Morgunblaðið - 10.09.2006, Page 19

Morgunblaðið - 10.09.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 19 innrásarliðið, oft gegn greiðslu. Efnt var til þingkosninga og stjórnarskrá leidd í lög í þessu gjörsamlega stjórn- lausa (og að margra mati óstjórn- anlega) ríki. Hamid nokkur Karzai, ágætlega dyggur stuðningsmaður Bandaríkjanna, tók við embætti for- seta og gegnir því enn. Nýjum stjórn- völdum hefur hins vegar gengið illa að ná tökum á verkefninu. NATO- hersveitir berjast nú við vígaflokka Talibana, eiturlyfjabaróna og stríðs- herra í suðurhluta landsins. Ópíum- ræktin dafnar sem sjaldan fyrr og yf- irráð stjórnvalda eru nánast bundin við stærstu borgir. En sú „aðstaða“ sem al-Qaeda hafði notið í landinu var upprætt og Osama bin Laden var hrakinn á flótta. Blikur eru að sönnu á lofti í Afganistan um þessar mundir; fregnir berast af gríðarlega hörðum bardögum í suðurhlutanum og tal um „uppbyggingu“ í landinu virðist á stundum draumórakennt. Raunsætt mat er þó að innrásin í Afganistan hafi skilað viðunandi niðurstöðu fyrir Bush forseta og menn hans. Hið sama verður ekki sagt um inn- rásina í Írak í marsmánuði 2003. Nú liggur fyrir og verður ekki í efa dreg- ið að fullyrðingar bandarískra ráða- manna þess efnis að Saddam Hussein Íraksforseti réði yfir gjöreyðing- arvopnum voru bláber þvættingur. Spurningin er miklu fremur sú hvort um vísvitandi blekkingar hafi verið að ræða eða hvort leyniþjónustustofn- anir, sérfræðingar og pólitískir ráð- gjafar hafi brugðist jafn gjörsamlega og í aðdraganda árásarinnar á Bandaríkin 11. september 2001. Sí- fellt fleiri fá ekki séð að innrásin í Írak verði með nokkru móti tengd „hnattræna stríðinu gegn hryðju- verkaógninni“. Írakar áttu ekki gjör- eyðingarvopn og gátu þar af leiðandi hvorki ógnað öðrum ríkjum né komið þeim í hendur hryðjuverkamanna. Þar var við völd veraldleg stjórn en nú hafa hreintrúaðir íslamistar aukið til muna skriðþunga sinn þar í landi líkt og víðar í þessum heimshluta. Í Bandaríkjunum fer þeim fjölg- andi sem telja að innrásin í Írak hafi löngu verið ákveðin; meint gjöreyð- ingarvopnaeign Saddams item full- yrðingar um tengsl hans við hryðju- verkamenn hafi verið notuð sem réttlæting og Bush og undirsátar hans hafi ekki vílað fyrir sér að ljúga að helstu bandamönnum sínum og heimsbyggðinni allri til að fá Íraks- forseta steypt af stóli. Margir telja að tilgangurinn hafi verið að komast yfir olíuauð Íraka og því er gjarnan bætt við að George W. Bush hafi viljað ljúka verkinu sem faðir hans treysti sér ekki til að framkvæma í Persa- flóastríðinu 1991. Sjálfur hefur Bush vísað til þess að Saddam Hussein hafi staðið fyrir tilræði við föður hans (í Kúveit árið 1993). Vissulega stendur Bush ekki einn gagnvart bandarísku þjóðinni og heimsbyggðinni í þessu efni fremur en öðrum. Afstaða forsetans og (og síðari tíma) réttlæting á innrásinni nýtur víða stuðnings. Bush og öfl- ugasti talsmaður hans, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, hvika hvergi frá þeirri sannfæringu að rétt- lætanlegt hafi verið að steypa ógn- arstjórn Saddams Husseins þótt eng- in hafi gereyðingarvopnin fundist. Bush forseti og aðrir háttsettir emb- ættismenn ræða enn um „lýðræði- svæðingu“ í Mið-Austurlöndum. Til- gangurinn sýnist mörgum göfugur en jafnframt er nú borin fram af vaxandi þunga sú spurning hvort framganga Bandaríkjamanna á undanliðnum ár- um hafi reynst fallin til að knýja fram þetta markmið. Og dæmin þessari af- stöðu til grundvallar eru að margra mati mýmörg. Nefna má hroðalega meðferð á föngum í Írak og víðar, leynileg fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, þar sem grunur leikur á um að fangar hafi sætt pyntingum, og stuðning Banda- ríkjamanna við einræðisstjórnir í Sádi-Arabíu og Pakistan þótt í síð- arnefnda ríkinu njóti menn að sönnu meira frelsis á stjórnmálasviðinu. Í því viðfangi er oftlega rifjað upp að 15 af ræningjunum 19 voru Sádi-Arabar, landar Osama bin Laden. Líklegt er að Bin Laden sé í felum í Pakistan. Heimkvaðning „með sæmd“? Þegar horft er til Bandaríkjanna og þeirra heiftarlegu deilna sem inn- rásin í Írak hefur kallað fram þar vestra á síðustu misserum ber að hafa í huga að aðgerð þessi hefur um flest misheppnast. Hefðu mál þróast á annan veg kynni stjórnmálaástandið og staða Bush að vera önnur. Hið sama kann að gilda um Tony Blair, þann mikla ræðuskörung og spuna- meistara, sem nú hefur verið nið- urlægður og þvingaður til að heita því að hverfa frá völdum innan árs. Innrásin var skipulögð sem „leift- ursókn“ og stjórnarher Saddams Husseins reyndist ekki fær um að veita umtalsverða mótstöðu. Lítt var hins vegar hirt um að tryggja yfirráð og öryggi á þeim svæðum sem inn- rásarliðið fór yfir á leið sinni til höf- uðborgarinnar, Bagdad. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra bar mesta ábyrgð á skipulagningu inn- rásarinnar og lét athugasemdir og varnaðarorð sérfræðinga og herfor- ingja sem vind um eyru þjóta. Nú liggur fyrir að Bandaríkin hafa aldrei ráðið yfir nægilegum liðsafla í landinu til að geta tryggt öryggi almennings og stöðugleika. Skálmöld ríkir, um 50 manns falla að meðaltali á dag í Írak. Erlendir hryðjuverkamenn halda til í landinu, trúarhópar súnníta og sjíta berjast, „þjóðernishreinsanir“ fara fram, flóttamannabúðum hefur verið Leiðtoginn Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden lýsti yfir því í ávarpi sem Al-Jazeera varpaði út 29. október 2004 að hann hefði fyr- irskipað árásina 11. september. Samkennd George W. Bush drúpir höfði við athöfn til minningar um 11. september. Forsetinn naut fá- heyrðs stuðnings eftir árásina en þjóðareiningin er nú úr sögunni. » Fylgi við Bush forseta mældist skömmu eftirárásina um 90% sem er hið mesta sem þekkist í stjórnmálasögu síðari tíma í Bandaríkjunum. For- setinn hafði fullt og óskorað umboð til að bregðast við árásinni af öllum þeim þunga sem Bandaríkin bjuggu yfir. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ * Verð á mann í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, gisting í 10 nætur á Alden Beach Resort á St. Petersburg og ein nótt á Florida Mall hótelinu á leiðinni heim, íslensk fararstjórn, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Munið ferðaávísunina frá Master Card. Takmarkað sætaframboð. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 34 04 7 0 9/ 20 06 + Nánari upplýsingar á icelandair.is/serferdir Hafið samband við hópadeild í 50 50 406 eða hopar@icelandair.is SÓLSKINSRÍKIÐ FLORIDA ER PARADÍS ELDRI BORGARA. Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunarferðir, félagsvist og bingó og ferðafélögum gefst kostur á að fara saman út að borða. Flug og gisting í 11 nætur. Verð: 104.360 kr. á mann í tvíbýli.* 7.–18. nóvember, fararstjóri Þráinn Þorleifsson. ELDRI BORGARAR FLORIDA - ST. PETERSBURG Vildarpunktar Ferðaávísun gildir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.