Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 21
Olíuverð er þrisvar sinnum hærra en það var fyrir þremur árum. . Stjórnmálafræðingur gæti sagt að útblásin velferðarkerfi flestra OPEC ríkjanna kalli á hærra olíuverð til að jafna fjárlagahalla þeirra og koma í veg fyrir óróa heima fyrir. Hagfræðingur gæti sagt að einfalda skýringin væri sú að undanfarið hafi farið saman lítið framboð af olíu, stóraukin eftirspurn og spákaupmennska á olíumarkaði. Heimspekingur gæti sagt að þegar alvarlegur nauðsynjaskortur geri vart við sig hverfi markaðshagkerfið og ríkisvaldið breytist í verkfæri skömmtunar eða landvinninga. Hvað segir þú? HHS er grunnnám til BA gráðu sem fléttar saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Markmið námsins er að nemendur útskrifist með góðan skilning á alþjóðakerfinu, stjórnsýslu, hagfræði og vænan skammt af gagnrýninni hugsun. Námið er góður undirbúningur fyrir störf í fjölmiðlum, við stjórnsýslu, ráðgjöf og við stjórnun fyrirtækja, heima og erlendis. Ljósmynd tekin skammt fyrir utan Kirkuk í Írak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.