Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðvestanátt, 8–13 m/s, og skúr- ir eða slydduél en léttskýjað á aust- anverðu landinu. Lægir síð- degis. Hlýjast f. austan. » 8 Heitast Kaldast 8°C 0°C „STAIRWAY to Heaven er ansi viðkvæmt lag. Ég reyni að spila alla gítarröddina frægu á sama tíma og ég spila laglínuna og bassann og svo hljóma úr rythmagítarnum. Þetta lag tók ansi langan tíma að útsetja,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akur- eyrarkirkju, spurður um hvernig Led Zeppelin hljómi á orgeli kirkjunnar. Stairway to Heaven er ekki eina popp- lagið sem mun hljóma á Óskalaga- tónleikum Eyþórs sem fara fram í Ak- ureyrarkirkju í dag því þar mun hann einnig spila diskóslagara, Dallas-lagið, Björgvin Halldórsson, Hörð Torfa og Theme from Starwars á orgelið í eigin út- setningum. | 65 Óskalögin leik- in í kirkjunni Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RANNSÓKNIR á sinubrunanum á Mýrum á síðasta ári benda til að bruninn hafi haft veruleg áhrif á gróðurfar. Gróður á brunnu svæðunum hafi orðið einhæfari en á svæðum sem ekki brunnu. Smádýralíf og fuglalíf jókst hins vegar á bunasvæðunum m.a. vegna þess að við brun- ann losnaði mikið af næringarefnum. Frumniðurstöður úr viðamiklum rannsókn- um á áhrifum brunans á jurta- og dýralíf voru kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í gær, en fyrirhugað er að rannsóknirnar standi í fimm ár. Um 68 ferkílómetrar lands brunnu, en þetta er talinn mesti sinubruni í Íslandssögunni. Eld- urinn fór á 3,5 kílómetra hraða frá þeim stað þar sem hann kviknaði til strandar. Rannsóknin leiddi í ljós að hrossagauk fjölg- aði á brunnu svæðunum um 50% og þúfutitt- lingum um 100%. Guðmundur A. Guðmundsson líffræðingur sagði þetta frekar óvæntar niður- stöður þó að þekkt væri af rannsóknum erlendis að fuglalíf ykist við sinubruna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að smádýralíf jókst á svæð- unum sem brunnu. Rannsókn á jurtalífi leiddi hins vegar í ljós að gróður var einhæfari á brunnu svæðunum en þeim sem ekki brunnu. Runnategundir hefðu farið illa út úr brunanum og sérstaklega þó krækiberjalyng. Grasvöxtur hefði ekki verið meiri á brunnu svæðunum en þeim sem ekki brunnu. Engu að síður væri töluverður endur- vöxtur á brunnu svæðunum. Í rannsókninni fannst ný fléttutegund sem ekki var vitað að yxi á Íslandi. Þetta er tegund sem kallast mýrarkróka. Rannsóknin leiddi í ljós að mun meira fannst af hornsíli í vötnum á brunasvæðinu en í vötnum utan þess. | 14 Bruninn hafði slæm áhrif á jurtir en góð á fugla  Við rannsókn á áhrifum Mýraeldanna á jurta- og plöntulíf fannst ný jurtateg- und sem ekki var vitað að yxi hér á landi  Rannsóknin á að standa í fimm ár Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GUNNAR Örn Örlygsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Suðvesturlandi og fyrrver- andi þingmaður Frjálslynda flokksins, fer í fæðingarorlof á mánudag og tekur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sæti hans. Hún kemur inn sem óháður þingmaður eftir að hún sagði sig úr Frjálslynda flokknum fyrir skömmu. Hugsanlega vekur það furðu einhverra að þingmaður komi inn fyrir þingmann í öðrum flokki en þetta er ekki einsdæmi og í raun eru það framboðslistarnir sem ráða hverju sinni. Í þessu tilfelli var Gunnar Örn Örlygsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvest- urkjördæmi og Sigurlín Margrét Sigurðar- dóttir í öðru sæti sama lista og hún er áfram fyrsti varamaður hans þó að bæði séu farin úr flokknum. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþing- is, segir að Sigurlín Margrét sé fyrsti vara- maður Gunnars, sama hvað á gangi, og enginn komist fram hjá henni nema hún veiti sam- þykki sitt eða tilkynni forföll. Hann bendir á að svipuð staða hafi komið upp nokkrum sinnum áður. Þegar Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, hafi látið af þingmennsku vorið 1999 hafi Guðrún Helgadóttir verið vara- maður hans og tekið þingsætið sem þingmaður óháðra. Eins rifjar Helgi upp að þegar Friðjón Þórðarson hafi verið dómsmálaráðherra í rík- isstjórn Gunnars Thoroddsens hafi hann einu sinni þurft að kalla inn varamann. Það hafi verið Valdimar Indriðason á Akranesi, síðar þingmaður, og hann hafi ekki stutt ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, sem hafi haft mjög nauman meirihluta á Alþingi, „en ef ég man rétt þá ákvað Valdimar að breyta ekki valda- hlutföllum.“ Eins og staðan er nú hefur rík- isstjórnin 33 þingmenn á bak við sig. Aðrar reglur hafa gilt í sveitarstjórnum þeg- ar um sameiginlega framboðslista hefur verið að ræða. Þá hefur aðalmaður sem hefur forfall- ast af einhverjum orsökum, getað valið sér varamann úr sama flokki. Óháður inn fyrir sjálfstæðismann Morgunblaðið/Ásdís Þingmaður Sigurlín Margrét Sigurðardóttir. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir tekur sæti Gunnars Arnar Örlygssonar á Alþingi eftir helgi Í HNOTSKURN » Eftir kosningarnar 2003 var ríkis-stjórnin með 34 þingmenn. » Eftir að Gunnar Örn Örlygssongekk í Sjálfstæðisflokkinn var rík- isstjórnin með 35 þingmenn. » Eftir síðustu hrókeringar, þ.m.t.hvarf Kristins H. Gunnarssonar úr Framsóknarflokknum, er hún með 33 af 63 þingmönnum. „EN það eina undarlega er að þessi góð- kunningi minn, Einar Kárason, skuli hafa lagst svo lágt að skrifa þessa óvönduðu og óheiðarlegu grein. Það veldur mér í senn undrun og vonbrigðum,“ segir Birgir Sig- urðsson leikskáld í Lesbók í dag, í nið- urlagi greinar, þar sem hann svarar Ein- ari Kárasyni rithöfundi. Í grein sinni í Lesbók fyrir viku sagði Einar að bræðurnir í leikriti Birgis, Degi vonar, og bræðurnir í Borgarlífi, sögu Ingimars Erlendar Sigurðssonar, sem er bróðir Birgis, ættu sér hliðstæðu í Birgi og Ingimari Erlendi sjálfum. Í upphafi greinarinnar segir Birgir: „Í viðtali sem birtist í leikskrá sýningar Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar nú kemur fram að þegar ég hef verið spurður um hvort leikritið byggist á fjölskyldu minni hafi ég iðulega svarað: „Já og nei og já og þó aðallega nei. Þetta þýðir að leik- ritið er fyrst og fremst skáldskapur.“ Birgir segir þá hugmynd Einars, að með persónunni Reyni í Degi vonar sé hann að lýsa sjálfum sér, einberan heila- spuna. Birgir Sigurðsson Einar Kárason Einber heilaspuni ♦♦♦ AÐSTANDENDUR hinnar margrómuðu uppsetningar Þjóðleikhússins á Pétri Gaut eru á leið til Lundúna í lok næstu viku, en þar verður verk- ið sýnt í Barbican-menningarmiðstöðinni. Alls verða sýningarnar tíu og er nær uppselt á þær allar. Verkið verður sett upp á ensku og að sögn Baltasars Kormáks leikstjóra hefur kostað mikla vinnu að æfa verkið upp á öðru tungumáli. Það var Michael Billington, einn þekktasti leik- húsgagnrýnandi Breta, sem hafði milligöngu um uppsetningu verksins í Lundúnum, en að sögn Baltasars sá hann það hér á landi fyrir hálf- gerða tilviljun. Á myndinni má sjá þá Björn Hlyn Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson á æfingu í gær. Morgunblaðið/G. Rúnar Á leið til Lundúna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.