Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ H alldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að á Vestfjörðum hafi staðið 20 ára tog- streita um fisk- veiðistjórnunarkerfið og hið sama eigi við um umræðuna um þessar mundir þótt þyngra sé í mörg- um nú en oft áður. Blaðamaður hitti bæjarstjórann á skrifstofu hans í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fagran og sólríkan dag í liðinni viku. „Á undanförnum árum hefur mér orðið það æ ljósara að þeir sem eru í sjávarútveginum og kunna þar best til verka hvort sem það er Hraðfrysti- húsið Gunnvör, Íslandssaga á Suður- eyri, Oddi á Þingeyri, Jakob Valgeir í Bolungarvík eða ýmsir smærri aðilar í útgerð og fiskvinnslu hér á Vest- fjörðum eru að vinna í þessu kerfi og eru auðvitað jafnviðkvæmir fyrir breytingum á því kerfi eins og hver annar, hvort sem hann býr í Reykja- vík eða Raufarhöfn. Þótt gagnrýnin á kerfið hafi oft verið hávær héðan að vestan þá er það ljóst að við erum jafnháðir kvóta- kerfinu og allir aðrir. Ég hef sagt að ef það er best að gera út héðan frá Vestfjörðum þá hljóti veiðiheimild- irnar að safnast hingað smám sam- an,“ segir Halldór. Flateyri var rjúkandi rúst Hann segir að þegar verið sé að skerða veiðiheimildir útgerðarinnar til þess að geta sett ákveðinn hluta í byggðakvóta þá sé einnig verið að skerða „okkar menn og okkar fyr- irtæki. Raunar finnst mér að byggða- kvóti eins og úthlutun hans hefur ver- ið í framkvæmd hafi eiginlega ekki gert neitt nema skapað leiðindi með einni heiðarlegri undantekningu þó en það var hvernig staðið var að mál- um þegar Þingeyri fékk úthlutað byggðakvóta upp á 400 tonn og þá kom Vísir í Grindavík þar inn með önnur 400 tonn og öflugt sjáv- arútvegsfyrirtæki, Oddi varð til og starfar af krafti í dag.“ Halldór ræðir sérstaklega það sem gerðist á Flateyri um miðjan maí þeg- ar Hinrik Kristjánsson seldi kvóta Kambs að stórum hluta burt úr byggðarlaginu en einnig til annarra fyrirtækja í Ísafjarðarbæ. „Mér fannst það mjög sárt þegar þessir atburðir urðu á Flateyri. Flateyri var rjúkandi rúst 1999 og 2000 og það var enginn kvóti þar. Það verður að segjast eins og er að kvótauppbyggingin á Flateyri var að hluta til með sértækum aðgerð- um stjórnvalda þar sem Kambur fékk úthlutað ákveðnum byggðakvóta í upphafi sem varð að eignarkvóta. Svo var það með byggðakvóta sem út- hlutað var árlega en varð ekki að eign- arkvóta en studdi auðvitað við það sem verið var að gera. Fyrst og fremst var þetta auðvitað hörkuduglegt fólk sem kom fótunum undir sig og þorpið en það voru sértækar ráðstafanir sem hjálpuðu þeim af stað þótt Hinrik og félagar hafi síðan Kambur hóf rekstur einnig keypt kvóta. En nú eru svo miklir sýnilegir pen- ingar í þessu að menn vilja fara út og ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér. Það er ekkert óeðlilegt að menn vilji hætta í rekstri af ýmsum ástæðum. En það sem var sárt og gagnrýnivert í mínum og fjölmargra annarra augum var hvernig Hinrik stóð að þessu. Hinrik hringdi í mig miðvikudag- inn 16. maí og sagði mér að hann ætl- aði að tilkynna starfsfólki sínu þessa ákvörðun sína á föstudeginum en uppstigningardagur var þann 17. maí. Ég fór þegar í stað að ræða við út- gerðarmenn á svæðinu til þess að at- huga með kaup á kvóta Kambs en hann var þá búinn að selja burtu stór- an hluta kvótans. Þetta geta menn gert en þarna hefði ég viljað að hann hefði komið til mín fyrr og greint mér frá því að hann vildi hætta og að hann vildi samstarf um það að halda þess- um verðmætum hér innan samfélags- ins. Hinrik gerði ekkert ólöglegt en hann hefði, þessa samfélags vegna, getað staðið betur að þessu. Mér finnst í tilvikum eins og þessu að menn eigi að reyna að stýra þessu í þágu síns samfélags þegar þeir vilja hætta sjálfir. Ég túlka orð Sturlu Böðvarssonar hér á Ísafirði á 17. júní að hann hafi verið að gagnrýna þennan hluta kvótakerfisins og hvernig einstakir menn geta stefnt atvinnuástandinu í heilu þorpunum í uppnám eins og Hinrik tvímælalaust gerði.“ Halldór telur að andstaðan við kvótakerfið sé ekki meiri á Vest- fjörðum en gengur og gerist. „Þó held ég að andstaðan hér fyrir vestan sé ekki jafnmikil og hún var áður og það hugsa ég að ráðist af því að Vest- firðir hafa smám saman verið að ná fyrri kvótastöðu sinni. Það sést til dæmis ef kvótaeign Bolvíkinga er skoðuð. Hún er orðin svipuð og hún var hér á árum áður. Þar var auðvitað opnað fyrir smábátaútgerð en þeir Einar Oddur og Einar K. Guðfinns- son beittu sér mjög í því máli. Svo hefur línuívilnunin nýst Vestfirð- ingum sérstaklega vel. Allt þetta hef- ur gert það að verkum að menn hafa séð að það er hægt að byggja sig upp innan kerfisins,“ segir Halldór. „Fólk er alltaf að sjá það að þrátt fyrir þá uppbyggingu í kvótaeign sem átt hefur sér stað hér á Vestfjörðum þá er sjávarútvegurinn alltaf að gefa eftir. Störfunum fækkar stöðugt, vegna hagræðingar og tækniþróunar. Ég sagði það einhvern tíma í gríni að kannski væri eina leiðin fyrir okk- ur að loka 3X Stál hér á Ísafirði en þar vinna um 50 manns sem sérhæfa sig í því að fækka störfum í útgerð og fiskvinnslu. Þetta var auðvitað kald- ranalegt spaug hjá mér því þetta frá- bæra fyrirtæki er í fremstu röð á heimsmælikvarða að framleiða flæði- línur og tæki til þess að hagræða enn frekar í sjávarútvegi og vinnslu.“ Halldór telur að þrátt fyrir neikvæða umræðu um kvótakerfið þá sé það ekki komið í þrot – alls ekki. „Það eru auðvitað agnúar á kvótakerfinu, ekki síst sá að menn skuli í skjóli eignar geta hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og selt burtu kvótann. Aðal- málið í mínum huga nú er að það er eitthvað líffræðilegt í sjónum að ger- ast. Hafró telur sig vita best allra hvað er að gerast og veit það örugg- lega best með einhverjum skekkj- umörkum sem við vitum ekki hver eru. Stefnan hefur verið sú að hlusta á Hafró alla vega í meginatriðum. Þar er eitthvað ekki í lagi og kemur sjálfu kvótakerfinu ekki nokkurn skapaðan hlut við.“ Frekari hagræðing - Hvaða áhrif hefur það á þetta samfélag ef farið verður að tillögum Hafró og þorskveiðar verða skornar niður um 30%? „Það hefur mjög slæm áhrif. Það hefur áhrif á þá sem eru veikir fyrir og hafa verið með skuldsettum kvóta- kaupum að byggja sig upp. Hjá stærri fyrirtækjunum þýðir þetta væntanlega það að menn þurfa að hagræða enn frekar hjá sér færa afla- heimildir á milli skipa og leggja ein- hverjum skipum. Slíkt hefur auðvitað neikvæð veltuáhrif út í samfélagið. Minna verður að gera hjá vélsmiðj- unum, flutningafyrirtækjunum og öðrum þjónustufyrirtækjum.“ Hall- dór segir að mjög sjaldan hafi mælst mikið atvinnuleysi í Ísafjarðarbæ, einkum vegna þess að fólk sé svo fljótt að fara þegar syrti í álinn. „Það er kannski líka hluti af okkar vanda- máli hér fyrir vestan að við stöndum frammi fyrir því í einhvern tíma að svona lagað gerist eins og fyrirhug- aður niðurskurður í veiðiheimildum og fólk bíður þetta ekki af sér. Það bara fer og leitar sér að vinnu annars staðar. Það skrýtna er að þá fara einnig aðrir að hugsa sér til hreyfings, jafn- vel fólk í ágætum stöðum. Það kemst bara ákveðið los á vegna óvissunnar sem skapast sem mjög erfitt er að takast á við,“ segir Halldór Hall- dórsson. Bæjarstjóri Halldór Halldórsson telur byggðakvóta skapa leiðindi. MENN AXLI SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRGÐ »Kvótauppbyggingin á Flateyrivar að hluta til með sértækum aðgerðum þar sem Kambur fékk úthlutað byggðakvóta í upphafi sem varð að eignarkvóta. VERÐUR AÐ HJÁLPA OKKUR Í GEGNUM Í slandssaga á Suðureyri við Súgandafjörð er fiskvinnslu- fyrirtæki sem stofnað var 1999 upp úr endalokum Bása- fells og sömuleiðis Klofningur á Súganda sem er í vinnslu á aukaafurðum eins og þurrkun á hausum. Eigendur Íslandssögu eru bræðurnir Guðni og Elvar Ein- arssynir, Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi og Óðinn Gestsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Klofningur er aftur í eigu Íslands- sögu, HG, Jakobs Valgeirs, Odda á Patreksfirði og Þórsbergs. Blaða- maður hitti Óðin á skrifstofu hans í Íslandssögu á Suðureyri. „Við hjá Íslandssögu erum að mestu leyti að vinna í ferskum fiski, eitthvað í frystingu og eitthvað í salti. Áherslan er á ferskan fisk sem við vinnum í flök og flakabita og flytjum suður með trukkum á hverjum degi. Fiskurinn fer svo í flugfrakt mestmegnis á Bretlands- markað,“ segir Óðinn. Óðinn segir að fyrirtækið hafi aldr- ei einskorðað sig við vinnslu á einni tegund. „Við höfum litið þannig á að hér fyrir utan væru þau mið sem gæfu ákveðna samsetningu af afla, sem er þorskur ýsa og steinbítur, og verið að vinna í þeim hlutföllum sem hafa veiðst hér á okkar svæði. Sömu eigendur og eiga Íslands- sögu eiga útgerðarfélagið Norður- eyri sem ræður yfir um 1100 þorsk- ígildistonnum sem eru lögð upp hér. Bátur okkar er 15 tonna krók- aflamarksbátur og við gerum út á handbeitta línu. Mér sýnist að þetta myndi þýða um þriggja mánaða skerðingu hjá okk- ur í úthaldi og vinnslu, það er ekk- ert flóknara en það. Ef það verður 30% niðurskurður á þorskveiðum og 15% gengisfell- ing, þá verða stór vandamál á Ís- landi því þá hverfur allt eigið fé úr íslenskri útgerð, skuldirnar hækka og verðmætið lækkar.“ Hátt gengi ekki alslæmt – En útflytjendur sjávarafurða eru alltaf að kvarta undan allt of háu gengi krónunnar. „Það er rétt en hátt gengi er ekki alslæmt. En ég tala hins vegar fyrir hönd tveggja félaga: annars vegar félags sem á kvóta og skuldar mikið og hins vegar félags sem rekur vinnslu sem skuldar ekki neitt. Ég held að við hér hjá Íslands- sögu drepumst ekkert þótt nið- urskurðurinn verði svona mikill en þetta verður erfitt. Það lætur eng- inn sér detta í hug að okkur verði ekki hjálpað í gegnum svona hremmingar. Þjóðfélagið er búið að breytast svo mikið á undanförnum árum, fjármálageirinn kominn sterkur inn og fleira. Það er bara krafan hringinn í kringum landið að það sé jafnmikil samfélagsleg ábyrgð þar eins og krafa er gerð á okkur. Mér finnst ekki að sjávar- útvegurinn í dag eigi að vera rekinn eins og einhver byggðastefna. Þetta á bara að vera „bissness“ eins og hvað annað. Ef hann fær á sig áföll þá þurfa allir að taka á sig byrðar, ekki bara sjávarútvegurinn því hann rís ekki undir því einn. Það er ekkert einkamál okkar ef á und- anförnum árum hafa verið teknar „rangar pólitískar ákvarðanir“ um veiðar,“ segir Óðinn, „menn vinna alltaf eftir þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma og gera sínar ráðstafanir gagnvart því. Það hafa allar úthlutanir á und- angengnum árum verið pólitískar ákvarðanir.Ef við erum orðin svona rík, samkvæmt því sem forsætis- ráðherra segir, þá ætti það ekki að vera svo erfitt að hjálpa okkur í gegnum þetta hremmingaskeið.“ Óðinn segist gjarnan vilja fara í veðmál við Hafró og þeir borgi hafi hann rangt fyrir sér með sterka stöðu þorskstofnsins en hann borgi hafi þeir hjá Hafró rangt fyrir sér. Hann tekur þó fram að hann vildi miklu fremur þurfa að tapa veðmál- inu og borga. Hann telur að forsendur Hafró við útreikninga á stofnstærð þorsksins séu einfaldlega rangar. „Þegar menn voru að setja niður þessa punkta þar sem trollin voru var hitastig þetta og önnur skilyrði í sjó þessi. Síðan þetta var hafa öll skil færst einhverjar 30 til 50 mílur norður í haf. Í dag eru menn að veiða helling af þorski úti á Hamp- iðjutorgi. Ég tók þátt í að veiða þar í nokkur ár og þar var ekki einn einasti þorskur en nú eru menn að fá upp í 8 til 9 tonn af þorski í hali. Er sá þorskur að koma eða fara? Hvert er hann þá að fara og hvaðan er hann að koma?“ spyr Óðinn og segir algjörlega á hreinu að endur- Ljósmynd/BB Framkvæmdastjóri Óðinn Gestsson vill bættar hafrannsóknir. Við erum að vinna svona 4.500 til 5.000 tonn á ári og veltan hefur verið þetta á bilinu 800 til 1100 milljónir króna eftir því hvernig gengið stendur hverju sinni,“ segir Óðinn. Hjá Íslandssögu starfa um 50 til 70 manns, misjafnt eftir árstíma. Einmitt nú eru starfsmenn mjög margir því mikið af skólafólki hefur verið ráðið til sumarvinnu. Um 10 manns eru við útgerðina og um 60 manns við fiskvinnsluna og þar af er um 60% útlendingar. Óðinn segir að auðvitað verði það erfitt hjá Íslandssögu ef þorskveiði- heimildir verða skornar niður um 30%. Það gildi sömu lögmál hjá þeim og öðrum. „Það þýðir vænt- anlega að þorskkvóti okkar myndi minnka um ca. 150 tonn. En það myndi væntanlega þýða það að ann- ar kvóti okkar myndi einnig drag- ast saman því í dag erum við ekki að veiða þorsk. Við veiðum bara ýsu, þorskurinn kemur bara með. »Mér finnst ekki að sjávarút-vegurinn í dag eigi að vera rekinn eins og einhver byggðastefna. VONLEYSI Á VESTFJÖRÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.