Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 34
34|Morgunblaðið Nýr og betri dans er heitið á vikunámskeiði fyrir pör með áherslu á hreyfingu og gleði. Innifalið í verði er gisting á stórglæsilegu fimm stjörnu hóteli. Markmiðið er að njóta lífsins með dansi, rómantík og góðum mat. Námskeiðið leiða Theodóra Sæmundsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson danskennarar og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur. Síðast seldust sætin upp hratt svo það er um að gera að dusta rykið af dansskónum og bóka fljótt. Hin geysivinsælu námskeið fyrir konur í umsjón Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur í samvinnu við Dale Carnegie á Íslandi. – ERU BETRI EN AÐRAR!www.kreditkort.is Mundu eftir MasterCard ferðaávísuninni F ít o n / S ÍA m.v. 2 saman í svítu. Flug, skattar, gisting í svítu á glæsihótelinu Princesa Yaiza. Morgunverður, námskeið og skoðunarferð innifalin. 75.148,-Verð: Afslappandi og uppbyggjandi vikuferð á fimm stjörnu strandhóteli á Kanarí. Yfirskrift ferðarinnar er Nýr og betri lífsstíll, þar sem reyndir leiðbeinendur halda skemmtileg námskeið. Hugsaðu þér bara, heil vika af leikfimi, yoga, slökun, fyrirlestrum, thai-nuddi, dansleikfimi og fleiru. Hvergi er betra að segja streitunni stríð á hendur og endurskapa eigin persónu en í ljúfu haustævintýri á Lanzarote. Settu þig í fyrsta sætið og bókaðu strax. m.v. 2 saman í svítu. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting með morgunverði, námskeið og námskeiðsgögn. 77.500,-Verð: 17.–24. október 2006 14.–31. október 2006 Vikuferð til að styrkja þig sjálfa 1.–8. febrúar 2007 i f r il r j i j lf . . f r r www.sumarferdir.is Sími 575 1515 Ferðastu út til að ferðast inn! Ný og betri kona! Yoga mynd Nýr og betri dans! Ógleymanleg paraferð 24.–31. október l l . . Byggðu upp líkama og sál 17.–24. október lí l . . Nýr og betri lífsstíll U mahro bauð mér út að borða í tilefni af af- mælinu mínu. Ég vissi ekkert hvert við myndum fara, fékk aðeins þær upplýs- ingar að það yrði ólíkt öllu öðru sem ég hefði upplifað. Ég var því mjög spennt, því að borða góðan mat og bragða á nýjum réttum er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Það veit Umahro líka og hann hafði pantað borð á matarsýningunni På Barnsben í Madeline á Islandsbryggju í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir,“ segir Þorbjörg. „Sýningin er hugsuð sem upplifun fyrir nær öll skilningarvitin, bragð, hljóð, lykt og sjón. Bornir voru fram tíu tapasréttir, hver á eftir öðr- um, sem kitluðu svo sannarlega öll vit. Þeir kölluðu fram æskuminningar; eitthvað sætt, létt, bros og áhyggju- leysi. Stemningin á sýningunni var allt öðruvísi en á venjulegu veitingahúsi og andrúmsloftið sem þar ríkti kallaði brosið ósjálfrátt fram á varirnar og eftirvænt- inguna, tilfinninguna sem maður fann svo oft fyrir sem barn. Þetta var ótrúleg upplifun og svo margt sem kom á óvart! Ég þurfti t.d. að klæðast regnkápu þegar við borð- uðum dýrlegt eggjahvítukrem með lakkrísbragði því á þeim augnablikum rigndi sápukúlunum yfir okkur. Þetta var ævintýri. Og á meðan við gæddum okkur á ljúffeng- um laxi var slökkt á öllum ljósum í salnum svo við sáum vart handa skil. En það var allt með ráðum gert því til- gangurinn var einmitt að láta ekkert annað trufla mat- argesti, þeir áttu aðeins að njóta matarins og virkilega finna bragðið af honum. Sæta bragðið er nefnilega það bragð sem flestir þekkja, geðjast og eru öruggastir með en það eru til svo mörg önnur „brögð“ í heiminum! Tapasréttirnir voru þó langt frá því að vera sykurlausir enda varla hægt þegar yfirskriftin á máltíðinni er „barn og bragð“ en fyrir henni stóð matreiðslukonan Mette Marinussen sem er nokkuð þekkt í Danmörku. Hún notar mikið af kryddum sem framkalla sætuna úr hráefninu sjálfu.“ Féll fyrir súkkulaðikökunni – og Umahro Það var einmitt maturinn hans Umahro sem Þorbjörg féll fyrir þegar hún var að kynnast honum fyrir fimm ár- um. „Umahro var og er yndislegur en maturinn hans …,“ segir Þorbjörg og hálfandvarpar. „Framtíð mín var ráðin eftir að ég bragðaði á súkkulaðikökunni hans í þriðja heimboðinu. Hún er ekkert venjuleg, auð- vitað ekki. Búin til úr sætum kartöflum, 75% belgísku súkkulaði, smjöri og kókosolíu. Enginn viðbættur sykur. En vá! Bragðið var ótrúlegt og kakan bráðnaði hreinlega í munninum – og það gerði svo ég líka.“ Þorbjörg segir að flestum þyki sætt bragð vera gott en það fari samt eftir því um hvers konar sætu sé að ræða. „Sætt er ekki bara sætt. Mér finnst hvítur sykur, sem bætt er svo að segja í allar vörur, allt of uppáþrengjandi, sætt bragð. Það hreinlega ískrar í hvítum sykri. Hunang er allt öðru vísi sæta, það er mildara og sætan úr blóm- unum er augljós ef um er að ræða gott og ekta hunang. Sætan úr ávöxtunum, eins og eplum sem er blandað súru bragði og sætan kemur fyrst fram þegar við förum að tyggja og eftirbragðið, það sem situr eftir á tungunni er þægilega sætt.“ Náttúruleg sæta er góð Þurrkaðir ávextir eru enn sætari og döðlurnar t.d. geta haft mjög djúpt, heitt, næstum því karamellubragð. Sætan fer eftir hvenær döðlurnar voru teknar af pálm- anum og þurrkaðar. Þegar ég bjó í Marokkó fyrir mörg- um árum voru alla vega tíu mismunandi þurrkaðar döðl- ur á markaðnum og tíu mismunandi sætubrögð. Við Umahro, og sérstaklega Umahro, lögum mat og höldum námskeið um matargerð með náttúrulegri sætu úr ávöxtum, þurrkuðum ávöxtum, berjum, rótargrænmeti þar sem við notum einnig krydd sem gefur sætt bragð eða laðar fram sætuna í hráefninu. Það er engin tilviljun að fyrsta reglan í 10 grunnreglum, heilsukerfi sem við höfum þróað, hljómar svona: „Ekki borða sykur, hvorki sýnilegan, ósýnilegan eða gervisykur!“ Neysla á við- bættum sykri leiðir t.d. til óæskilegrar þyngdaraukn- ingar og hefur vond áhrif á t.d. bólgumyndun, hátt kól- esteról og hjarta- og æðasjúkdóma. Við Umahro höfum verið og verðum í vetur með fræðslu og matreiðslunám- skeið í Heilsuhúsinu í Lágmúla 5, en við höfum á síðustu misserum kennt mörgum hvernig má gera mataræði hollara og bragðbetra og hlotið góðar undirtektir. Það er margt nýtt á döfinni hjá okkur, þ.á m. 15 vikna námskeið og fræðsla fyrir þá sem vilja létta sig fyrir lífið.“ Upplifun fyrir skilningarvitin Morgunblaðið/Árni Torfason Tilfinningafólk Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Oscar Umahro Cadogan kunna að njóta góðs matar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson TENGLAR ........................................................................ www.10grunnreglur.com Heilsuhjónin Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næring- arþerapisti, og matlistamaðurinn Umahro Cadogan búa aðra hvora viku í Danmörku og hina á Íslandi. Í síðustu viku átti Þorbjörg afmæli og auðvitað kom eiginmaðurinn henni á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.