Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.06.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEYSKAPUR hófst í Grænahrauni í Nesjum á miðvikudag og er það um hálfum mánuði fyrr en venja er. Spretta er góð þrátt fyrir að lítið hafi verið um vætu. Morgunblaðið/Jim Smart Slegið í Nesjum NÍU umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi sem aug- lýst var laust til umsóknar nýlega. Umsækjendur eru: Cand. theol. Aðalsteinn Þorvaldsson, séra Bára Friðriksdóttir, cand. theol. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, séra Carlos A. Ferrer, séra Elínborg Gísladótt- ir, séra Hans Markús Hafsteinsson, séra Sigfús Baldvin Ingvason, séra Skírnir Garðarsson, og séra Þór- hildur Ólafs. Embættið veitist frá 1. septem- ber 2007. Dóms- og kirkjumála- ráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu val- nefndar. Valnefnd skipa níu fulltrúar úr prestakallinu, auk pró- fasts Kjalarnesprófastsdæmis og vígslubiskups Skálholtsbiskups- dæmis. Níu umsækj- endur um Tjarnaprestakall VINSTRI græn í Kópavogi fagna „þeim sinnaskiptum meirihlutans í bæjarstjórn sem fram kemur í til- lögu þeirra um gjaldfrjálsan strætó.“ Bent er á VG hafi í vetur flutt tillögu um gjaldfrjálsan strætó, en meirihlutinn fellt hana. Enn þann 12. júní hafi málefni strætó verið til umræðu í bæjar- stjórn og meirihlutinn enn lýst sig andvígan gjaldfrjálsum strætó. Sinnaskipti KARL Sigur- björnsson, bisk- up Íslands, byrj- aði vikulanga vísitasíu í Rang- árvallaprófasts- dæmi í gær. Hann sækir heim Oddaprestakall, Breiðabólsstað- arprestakall og Fellsmúla- prestakall. Vísitasíu í Holts- prestakall var frestað vegna veik- inda sóknarprests. Í för með biskupi eru Kristín Guðjónsdóttir biskupsfrú og pró- fastur Rangárvallaprófastsdæmis, séra Halldóra Þorvarðardóttir. Frekari upplýsingar um dagskrá má finna á www.kirkjan.is. Vísiterar Rangárvelli Karl Sigurbjörnsson Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is MANNLÍF á Dalvík líður fyrir skort á göngustígum og grænum svæðum samkvæmt nýrri rannsókn á umhverfisskipulagi. Lilja Filipp- usdóttir fékk á dögunum verðlaun frá Félagi íslenskra landslags- arkitekta fyrir besta árangur á um- hverfisskipulagsbraut Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Lilja sótti íbúaþing á Dalvík í lok október og komst að því að Dalvík- ingar eru lítið á ferli í bænum nema inni í bílum sínum. „Forsenda þess að bæir virki sem slíkir er að fólk komist í nálægð við annað fólk. Ein- faldasta aðferðin til að skapa þær aðstæður er að bæjarbúar geti ferðast fótgangandi og hjólandi á milli staða,“ segir Lilja. Erfitt að labba í roki og drullu „Dalvíkingar nota bíla mjög mikið innanbæjar, sem mér fannst skrýtið í þessu litla þéttbýli,“ segir Lilja, en á Dalvík eru mest um þrír kílómetr- ar bæjarenda á milli og lítið um hóla og hæðir. Lilja segir það lykilatriði að bæta aðstöðu gangandi vegfar- enda og hjólreiðafólks. „Það tæki flesta Dalvíkinga aðeins fimm eða tíu mínútur að ganga í vinnuna en vandamálið snýst um aðgengi, fólk fer ekkert að klöngrast út í móa.“ Þar við bætist að á Dalvík er oft mik- ill vindur utan af hafinu og því mik- ilvægt að það sé hugsað fyrir því að skýla fólki fyrir honum. „Á útivist- arsvæðum eins og í skógarreitnum og meðfram ströndinni þarf malbikaða stíga til að allir hafi þar aðgang, líka til dæmis fólk í hjóla- stólum.“ Sumstaðar í bænum hefur verið komið upp aðstöðu fyrir fót- gangandi, en af lítilli fyrirhyggju að sögn Lilju. „Sumstaðar enda gang- stéttar og stígar allt í einu og maður veit ekki hvort maður á að snúa við eða vaða út í drulluna.“ Mikil náttúra og fjölbreytt Með bættu aðgengi býður Dalvík upp á marga kosti fyrir útivistarfólk. „Dalvík á sér langa og merkilega sögu og þarna er fjölbreytt náttúra,“ segir Lilja og bætir við að þegar sé ýmislegt gert til að kynna gestum bæinn. „Það hafa verið sett upp skilti með sagnfræðilegum upplýs- ingum og það er greinilegt að fólk nýtir sér þau,“ segir Lilja og segir þörf á að koma meira af upplýs- ingum á framfæri á þennan hátt. Hjólreiðar og gönguferðir á græn- um svæðum hafa augljóslega góð áhrif á líkamlega heilsu fólks. En Lilja segir að gróður sé ekki síður mikilvægur fyrir sálræna heilsu. „Það hafa verið gerðar rannsóknir erlendis sem sýna það að grænt um- hverfi lífgar upp á andann. Flestir vildu frekar hafa útsýni úr skrifstof- unni yfir fallegan garð en glugga sem snýr út á bílastæði.“ Bæjaryfirvöld á Dalvík hafa enn ekki sýnt hugmyndum Lilju mikinn áhuga, en hún ætlar að kynna þær betur á næstu dögum. „Það kostar náttúrlega sitt að leggja gangstéttar og byggja upp græn svæði en það borgar sig að gera þetta almenni- lega. Bærinn yrði notalegri og mannlífið fjölbreyttara.“ Göngu- og hjólreiðastígar nauðsynlegir mannlífinu „Fólk fer ekkert að klöngrast út í móa“ Dalvíkingar keyra mikið innanbæjar þó að leiðirnar séu ekki langar Græn svæði Lilja Filippusdóttir segir vanta meiri gróður og göngustíga á Dalvík. Hún var að ljúka námi í umhverfisskipulagi á Hvanneyri. Í HNOTSKURN »Nám í umhverfisskipulagií Landbúnaðarháskóla Ís- lands tekur þrjú ár og lýkur með BS-gráðu. »Eftir útskrift fara margir ímastersnám, t.d. í lands- lagsarkitektúr eða borgar- skipulagi, til að öðlast starfs- réttindi. »Á hverju hausti hefja 15-20manns nám í umhverfis- skipulagi og komast færri að en vilja. ALLS munu 1056 kandídatar taka við skírteinum sínum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors við brautskráningu úr Háskóla Ís- lands, sem fram fer í dag, laug- ardaginn 16. júní. 395 útskrifast með meistaragráðu eða úr diplóm- anámi á meistarastigi, og 695 með BS- eða BA-gráðu. Níu kandídatar útskrifast með fleiri en eina próf- gráðu. Nú í fyrsta sinn verða braut- skráðir 35 kandídatar úr meistara- námi í verkefnisstjórnun, „Master of project management“, við verk- fræðideild. Þá útskrifar lagadeild nú í fyrsta skipti meistaranema með sérstakar áherslur í sínu námi en á síðasta ári tók lagadeild upp það nýmæli að nemendur geta val- ið eitt af 10 áherslusviðum í meist- aranámi eða útskrifast með al- mennt meistarapróf í lögum. Nú útskrifast einnig fyrstu nem- endurnir með MS-próf í lyfjafræði og fyrstu nemendurnir með BS- próf í lyfjafræði. Er hér um að ræða breytingu á formi en ekki innihaldi. Lyfjafræðideild hefur undanfarin tuttugu ár útskrifað lyfjafræðinga með cand.pharm.- gráðu og þar áður þurftu lyfja- fræðingar að ljúka embættisprófi erlendis. Mörg lokaverkefni grunn- og meistaranema eru unnin í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofn- anir eða varpa nýju ljósi á ýmis málefni sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu. Má þar nefna að um- fjöllun um málefni fólks af erlendu bergi brotins sem búsett er hér- lendis er að finna í verkefnum kandídata frá félagsvísindadeild, raunvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Morgunblaðið/Ómar Níu með fleiri en eina gráðu FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. hefur undirritað samning við Hita- veitu Suðurnesja hf. um kaup á raf- orku og heitu vatni. Við sama til- efni var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrir- tækjanna. Með samningunum hefur FLE tryggt sér heitt vatn til upphit- unar bygginga sinna á Keflavíkur- flugvelli sem og raforku fyrir alla sína starfsemi. Þjónustu- og sam- starfssamningur við HS tryggir aukið afhendingaröryggi raforku til FLE. Orkusamningur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.