Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ SUÐURNES Sauðárkrókur | Gullhylur ehf. af- henti Landsmóti hestamanna ehf. sl. miðvikudag hið glæsilega móts- svæði á Vindheimamelum formlega til afnota á landsmótinu, sem hefst næstkomandi mánudag. Að Gullhyl standa hestamannafélögin í Skaga- firði. Að sögn Eymundar Þórarins- sonar formanns Gullhyls ehf. hafa framkvæmdir á mótssvæðinu stað- ið yfir í tæpa tvo mánuði, og er nú svæðið allt orðið hið glæsilegasta. Eymundur sagði að búið væri meðal annars að leggja bundið slit- lag á allar aðkomuleiðir að svæð- inu, allar reiðleiðir væru frágengn- ar, keppnisvellir endurgerðir og keppnisbrautir lagðar vikri. Þá hefði völlurinn fyrir sýningar kyn- bótahrossa verið endurnýjaður með vikurbrautum og öll tjald- svæði væru í mjög góðu ásigkomu- lagi. Á fjölskyldusvæðinu væri nú rennandi heitt og kalt vatn og sturtuaðstaða þannig að vel væri séð fyrir aðbúnaði áhorfenda. Lagt hefði verið rafmagn á svæði húsbíla og væri möguleiki á tengingu hundrað slíkra við rafmagn. Sagði Eymundur að fram- kvæmdirnar hefðu kostað nokkra tugi milljóna, en Skagfirðingar vildu leggja metnað sinn í að gera þessa stærstu útihátíð sumarsins eins glæsilega og unnt væri, og að- búnað gesta sem bestan. Guðrún Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Landsmótsins sagði ánægjulegt að taka við þessu glæsilega svæði, en nú hæfist sá þáttur sem að mótshöldurum sneri, en það væri að setja meðal annars upp áhorfendastúkur við að- alkeppnisvöllinn og einnig við keppnisvöll kynbótahrossa, upp- setningu tæknibúnaðar svo gestir gætu fylgst með öllum atburðum mótsins á risaskjá, en einnig að koma fyrir aðbúnaði fyrir þá þætti mótshaldsins sem verktakar væru fengnir til að annast, svo eitthvað væri nefnt. Þau Guðrún og Sigurður Æv- arsson mótsstjóri voru sammála um að aldrei hefðu svo margir glæsihestar verið skráðir til leiks sem nú og nefndu að ekki hefði fyrr gerst að tveir sigurvegarar hvor í sínum flokki á síðasta landsmóti myndu nú freista þess að verja titla sína, en það eru þeir Geisli frá Sælukoti í A-flokki og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum í B-flokki. Einnig myndi Ormur frá Dallandi, sig- urvegari í A-flokki frá árinu 2000, mæta aftur til leiks. Þá mætti einn- ig nefna að Kraftur frá Bringu, en hann stóð efstur í sínum flokki sem stóðhestur á síðasta landsmóti, keppti nú í A-flokki og væri sá hestur sem hæst væri dæmdur í tölti inn á mótið og mundi það lík- lega einsdæmi. Og að lokum mætti nefna að tvær hryssur væru dæmd- ar inn á mótið með einkunnina 10 í tölti, en það eru þær List frá Vak- ursstöðum og Hátíð frá Úlfsstöðum og væru þá aðeins nefndir örfáir af þeim glæsihestum sem setja mundu svip sinn á mótið. Ekki gafst frekari tími til spjalls um komandi landsmót þar sem margir þurftu að ná tali af for- svarsfólki mótsins, enda örfáir tímar til þess er fyrstu keppend- urnir fara að koma á svæðið. Aldrei fleiri glæsi- hestar á landsmóti Að verða tilbúið Séð yfir hluta af hinu glæsilega mótssvæði. Morgunblaðið/Björn Björnsson Afhending Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri LH, Eymundur Þórarinsson, formaður Gullhyls ehf., og Sigurður Ævarsson mótsstjóri. Hólmavík | Snæuglu að nafni Snæ- finnur var sleppt aftur út í náttúruna við Hólmavík í fyrradag. Fuglinn hefur undirgengist tíu mánaða stranga endurhæfingu á vegum Fjöl- skyldu- og Húsdýragarðsins eftir að hafa slasað sig á sömu slóðum. Það var Þórólfur Guðjónsson, bóndi á Innri-Ósi, sem sleppti Snæfinni, en það var einmitt hann sem fann ugl- una fasta í gaddavírsgirðingu hvar hún hafði slasað sig. Lengi vel héldu þó bændur á Innri-Ósi að um væri að ræða stóran, hvítan plastpoka. „Hann lagði hana bara á jörðina, þetta var ekkert svona ævintýralegt eins og maður hefði getað haldið,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslustjóri í Fjölskyldu- og Hús- dýragarðinum. „Snæfinnur flögraði aðeins um og settist síðan niður í smáfjarlægð. Okkur fannst eins og hann væri hissa á frelsinu og hann leit svolítið við, á okkur, var eigin- lega hálffeiminn.“ Til að byrja með var Snæfinnur hafður í litlu búri meðan dýralæknir meðhöndlaði hann daglega. Hann gerði að ljótum sárum en sem betur fer var ekki um beinbrot að ræða. „Uglan fór svo í stærri og stærri búr þar til hún endaði í búrinu sem gert var fyrir Styrmi stork.“ Undir það síðasta var uglan farin að flögra um og orðin viðskotaill, sem þótti vita á gott. Því var keyrt með Snæfinn norður á Hólmavík frá Húsdýragarðinum. Hann var hafður í búri aftur í bílnum og fylgir sögunni að ekkert vesen hafi verið á honum á leiðinni. Nei, nei, hann var allur hinn rólegasti og mjög athugull þegar við stoppuðum t.d. á bensínstöðvum.“ Þess má geta að upphaflega hét uglan Snæfríður en þegar í ljós kom að hún var karlugla á fyrsta ári þótti við hæfi að endurnefna. Er vonandi að Snæfinnur spjari sig vel, því að- eins um tíu snæuglur lifa hérlendis á hverjum tíma. Þórólfur bóndi ætlar næstu daga að fylgjast með uglunni og ef til vill að gauka að henni mat- arbita. Karluglunni Snæfinni sleppt Í góðum höndum Gert að sárum Snæfinns í Húsdýragarðinum. Hvað er að gerast? Uglan var allt að því feimin þegar henni var sleppt eftir tíu mánaða endurhæfingu. HJÓNIN Erla Gunnlaugsdóttir og Halldór Ben Halldórsson hættu bæði að vinna í Landsbankanum fyrir tveimur árum og njóta sín nú í botn. „Dagurinn er aldrei nógu langur,“ segja þau. Þau voru meðal nýrra eigenda íbúða við Kríuland 1–11 í Garð- inum, sem fengu íbúðir sínar af- hentar í gær. Alls hafa Búmenn með þessu byggt 444 íbúðir víða um land en 36 þeirra eru í Garðinum og er hverfið þar með stærstu hverf- um Búmanna. Íbúðir Búmanna eru ætlaðar fólki yfir fimmtugt. Það er Bragi Guðmundsson verktaki sem byggt hefur öll húsin í Garðinum, að eigin sögn frá því hann horfði yf- ir móana þar sem nú eru sléttar flatir og reisuleg hús. Bragi, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, formanni Bú- manna, og Ásgeiri M. Hjálm- arssyni, afhenti nýjum eigendum lyklana og veglegar blómaskreyt- ingar. Erla segist hafa búið í Sandgerði og Keflavík áður en í Reykjavík mörg síðustu ár. „Og nú vildum við prófa Suðurnesin aftur.“ Halldór segir að þau hafi búið í þakíbúð á tveimur hæðum við Laugaveginn en verið að leita sér að einhverju á einni hæð. Það varð ofan á að semja við Búmenn og flytja í Kríuland númer fimm. „Við erum hætt að vinna og finnst gaman að skreppa til út- landa. Nú erum við nær flugvell- inum! Einnig vildum við losa um peninga, það er dýrt að borga fast- eignagjöld í Reykjavík og nálgast sömu upphæð og við borgum fyrir allt saman hér.“ Halldór hyggst setja upp skrif- stofu og tölvuaðstoðu í bílskúrnum, sem er rúmgóður með dyrum og glugga að aftan, en þar mun hann sinna ýmsum skrifum og fleiru. „Svo dundum við okkur bara hérna, förum í göngutúra og fleira. Okkur finnst gaman að fara á Miðnesheið- ina og tína egg, þekkjum fólk hér í kring og eigum skyldfólk.“ Þau segjast eiga einn son í Kefla- vík en auk þess börn og barnabörn erlendis. „Þau vilja frekar að við séum hér en í Hveragerði þegar þau koma heim. Það er alltaf sagt að þar sé gott samfélag og við velt- um fyrir okkur að flytja þangað. En það verður bara eins hér,“ segja þau full bjartsýni. Miðað við stemn- inguna í grillveislunni í gær þurfa þau engu að kvíða. Sex nýjar íbúðir í Garði vígðar í gær Fjölmenn grillveisla Sólin skein glatt í Garðinum í gær. Nýju parhúsin sex standa við Kríuland 1–11. Lukkuleg Halldór Ben Halldórsson og Erla Gunnlaugsdóttir voru ánægð með nýju íbúðina. Úr þakíbúð við Laugaveg í parhús í Garðinum Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.