Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 45 vikið var að hér að framan. Þeir verða að veita sakborningum og talsmönnum þeirra ákveðið svigrúm en þeir verða líka að gæta þess, að það sem á að vera réttlát og sanngjörn málsmeðferð samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu breyt- ist ekki í sirkus og sýningarhald, almenningi til skemmtunar. Vandi lögreglu Í viðtali við Morgunblaðið í dag, laug- ardag, fjallar Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri um þessi viðfangs- efni frá sínu sjónarhorni en embætti hans og hann sjálfur hafa legið undir stöðugu ámæli á undanförnum miss- erum. Haraldur segir í tilefni af frávísun Hæstaréttar á máli olíuforstjóranna: „Að mínu áliti er í dómi Hæstaréttar fallizt á þau sjónarmið, sem embætti ríkislögreglustjóra hafði uppi á árinu 2003, þegar Samkeppnisstofn- un vakti athygli embættisins á rannsókn sinni á olíufélögunum. Embættið hafði þá uppi varnaðar- orð í þá veru, að löggjöfin um samkeppnismál væri óskýr um hvernig fara skyldi með mál, sem væru annars vegar til meðferðar hjá samkeppn- isyfirvöldum og hins vegar hjá lögreglu. Það væri hætta á að mál, sem Samkeppnisstofnun hefði haft til rannsóknar, nýttust ekki sem sakamál, meðal annars vegna réttarstöðu starfsmanna ol- íufélaganna, sem samkeppnisyfirvöld höfðu rætt við. Við töldum, að ef samkeppnisyfirvöld hefðu ko- mizt að þeirri niðurstöðu að um sakamál væri að ræða, þá hefðu þau átt að hætta rannsókn mjög fljótlega eftir húsleitina í desember 2001 og beina málinu til ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara til að koma í veg fyrir sakarspjöll.“ Og ríkislögreglustjóri bætir við: „Embætti rík- islögreglustjóra varaði einnig við að þarna væri hætta á ferðum varðandi Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem réttarstaða einstaklinga væri allt önnur hjá samkeppnisyfirvöldum en hjá lög- reglunni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði verið gætt að ákvæðum Mannrétt- indasáttmálans. Ég sé ekki betur en niðurstaða Hæstaréttar í þessu svokallaða olíumáli sé í þá veru, sem embættið varaði við á árinu 2003 þegar umræða gaus upp um, hvort ríkislögreglustjóri ætti að rannsaka málið eða ekki.“ Og Haraldur Johannessen segir ennfremur: „Einstaka stjórnmálamaður hafði uppi mjög stór orð og miklar yfirlýsingar um að ríkislög- reglustjóri væri að hlífa forstjóra eins olíufélag- anna vegna tengsla við fyrrverandi dómsmála- ráðherra. Þar með var reynt að grafa undan trausti á embætti ríkislögreglustjóra. Fáeinir stjórnmálamenn höfðu uppi lögfræðilegar mein- ingar, sem gengu þvert á okkar sýn og gerðu lítið úr þeim lögfræðilegu álitamálum, sem embættið hafði uppi í þessu máli. Nú hefur Hæstiréttur ko- mizt að þeirri niðurstöðu, að okkar lögfræðilega álit var rétt. Þá er spurningin hvernig einstakir stjórnmálamenn ætla að vinna úr afskiptum sín- um af þessu máli og ummælum sem þeir létu falla aðallega á árinu 2003.“ Ríkislögreglustjóri bendir svo á, að það var ríkissaksóknari, sem beindi því til embættis hans að rannsaka málið. Ekki fer á milli mála, að ríkislögreglustjóri og embætti hans standa á traustum grunni í þessu máli, nú þegar upp er staðið. Gagnrýni á löggjafargerð Í dómi Hæstaréttar um olíumálið er að finna mjög harða gagnrýni á lagasmíð á Alþingi. Þannig segir í umfjöllun rétt- arins um 10. grein samkeppnislaga frá 1993: „Af lögunum varð ekki skýrlega ráð- ið hvernig fara ætti um háttsemi starfsmanna fyrirtækja þeirra, sem brytu gegn 10. gr., þótt eðlilega séu það starfsmenn fyrirtækjanna, sem koma fram á þeirra vegum og fangelsisrefsing samkvæmt 57. gr laganna geti eðli málsins sam- kvæmt aðeins tekið til einstaklinga. Engin fyr- irmæli voru í lögum nr. 8/1993 um skil á milli heimilda lögreglu til rannsóknar samkvæmt þeim og rannsóknar samkeppnisyfirvalda. Ekki var mælt fyrir um hvernig lögreglu bæri að haga rannsókn sinni væri mál til meðferðar hjá sam- keppnisyfirvöldum. Þá var því ósvarað hvort lög- reglurannsókn mætti fara fram á sama tíma og rannsókn samkeppnisyfirvalda eða hvort gert væri ráð fyrir, að hún fylgdi í kjölfarið. Jafnframt var ekki mælt fyrir um áhrif byrjaðrar lögreglu- rannsóknar á rannsókn samkeppnisyfirvalda og heimild þeirra til álagningar stjórnvaldssekta við slíkar aðstæður. Þá var ekki kveðið á um, hvort gögn eða upplýsingar, sem aflað hefði verið við rannsókn samkeppnisyfirvalda, yrðu afhent lög- reglu eða hvort nota mætti slíkar upplýsingar, sem fyrirsvarsmenn félaga hefðu veitt, sem sönn- unargögn í opinberu máli gegn þeim. Af því, sem að framan hefur verið rakið, er ljóst að mikil óvissa ríkti um það, hvort lögin gerðu ráð fyrir, að bannreglu 10. gr. yrði framfylgt með tvennum hætti, og hvort miðað væri við að rannsókn gæti bæði farið fram á stjórnsýslustigi og hjá lög- reglu. Var því ekki ljóst hverju varnaraðilar sem fyrirsvarsmenn félaga sinna mættu búast við um framhald málsins eftir að rannsókn samkeppn- isyfirvalda var hafin.“ Þetta er þung gagnrýni á þá, sem setja lög. Getur það verið að löggjafagerð á Alþingi sé ekki nægilega vönduð? Sumir eru þeirrar skoðunar, að hún sé mjög götótt. Lagasmíðin fari fram á eftirfarandi hátt: Fyrst semji embættismenn í viðkomandi ráðuneyti drög að frumvarpi um til- tekið mál. Síðan fara þau drög til meðferðar hjá ríkisstjórn og í framhaldi af því er frumvarp lagt fram. Þegar frumvarp er komið til kasta Alþingis fari það í meðferð hjá viðkomandi þingnefnd. Sú nefnd kalli til sín fulltrúa margra hagsmunaaðila. Þeir geri alls kyns athugasemdir við frumvarpið, þingnefndin taki tillit til þeirra athugasemda, af margvíslegum ástæðum, bæði málefnalegum og pólitískum, og niðurstaðan verði götótt löggjöf, sem kalli yfir þingið ádrepu á borð við þá, sem lagasmíðin í þessu tilviki fær hjá Hæstarétti. Stjórnmálamennirnir geta ekki leitt þau mál- efni hjá sér sem hér hefur verið drepið á. Þeir verða að svara því, hvort lagasmíð þeirra er und- ir svo miklum áhrifum frá hagsmunaaðilum, að hún verði hvorki fugl né fiskur. Stjórnmálamennirnir verða líka að huga að stöðu eftirlitsstofnana. Ef fram heldur sem horfir munu fáir verða til þess að vilja axla þá ábyrgð, sem felst í því að stjórna eftirlitsstofnunum sam- félagsins vegna þess að þeir hinir sömu eru ber- skjaldaðir. Þeir hafa enga stöðu til að verja hend- ur sínar ef á þá er ráðist. Varla dettur nokkrum manni í hug, að þessar stofnanir séu óþarfar. Dómstólarnir verða að huga að því á hvaða leið þeir eru í algerlega nýju umhverfi. Þeir verða að halda fast utan um það lagaumhverfi, sem þeim er búið, og mega ekki missa tökin á meðferð viða- mikilla mála fyrir dómstólum. En umfram allt verður það að vera alveg tryggt, að þeir, sem bornir eru sökum, fái sann- gjarna og réttláta málsmeðferð í réttarkerfinu eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu mælir fyr- ir um. Það er alvarlegt mál, að ein helzta for- senda fyrir frávísun Hæstaréttar í olíumálinu skuli vera sú, að sakborningar hafi ekki notið slíkrar málsmeðferðar. Á slíkt við í fleiri málum? Á hvaða leið erum við? » Afstaða dómstóla er umhugsunarefni eins og vikið var aðhér að framan. Þeir verða að veita sakborningum og tals- mönnum þeirra ákveðið svigrúm en þeir verða líka að gæta þess, að það sem á að vera réttlát og sanngjörn málsmeðferð samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu breytist ekki í sirkus og sýningarhald, almenningi til skemmtunar. rbréf Morgunblaðið/ÞÖK Vetrarstemming við Ægissíðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.