Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 16
16 | 9.4.2006 hvað mannskepnan getur risið hátt – verið nánast eins og guðleg vera – og hvað hún getur lagst lágt. Það er hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins. Ég reyni að staðsetja mig í miðj- unni og horfa til beggja átta. Hið góða og hið jákvæða er mér þó jafnan ofar í huga. Það er val að vera jákvæður og koma auga á möguleikana. Það val er ég að reyna að iðka núna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu vali. Maður getur valið kvölina og eymdina en líka gleðina og jákvæðnina. Mín tilfinning er sú að ljóstíran sé alltaf til staðar. Húmorinn er manninum líka nauðsynlegur. Án hans væri lífið bara táradalur. Ef þú horfir bara á okkur, mannkynið, þá blasir við að Guð hlýtur að vera mikill húmoristi.“ Talið berst að trúmálum og í ljós kemur að Halldór hefur mikinn áhuga á trúar- brögðum og sögu þeirra. „Ég hef stúd- erað þá hluti svolítið. Hef farið mjög víða um heim, til Afríku, Suðaustur-Asíu, Egyptalands og Grikklands, svo dæmi séu tekin, og kynnt mér menningu, trúar- brögð og siði. Samt er ég ekkert sérstak- lega trúaður sjálfur. Þetta er meira for- vitni. Egyptaland er í miklu uppáhaldi hjá mér og það er ólýsanlegt að koma á egypska safnið í Kaíró og sjá eigur Tut- ankâmons sem fundust þegar Howard Carter opnaði gröfina á sínum tíma. Það er upplifun að skoða grafir alvöru faraóa. Ég hef líka kynnst búddistum frá Suð- austur-Asíu og þeir eru gæddir alveg ótrúlega miklu æðruleysi. Við sjáum það best á Taílendingunum sem búa hérna á Íslandi. Þetta er ákaflega duglegt fólk sem er stöðugt að hjálpa hvað öðru. Hve- nær gerum við Íslendingar það? Hvenær nennum við að hjálpa nágrannanum að mála?“ Enda þótt hann sé sigldur kveðst Hall- dór ekki eiga sér neinn uppáhaldsstað í heiminum. Það sé bara fortíðarþrá. Að hans áliti er Reykjavík að mörgu leyti góður staður. Borgin fari þó versnandi. „Við erum alltaf að telja okkur trú um að ástandið sé ofboðslega gott í Reykjavík. En er það svo? Erlendir vinir mínir eru til dæmis mjög hissa á einu sem er skömm á borginni. Það er útidrykkjan og barna- drykkjan. Það er ekki fallegt að sjá menn útúrdrukkna, pissandi úti um allt. Svo er ofbeldi að færast í aukana í borginni, þrátt fyrir ímyndarherferð lögreglu og borgaryfirvalda sem er studd einkenni- legum tölum um að ofbeldi sé að minnka í borginni. Fleiri koma nú á slysavarðstof- una meiddir eftir ofbeldi heldur en nokkurn tíma áður í sögunni. Það er staðreynd. Þetta þarf að laga.“ Áhugamálin ber næst á góma og Halldór nefnir umsvifalaust golf. „Að spila golf er með því skemmtilegra sem ég geri. Ég er búinn að gera það af og til í 25 ár. Við Guðmundur heitinn Ingólfsson píanóleikari spiluðum stundum saman og hann var hörkugolfari. Algjör snillingur. Ég hef eignast marga góða félaga í golfinu og það er ómetanlegt að njóta útiverunnar. Ég hló mikið að golfinu í gamla daga, að labba langar leiðir á eftir einhverri hvítri kúlu, en svo kolféll ég fyrir þessu. Ég hef líka mik- inn áhuga á tæknimálum og þegar ég var lítill ætlaði ég að verða stjörnufræðingur. Vissirðu að það eru fleiri stjörnur í alheiminum heldur en öll sandkorn sem til eru á jörðinni? Það er heillandi. Sólin sem við sjáum á hverjum degi er heldur ekki eilíf. Hún er bara ósköp venjuleg stjarna. Maðurinn er oft að gera sig breiðan en í þessu samhengi er hann býsna lítill, ekki satt? Hvað erum við yfirhöfuð að vilja upp á dekk?“ Það er auðséð að Halldór hefur yndi af grundvallarspurningum um lífið og til- veruna. „Það er rétt. Hvaðan komum við og hvert erum við að fara? Það eru mjög skemmtilegar og krefjandi spurningar. Fyrir hverja spurningu sem við svörum vakna hins vegar margfalt fleiri í staðinn.“ En hefur hann komist að einhverri niðurstöðu? „Já, það hef ég gert. Ég hef komist að sömu niðurstöðu og John Lennon: Kærleik- urinn er það eina sem skiptir máli. „All You Need is Love“,“ segir „Blúsmaður Ís- lands“ að endingu og bergir á súkkulaðinu. Dreggjarnar renna ljúflega niður. Það er ekki um að villast. Heitt súkkulaði er drykkur guðanna. | orri@mbl.is með Pinetop Perkins. Hún er ófáanleg í dag og ég frétti í vikunni að notað eintak hafi verið selt á hundrað dollara á netinu. Pinetop er orðinn 92 ára gamall og segir að þetta sé uppáhaldsplatan sín. Hann á enn nokkur eintök sem hann hefur með sér á tónleikaferðalögum og selur. Sá sem gaf plötuna út í Chicago á sínum tíma, Mich- ael Frank, kom hérna með Honey Boy Edwards í vetur og sagði mér að hann hefði bara haft leyfi til að selja hana í þrjú ár og vill gjarnan taka upp þráðinn. Það er því ljóst að við Hilmar Örn verðum að setjast niður á næstunni og fara yfir málið.“ Blúshátíð í Reykjavík er nú haldin í þriðja sinn. Hún hefst á þriðjudaginn kemur og stendur í fjóra daga. Dagskrána er að finna á www.blues.is. Halldór bindur mikl- ar vonir við hátíðina. „Það hefur verið mjög gaman að sjá hvað hefur komið út úr hátíðinni undanfarin ár. Nýliðar hafa fengið gott pláss og til hafa orðið blús- bönd sem vonandi munu lifa. Það er mik- ilvægt að hlúa að grasrótinni og það ætlar Blúshátíð í Reykjavík gera. Við höfum líka staðið fyrir kennslu og erum að fara í samstarf með skólum. Það er mikilvægt að kenna söguna sem blúsinn er sprottinn úr, sögu þrælahaldsins. Henni megum við aldrei gleyma. Enn þann dag í dag er mansal í umræðunni. Fólk gengur kaup- um og sölum. Úr þessu umhverfi sprettur blúsinn sem er tengdur okkur Íslending- um að mörgu leyti.“ Halldór útskýrir það betur. „Okkar saga er saga ljóða og rímnakveðskapar. Þegar Íslendingar voru að skemmta sér hér áður fyrr kváðu þeir rímur og við eig- um mjög auðvelt með að skynja þetta form kveðskapar. Núna á blúshátíðinni munu ungir strákar flytja ljóð eftir Krist- ján fjallaskáld sem var auðvitað ekkert annað en blúsari. „Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.“ Þetta er hreinræktaður blús.“ ERUM VIÐ AÐ GLATA FRELSINU? Halldór segir að þótt tímarnir breytist séu tilfinningar mannanna þær sömu. „Við getum fundið upp nýjan stjörnu- sjónauka þar sem við sjáum til endimarka veraldar en maðurinn sem horfir í hann er með sömu tilfinningar og fyrir tvö þús- und árum, þegar Rómarveldi var og hét. Þótt umgjörðin sé önnur hafa tilfinningar mannanna ekkert breyst. Við höfum tilhneigingu til að halda að við séum alltaf á toppnum en sannleikurinn er sá að heimurinn fer upp og niður. Það er til dæmis ekki friðvænlegt um að litast núna. Skilningur milli kynþátta hefur minnkað og heiftin er mikil. Það er eins og við séum að gleyma lexíunni sem við lærðum í seinni heimsstyrjöldinni. Þar börðumst við fyrir frelsinu og fengum það en erum við að glata því aftur? Hraðinn er svo mikill í nútímanum að það hefur ekki nokkur maður tíma til að staldra við og hlusta á vindinn. Það þarf átak til að vera í tengslum við sjálfan sig. Þegar við áttum okkur á staðreyndum getum við hlegið að þeim og verð- um frjáls í leiðinni. Þess vegna er blúsinn músík hamingjunnar.“ Halldór hefur reynt á eigin skinni að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Þannig knúði sorgin dyra með harkalegum hætti í fyrra þegar tvítugum syni hans, Braga, var ráðinn bani í heimahúsi á Hverfisgötunni. Voðaverkinu voru gerð ítarleg skil í fjöl- miðlum og Halldór sér ekki ástæðu til að rifja það upp. „Þetta hefur verið ákaflega erfiður vetur og ég er að koma út úr ákveðnu sorgarferli. Það er gríðarlegt áfall að missa son sinn og ég hef gengið í gegnum alls konar tilfinningar. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að tjá mig frekar um það. Það er ekki til neins. Þessu verður ekki breytt. Lífið heldur áfram. Ég vil samt nota tækifærið og þakka fyrir allan þann stuðning sem við aðstandendurnir höfum fengið á þessum erfiðu tímum. Án hans hefðum við ekki komist í gegnum þetta. Við höfum upplifað alveg ótrúlegan kær- leika og fegurð í gegnum þá samúð sem fólk, leikir og lærðir, hafa sýnt okkur. Það er býsna seigt í okkur Íslendingum og við höfum einstakan hæfileika til að standa sam- an eins og ein stór fjölskylda þegar áföll dynja á okkur. Sjáðu bara snjóflóðin um ár- ið. Þannig hef ég upplifað þetta.“ Þrátt fyrir allt segist Halldór frekar jákvæður á eðli mannsins. „Það er merkilegt KÆRLEIKURINN ER ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MÁLI Halldór hefur unnið mikið með blús- söngkonunni kunnu Deitru Farr en hún verður meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík. Blúsmenn í eldlínunni. Halldór og Guðmundur Pétursson, samstarfs- maður hans til margra ára, á Blúshátíð í Reykjavík í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.