Morgunblaðið - 24.01.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.01.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 31 FRÉTTIR Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Þorrablót Hið árlega þorrablót sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. janúar 2006. Blótið hefst kl. 20.00 en húsið verður opnað kl. 19.00. Blótstjórn verður í höndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar leiðtoga borgarstjórnarflokksins og heiðurs- gestur verður Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars stórsómarnir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson, fjöldasöngur, minni karla og kvenna, happdrætti o.fl. o.fl. Blótinu lýkur með dansleik þar sem hljómsveit- in Snillingarnir halda uppi stuðinu. Miðasala í Valhöll, sími 515 1700. Miðaverð kr. 4.000. Hittumst hress í góðra vina hópi. Þorrablótsnefndin. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu laugar- daginn 28. janúar 2006 kl. 13.15. Dagskrá : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða formanns Sjálfstæðis- flokksins og utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde. Stjórnin. Raðauglýsingar 569 1100 Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Aðalfundur verður haldinn í Valhöll þriðjudag- inn 31. janúar kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Auglýsing um deiliskipulag í Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu, Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deili- skipulagi fyrir Svínahús í landi Mela, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri byggingu, allt að 34x100 m að stærð. Mesta hæð húss verði 5,7 m. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi hjá oddvita á Eystri-Leirár- görðum frá 24. janúar 2006 til 8. febrúar 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Þeim, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflegum til oddvita, Marteins Njálssonar, Eystri-Leirár- görðum, fyrir 7. mars 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi, Ólafur K. Guðmundsson. ÚTIVISTARANDINN var allsráð- andi í tempruðu loftslagi Kringl- unnar um helgina, en þá stóðu skíða- félögin á höfuðborgarsvæðinu fyrir skíðadögum þar sem starfsemi þeirra var kynnt. Að auki kynntu skíðasvæðin á höf- uðborgarsvæðinu, Siglufirði, Sauð- árkróki og Akureyri starfsemi sína og sýndu m.a. ýmsan búnað sem not- aður er í starfi þeirra. Meðal annars fengu gestir að líta svonefnda snjó- byssu sem notuð er til að framleiða snjó í Hlíðarfjalli á Akureyri. Í tilefni skíðadaganna var einnig sett upp 35 metra löng gönguskíða- braut á laugardag með alvöru snjó á fyrstu hæð Kringlunnar, en þar kepptu börn og skíðagöngufólk í skíðaspretthlaupi. Morgunblaðið/Ómar Þessir skíðagöngugarpar tóku duglega á í skíðaspretthlaupi í Kringlunni. Gengið á snjó Myndir eftir PaulAllister Í viðtali við Sruli Recht hönnuð í Tímariti Morgunblaðsins síðastlið- inn sunnudag, láðist að merkja tískumyndir með nafni ljósmyndara, en þær eru eftir Paul Allister. Beðist er velvirðingar á þessari yfirsjón. Myndir af regnhlíf og stúlku í bláum kjól eru hins vegar eftir hönnuðinn sjálfan. Kasa hópurinn og Mugison í Salnum 17. febrúar nk. Kasa hópurinn leikur tónlist Mug- ison í Salnum í Kópavogi 17. febrúar nk. en ekki 22. febrúar líkt og misrit- aðist í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag. Mugison leikur að sjálf- sögðu með Kasa hópnum á tónleik- unum. Skrifstofa fastanefndar Í frétt í Morgunblaðinu í gær um kynningu á mænuskaðaátaki segir að starfsfólk íslenska sendiráðsins í Strasbourg komi að kynningunni. Þarna er ekki um sendiráð að ræða, það er í París, heldur starfsfólk fastanefndarinnar hjá Evr- ópuráðinu. Þetta leiðréttist hér með. Sá fyrsti í langan tíma Í viðtali við Jón G. Jónsson í laug- ardagsblaðinu gætti ónákvæmni á tveimur stöðum. Ekki var um fylk- iskosningar að ræða í Kanada í gær heldur þingkosningar eins og reynd- ar leyndi sér ekki í textanum. Enn- fremur var sagt að yrði Harper for- sætisráðherra yrði hann fyrstur manna vestan Ontario-fylkis til að gegna því embætti. Þar vantaði að segja í langan tíma en Kim Cambell, þáverandi formaður íhaldsflokksins, frá Bresku Kólumbíu var forsætis- ráðherra fyrst kvenna í nokkra mán- uði 1993 og Albertamaðurinn Joe Clark, leiðtogi íhaldsmanna, var for- sætisráðherra frá júní 1979 fram í ársbyrjun 1980. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Sendiherrann heitir Carol van Voorst Í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn Carol van Voorst, nýs sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi. Beð- ist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Klukkan 17 . 00 mánudag i nn 31. j a núa r e ru s í ðu s tu f o r vöð að pan t a aug l ý s i n gu í S íma sk r á 2006 . Forð i s t b ið r að i r o g g ang ið f r á aug l ý s i n g apön tunum t íman l e g a . Bergstaðastræti 54 • Sími 511 4300 • Fax 511 4333 31. janúar á slaginu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.