Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 39

Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 F 39 eins og annarstaðar til að auka útsýni og þannig geta íbúarnir numið lands- lagið,“ segir í kynningargögnum og sama kemur fram um Svínholtið en þar fléttast byggðin inn í nálægðina við golfvöllinn. Þetta svæði getur nýtt sér frábæra sólarstöðu enda reiknað með einbýlishúsum þarna. Á neðri svæðunum, við hraunið og vatnið er lögð áhersla á nálægð við náttúruna. Þar er einnig hugsuð ein- býlishúsabyggð. Táknrænt fyrir allt skipulagið verða grænir strengir sem liggja upp í gegnum allt hverfið sitt hvorum megin við breiðgötuna. Þessi opnu svæði auka á útsýnið í gegnum svæðið og gefa fólki færi á að njóta útiveru og nálgast náttúruauðlindina í hrauninu og við vatnið. „Dalirnir ganga á milli holtanna en þar er landslag lægst og þar er reikn- að með annars konar byggð í Neðri- dal. Unnið er með nýstárlega hug- mynd hvað varðar skipulag og hönnun hverfisins sem verður ein- býlishúsabyggð inni í þéttvöxnu skóglendi. Ofan við breiðgötuna sem mun liggja þar í gegn verður hins vegar raðhúsabyggð sem mun tengj- ast yfir í Setbergshverfið í Hafnar- firði. Megindalurinn er lægsta landslag- ið í hverfinu sem við vinnum með og þar er hugsuð fjölbýlishúsabyggð. Húsin verða byggð þétt, 4–5 hæða há, beggja vegna vegarins og vegfarand- inn fær þá tilfinningu að hann sé að fara í gegnum lítinn borgarkjarna. Beggja vegna við fjölbýlið verður rað- húsabyggð með mjög lokuðum görð- um þannig að fólk fær mikið næði. Næst fjölbýlishúsabyggðinni í ná- lægð við vatnið og opna náttúru er reiknað með þjónustukjarna, hverfis- smiðju, þar sem verður opinber þjón- usta, skólar og íþróttaaðstaða. Ná- lægðin við fjölbýlið er hugsuð þannig vegna þess að búast má við að yngsta fólkið verði fjölmennast þar,“ segir ennfremur. Þá leggja þeir áherslu á að ekki er sama einbýlishús í nálægð við hraun- ið eða uppi á holtunum því mismun- urinn liggur í sérkennum svæðanna. Þá er lögð mikil áhersla á göngustíg- anet um allt svæðið sem mun tengjast um allt hverfið og yfir í náttúruauð- lindina allt um kring auk þess sem það tengist hugsanlegum hverfum framtíðarinnar. Lederer + Ragnarsdóttir + Oei Þýska arkitektastofan Ledere + Ragnarsdóttir + Oei byrjaði starf- semi á árinu 1979. Sérstaða stofunnar byggist á því að starfsfólkið, sem er í dag um 30, vinnur í litlum vinnuhóp- um og fylgir sami hópurinn hverju einstöku verkefni frá upphafi til enda. Á þessu tímabili hefur stofan tekið þátt í yfir 140 samkeppnum og unnið til yfir 60 verðlauna. Mikil áhersla er lögð á hönnum sem er í takt við nánasta umhverfi. Byggingarhefð svæða er skoðuð og kafað djúpt ofan í eiginleika þeirra bygginga sem fyrir eru. Jórunn Ragnarsdóttir, einn af eig- endum stofunnar, hefur verið búsett í Þýskalandi síðan hún lauk námi í arkitektúr í Stuttgart og hefur getið sér gott orð þarlendis og víðar. Eig- endurnir komu að vinnu tillögunnar. Vel skipulagt hverfi tryggir verð hverrar fasteignar Í kynningargögnum með þeirra til- lögu kemur fram að fylgt hafi verið öllum ákvæðum í skipulags- og bygg- ingarlögum, en markmiðið er að stuðla að skynsamlegri og hag- kvæmri nýtingu landsins, tryggja varðveislu náttúrunnar og hafa sjálf- bæra þróun að leiðarljósi. „Við landnám verður alltaf röskun á náttúrulegu umhverfi. Til þess að viðhalda landslagi svæðisins veljum við þá leið að laga byggingar og stað- setningu gatna að upprunalegu formi landsins,“ segja þeir og bæta við að markmiðið hafi verið að skapa eftir- sóknarvert íbúðahverfi með mismun- andi húsagerðum og -stærðum sem allir íbúar hverfisins geta verið stoltir af. „Til að hverfi geti talist vel heppn- að, þarf að uppfylla allar daglegar þarfir íbúa, veita fólkinu öryggi og bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu til úti- veru. Ótvíræð umhverfisgæði auka samhug fólks, örva félagsleg sam- skipti og bæta umgengni bæði sam- eiginlegra opinberra bygginga svo og allra útivistarsvæða. Þá tryggir vel skipulagt og gaumgæfilega útfært íbúðahverfi verð sérhverrar fasteign- ar,“ segja arkitektarnir og bæta við að þar sem landið er hæðótt er hægt að hafa útsýni frá hverju húsi og garðar sólsælir. Þeir leggja til að í Setbergslandi verði blönduð íbúðabyggð, alls 575 íbúðareiningar. Einbýlishús af ýms- um stærðum verða 55% af hverfinu, rað- og tvíbýlishús 25% og fjölbýlis- hús 20%. Þá er reiknað með skóla og tveimur leikskólum eins og gert var ráð fyrir í útboðsgögnunum. Þeir sjá hins vegar fyrir sér að auk þess verði í hverfinu þjónustumiðstöð, kaffihús niðri við vatnið, kirkja, safnaðarheim- ili, útisundlaug, íþróttavellir og út- sýnisturn. Þá leggja þeir ríka áherslu á mótun sameiginlegs útivistarsvæðis sem nýtist borgurunum til daglegrar útiveru. „Við erum þeirrar skoðunar að stórt sameiginlegt grænt svæði fyrir alla sé dýrmætara en stórar afgirtar lóðir. Þetta sameiginlega svæði sem við köllum „Birkilund“ liggur á milli hrauntanga austan megin, íbúða- byggðarinnar vestan megin og kring- um Urriðakotsvatn. Þar sem Elliða- vatnsvegur áður skar hverfin í sundur er nú mjó löng brú sem gerir hverfunum mögulegt að renna saman í eina heild. Íbúar hverfanna samnýta skólann, sundlaugina, íþróttavellina og aðrar opinberar stofnanir án þess að fara yfir götu, öryggi barna, aldr- aðra og annarra fótgangandi og hjól- andi situr í fyrirrúmi,“ segja þeir og bæta við að í Birkilundi verði fjöldi birkitrjáa á víð og dreif sem mynda aðlaðandi skóglendi sem býður upp á ótal útivistarmöguleika. Kanon gerir ráð fyrir mestum þéttleika byggðar og hæstu hlutfalli fjölbýlis meðfram hrauninu í átt að Urriðakotsvatni. Þýska arkitektastofan Ledere + Ragnarsdóttir + Oei leggur til að í Setbergslandi verði blönduð íbúðabyggð, alls 575 íbúðareiningar. Einbýlishús af ýmsum stærð- um verða 55% af hverfinu, rað- og tvíbýlishús 25% og fjölbýlishús 20%. Setbergslandið er vinstra megin og Svínholt til hægri. Arkitektastofa Schmidt, Hammer, Lassen leggur áherslu á opin svæði eins og hinar stofurnar. Schmidt, Hammer, Lassen arkitektar leggja til að í dalverpi ofan við Breiðgötuna sem mun liggja þar í gegn verði rað- húsabyggð sem tengist yfir í Setbergshverfið í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.