnús Már gaf sér alltaf tíma eftir að hann var kominn heim úr háskólanum til að hlusta á hvað ég hefði lært hjá henni fyrr um daginn, oft með hlátri eða brosi. Foreldrar mínir og systir heim- sóttu Magnús Má og Maju eitt sinn til að þakka þeim og börnum þeirra sérstaklega fyrir að taka á móti mér með svo stóru hjarta og elsku og þau gleyma seint þeirri hlýju sem þau þá fundu. Maja kvaddi þessa jarðvist fyrir sex árum síðan. Ég mun ætíð minnast þeirra hjóna sem voru samlynd með þakk- læti og virðingu fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig. Það sama gerir fólkið mitt í Japan og fjölskylda mín hér. Megi góður Guð styrkja börnin þeirra og fjölskyldurnar í djúpum söknuði þeirra. Miyako. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 27 MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, AGNAR JÓNSSON, Höfðagrund 14a, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 14. Jónína Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Smári Agnarsson, Sigríður Thoroddsen, Guðfinna B. Agnarsdóttir, Sigurður Sævar Sigurðsson, Ólöf Agnarsdóttir, Sigurjón Skúlason, Björg Agnarsdóttir, Þór Arnar Gunnarsson, Jón Agnarsson og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ORMUR GUÐJÓN ORMSSON rafvirkjameistari, Framnesvegi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju (Innri- Njarðvík) miðvikudaginn 25. janúar kl. 14.30. Sveinbjörg Jónsdóttir, Guðrún S. Guðjónsdóttir, Gunnar Indriðason, Helga M. Guðjónsdóttir, Anton Már Antonsson, Erling R. Ormsson, Jóhanna Björnsdóttir, Erla Ormsdóttir, Marteinn Gíslason, Hrafnhildur Ormsdóttir, Kristján Þórarinsson, Njáll Torfason, Kristín Ársælsdóttir, Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, Árni G. Árnason, Róbert Rósmann, Beta Rósmann, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og bróðir, HJALTI TÓMASSON fyrrverandi flugmaður, andaðist í Kaliforníu föstudaginn 20. janúar. Fyrir hönd ættingja og vina, Margrét Tómasson, Vigfús Tómasson. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, MATTHEA KATRÍN PÉTURSDÓTTIR, Álfaborgum 9, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 22. janúar. Snæbjörn Ólafsson, Ágústa Sigurðardóttir, Lýður Ásgeirsson, Hilmir Freyr Sigurðsson, Svanhildur Jóna Erlingsdóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Aðalsteinn Jóhannsson, Auður Pétursdóttir, Haraldur Finnsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, INGVI GUÐJÓNSSON, lést á líknardeild Landspítala Landakots sunnu- daginn 22. janúar. Þóra Magnúsdóttir, Kristín Ingvadóttir, Hilmar Karlsson, Magnús Ingvason, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir, Katrín Lovísa Ingvadóttir, Páll Baldvin Baldvinsson og afabörn, Hólmfríður K. Guðjónsdóttir og Böðvar Valtýsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FALUR FRIÐJÓNSSON frá Sílalæk, Grenivöllum 24, Akureyri, lést á hjúkrunardeildinni Seli mánudaginn 23. janúar. Sigurvina Kristjana Falsdóttir, Ástþór Harðarson, Sigríður Hrönn Falsdóttir, Elva Björk Einarsdóttir, Þórir Már Einarsson, Daði Ástþórsson, Lilja Sævarsdóttir, Sigmundur Pétur Ástþórsson, Ævar Ísak Ástþórsson, Katrín Lea Daðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.