Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 39 Evrópusambandið? Sögu Evrópusambandsins má rekja aftur til áranna eftir seinni heimsstyrjöld og hét áður Evrópu- bandalagið. Starfsemi þess hefur víkkað mjög og aðildarríkin eru nú 27 talsins. Höfuðstöðvar ESB eru í Brussel. Ísland er ekki aðili að Evr- ópusambandinu. Flesti ríki Evrópu- sambandsins eru með sameiginlegan gjaldmiðil, evru. EFTA? EFTA, fríverslunarsamtök Evr- ópu, var stofnað árið 1960 undir for- ystu Breta sem vildu ekki taka þátt í ESB á þeim tíma. Nú eru aðeins fjögur ríki eftir í EFTA en það eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. EES-samningurinn? EES-samningurinn (sem kallast EEA upp á enska tungu) er samn- ingur EFTA-ríkjanna þriggja, Ís- lands, Liechtenstein og Noregs, við Evrópusambandið. Samningurinn kveður á um frjáls vöruviðskipti, sameiginlega samkeppnisreglur, samstarf um umhverfis-, neytenda-, og félagsmál og sameiginlegar regl- ur um heilbrigðis- og upprunavottun matvæla, svo dæmi séu tekin. Sviss stendur utan EES og er með eigin tvíhliða samning við ESB. Schengen-samningurinn? Schengen-samstarfið hófst árið 1985 en sáttmálinn sjálfur var und- irritaður árið 1990 og samstarfið hefur víkkað út síðan. Ísland gerðist aðili árið 2001. Samningurinn felur m.a. í sér frjálsa för fólks innan svæðisins sem þýðir að ekki er nauð- synlegt að sýna vegabréf þegar ferðast er milli Schengen-landa. Um þrjátíu lönd eiga aðild að Schengen, öll EFTA-ríkin nema Liechtenstein og flest Evrópusambandsríkin. Schengen felur einnig í sér sam- eiginlegar reglur um vegabréfsárit- anir, réttarsamstarf, sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda og sameiginlegan gagnagrunn með lögregluupplýsingum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ber ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Fimmtán ríki sitja í ráðinu hverju sinni og hafa at- kvæðisrétt. Fimm ríki eiga fast sæti í ráðinu og hafa neitunarvald en það eru Kína, Frakkland, Rússland, Bretland og Bandaríkin. Á tveggja ára fresti er kosið um hvaða ríki vermi hin sætin tíu í ráðinu. Helstu heimildir: Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða „svissnesk lausn“ eftir Auðun Arnórsson o.fl. Vefsíða Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. www.un.is. Hvað er? BÆTUM KJÖRIN BURT MEÐ FÁTÆKT BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS 1. MAÍ VG Í REYKJAVÍK Á NASA Dagskrá byrjar 15:00 Katrín Jakobsdóttir flytur barátturæðu Steinunn Þóra Árnadóttir flytur ávarp Sigríður Kristinsdóttir flytur ávarp Einar Már Guðmundsson rithöfundur les Kvartettin Krummafótur með alþjóðlega tóna VG Í KÓPAVOGI, KOSNINGAMIÐSTÖÐINNI HAMRABORG 1-3 Dagskrá byrjar 15:00 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flytur barátturæðu Hljómsveitin Bardukha leikur af alkunnri snilld "Við brún nýs dags" Þorleifur Friðriksson fjallar um verkalýðsbaráttuna Aðalsteinn Ásberg rithöfundur les ljóð Leikararnir Hjálmar Hjálmarsson og Valgeir Skagfjörð flytja leiklestur Guðrún Gunnarsdóttir og Tryggvi Hubner flytja nokkur lög ALLIR VELKOMNIR BARÁTTUTÓNLEIKAR Á NASA KL: 21:00 Pörupiltarnir Hannes og Smári kynna af alkunnri snilld Guðrún Gunnars syngur Ellý Vilhjálms Einar Már flytur skáldskap Toggi - Puppy Dóri DNA Nýstirnin í Johnny and the rest heiðra okkur með nærveru sinni Heiða í Unun með sig heilann sinn Didda Jóns og rakasta sinua Elvis, Didda elskar Elvis ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum Forðast hernaðarbandalög „KJARNINN í íslenskum alþjóða- samskiptum á að mínu mati áfram að vera vestnorræn og norræn samvinna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en vill jafnframt að Ísland hafi fullan metnað til að taka þátt í lýðræðislegri alþjóðasamvinnu. Í því samhengi nefnir hann Samein- uðu þjóðirnar, Norðurlandaráð, ÖSE og Evrópuráðið en vill forðast „hernaðarbandalög og þrönga hagsmunahópa.“ Hernaðarbanda- lög séu afsprengi hernaðar- hugsunar sem ekki hafi gefist mannkyninu vel. „Ísland sem smá- ríki á auðvitað að leggja áherslu á að alþjóðasamvinna byggi á lög- mætum og lýðræðislegum sjón- armiðum og þar sé ekki beitt valdi og hnefarétti hins sterka,“ segir Steingrímur en bætir við að hann átti sig á að VG sé í minnihluta hvað varðar kröfu um að Íslands segi sig úr Atlantshafsbandalaginu (NATO). Krónan byggði ekki virkjun Steingrímur segir aðild að Evrópusambandinu ekki þjóna hagsmunum Íslands og að mistök núverandi ríkisstjórnar í hagstjórn séu engin rök fyrir því taka upp Evru. „Það er ekki við krónuna að sakast. Hún ákvað ekki að byggja Kárahnjúkavirkjun,“ tekur Stein- grímur sem dæmi og er hrifnari af tví- hliðasamn- ingum. Steingrímur segir Vinstri græn vera tals- menn fé- lagslegrar alþjóðahyggju sem feli í sér að hið al- þjóðlega reglu- verk taki ekki aðeins tillit til við- skipta heldur einnig til hins félagslega og menningarlega og ekki síst umhverfismála. Þetta sé hluti af öryggismálum í sinni víð- ustu mynd enda sé uppspretta ófriðar, ofbeldis og hryðjuverka yf- irleitt fátækt og vonleysi. Steingrímur styður öfluga lög- gæslu, landamæraeftirlit og eflingu Landhelgisgæslunnar og björg- unarsveita en segist enga þörf sjá fyrir hervarnir. Þá fagnar hann því að tillaga stjórnarandstöðunnar um að áhersla friðargæslunnar sé á borgarleg verkefni hafi verið sam- þykkt. „Við erum alfarið andvíg því að grauta saman borgaralegum og hernaðarlegum þáttum.“ Hvað framboð Íslands til Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna varðar lýsir Steingrímur yfir áhyggjum af því hvernig Ísland ætli að haga sér í flóknum deilumálum þar sem miklir hagsmunir takast á. „Það er til lítils farið inn í Öryggisráðið ef ekki verður fullur sómi af þátttöku okkar þar,“ segir Steingrímur. Steingrímur J. Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.