Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 20
20 | 9.4.2006 Víngerðarhúsið Chateau Cantenac Brown í bænum Margaux í Bordeaux skipti um eigendur í vikunni. Canten- ac Brown er með þekktari víngerð- arhúsum Bordeaux jafnt fyrir vín sín sem glæsilegan kastalann í Tudor-stíl sem setur sterkan svip sinn á um- hverfið. Cantenac Brown hefur um nokkurt skeið verið í eigu frönsku samsteyp- unnar Axa-Millésimes sem m.a. á og rekur víngerðarhúsin Suduiraut, Pichon- Baron og Pibran. Nýr eigandi er breskur fjárfestir af sýrlenskum uppruna að nafni Simon Halabi. Hann er með ríkustu mönnum Bretlands og auðgaðist á fasteignaviðskiptpum. Halabi segir að hann hafi keypt víngerðarhúsið af per- sónulegri ástríðu en gaf jafnframt í skyn að hann hefði mikilfengleg áform í far- teskinu. PORTÚGALAR GLEÐJAST YFIR TOPPÁRGANGI Í PÚRTVÍNI Púrtvín eru þekktasta afurð Portúgal og konungur púrtvínanna er árgangspúrtvínið. Það er einungis þegar náttúran leikur við menn að framleiðendur nota hluta uppskerunnar í árgangspúrtvín. Nú er að koma á mark- aðinn árangurinn 2003 og hann hefur vægast sagt feng- ið stórkostlega dóma. Hefur honum jafnvel verið líkt við árganginn 1994 sem var einn sá besti á síðustu öld. Aðstæður voru semsagt nær fullkomnar sumarið 2003. Í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Wine Spectator fær 2003 árgangurinn 98 punkta af 100 í einkunn en til samanburðar má nefna að árgangurinn 1994 fékk á sín- um tíma 98 punkta. Segir fulltrúi blaðsins að á 25 ára ferli sínum hafi hann aldrei rekist á árgang sem er jafn heilsteyptur að gæðum – það eru ekki ein- ungis nokkrir toppar, nær hvert einasta vín er frábært. Að hluta til er þetta rakið til náttúrunnar en jafnframt til þess hve mikið hef- ur verið lagt í endurnýjun á vínekrum og búnaði í Douro á síðastliðnum árum. Sem dæmi má nefna húsið Quinta do Noval, eitt af þeim bestu í Douro. Fyrir rúmum áratug var hafist handa við að rífa upp runna á þeim hluta ekranna er ekki stóðust ítrustu kröfur og var gróðursettur vínviður af bestu gerð, yfirleitt Touriga Nacional og Tinta Cao. Vínið Quinta do Noval Nacional fær einmitt hæstu einkunn en einnig hafa húsin Roriz, Croft, Fonseca, Niepoort og Cockburn fengið góða dóma svo nokkur séu nefnd fyrir árgangspúrtvín sín. Það ætti líka að gleðja neytendur að verð á 2003 árgangspúrtvíni er töluvert lægra en fyrir árin 1994 og 1997 og er meira í samræmi við það verð sem 2000 árgangurinn fór á. Menn verða hins vegar einnig að sýna þolinmæði því varla borgar sig að fara að opna þessar flöskur fyrr en upp úr árinu 2015. Árgangs- púrtvín þarf langan tíma. VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON FONTERUTOLI KAUPIR VÍNHÚS Einn besti framleiðandi Chianti-vína í Toskana, Castello di Fonterutoli, hefur fest kaup á nágranna sínum, víngerðarhúsinu Il Caggio. Þar með bætast 45 hekt- arar af ekrum við Fonterutoli og er fyrirtækið þar með orðið eitt mikilvægasta vínhús Toskana jafnt hvað varðar magn sem gæði. Lapo Mazzei stjórnandi Font- erutoli segist ávallt hafa dáðst að gæðum nágranna síns og kaup sem þessu séu eðlilegasta leiðin fyrir fyrirtækið til að stækka. BANDARÍKIN OG ESB SEMJA Það eru alltaf einhver deilumál í gangi á milli Evrópu og Bandaríkjanna – vínframleiðsla er þar ekki undanskilin. Það hefur til dæmis lengi farið fyrir brjóstið á evrópskum framleiðendum að vínframleiðendur í öðrum heimsálfum geti notað þekktustu vörumerki sem yfirleitt tengjast hefðum og landafræði. Þannig hefur verið hægt að fá bandarískt Chablis-vín þótt þorpið Chablis sé sannarlega í Mið-Frakklandi og sama má segja um sérrí og Chianti. Nú hefur náðst samkomulag um að bannað verði að nota heiti sem þessi og á móti ætlar ESB að leyfa sölu á víni frá Bandaríkjunum sem framleitt hefur verið með að- ferðum sem ekki eru viðurkenndar í Evrópu. Má þar nefna vín sem hefur verið bragðbætt með eikarspæni en það er mun ódýrari aðferð við að ná fram eik- arbragði en að láta vínið liggja í nýjum og dýrum tunnum. CANTENAC BROWN SKIPTIR UM EIGENDUR Það er alltaf jafnánægjulegt að rekast á góð vín frá suðurhluta Frakklands, ég tala nú ekki um allt að því frábær vín líkt og í þessu tilviki. Saga víngerðarhússins Mas de Morties er ekki löng. Við ræt- ur fjallsins Pic Sainte Loup, sem er um tuttugu kílómetra norð- ur af Montpellier, var árum saman að finna hrörlegt eyðibýli – Mas de Morties – og ekrur í órækt þó svo að býlið væri á einhverju af bestu ræktunarsvæðum Languedoc. Allt breyttist þetta árið 1993 þegar Michel Jorcin og Rémy Duchemin festu kaup á býlinu og lyftu húsi, ekrum og búnaði upp úr öskustónni. Mas de Morties hefur á þeim fáu árum sem síðan eru liðin sýnt og sannað að þarna er í raun eins konar Grand Cru svæðisins Coteaux de Languedoc að finna. Þessi vín minna um margt á betri vín frá Rhone s.s. frá Chateauneuf eða Gigondas og eru þar að auki á hagstæð- ara verði. Morties Coteaux de Languedoc er hvítvín hússins og þrúgurnar eru Roussane (90%) og Rolle, sem á Ítalíu gengur undir nafninu Vermentino. Þetta er karaktermikið vín, með öfl- ugri angan af suður-frönskum blómum í bland við ljósan ávöxt og þurrkaðar ferskjur. Þykkt og fremur feitt í munni. Þetta er vín sem hentar vel t.d. sem fordrykkur. 1.390 krónur. 17/20 Morties Coteaux de Languedoc 2004 er aðgengilegt og þægilegt vín, miðjarðarhafslegt úr Grenache-þrúgunni. Í nef- inu sveskjur, rúsínur og ber, í munni þykkur og þægilegur berjaávöxtur. Milliþyngd. 1.390 krónur. 17/20 Morties Pic Sainte Loup „jamais content“ 2002 er toppurinn frá Mas de Morties en heitið jamais content þýðir „aldrei ánægður“. Þetta er vín sem byggir að mestu á Syrah-þrúgunni eða 80%. Það er þungt og mikið, lokað all lengi og maður skynjar í fyrstu einungis kraftinn sem þarna leynist. Þegar það opnar sig kemur fram eik og dökkur ávöxtur í miklu magni, kryddaður, þurr og heitur. Þarna er íslenskt blóðberg og mosi. Glæsilegt vín. 1.960 krónur. 19/20 VÍN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.