Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 20
H árgerðir eru mismunandi og því þarf að gæta þess að nota rétt- ar vörur sem henta hverri gerð fyrir sig,“ segir Heiður Óttarsdóttir, hárgreiðslu- meistari á Expó. „Fólk sem er með þurrt hár á ekki að nota sömu hárvörur og þeir sem eru með feitt hár.“ Þurrt hár – hverjar eru orsakirnar og hvernig ber að meðhöndla það? „Skortur á raka og olíum sem viðhalda eðli- legri glansáferð er meginástæðan fyrir þurrki en einnig geta orsakirnar verið erfða- fræðilegar. Aðrar ástæður eru járn- og vít- amínskortur, of mikil notkun á sjampói eða hárblæstri eða of lítil notkun á hárnæringu. Mestu máli skiptir að meðhöndla þurrt hár með rakaríku sjampói og næringu en gæta þess að þvo hárið ekki á hverjum degi held- ur skola það með volgu vatni inni á milli. Þetta á einnig oftast við um gróft hár.“ Feitt hár – hvað veldur og hvernig umönnun ber að veita? „Öfugt við þurrt hár þarf feitt hár ekki á raka að halda heldur prótínum. Þetta á enn- fremur oftast við um fíngert hár.“ Það er ýmislegt sem getur valdið prótínskorti í hári eins og litun eða permanent. „Við slíka meðferð opnast ysta lag hársins og hárið missir þaðan prótín. Í miðjulagi hársins er cortex-lag gert úr milljón prótínþráðum en innsta lagið, sem kallast medula, er ein- vörðungu gert úr prótínum. Fíngerðu hári vantar mjög oft þessi prótín. Hormónar geta líka haft áhrif á fituframleiðslu, getnaðarvarn- arpillan, streita og margt fleira.“ Heiður ráðleggur fólki með feitt hár að skoða að velja hárvörur sem innihalda hærra hlutfall af prótíni en raka. „Ef fólki finnst hár sitt feitara eftir efnameðferðir þá ætti það einnig að leita eftir sjampói sem lokar hárinu. Feitt hár á að þvo daglega en þess þarf að gæta að nudda það ekki um of.“ Hárlos – er hægt að sporna við því? „Að meðaltali vex hárið um 1–1½ sentímetra á mánuði og hvert hár vex í allt að 5–6 ár að „Ég ræð ekkert við hárið á mér“ Þetta er áreiðanlega setning sem margir hafa í örvænt- ingu sinni látið út úr sér og andvarpað jafnvel þungt á eftir. Heilbrigt og gróskulegt hár er höfuðprýði en það skiptir máli við umhirðu þess hvort hárið er þykkt, fíngert, litað eða með permanenti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fíngert Hár sem er fíngert þarfnast raka sem hægt er að fá úr góðu sjampói. » Á veturna borðum við oft minna af grænmeti og ávöxtum og borðum þyngri og óhollari mat. 20|Morgunblaðið U m þriðjungur manns- ævinnar fer í svefn. Svefn er mikilvægur því svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu og eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vanda- málum. Svefntruflanir eru ein ástæða þess að fólk leitar læknis. Um fimmtungur allra íbúa á Vest- urlöndum glímir við svefntruflanir einhvern tíma á ævinni. Sem betur fer eru þessar svefntruflanir vægar í flestum tilvikum og ganga yfir en jafnvel tímabundið svefnleysi dreg- ur úr hæfni okkar til að kljást við vandamál og truflar einbeitingu og rökhugsun. Alvarlegri svefntrufl- anir og langvinnar eru sjaldgæfari en þær geta haft mikil áhrif á líf fólks. Svefntruflanirnar geta falist í því að fólk á erfitt með að festa svefn, vaknar oft upp á nóttunni og vaknar mjög snemma á morgnana. Sumir vakna ennfremur jafn- þreyttir og þeir voru þegar þeir fóru að sofa þrátt fyrir að hafa sof- ið í hina hefðbundnu átta tíma. Það geta allir orðið fyrir því að svefn þeirra raskist en vissir hópar eru í meiri hættu en aðrir, t.d. námsmenn, fólk sem stundar vakta- vinnu eða vinnur undir miklu álagi, fólk sem ferðast mikið, þunglyndir og þeir sem glíma við langvarandi veikindi. Helstu áhættuþættir svefntruflana Geðrænir: Streita er algengasta orsök svefntruflana. Lífsstíll: Áfengi og koffín geta haft óæskileg áhrif á svefn og svefngæði. Sama gildir um óreglu- legan svefntíma og líkamlega áreynslu stuttu fyrir svefn. Reyk- ingar trufla svefn. Vaktavinna: Vaktavinna verður til þess að fólk þarf að reyna að sofa þegar líkamsklukkan og umhverfið allt gefa merki um að það ætti að vera vakandi. Ferðaþreyta: Ef þú ferðast yfir mörg tímabelti er líkamsklukkan Svefntruflanir hafa áhrif á einbeitingu Morgunblaðið/Þorkell Mikilvægur Svefn er nauðsyn því svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu og eykur hættuna á ýmsum kvillum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.