Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „OKKUR liggur ekkert á, orkuverð kemur bara til með að hækka,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, í um- ræðum um loftslagsmál á Alþingi í vikunni og vísaði til frekari áforma um stóriðju. Flokkssystir hennar, Katrín Fjeldsted, sem nú situr á þingi í fjarveru Björns Bjarnasonar, kallaði eftir stóriðjustoppi í sam- ræmi við vilja almennings. Það sama gerðu Samfylkingin og Vinstri græn. Umræðan um umhverfismál hefur verið mikil í þjóðfélaginu og það hef- ur svo sannarlega skilað sér inn á Al- þingi. Nú keppast allir flokkar við að tjá ást sína á umhverfinu og græni liturinn er nú kenndur bæði við hægri og vinstri. En hvaðan kemur græni liturinn? Græna hreyfingin svonefnda spratt upp á 7. og 8. áratugnum og tengdist mikilli vitundarvakningu varðandi umhverfismál og nátt- úruvernd. Fyrsti græni flokkurinn var stofnaður í Tasmaníu árið 1972 í tengslum við baráttu gegn virkj- anagleði stjórnvalda. Þegar ég sótti Tasmaníu heim í ágúst sl. var ég oft spurð hvort Ísland ætti grænan flokk og urðu sumir græningjar undrandi á að hér skyldi grænu verða spyrt saman við vinstri. Grænir flokkar vinna saman á heimsvísu og byggja á fjórum meg- instoðum: Umhverfismálum, fé- lagslegu réttlæti, lýðræði og friði. Umhverfismálin koma númer eitt en grænu flokkarnir leggja venjulega einnig áherslu á réttindi minni- hlutahópa, kvenfrelsi, samábyrgð og frið, enda kannski ekki svo erfitt að sjá tengslin milli þessara þátta. Vinstri græn eru ekki í formlegu samstarfi við þetta net grænna flokka en eru hins vegar virkir þátt- takendur í samstarfi vinstri grænna flokka á Norðurlöndunum (voru áð- ur aðeins vinstri flokkar). Athygli vekur þó að VG er eini flokkurinn í þessu samstarfi sem hefur græna lit- inn í heitinu sínu og grænu flokk- arnir í Svíþjóð og Finnlandi svo dæmi séu tekin eru ekki með. Engu að síður er vaxandi tilhneiging hjá „rauðum flokkum“ að taka umhverf- ismálin á sína könnu. Kannski því rautt og grænt fer vel saman, kannski af því að annars er hætta á að tapa kjósendum til nýrra grænna flokka. Áhugi á náttúruvernd og um- hverfismálum hefur án efa marg- faldast á Íslandi og það sést vel á aukinni áherslu stjórnmálaafla á þessa málaflokka. En umhverfismál ná yfir vítt svið, allt frá því að henda dagblöðum í sérmerktan gám (sem flest fólk þarf reyndar að keyra til, til að komast í) og yfir í stór deilumál á borð við Kárahnjúkavirkjun. Það má spyrja hvort eitt geti verið mik- ilvægara en annað. Ef Ísland hefur beinan fjárhaglegan hag að um- hverfisvernd, t.d. varðandi verndun hafsins, er auðvelt að gerast um- hverfisverndarsinni. En þegar kem- ur að einhverju sem getur kostað fórnir er kannski auðveldara að stinga hausnum í sandinn. Það má spyrja sig hvort hægt sé að staðsetja umhverfisvernd á hægri-vinstri kvarðanum. Kapítal- isminn og kommúnisminn hafa báðir svarta sögu þegar kemur að nátt- úruverndarmálum. Geta menn sem segja „Íslendinga hafi valið einkabíl- inn“ og að virða beri það val raun- verulega staðið fyrir náttúruvernd? Og er einhver lausn á meng- unarmálum að segja fólki bara að menga minna en mótmæla harðlega þegar minnst er á mengunarkvóta sem eigi að ganga kaupum og sölum á markaðnum? Eitt er víst að þótt grænn sé litur kosningavortískunnar, þá er liturinn mjög misjafnlega grænn eftir því hvaða lit öðrum hann blandast. Þess vegna verður spennandi að sjá hversu grænir flokkarnir verða að loknum kosningum. Græna kosn- ingavortískan ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur „VIÐ leggjum áherslu á að fólk sé meðvitað um að það hafi mikið um það að segja hvernig lífi það lifir. Trúin gegnir miklu hlutverki í því,“ segir Karl V. Matthíasson, prestur kirkjunnar á sviði áfengis- og fíkni- mála. Hann veitir leiðsögn, ásamt Kristni Ólasyni rektor, á Kyrrð- ardögum í Skálholti um næstu helgi. „Kyrrðardagar eru tilboð kirkj- unnar til þess fólks sem vill njóta friðar og rósemdar og hefur unnið sig frá áfengisvandamálum eða hef- ur verið að hugsa mikið um þau mál, jafnt alkóhólistar og aðstandendur og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum,“ segir Karl. Hann segir að hraðinn sé mikill í samfélaginu, umrót og fjöldi tilboða af öllu tagi. Fólk sé spennt og hlaðið streitu. „Því er mjög gott að finna sér stund til að róa sig niður og hlaða batteríin. Kyrrðardagar eru ein góð leið til þess,“ segir Karl. Er ég sáttur við líf mitt? Í starfi sínu kynnist Karl marg- víslegum vandamálum, bæði hjá alkóhólistum og aðstandendum þeirra. Nefnir hann sem dæmi for- eldra ungmenna sem eru að fikta við fíkniefni. „Þetta getur verið gott tækifæri fyrir fólk sem er að velta ýmsum spurningum fyrir sér: Hvernig á líf mitt að vera? Er ég frjáls manneskja? Er ég sáttur við líf mitt? Það er viðfangsefni hverrar manneskju að svara þessum spurn- ingum játandi.“ Kyrrðardagarnir hefjast síðdegis föstudaginn 23. febrúar og lýkur um miðjan dag sunnudaginn 25. febr- úar. Dagskráin byggist upp á helgi- haldi, fræðslu, kyrrð og hvíld. Þátt- taka ásamt mat og gistingu kostar 18 þúsund krónur. Karl verður með hugvekju og Kristinn Ólason rektor með hugleið- ingu um þjáninguna. Karl segist í hugvekju sinni vinna út frá sporum AA-samtakanna, sérstaklega fyrsta sporinu sem kveður á um að menn verði að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart áfengi og að það sé for- sendan til að geta tekist á við vanda- málin. „Ef við ætlum að ná einhverju nýju þurfum við að viðurkenna van- mátt okkar gagnvart fíkninni og taka nýja stöðu. Fyrr er ekki von til að neitt gerist.“ Sprottið frá æðruleysismessum Kyrrðardagar eru haldnir reglu- lega í Skálholtsskóla, með mismun- andi viðfangsefnum, enda er að- staða þar góð. Þema þeirra kyrrðardaga sem Karl V. Matthías- son leiðbeinir á er „Kyrrðardagar í æðruleysi“. Hugmyndin að kyrrðardögum með þessu þema er sprottin út frá æðruleysismessum sem séra Karl annast í Dómkirkjunni í Reykjavík, einu sinni í mánuði. Karl segir að gengið sé út frá því í bata áfeng- issjúklinga og aðstandenda að fólk geti treyst æðri mætti í lífinu. „Þeg- ar fólk er að losna úr viðjum fíkn- arinnar eða meðvirkni fer það að taka trúna meira inn í sitt líf. Kirkj- an er velviljuð þessu starfi og vill hjálpa þarna til með því að bjóða reglulega samverusund sem við köllum kyrrðarmessu,“ segir Karl V. Matthíasson. Ágæt leið til að róa sig niður og hlaða batteríin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholtskirkja Í Skálholti eru reglulega haldnir kyrrðardagar. Kyrrð Séra Karl V. Matthíasson. Í HNOTSKURN »Kyrrðardagar í æðruleysiverða haldnir í Skálholti 23. til 25. febrúar. »Dagskráin byggist upp áhelgihaldi, fræðslu, kyrrð og hvíld. »„Ef við ætlum að ná ein-hverju nýju þurfum við að viðurkenna vanmátt okkar gagn- vart fíkninni og taka nýja stöðu. Fyrr er ekki von til að neitt ger- ist.“ BURÐARGJÖLD fyrir bréfapóst innanlands hækkuðu 1. febrúar síð- astliðinn. Burðargjald fyrir bréf í 20 g þyngdarflokki hækkaði t.d. úr 55 krónum í 60 krónur, eða um 9%. Burðargjöld annarra bréfaflokka hækkuðu einnig en mismikið, að sögn Önnu Katrínar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Íslandspósts. „Þrátt fyrir þessa hækkun og óhagstætt dreifisvæði erum við með einna lægstu burðargjöldin á Norð- urlöndum,“ sagði Anna. Aukinn launakostnaður Meginástæða hækkunarinnar er aukinn launakostnaður og sagði Anna að t.d. hefðu mánaðarlaun bréfbera Íslandspósts hækkað um allt að 13,5% frá 1. maí sl. Að með- altali hækkuðu launin um 11,6% frá maí til nóvember 2006. Til viðbótar kom svo 4,15% hækkun um síðast- liðin áramót samkvæmt samningi við Póstmannafélagið. Verð póstsendinga í nokkrum flokkum, t.d. fyrir pakka innanlands, rúmfrek bréf, samdægursþjónustu, ábyrgðarbréf innanlands og pakka og bréf til útlanda, hækkaði yfirleitt um 3% hinn 1. nóvember síðastlið- inn. Hærri burðar- gjöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.