Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 36
kvikmyndir 36 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ A llt frá því að George Lucas kom á óvart með því að stilla upp Star Wars-myndunum í maí hefur fyrsta helgin í mánuðinum markað upp- haf bíósumarsins, samkvæmt skil- greiningu kvikmyndaiðnaðarins og engin undantekning er sjáanleg í ár. Ein afleiðing þessarar stefnu- mörkunar er sú að einhverjir „þjófstarta“, og núna um helgina er t.d. heimsfrumsýnd spennu- myndin Next, eftir Lee Tamahori (Once Were Warriors) með Nicolas Cage og Julianne Moore. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu eftir Philip K. Dick (Minority Report, Blade Runner) um alríkislögreglu- mann sem getur skyggnst inn í framtíðina. Yfirleitt eru myndirnar frum- sýndar sama dag á Íslandi og í Bandaríkjunum. MAÍ 4. Spider-Man 3 Leikstjóri: Sam Raimi. Með To- bey Maguire og Kirsten Dunst. Fyrsta „opinbera“ sum- armyndin er frumsýnd hér og í öllum heimshornum samdægurs, og óhætt að fullyrða að flóðbylgj- an hefjist með látum. Myndbálk- urinn er feikivinsæll og er nýju myndarinnar beðið með óþreyju. Kóngulóarmaðurinn mætir ýms- um og óvæntum áskorunum, m.a. þarf hann að fást við tvö illmenni og er annað þeirra leikið af Thomas Haden Church, sem var óborganlegur í Sideways. Sagt er að S-M 3 sé ekki jafn dramatísk og myndin á undan, en því meiri áhersla lögð á hasarinn. 25. Pirates of the Caribbean: At World’s End Leikstjóri: Gore Verbinski. Með Johnny Depp og Orlando Bloom. Við upphaf 21. aldar bjóst eng- inn við miklu af gamanmynd um sjóræningja, sverðaglam og falda fjársjóði. En enginn veit neitt að venju í kvikmyndabransanum, æv- intýrið náði hinu mjög svo eft- irsóknarverða 25. sæti á heimslist- anum árið 2003. Í snarheitum var ákveðið að gera tvær framhalds- myndir, sú fyrri fyllti gullkisturnar á síðasta ári og lenti í 3. sæti á sama lista og er aðeins 3. myndin sem tekur inn yfir milljarð dala. Víst er að Depp verður ekki árennilegur með svaðamennið Keith Richards sér í föðurstað í nýju myndinni, sem á örugglega eftir að gera usla í miðasölunum. JÚNÍ 1. 28 Weeks Later Leikstjóri: Juan Carlos Fresna- dillo. Með Robert Carlyle og Je- remy Renner. Framhald hinnar mögnuðu 28 Days gerist hálfu ári síðar. Banda- ríski herinn heldur til Englands til að kanna hvað hefur valdið drep- sóttinni og finna meira en þeir ósk- uðu eftir. Forverinn er einn besti hrollur síðustu áratuga, vonandi verður framhaldið ekki (miklu) síðra. 8. Ocean’s Thirteen Leikstjóri: Steven Soderbergh. Með George Clooney, Brad Pitt og Ellen Barkin. Enn ein framhaldsmyndin og sú þriðja um síkátu og sívinsælu bankaræningjana hans Oceans. Clooney er í fararbroddi fjölskrúð- ugs leikhóps, þar sem jafnvel er að finna nafn Als Pacinos. Hvað sem öðru líður hjálpar myndin leik- arastéttinni hvað eftirlaunin snertir og Ellen Barkin, nýsloppin í gegn- um skoðun, kemur í stað Roberts og Zetu Jones. Sem eru góðar fréttir. 15. Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer Leikstjóri: Tim Story. Með Jes- sicu Alba, Joan Gruffudd og Chris Evans. Teiknimyndasögurnar frá Marvel og DC Comics eru óþrjótandi met- sölu-, framhalds- og ekki síst sum- armyndaefni, þess árstíma þegar fislétt afþreying er í hávegum höfð. Hér kemur önnur myndin um Hina fjóra fræknu, sem fá að þessu sinni það erfiða verkefni að ráða niður- lögum silfraðs brimbrettadjöfuls sem kominn er utan úr geimnum til að eyða lífi á Móður jörð. 22. Shrek the Third Leikstjórar: Chris Miller og Raman Hui. Teiknimynd með enskri og ísl. talsetningu. Önnur myndin um furðusmíðina Shrek var vinsælli en sú fyrsta, en sögusagnir eru á lofti um að þær verði fjórar alls. Í þriðja þætti ríkir órói í Fjarskalandi þegar konung- urinn, tengdafaðir Shreks, leggst á sóttarsæng. Þau Fiona og Shrek styðja hvort sinn einstaklinginn í æðsta embætti þjóðarinnar, hver haldið þið að hrifsi völdin? 29. Live Free or Die Hard Leikstjóri: Len Wiseman. Með Bruce Willis og Timothy Olyphant. Willis er seigur og sauðþrár, það tók hann 12 ár að koma á koppinn fjórðu myndinni um harðjaxlinn McClane. Í millitíðinni hefur hann tapað jafn eftirsóknarverðum hlut- um og hárinu og Demi Moore – auk þess sem hann er horfinn úr toppsætunum. Ætlunin er aug- ljóslega að endurheimta vinsæld- irnar með endurkomu töffarans, sem fyrst birtist á tjaldinu fyrir tæpum tuttugu árum í sígildri has- armynd. McClane fæst að þessu sinni við hryðjuverkamenn sem hafa hreiðrað um sig á verald- arvefnum og orðsporið af myndinni lofar góðu. Ef sú verður raunin fáum við fimmtu myndina fljótlega, eða áður en stjarnan tapar ein- hverju gjörsamlega ómissandi. JÚLÍ 13. Harry Potter and the Order of the Phoenix Leikstjóri: David Yates. Með Daniel Radcliffe, Emmu Watson og Rupert Grint. Myndirnar um galdrastrákinn hafa notið mikilla en dvínandi vin- sælda, sem er rökrétt þar sem komið er að þeirri fimmtu. Harry kemst í hann krappan og útlitið og inntakið er myrkara en nokkru sinni fyrr. Því leituðu framleiðend- urnir til Yates, sem er þekktastur fyrir sjónvarpsmyndaröðina State of Play og vakti mikla athygli. Hann mun einnig gera næstu mynd um piltinn, Harry Potter and the Half-Blood Prince (’08). 27. The Simpsons Movie Leikstjóri: David Silverman. Teiknimynd með enskri og ísl. tal- setningu. Vinsælasta sjónvarpsfjölskylda allra tíma er að gera sig klára á tjaldið og hver veit nema hún eigi eftir að reynast engu síður vinsæl í bíósölum en á heimilunum. Úr því fæst skorið á miðju sumri þegar Homer og co. birtast bæði með ensku og íslensku tali (ef einhver hefur áhuga). Allir helstu textahöf- undar þáttanna hafa legið árum saman yfir handritinu, svo útlitið er bjart yfir Springville – þrátt fyrir fréttir um umtalsverða geislavirkni á svæðinu … ÁGÚST 10. Rush Hour 3 Leikstjóri: Brett Ratner. Með Jackie Chan og Chris Tucker. Vélbyssukjafturinn Rock og gúmmíkarlinn Chan snúa aftur til Hong Kong og von á miklu sprelli og spaugi. Félagarnir eru sem áð- ur að reyna að koma lögum yfir óþjóðalýðinn í borginni. Hann má sannarlega gæta sín því tvímenn- ingunum hefur borist óvæntur liðsauki í leikstjóranum Roman Polanski, sem leikur franska löggu. 10. Transformers Leikstjóri: Michael Bay. Með Shia LaBeouf og Michael Clarke Duncan. Bay er snjall afþreyingarsmiður (Bad Boys, Armageddon, The Rock), sem stundum verður á í messunni (The Island, Pearl Harbour), en það hefur lekið út að þessi framtíðartryllir í anda In- dependence Day sé ágeng og ógn- vekjandi skemmtun. Innrás geim- vera (eða öllu heldur vélmenna) bylur á jarðkringlunni og góð ráð ekki fyrir nokkurn aur að fá. Efnið er sígilt frá dögum H.G. Wells og vonandi tekst Bay betur upp en Spielberg fyrir nokkrum árum. Ef svo fer getur hann hæglega staðið uppi sem sigurvegari sumarsins. 11. The Invasion Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel. Með Nicole Kidman og Daniel Craig. „Bond“ og blondínan Kidman lofa góðu, þau eru í hópi bestu og vinsælustu leikara dagsins. Ekki dregur úr eftirvæntingunni að leikstjórinn er sá hinn sami og gerði meistaraverkið Der Unter- gang (’04). Fyrsta viðfangsefni hans á enskri tungu er endurgerð vísindahrollsins sígilda The Invas- ion of the Body Snatchers, sem búið er að kvikmynda í ein þrjú skipti. 17. Ratatouille Leikstjóri: Brad Bird. Teikni- mynd með enskri og ísl. talsetn- ingu. Kvikmyndaverið Pixar sleppir framhaldsmynd um bíla, sumar- myndin á þeim bæ er ein fárra án tölustafs aftan við nafnið og er gerð af leikstjóra The Incredibles. Aðalsöguhetjan er harla óvenjuleg rotta, þar sem hún tekur sælkera- mat fram yfir þetta venjulega jukk í skolpræsunum. Til allrar lukku býr hún undir eftirsóttasta mat- sölustaðnum í París, háborg mat- reiðslulistarinnar, og á sér þann draum að verða næsti soðgreifi staðarins. Galdrastrákur Harry Potter heldur áfram að lenda í ævintýrum. Sprell og spaug Jackie Chan kemst enn á ný í hann krappann í Rush Hour 3. Fyrsta bíómyndin Mörgum finnst löngu tímabært að fá Homer Simpson og fjölskyldu hans í Springfield á hvíta tjaldið. Sjóræningjar enn á ferð Þriðja myndin um sjóræningjana í Karíbahafinu skartar Johnny Depp, Orlando Bloom og rokkaranum Keith Richards. Simpson og sjóræningjarnir Hasar Bruce Willis birtist sem töff- arinn McClane eftir tuttugu ára hlé. Áskorun Köngulóarmaðurinn þarf að fást við tvö illmenni í Spider-Man 3. Sumarið er komið og þá er ekki langt í fyrstu löggiltu „sumarmyndina“ af nokkrum tugum, mestmegnis framhaldsmyndum. Myndirnar sem Sæbjörn Valdimarsson kynnir hér til sögunnar eru líklegastar til að bítast um aðgangsaurana okkar á þessum besta aðsóknartíma ársins, þótt óvæntir smellir skjóti vonandi upp kollinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.