Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 35
Morgunblaðið |35 Njótum lífsins saman, reyklaus! S tö kk t að utan M júkt að inn an Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reyk- ingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf. Lyfið ekki ætlað á meðgöngu / brjóstagjöf án samráðs við lækni. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið.Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. H reyfiland er engin venjuleg heilsuræktarstöð heldur er hún hönnuð með yngstu kynslóðina í huga og er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Krisztina G. Agueda er eigandi stöðvarinnar. „Ég opnaði árið 2003 og hafði þá lengi gengið með þennan draum í maganum. Það eru fjórtán ár síðan ég byrjaði að kenna börnum íþróttir og ég veit fátt skemmtilegra,“ segir Krisztina. Hún lærði fræðin í íþróttaháskóla í Ung- verjalandi en segist einnig hafa lært mikið af sínum eigin börnum. „Þau þrjú eru meginupp- spretta hugmyndanna að æfingunum sem ég hef þróað og kenni. Hinn fræðalega grunn öðlaðist ég hins vegar í háskólanum því það er svo margt í Mæðrafimi og snillinga- leikfimi fyrir ungbörn Morgunblaðið/Jim Smart tengslum við hreyfiþroska barna sem maður verður að kunna skil á til að teljast hæfur kennari. Námskeiðin í Hreyfilandi eru af ýmsum toga og ætluð börnum frá sex vikna aldri og foreldrum þeirra. „Við köll- um eitt námskeiðið mæðrafimi en það er leikfimi fyrir mæður og börn. Þeir tímar eru góðir fyrir konur eftir fæðingu barna auk þess sem þeir örva ungbörnin. Annað nám- skeið er svokölluð snill- ingaleikfimi fyrir börn 3–6 ára en einnig bjóðum við námskeið fyrir börn fram að sex ára aldri, ófötluð sem fötluð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.