Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 3
9.4.2006 | 3 4 Flugan sá ævintýralega sýningu á Kjarvalsstöðum, Átta konur á Stóra sviði Þjóðleikhússins og einn flottan á silfurgráum tveggja sæta Benz. 6 Porsche háloftanna Í langstærstu og af- kastamestu flug- vélaverksmiðju lands- ins smíða fjórir menn fjögur fisloftför sem hafa ekki fleiri en tvö sæti og vega aðeins 450 kg í flugtaki. 10 Kærleikurinn er það eina sem skiptir máli Halldór Bragason er íslenski blúsinn holdi klæddur. Kyndilberi sem hefur spilað í hér- umbil hverju þorpi landsins, breitt boðskap- inn út um lönd og er nú listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík. 18 Eitthvert eldfjall í mér Kristjáni Ingimarssyni hefur verið lýst sem manninum með gúmmíandlitið og sumir staðhæfa að hann hljóti að vera án liðamóta. 20 Vín Portúgalar gleðjast yfir toppárangri í púrt- víni og vínin frá franska víngerðarhúsinu Mas de Morties valda ekki vonbrigðum. 22 Krossgátan Hvaða hár er gert úr gömlum gosdrykk handa hnýsnum? Skilafrestur úrlausna krossgátunnar renn- ur út næsta föstudag. 23 Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson varð fyrir verulegum vonbrigðum á þjóðvegi 1, því hann hélt að venjulegt fólk hegðaði sér ekki eins og hann varð vitni að. 15 16 17 19 20 2 23 24 26 27 30 31 34 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Halldóri Braga- syni í myndveri Morgunblaðsins 4. apríl 2006. 23 Hvernig skyldi vera heima hjá fólki, sem treður ruslinu út um bíl- gluggana þegar það ekur um þjóðvegi landsins? L jó sm yn d: E gg er t „Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.“ Svo kvað Kristján Jóns- son fjallaskáld rétt fyrir aldamótin 1900 „… [Kristján] var auðvitað ekkert annað en blúsari,“ upplýsir Halldór Braga- son, tónlistarmaður og listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík 2006, í viðtali við Orra Pál Orm- arsson í Tímaritinu í dag. Staðhæfingin er ekki út í bláinn, alltént orti fjallaskáldið, sem lést aðeins 27 ára, um mæðu sína og vanlíðan rétt eins og svartir þrælar í Suðurríkjum Bandaríkjanna sungu trega- blandna söngva um áþekk örlög. Í allsleysi og ánauð varð blúsinn þeirra tónlist, þótt hugtakið yrði ekki til fyrr en löngu seinna. „Okkar saga er saga ljóða og rímnakveðskapar. Þegar Íslendingar voru að skemmta sér hér áður fyrr kváðu þeir rímur og við eigum mjög auðvelt með að skynja þetta form kveð- skapar,“ segir Halldór, sem ekki að ósekju er oft kallaður blúsmaður Íslands. Ekki einasta hefur hann ásamt vinum sínum spilað blús í áratugi í nánast hverju einasta þorpi landsins, heldur hefur hann gert plötur og spilað og túrað víða um heim með þekktustu kempum bandarískrar blúsmenningar. Á vef- síðu Blúsfélags Reykjavíkur, sem Halldór stofnaði ásamt nokkrum félögum sínum, er bent á að ljóð Kristjáns séu sprottin af sama meiði og blústextarnir. „Berst mér negg í brjósti snautt,“ kvað hann, en þjáningarbræður handan hafsins sungu „I got the blues…“ Þótt bæði listformin lýsi hugarástandi, þján- ingu og sársauka hafa þau veitt mörgum ómælda ánægju um árabil. Þversögnin er sú að blúsinn er mús- ík hamingjunnar eins og Halldór færir rök fyrir í viðtalinu. Hvernig íslenskur rímnakveðskapur fjalla- skálds verður í blúsuðu ívafi kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en á Blúshátíðinni, sem hefst núna eftir helgina. | vjon@mbl.is 09.04.06 Tora Urup er hálfíslensk, dóttir Guð- rúnar Sigurðardóttur og Jens Urup, og búsett í í Danmörku. Hún hannar hring- laga glerskálar sem blásnar eru úr lögum af skærum litum, þykku glæru gleri og þunnu ógagnsæju gleri. Afraksturinn er athugun á því hvernig litur og þykkt efnisins hafa áhrif á það hvernig við skynjum rúmtak og niðurstaðan sú að hægt sé að skynja óendanlegt rými í litlum hlut með því að tefla saman úthugsaðri samsetningu, skurði og gljáandi yf- irborði glersins. Tora segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún gerði sér í hugarlund hvernig hægt væri að skilja að tvo ógagnsæja liti með þykku lagi af glæru gleri í kunnuglegu formi, eins og til dæmis hringlaga skál. „Þegar ég fékk hugmyndina var ég að vinna sem hönnuður í Holmegaard-glerverksmiðjunni og fékk tækifæri til þess að láta reyna á hana þegar við feng- um flinka glerblásara frá Orrefors í Svíþjóð í heimsókn. Þegar ég byrjaði að starfa sjálfstætt leitaði ég lengi að handverksmönnum sem byggju yfir nægilega góðri tækni til þess að búa til svona skálar og fann þá loks í Tékk- landi, þar sem löng hefð er fyrir glerlist eins og í Sví- þjóð.“ Sjá verk Toru á vefnum www.toraurup.dk. Glerskálin | Tora Urup Ís le ns k hö nn un Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.