Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 30
lífshlaup 30 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nýir tímar - á traustum grunni reynslu og þekkingar Þjóðin þarfnast eldri borgara Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fólki yfir sjötugu kleift að afla sér tekna án þess að lífeyrir skerðist. var ég að ljúka lögfræðinámi og fór á viðamikið námskeið á vegum Lög- mannasambands Suður-Afríku. Það var tilraunaverkefni til að reyna að tengja kynþættina saman. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem ég var innan um ungt blökkufólk á jafnrétt- isgrundvelli.“ Og voru það þá ekki mikil við- brigði? „Jú, en ég er opin manneskja og fannst það í raun eðlilegt og átti ekki erfitt með að mynda vinatengsl við þetta fólk. Samt var aðstaðan auðvitað gjörólík. Þarna var einn blökkumaður, Daníel. Hann stund- aði lögfræðinámið á daginn en þurfti síðan að verja fjölskyldu sína með byssu vegna þeirrar ólgu sem ein- kennir líf í blökkumannahverfunum. Mér fannst ótrúlegt að manni sem bjó við þessar hömlur skyldi takast að ná lögfræðiprófi rétt eins og mér með öll mín forréttindi. Skuggahliðar lögmannsstarfsins Það var mikið þrýst á krakka að ákveða snemma hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Þegar ég var spurð að því sagði ég lög- fræðingur. Ég ákvað 12 ára gömul að ég vildi verða það. Þetta voru áhrif af þáttum í sjónvarpinu. Þá var ég reyndar fyrst og fremst að hugsa um rannsóknir á vettvangi glæpa, að skoða verksummerki og finna þann seka. Ég setti á svið heilu glæpamálin með krökkunum í hverfinu þegar ég var 12 ára og svo tóku þeir þátt í að leysa þau með mér. Svo laganámið varð fyrir val- inu. Fyrst eftir laganámið fékk ég vinnu á lögfræðistofu hjá gyðingi. Þetta var afar fín lögfræðistofa sem þjónustaði ríka kúnna. Við sáum um gjaldþrotamál, að innheimta pen- inga frá skuldurum, leysa úr skiln- aðarmálum og samningum. Þarna fannst mér smám saman sem mér væri mismunað þar sem ég var ekki gyðingur. Þegar samningar lærling- anna runnu út fengu bara gyðing- arnir ráðningu áfram. Þá fór ég að vinna hjá breskum lögmanni. Hann fékkst meira við „glæpi götunnar“ og hjá honum vann ég sem glæpalögfræðingur. Það gat í raun verið hræðileg vinna. Ég þurfti að verja morðinga, barna- níðinga og dópsala. Einu sinni þurfti ég t.d. að fara að hitta einn þeirra í fangelsi sem var tveimur hæðum undir jörðinni og aðeins fyrir blökkumenn. Ég gekk þar inn eftir löngum dimmum gangi með tvo lög- regluþjóna við hlið mér. Þegar ég sá síðan klefann brá mér við að sjá að þarna var öllum sakborningum blandað saman í 50 manna klefa. Þar sátu saman í klefa jafnt full- orðnir menn sem grunaðir voru um alvarlega glæpi sem ungar stelpur í skólapilsum sem sátu inni fyrir smá- brot. Mér leið mjög illa fyrir hönd þeirra. Eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin voru þessi fangelsismál sem betur fer endurskoðuð. Á þessum tíma var ég bara að hugsa um að vinna vel sem lögfræð- ingur. Og það var skylda mín sem lögfræðings að verja þá sem vísað var til mín. Ég velti hlutunum ekki svo fyrir mér siðferðilega þótt ég geri það vissulega núna. Ég hugsaði með mér að það væri ekki mitt hlut- verk að dæma um rétt eða rangt. En mér fannst samt að ef ég myndi halda áfram sem glæpalögfræðingur myndi það hafa slæm áhrif á mig til langframa. Stundum réttu menn mér miklar upphæðir fyrir málsvörn sína fyrir utan réttarsalinn. Þá hugsaði ég: „Þetta fólk á varla fyrir mat, hvernig getur það greitt fyrir málsvörn?“ Hvernig voru þessir peningar fengnir? En mér var sagt að segja bara við þessa umbjóð- endur stofunnar ef þeir segðust ekki geta borgað málsvörnina: „Gott og vel, þá verðurðu bara hengdur.“ Stundum grunaði mig nefnilega að skjólstæðingar mínir hefðu stolið peningum til að eiga fyrir máls- kostnaði. Það var og er mjög há glæpatíðni í Jóhannesarborg og þetta er harður heimur. Pabbi minn rak fyrirtæki í borginni og eitt sinn er hann var að sækja laun í bankann var setið fyrir honum. Hann var stunginn nokkr- um sinnum og rændur. Sem betur fór voru stungurnar ekki hættu- legar. En um sama leyti var brotist inn hjá systur minni og hún og börn- in lentu í lífshættu. Eftir þetta var haldinn fundur í fjölskyldunni. Þar ákváðum við að nú væri kominn tími til að flytjast til Íslands. Þetta væri orðið of hættulegt líf fyrir okkur öll. Pabbi vildi líka að við kynntumst föðurlegg fjölskyldunnar áður en það væri um seinan. Þorir ekki aftur til Jóhannesarborgar Móðurfjölskyldan mín býr í Suð- ur-Afríku. Ég fór og heimsótti þau árið 2002 og var þá sem túristi. Það kom mér á óvart að sjá við hvaða að- stæður fólk bjó þá þar. Allir gluggar og hurðir heimavið voru styrkt með stálrimlum. Síðan var eldhúsið líka læst af með stálrimlum á nóttunni svo enginn komst þangað nema fara fyrst í leynda hirslu með lyklum. Ég bjó síðan í tvær vikur heima hjá vini mínum sem er lögfræðingur. Hann fór til vinnu sinnar á hverjum degi en sagði mér og vinkonu minni að vera ekki hræddar. Það voru neyð- arhnappar út um alla íbúð og ef ein- hver hætta steðjaði að þá áttum við bara að ýta á hnappana og þá kæmu þyrlur að vörmu spori. En ég var hrædd þarna allan tímann, ég var ekki „street-wise“ lengur eins og ég hafði verið þegar ég bjó þar áður. Þegar við fórum eitthvað í bílnum var vinur minn alltaf með skamm- byssu undir sætinu. Við fórum held- ur aldrei út á kvöldin. Ég held að fólk, hvar sem það býr, lagi sig sí- Morgunblaðið/Árni Sæberg Skautadans Erlendína hafði aldrei séð snjó áður en hún kom til Íslands og var boðið að þjálfa nemendur í listdansi á skautum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.