Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 65 menning annað fyrir valinu. Við getum sagt sem svo að betra er að vera nokk- uð sáttur í mörgum tilfellum en stórkostlega ánægður sjaldan sem væri líklegra að yrði raunin léti maður hendingu ráða hvað maður læsi. Þetta hefur hamlað þekkingu minni á listrænni og jaðartengdari myndasögum. Ég reyni þó að halda haus í þessum málum með því að kynna mér það helsta sam- kvæmt ábendingum góðra manna og er tilbúinn að hampa því sem mest kemur mér til hverju sinni, hasar eða fullorðins.    Í nýársyfirferðinni kom í ljós aðsú bók sem hlotið hafði mest lof í fullorðinsgeiranum á síðasta ári var Fun Home eftir Alison Bechdel. Ekki nóg með að hún toppaði marga myndasögulista heldur var hún valin besta bók ársins af gagnrýnanda Time Ma- gasine og er hér átt við gagnrýn- anda sem fjallar iðulega um bækur af textagerðinni. Þessi áhersla mín er lögð fram í ljósi þess að harla Mín uppáhaldsiðja við upp-haf hvers árs, og dæminú hver um afþreying- argildi þess, er að skoða hversu vel árslisti minn um bestu mynda- sögur síðasta árs samræmist mati annarra skríbenta og spekúlanta. Með hjálp Netsins er auðvelt að nálgast upplýsingar um þetta frá fjöldamörgum álitsgjöfum. Í gegn- um árin hafa mér orðið ljós nokk- ur einkenni þessarar umræðu sem ég vil reifa stuttlega hér auk þess að fjalla um það besta að annarra mati.    Oftar en ekki falla árslistar íeinn þriggja hópa. Í fyrsta lagi eru þeir sem ræða aðallega um ofurhetjuheiminn og meg- instraum myndasagna (poppið svo að segja). Í öðru lagi eru það þeir sem einfaldlega sleppa öllum skír- skotunum til hasarblaðanna eða gera það því miður með lítt duld- um yfirlætistón. Í þriðja hópnum er að finna þá sem fjalla um það sem er gott (eða slæmt) burtséð frá merkimiðum og vona ég að mínar greinar falli í þennan hóp frekar en annan hinna. Þetta er að mörgu leyti skilj- anleg skipting. Viðhorf fjöldans til myndasögunnar á Vesturlöndum eru enn þá mjög lituð af þeim sterku ímyndartengslum sem hún hefur við hasarblaðið og það þótt framboðið á öðru efni hafi verið mikið í gegnum tíðina og aukist með hverju ári. Sá neikvæði stimp- ill sem hasarblaðið hefur sem und- irmálsafþreying og forheimskandi bókmenntir gerir það að verkum að margir vilja fjarlægja umfjöllun sína frá þessum fordómavaldi. Þeir vilja þannig ýta undir umfjöllun um myndasöguna á breiðari og vonandi, frá þeim séð, jákvæðari grundvelli. Þessir skríbentar virð- ast því telja að framgangi mynda- sögunnar sé best borgið með því að einskorða umfjöllunin við annað en hasarblaðið. Önnur rökin eru þau sem snúa að persónu álitsgjafans og hans aðkomu að myndasögunni. Hvað vekur helst áhuga hans og vekur jákvæð viðbrögð. Því er ekki að neita að margir myndasögules- endur hafa einfaldlega engan áhuga á hasarblöðum í hvaða formi sem þau nú eru og því skilj- anlegt að slíkar sögur komist ekki á árslista hjá þeim aðilum. Aðrir hafa megnasta ímugust á öllu sem kallast gæti ,,artí“ og sleppa því slíkri umfjöllun. Þriðju rökin eru keimlík þeim sem ég hef notað í mínum árs- listum og þau snúa að takmörkuðu aðgengi og tíma til að kynna sér allt það mikla efni sem stendur til boða. Það er óvinnandi vegur að lesa allt það sem kemur út og því verður oftast það sem við teljum að veiti okkur ánægju frekar en sjaldgæft þykir að bækur og myndasögur séu metnar samhliða hvað þá að myndasögur þyki skara fram úr bókum eins og hér varð raunin. Fun Home segir sögu stúlku sem elst upp á heimili með mjög tilfinn- ingalega fjarlægum og heftum for- eldrum. Sérstaklega er faðirinn að því er virðist gersamleg ófær um að veita börnum sínum þá hlýju sem þau sækjast eftir. Hann er laumuhommi sem sækir út fyrir heimilið eftir ástúð ungra manna. Þegar svo í ljós kemur að stúlkan er sjálf lesbísk virðist sem faðir og dóttir nái loks saman af ein- hverjum veikum mætti í hlut- verkum sínum sem utangátta sálir. Sagan er að mestu leyti sjálfs- ævisöguleg og það er mikið þrek- virki að birta jafnítarlegar lýs- ingar á kolómögulegu fjölskyldulífi og eigin persónu og lesendum er boðið upp á. Sér- staklega er sjálfsgreining Bechtel mjög áhugaverð og gefur sögunni mikla dýpt. Miklar textapælingar og bókmenntafræðistúdíur eru sögunni hins vegar ekki til fram- dráttar að mínu mati og auk þess gætir nokkurrar flatneskju í myndmáli sem hefði gert það að verkum að bókin hefði ekki lent á mínum árslista.    X-Men hafa loks risið úr ösku-stónni eftir brotthvarf Grant Morrison frá titlinum fyrir 3 árum. Serían The Astonishing X-Men eft- ir Joss Whedon og John Cassady kveikti í ofurhetjuáhugamönnum svo um munar enda mjög góð. Whedon er þekktastur fyrir að vera höfundur vampírubanans Buffy úr samnefndum sjónvarps- þáttum. Hann nær að gera X-Men aftur að þeirri mannlegu sápu- óperu með ofurmanneskjulegum áherslum sem gerði seríuna að þeirri vinsælustu í heiminum í meðförum Claremont og Byrne snemma á 9. áratugnum. Cassady, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað Planetary, gerir myndunum góð skil en er full- hægur í framleiðslu þannig að aðdáendur þurfa oft að sýna mikla biðlund milli tölublaða. Frábær hasarblöð og miðlinum til mikils sóma en hefði ekki megnað á minn síðasta lista þrátt fyrir góða til- burði.    Sú bók sem náði hvað best aðbrúa bilið milli menningarvit- anna og nördanna á síðasta ári var Scott Pilgrim vs. the world eftir Bryan Lee O’Malley. Þessa bók hafði ekki rekið áður á fjörur mín- ar þótt ég hefði heyrt nokkuð mik- ið af henni látið og eftir lesturinn get ég vel skilið hrifninguna sem hún hefur vakið. Pilgrim er sam- suða værukærrar fantasíu, sjálfs- rýni, poppmenningar og húmors með sérstaka áherslu á flókin sam- skipti kynjanna. Svo líkist stíllinn mikið þeim sem notaður er í jap- önskum myndasögum, manga, sem tröllriðið hafa vestrænum markaði undanfarin ár og gerir það sam- suðulíkinguna enn nærtækari. Scott Pilgrim er skrifuð með mjög áreynslulausum hætti og teikning- arnar eru afslappaðar en frábær- lega lýsandi. Allt gerir þetta að verkum að erfitt hefði verið að líta fram hjá þessari bók á síðasta árs- lista ef ég hefði verið búinn að lesa hana. Sem svo aftur styrkir þá von mína að ég fari hina diplómatísku leið víðsýnarinnar í mínum skrif- um. Best að vona að það sé rétt. Skiptar skoðanir Myndasögur „The Astonishing X-Men eftir Joss Whedon og John Cassady kveikti í ofurhetjuáhugamönnum.“ AF LISTUM Heimir Snorrason » Sú bók sem náðihvað best að brúa bil- ið milli menningarvitana og nördanna á síðasta ári var Scott Pilgrim vs. the world eftir Bryan Lee O’Malley EYÞÓR Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju fékk þá hugmynd fyrir nokkru að auglýsa eftir óska- lögum til að spila á orgeltónleikum í kirkjunni sem fara fram í dag. Hon- um bárust yfir fjörutíu óskalög og valdi hann nokkur þeirra á tón- leikana. Efnisskráin er því nokkuð óvenjuleg fyrir orgeltónleika en á henni má m.a. finna lög eftir Björg- vin Halldórsson, Stairways to hea- ven, íslensk þjóðlög, Tokkatta og fúga í d-moll eftir Bach, Dallas-lagið, Theme from Starwars og Take five. Morgunblaðið spurði Eyþór út í þessa óvenjulegu tónleika. Hvernig varð hugmyndin að óska- lagatónleikunum til? Ég fékk hugmyndina þegar ég var að æfa mig, hugurinn reikaði og allt í einu kom þessi hugmynd. Ætli ein- beitingin hafi ekki verið frekar tak- mörkuð í þeirri æfingatörn. Hverju var fólk að óska eftir, öðru en því sem þú ætlar að spila? Ég fékk óskir um nokkur þunga- rokkslög, íslenskar og erlendar ball- öður, kvikmyndatónlist, frumsamin orgelverk og orgelverk eftir Olivier Messiaen, svo eitthvað sé nefnt. Var erfitt að mæta kröfum fólks um að spila verk sem ekki eru hefðbundin orgelverk eða samin fyrir orgel? Sum lögin er tiltölulega auðvelt að flytja á orgel en önnur þurfa mikla meðhöndlun. Eitt diskólag er á tónleikunum og það var ansi krefj- andi að gera almennilega útsetningu að því. Ég er alls ekki að reyna að láta lögin hljóma eins og upp- runalegu útsetningarnar, heldur geri ég orgelútsetningar viðlögin. Óskalagatónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 16 og aðgangseyrir er 1.000 kr. Óskalagatónleik- ar organista Morgunblaðið/Sverrir Óskalög Eyþór Ingi organisti fékk hugmyndina að þessum óvenjulegu tón- leikum þegar hann var að æfa sig á orgelið og hugurinn reikaði. Diskó og Dallas-lagið munu hljóma á kirkjuorgeli á Akureyri í dag Áhrifa dauðaÖnnu Nicole Smith virðist ætla að gæta víða. Þegar hefur orðið vart sam- dráttar í sölu ým- iskonar megr- unarpilla í kjölfar dauða bandarísku fyrirsætunnar, sem var 39 ára er hún lést, en hún var yfirlýstur notandi megrunar- efna. Dánarorsök hennar liggur enn ekki fyrir en margir telja að dauði hennar tengist neyslu slíkra lyfja sem og annarra lyfja. Þetta kemur fram á danska frétta- vefnum Erhverv på Nettet. Anna Nicole var talskona megr- unarduftsins Trimspa og nýlega kvaðst hún hafa misst 30 kg með notkun þess. Sala á því mun þó ekki einungis hafa minnkað verulega í kjölfar dauða hennar heldur sala allra megrunarlyfja í Bandaríkj- unum. Bandaríkjamenn verja að tæplega 1.000 milljörðum íslenskra króna í megrunarlyf á ári. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.