Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 53 Góður granni er genginn, Guðfinn- ur í Miðhúsum, alltof fljótt horfinn að okkar mati sem eftir lifum. Þær eru margar góðu minningarn- ar um hann Guðfinn, alltaf gaman að hitta hann og spjalla, glaðvær og skemmtilegur og fróður maður. Ég minnist þess þegar ég fluttist að Litla-Fjarðarhorni lítil stelpuskotta, þá kynntist ég þeim systkinunum í Hlíð og þau urðu strax eitt af því góða í tilverunni, gaman að fá að fara í heimsókn að Hlíð. Guðfinnur var afar fróðleiksfús og bókelskur og löngu seinna og við orð- in fullorðið fólk, Guðný og Siggi flutt til Reykjavíkur, og Guðfinnur með foreldrum sínum frá Hlíð að Miðhús- um voru ég og Jóna á Felli með hon- um í bókasafnsnefnd, Það var skemmtilegur tími og við unnum saman að björgun og varðveislu þess merkilega bókasafns sem bar upp- haflega heitið Lestrarfélag Trölla- tungu og Fellssókna og var stofnað árið 1845. Það hafði verið geymt í fundarhúsi hreppsins, en þar flæddi vatn inn með tilkomu nýs vegar, og við þrír bókaormar tókum að okkur að varð- veita bókasafnið tímabundið, og sát- um við það mörg kvöld heima hjá Guðfinni að flokka bækurnar og búa til um þær handskrifaða spjaldskrá sem þætti nú kannske ekki merkileg í dag á tölvuöldinni. Mér er minnisstætt hvað okkur þremur fannst gaman og sérstök til- finning að handfjatla þessar bækur allar, síðan bakaði Guðfinnur pönnu- kökur og lagaði kaffi fyrir okkur kell- urnar áður en við héldum gangandi sín í hvora áttina heim til okkar. Bókasafnið var Guðfinni afar hug- stætt og er það nú í góðri vörslu í Broddanesskóla. Það er svo margt sem hægt væri að minnast á sem Guðfinnur tók þátt í og var skemmtilegt, m.a sett upp og leikin leikrit í gamla fundarhúsinu. Við lékum jólasveina á skemmtunum fyrir börnin, og þá var spjallað saman að hætti jólasveina og mikið hlegið. Hann var góður félagsmálamaður, áhugamaður um íslenskt mál, skemmtilega forn í tali ef hann vildi það við hafa, safnaði allskyns fróð- leik, vel ritfær og traustur. Arnheiður og Guðfinnur hafa á undanförnum árum gert Miðhúsin að fallegasta og snyrtilegasta býlinu í Kollafirði og gildir það jafnt utan bæjar sem innan. Þar er nú skarð fyrir skildi. Ásdís Jónsdóttir. Guðfinnur var einn af þeim mönn- um sem maður kynnist á lífsleiðinni sem ég vil þakka fyrir að hafa þekkt. Ég man eftir honum sem lítil stelpa í Steinadal. Hann hafði ógurlega gam- an af því að segja mér sögur af okkur systkinunum frá því við vorum lítil. Varð tíðrætt um að ég hefði verið ákaflega ákveðið barn „blessuð stelp- an“ eins og hann orðaði það og hafði gaman af. Það voru ekki einu sögurnar sem Guðfinnur sagði, ég átti ákaflega skemmtilega stund í Miðhúsum ekki alls fyrir löngu þar sem Guðfinnur sagði mér sögur sem ég hafði aldrei heyrt fyrr. Af pabba þegar hann var ungur, afa á Broddanesi og hann fór með heilu samtölin orðrétt. Það er mikill hæfileiki og alls ekki öllum gefinn að segja skemmtilega frá og það gat Guðfinnur svo sann- arlega. Hann kunni líka ákaflega vel að hlusta, ég vann eitt haust með honum og Adda bróður í sláturhús- inu á Hólmavík. Guðfinnur þreyttist ekki á að spjalla við okkur, hlustaði ávallt af miklum áhuga á hvað við höfðum fram að færa, kom með ráð þar sem honum fannst það hæfa og bar ávallt mikla virðingu fyrir fram- lagi okkar og skoðunum. Ætla ekki að rifja upp hverja minningu, þær á ég á vísum stað en langaði ákaflega að segja takk fyrir mig og góða ferð Árdís frá Steinadal. Frá því ég man eftir mér hafa Guð- finnur og Miðhús verið óaðskiljanleg nöfn í mínum huga. En nú er það breytt eins og svo margt annað, það stendur ekkert í stað í þessu lífi. Fréttin um andlát Guðfinns vakti mig til umhugsunar um liðna tíð. Um manninn sem mundi tímana tvenna, ræktaði og byggði upp húsakostinn í Miðhúsum, sló með orfi og ljá í denn og síðar með þeim nútímatækjakosti sem tíðkast í sveitinni. Um Guðfinn sem nágranna, bónd- ann sem átti falleg lömb á vorin, flekkótt, mórauð, golsótt og botnótt, sér í lagi fannst mér þau falleg vorið sem lömbin á Felli voru öll hvít! Þessa dagana þegar renna í gegnum hugann minningabrot frá samskipt- um okkar og samveru tengist flest blessaðri sauðkindinni. Smala- mennskum, að vera beðin um að standa fyrir fénu uppi á horni eða um að hjálpa honum að smala! Þvílík upphefð hjá ungu barni og ekki skorti hrósið frá honum að verki loknu. Skipti þá litlu máli hvernig gekk, hvort safnið rann heim eða fyr- ir ofan mig og neðan, alltaf var hrósið og æðruleysið til staðar, það gengi bara betur næst og frekar kenndi hann kindunum um en mér. Um bóndann sem átti kýrnar og kálfana sem spásseruðu í kringum mig og börnin mín í veiðinni í Fells- ánni. Um fróðleiksþyrsta manninn sem vissi svo ótal margt um svo ótal margt. Um manninn sem átti tafl- félaga í hrönnum og fékk mörg skák- póstkortin í gamla daga. Manninn sem átti rauðu bjölluna og seinna Blámusinn. Þetta fannst mér nú vagnar í lagi! Um manninn sem æv- inlega sýndi leikjum okkara krakk- anna mikinn áhuga og því hvað við höfðum fyrir stafni. Gleðin í svip hans þegar talið barst að börnunum og hógværa brosið hans þegar talið barst að gömlum bernskubrekum við kaffiborðið hjá honum í sumar sem leið. Um spilafélagann í framsóknar- vistinni sem tísti í þegar rétt var sett út. Að eiga góða nágranna er mikils virði. Það var stutt á milli bæjanna okkar og samgangur alltaf mikill og góður og bar ekki skugga á. Guðfinn- ur var góður nágranni. Nú er hann horfinn sjónum okkar að sinni. Fyrir hönd okkar Fellsbúa áður fyrr þakka ég samfylgdina og óska honum góðr- ar ferðar. Bið að heilsa til himnaríkis. Guðný Rún. Það er oft kalt á Ströndum yfir vetrartímann og stundum bítur kuld- inn óþægilega fast í kinnarnar. Nú er kuldinn hins vegar nístandi kaldur og bítur fastar en venjulega; hann nær alla leið inn í sálartetrið. Ástæðan er sú að góður vinur, Guðfinnur í Mið- húsum, er fallinn frá. Ég man fyrst eftir Guðfinni þegar ég var lítill strákur heima í Steinadal. Þessi nágranni okkar kom mér fyrir sjónir sem hæglátur og góðlátlegur maður. Hann hafði hlýlegt fas og spjallaði jafnan við okkur krakkana þegar við hittum hann. Í barnsminn- ingunni voru gleraugun hans ógnar- þykk og hendurnar slitnar og reynd- ar af vinnu. Þegar ég komst á unglingsaldur vann ég með Guðfinni í sláturhúsinu á Hólmavík nokkrar sláturtíðir í röð. Þar vorum við tveir saman á palli all- an vinnudaginn og spjölluðum lát- laust; reyndar svo mikið að það vakti athygli viðstaddra. Það var helst að málhvíld væri tekin í hádegismatnum og í kaffinu. Þarna kynntumst við vel. Guðfinnur var vel lesinn, mikill húm- oristi og góður sögumaður og því var einstaklega gaman að tala við hann. Umræðuefnin spönnuðu allt frá gæð- um dægurlagatexta til djúpra hug- leiðinga um lífið og tilveruna. Stund- um þögðum við líka. Það var ágætt, því þögnin getur sagt meira en þús- und orð. Það sem mér finnst hins vegar athyglisverðast við kynni okk- ar á þessum tíma var hversu mikla virðingu hann bar fyrir skoðunum og áliti strákgepils með takmarkaða lífs- reynslu. Þetta er lýsandi fyrir per- sónu Guðfinns, hann dró fólk ekki í dilka og forðaðist að hallmæla því. Þá sjaldan hann fann þörf til að hall- mæla einhverjum gerði hann það fal- lega. Það er ekki öllum gefið. Eftir þetta samstarf myndaðist gott samband milli okkar og við hitt- umst alltaf endrum og sinnum þó að ekki væru heimsóknirnar nú tíðar. Það er mér minnisstætt þegar við kepptum saman í Spurningakeppni Strandamanna fyrir tveimur árum og náðum þar öðru sæti. Þar naut Guðfinnur sín því hann var fróður um margt og átti tiltölulega auðvelt með að koma fram fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég ímynda mér líka að hann hafi viljað gera meira af því að skrifa. Hann var góður í að koma frá sér rituðu máli sem var oftar en ekki mjög fjölskrúðugt og orðaforðinn mikill. Alúðin sem var lögð í að koma texta á blað skilaði sér í fjölbreyttu og rammíslensku ritmáli sem var í rauninni í takt við hið mælta mál sem Guðfinnur bar fram með sínum ein- staka framburði. Ég vil votta Arnheiði og öðrum ættingjum og aðstandendum mína innilegustu samúð. Það er alltaf erfitt að kveðja og sætta sig við ótímabært andlát góðs vinar. Kuldinn sem nístir sálartetrið hverfur hins vegar skjótt og verður að vorþíðu þegar maður hugsar til baka og rifjar upp minn- ingar um góðan félaga. Takk fyrir allt, Guðfinnur minn, og góða ferð. Arnar Snæberg Jónsson. Ég ann þér, fjalls og fjarða hnoss með flaum og grunnstraum tærum sem jafn vel kannt að falla í foss og fljóta í lygnum værum. Og lykkjum þínum leiðum á sem leiðast sumra hugum ég aldrei gekk með græsku frá né gramdist þínum bugum. (Stephan G. Stephansson) Í dag kveðjum við Guðfinn í Mið- húsum sem ég kynntist þegar ein mín besta vinkona, Arnheiður, fór að búa með honum. Við vorum fyrstu gestir hennar á nýja heimilinu. Þá komum við óvænt og hún var uppi á þaki að mála. Það var auðséð að þau undu hag sínum vel saman og voru samhent í að fegra bæinn að utan sem innan og hlúa að bústofni sínum. Gestrisni þeirra var einstök og feng- um við hjónin að njóta hennar þegar við áttum það til að fá okkur bíltúr af Mýrunum yfir á Strandir. Alltaf þótti mér jafn spennandi, þegar við ókum vestur Mýrar yfir Heydalinn um Dali inn Gilsfjörðinn og yfir Steinadals- heiðina, að sjá bæinn þeirra blasa við þegar við komum niður af heiðinni. Tilfinningin var góð að eiga von á vin- áttu þeirra og góðum móttökum. Vorum við á sömu bylgjulengd enda öll bændur. Elsku Arnheiður mín, hver hefði trúað því fyrir tæpum þrettán mán- uðum þegar ég missti Halldór, mann- inn minn, að þú stæðir núna í sömu sporum að missa bónda þinn frá jörð og skepnum? Við fáum víst engu breytt. Megi góður guð blessa minningu Guðfinns og þakka ég honum sam- fylgdina. Ég óska þess að þú, Arn- heiður mín, fáir styrk í sorginni. Ragnheiður frá Þverholtum.  Fleiri minningargreinar um Guð- finn Stefán Finnbogason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Örn Þórarinsson. allt frá því að hún var að gefa okkur krökkunum ísblóm, lesa fyrir mig og fara með ljóð og þegar hún bjó með okkur í Núpabakkanum í svo mörg ár. Allar utanlandsferðirnar okkar saman til Ameríku. Man og gleymi því aldrei hvað það var gaman að geta verið þess heiðurs aðnjótandi að fara með þig þína seinustu ferð til útlanda. Við Hanna systir fórum með þér í september 2005 að heim- sækja Jennýju systur í Ameríkunni. Jæja amma, takk fyrir frábæra tíma. Takk fyrir styrkinn, hjálpina og að vera til staðar þegar þín var þörf. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem ég sé þig aftur seinna … þig og Kristin afa. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir. (Valdimar Briem) Sigurður Hrafn Sigurðsson Við systkinin viljum með fáum orðum minnast hennar Jennýjar ömmu, eða ömmu á Hlíðarveginum. Amma var fyrir margar sakir ansi merkileg kona. Hún var einstaklega vel lesin og hafði unun af bókmennt- um, en dugnaður hennar við lestur á eflaust stóran þátt í hversu ern hún var fram á síðasta dag. Hún las til að mynda einar 3 bækur um síðustu jól þrátt fyrir að vera hátt á 93. ári. Þeim sem þekktu ömmu duldist ekki dálæti hennar á Þórbergi og Hall- dóri Laxness, en hún átti til að skella upp úr þegar hún rifjaði upp kafla úr bókum Þórbergs. Ljóðlist var henni einkar kær, og þá sérstaklega ljóð Vatnsenda-Rósu, enda var amma komin í beinan kvenlegg af því merka skáldi. Það var ósjaldan sem amma miðlaði þekkingu sinni hvað bókmenntir varðar, og meira að segja tónlist líka, en okkur fannst nú ansi merkilegt að fullorðin kona, og hvað þá hún amma, væri svo vel að sér eins og raun bar vitni. Hún átti fjölbreytt safn af plötum, en Leon- ard Cohen var þó í sérstöku uppá- haldi, sem og Megas, en þeir voru að hennar mati fín skáld. Við eigum sterkar minningar tengdar ömmu þar sem hún miðlaði áhuga sínum og þekkingu til okkar á sinn skemmti- lega hátt. Á góðum stundum átti amma til að óska eftir plötum á fón- inn, hækka í tónlistinni og bjóða í dans; þetta þótti okkur ákaflega gaman. Það var okkur mikið lán að hafa greiðan aðgang að ömmu og afa á Hlíðarveginum, en vegalengdir á Ísafirði tryggðu það að við gátum skellt okkur í heimsókn þegar okkur hentaði. Oft var borðaður kvöldmat- ur hjá ömmu og afa, horft á sjónvarp fram eftir kvöldi, og oft fengum við að gista um helgar, og þá sérstak- lega eftir að Kristinn afi lést. Okkur leið alltaf vel á Hlíðarvegi 19, enda fór svo að mamma og pabbi kusu að kaupa húsið og flytja úr Brautarholt- inu á Hlíðarveginn þegar amma flutti til Reykjavíkur. Á menntaskólaárum okkar tók amma okkur upp á sína arma hvað hádegismat varðaði og eldaði heitan mat á hverjum degi handa okkur. Hún var listakokkur og á undan sinni samtíð, en kjötbollurnar voru ekkert venjulegar, heldur kryddaðar með framandi jurtum sem gáfu ferskt og skemmtilegt bragð. Amma skynjaði mikilvægi hollustu löngu áður en hún komst í „tísku“ og lagði áherslu á hollt matarræði og líferni sem hún bar sjálf vitni fram á síðasta dag. Eins og góðri ömmu er líkt þá var henni mikið í mun að enginn færi svangur og allir hefðu næga orku í verkefni dagsins, hún var t.d. einkar lunkin að átta sig á hvort maður borðaði einni bollu minna en venju- lega, og þá þótti henni aðeins tvennt koma til greina; að manni þætti boll- urnar vondar, eða að um lasleika væri að ræða. Á seinni árum þegar amma bjó í Reykjavík fengum við tækifæri til að bjóða henni í mat sem við erum þakklát fyrir, en amma var alltaf til í að prófa nýja hluti og var nánast haldin ævintýraþrá hvað mat varðaði. Elsku amma, við þökkum þér fyrir ljúfar minningar, þú munt ávallt eiga stórt pláss í hjarta okkar allra og við munum sakna þín um ókomna tíð. Þín barnabörn, Kristinn Daníel, Pétur Þór, Grétar Veigar og Arna. Elskuleg amma okkar hefur nú kvatt þennan heim. Það er okkur mjög sárt að kveðja þessa einstöku konu sem við vorum svo lánsamar að eiga sem ömmu. Ef við ættum að lýsa ömmu okkar með nokkrum orð- um yrðu þau: hjartahlý, hugulsöm, gjafmild, sterk og þrautseig. Við eigum svo margar góðar minningar um ömmu. Í æsku var alltaf jafn spennandi og gaman að koma til hennar og afa á Hlíðarveg- inn á Ísafirði því þar var alltaf gott að vera. Ekki var spennan minni þegar hún kom suður. Þá var sko glatt á hjalla og amma gerði allt fyrir litlu ungana sína. Þegar hún vildi gefa okkur eitthvað gott fór hún til dæmis ekki út í sjoppu heldur fór hún bara beint í verksmiðjurnar og keypti heilu kassana af góðgæti. Þetta lýsir ömmu okkar vel, gjaf- mildari konu var varla hægt að finna. Það var hennar yndi að gefa og deila. Amma okkar var einstök kona að svo mörgu leyti. Það voru til að mynda ekki margar ungar bónda- dætur sem fóru í framhaldsnám er- lendis upp úr 1930. En það gerði amma. Hún menntaði sig í hjúkrun- arfræði og hélt síðan til Danmerkur í framhaldsnám. Allar götur síðan las hún dönsku blöðin og fylgdist vel með því sem gerðist í Danaveldi og þá sérstaklega hjá konungsfjöl- skyldunni. Amma varð 93 ára tveimur dögum fyrir andlát sitt. Þrátt fyrir þennan háa aldur var hún ótrúlega skýr í hugsun allt til loka og fylgdist vel með því sem var að gerast í sam- félaginu. Hún fylgdist alltaf vel með því sem við barnabörnin vorum að aðhafast og því sem var að gerast í okkar lífi. Síðasta vor gifti ein okkar systra sig og var gæsuð eins og tíðk- ast og hafði amma gaman af því að heyra sögur úr gæsaveislunni og hló að hinum ýmsu uppákomum sem þar áttu sér stað. Elsku hjartans amma, það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig. Við biðjum góðan Guð að blessa þig og minningu þína en hún mun ætíð lifa í hjarta okkar. Vertu guði falin, Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Þínar sonardætur, Una Hlín, Jenný og Helena. Elsku Jenný mín, mig langar að þakka þér innilega fyrir yndislegar samverustundir sem við höfum átt saman. Þær voru ófáar bæjarferðir sem við vinkonurnar fórum saman og enduðum svo á kaffihúsi þegar þú bjóst í Reykjavík. Það var alltaf yndisleg hefð hjá okkur þegar þú komst í heimsókn til okkar þá fengum við okkur hvít- vín og hlustuðum á uppáhaldið þitt Leonard Cohen ásamt Veigari og Stefáni Þór, það voru alltaf virki- lega notalegar samverustundir. Þín verður sárt saknað, elsku Jenný mín, þú varst einstök. Elsku Sólveig, Hrafnhildur, Guð- mundur og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni og megi minning hennar lifa í hjörtum okk- ar allra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Þín Lína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.