Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 18
H onum hefur verið lýst sem manninum með gúmmíandlitið ogsumir staðhæfa að hann hljóti að vera án liðamóta. KristjánIngimarsson treður um þessar mundir upp í sýningu Þjóðleik-hússins Átta konur þar sem hann fettir sig og brettir á hinn undarlegasta hátt. Enda hefur skilgreining á list hans bögglast fyrir ýmsum og er hann sjálfur þar engin undantekning. Er þetta leikur, látbragð eða mímík? „Þetta er leikur án orða,“ segir hann svo eftir stundarumhugsun á línunni frá Danmörku, þangað sem hann hefur skotist á milli sýninga í Þjóðleikhúsinu. „Mér finnst erfitt að kalla þetta látbragðsleik því hann er tengdur við mann í svörtum fötum með hvítt andlit og hvíta hanska. Leikur í þöglu myndunum er ekki látbragð heldur einfaldlega leikur án orða og hjá mér blandast hann við tækni úr t.d. látbragðsleik og dansi. Í raun er þetta afar líkamlegt leikhús því ég frem alls konar stökk og dett mikið – ég er mjög góður í því,“ segir hann og hlær. „Ég ætti kannski að halda námskeið fyrir gamla fólkið sem stundum á erfitt með að fóta sig á klakanum heima. Maður þarf að detta með stæl.“ Kristján er sjaldséður gestur á íslensku leiksviði enda hefur hann verið bú- settur í Danmörku síðastliðin 14 ár eða allt frá því hann fluttist þangað frá heimahögum sínum á Akureyri haustið 1992. Tilgangurinn var að nema leik- list. „Ég hef þó alls ekki gengið í gegnum hefðbundið leiklistarnám heldur viðað að mér straumum, stefnum og tækni héðan og þaðan – því sem hefur hentað mér og ég haft áhuga á. Til dæmis sótti ég nám í þremur mismunandi skólum sem voru að miklu leyti byggðir upp með kúrsum í mismunandi teg- undum sviðslistar.“ Með eigin stíl | Kristján hefur komið tvisvar til Íslands með eigin sýningar á þeim sjö árum sem liðin eru frá því að hann útskrifaðist en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í uppfærslu hjá íslensku leikhúsi. „Og ég er alveg eins og ég veit ekki hvað,“ segir hann með áherslu. „Ég hef til dæmis ekki hugmynd um hver er hver því ég þekki ekkert til þessa bransa hér heima. Þarna er fullt af tiltölulega þekktu fólki og góðum leikurum sem ég er fyrst að kynnast núna. En ég hef fengið frábærar móttökur af kollegum sem og áhorf- endum og það er rosalega gaman að finna það. Ég átti ekki endilega von á því að það sem ég hef verið að gera myndi smella svona vel hérna inn.“ Viðtökur Dana við uppátækjum Kristjáns hafa heldur ekki verið dónalegar því hann hefur í þrígang verið tilnefndur til dönsku Raumert-leiklistarverð- launanna. Að auki hafa þarlendir gagnrýnendur keppst við að ausa sýningar hans lofi sem hann setur upp undir merkjum Neander leikhópsins. Kristján, sem stofnaði hópinn strax að lokinni útskrift 1999, er þar höfundur, leikstjóri og leikari en í stærri sýningum hefur hann fengið fleiri leikara til liðs við sig. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir hann þegar hinar góðu móttökur í Dana- veldi ber á góma. „Maður finnur líka þegar maður kemur frá Íslandi að því fylgir ákveðinn kraftur – það er eitthvert eldfjall í okkur Íslendingum. Kannski EITTHVERT ELDFJALL Í OKKUR Kristján Ingimarsson segir mikilvægt að detta með stæl L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg „Ég hef fengið frábærar móttökur,“ segir Kristján um sýninguna Átta konur í Þjóðleikhúsinu. Vonandi er þetta atriði þó ekki lýs- andi fyrir meðhöndlunina á honum hér heima. L jó sm yn di r: E gg er t J ón ss on Sýningin Blow Job fjallar um tilraun NASA geimferðastofnunarinnar til að láta mann, í gervi Kristjáns, fara í gegn- um heilan dag á 15 mínútum sem er tals- verð þrekraun fyrir líkama og sál. 18 | 9.4.2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.