Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 28
sjónspegill 28 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ helst hugsað til þess að á bak við verk Kjarvals voru jafn- aðarlega einungis þeir ná- kvæmlega tíu fingur sem al- mættið útbjó listamanninn með, en þrjú hundruð hvað Ólaf Elíasson snertir, ef rétt er sem ég las einhvers staðar að hann hafi þrjátíu aðstoðar- menn kringum sig. Hér þó óvarlegt að taka mikið upp í sig varðandi stórstirnið, ekki síst vegna þess að nýlega áskotnaðist dansk íslenska listamanninum enn einn sóm- inn; með því að vera fyrstur til að taka við Joan Miro verð- laununum að upphæð 70.000 evrur. Í því sambandi er sýn- ing á verkum hans fyrirhuguð í Barselóna í júnímánuði að ári og vonandi að mér takist að mæta á þá framkvæmd og endurnýja kynnin við borgina. En skyldi ekki vera einhver eðlismunur á vinnu eins lista- manns og hugmyndafræðings í núlistum sem mætir þræl- skipulagður á svo til hvern einstakan listrænan pataldur. Hefur fjölda aðstoðarmanna í kringum sig, meðal annars listsögufræðinga og markaðs- stjóra og úr nógu fjármagni að moða. Skyldi hinn ójafni leikur ekki kalla á einhverja aðgreiningu í náinni framtíð? Leit þrisvar inn á sýninguna og var þar jafnaðarlega slangur af fólki, en kom mjög á óvart að síðasta sunnudaginn var aðsóknin minnst, eða þann tíma sem ég stóð þar við. Blöðin skrifuðu töluvert um sýn- inguna, einkum framlag Ólafs og a.m.k. eitt þeirra minntist lista- S krifari hafði lengi verið á leið til Kaupmannahafnar og átti Kjarvalsýningin á Galleri Gl.Srand, áður Kunstforeningen, nokk- urn þátt í því. Margt fleira kom þó til, meðal annars heimsókn til góð- vinar míns sem slasaðist illa um ára- mótin en virðist loks á hægum og öruggum batavegi. Alltaf viðburður fyrir þá sem kunna sig að koma til gömlu höfuð- borgar Íslands, og hefðum við átt að sækja stórum meira til hennar frá lýðveldisstofnun en virðist hafa sæmt stolti nýríkra langt norður við Dumbshaf. Þetta er önnur Kjarvals- sýningin á staðnum en hin fyrri hlaut óvæga gagnrýni hérlendra fyr- ir klúðurslega uppsetningu, en ég náði ekki á staðinn þrátt fyrir góðan vilja. Hins vegar var hinn hreinskilni Sveinn Björnsson listmálari á staðn- um og vandaði Dönum ekki kveðj- urnar hér í blaðinu. Ekki svo að skammirnar hafi hitt í bláhornið, hér skutu Íslendingar nefnilega sem oft- ar sjálfa sig í fótinn þar sem láðst hafði að senda ábyrgan fulltrúa á vettvang til að fylgjast með gangi mála eins og allar þroskaðar þjóðir telja frumskyldu sína í slíkum tilvik- um. Á milli þessara tveggja sýninga var svo önnur og minni í einu út- hverfanna, fornu setri er nefnist Gammel Holtegård, sem Per Kir- keby mun hafa átt hugmynd að, og var eins konar samanburðarfræði á list hans og Kjarvals, hvar Kirkeby sjálfur virtist í aðalhlutverkinu. Sá þá sýningu og ekkert nema gott um upphenginguna að segja og gott slangur af fólki samankomið er mig bar að á sunnudegi, aðallega á rosknari kantinum. Afstaðin sýning á Gl.Strandsem Baugur Group, í sam-ráði við Ólaf Elíassonstóðu að, var auðvitað í sérflokki um alla framkvæmd, en eitthvað hafði farið úrskeiðis um lit- greiningu í katalógunni og ýmsir kröfuharðir ekki alskostar ánægðir með fráganginn. Ekkert við uppsetninguna að athuga, síður en svo, en eitthvað fannst mér skorta á stemninguna kringum sum mál- verka Kjarvals einkum Fjallamjólk. Íslendingar virðast hafa farið í sparifötin varðandi þessa sýningu og sendu fágæt lykilverk á staðinn, þjóðargersemi, ei heldur voru allir sáttir við þann gjörning og ómyrkir í máli. Óneitanlega höfðu þeir margt til síns máls, því metnaðarmál hefði átt að vera að hleypa slíkum ekki úr landi nema á veggi virtra listasafna hvar sterklega má búast við að þau njóti sín betur og eru undir strang- ari gæslu. Þó ekki ástæða til að taka upp stóru orðin varðandi þessa sam- anburðarfræði, framkvæmdin skil- aði sínu með sóma og einkum er mér ljósverk Ólafs minnisstætt, en mál- verk Kjarvals hafði ég langflest séð ótal sinnum. Var einhvern veginn mannsins sérstaklega er hann varð fertugur á tímabilinu. Fyrirsögn blaðsins var: „Verdens mest be- rømte danske kunstner,“ sem mun jafn rétt og að hann er af íslensku foreldri, sem við verðum að láta okk- ur nægja þar sem alla menntun hans, listrænt uppeldi og uppgang má rekja til Dana. Nefnir blaðið að hann sé númer ellefu af hundrað af þeim heitustu á ameríska listanum en níu á þeim þýska, hvaðan hann er gerður út um þessar mundir. Gott hjá strák! Eitt blaðanna vill meina aðsýningin sé meðal annarsviðleitni Ólafs (og auðvit-að Baugs) til að kynna Kjarval á heimsvísu og ef tilgátan reynist rétt er bara að bíða og sjá hvernig til tekst. Hins vegar er mik- ilvægt að menn geri sér grein fyrir því að útlendir líta verk Kjarvals allt öðum augum en íslenskir aðdáendur og það verða þeir og þjóðin um leið að sætta sig við. Enginn er minni listamaður fyrir að vera svo jarð- tengdur umhverfi sínu að erlendir sem aldrei hafa sótt viðkomandi land heim nái mun síður að setja sig í spor heimamanna. Úr fjarlægð eiga Evrópubúar þannig til að mynda erfitt með að skilja aðdáun þeirra í Ameríku á Norman Rock- well og himinhátt verð á verkum hans. Ein hlið á þessu kemur vel fram í nýútkominni kilju Per Kirkeby’s er ber nafnið Kursiv, Skáletur, og inni- heldur fjölda stuttra hugleiðinga um list og listamenn. hvar hinn heims- frægi málari hefur meðal annars þetta að segja um Kjarval í nær orð- réttri útlagningu. „Hinir fáu af mín- um erlendu vinum sem eru hrifnir af Kjarval, eru þeir sem hafa verið á Íslandi. Mjög táknrænt um mat á Kjarval, að það tengist ákveðnu landslagi, og Íslandi. Hraunsléttum berangri og yfirborði möttulsins án ábyrðar. Þeir sem hafa þessa skoð- un, segja já og jú, rétt sé að til sé heilmikið af slökum myndum og framleiðslu sem nær frá leiðilegum landslagsmyndum, í leiðinlegasta skilningi, til útvatnaðra goð- fræðilegra ævintýrafantasía. En samt sem áður, á einum eða öðrum stað yfir eða milli myndanna – það er erfitt að benda á hvaða mynd er fær um að standa undir því – er ófresk sjón af neti smáatriða, hraunmósaík sem rúmar allan heim- inn. Með útgangspunkti á þeim sér- staka stað, Íslandi, er heimurinn brotinn upp og yfirborð jarðar er bæði hið innra er brýst fram, og hið innantóma rými sem við hrærumst í. Myndir sem bera í sér sama heims- ótta og stærstu og villtustu dropa- verk Pollocks. Sem kunnugt er sagð- ist Francis Bacon ekkert sjá í verk- um Pollocks. Sagðist aldrei hafa haft áhuga á kniplingum gamalla dama. Viðurkenningin liggur sam sagt í hinni beinu lifun íslensks landslags. Og þarmeð hinni persónulegu frá- sögn. Og þess vegna er hinn skrif- andi málari aftur mættur til leiks með örsögur sínar, áhrifabundnu, impressjónísku, hugdettur og lausn- ir. Nú er hátturinn þrátt fyrir ann- marka sína nokkuð annað en tilvilj- anakenndur smekkur. Svona til að vera fær um að viðhalda refsirétti hinna svonefndu gagnrýnenda. Brautin um leið rudd fyrir örsöguna …“ Svo mörg eru þau orð, en sem fyrrum fer það í fínu taugar skrif- ara, að jafnaðarlega þurfi að lof- syngja Kjarval heima og erlendis með ofurefli markaðssetningar á kostnað allra annara íslenskra mál- ara. Gera þarmeð minna en skyldi úr þeim og gerist án þess að erlendir fái tækifæri til þess að mynda sér sínar eigin skoðanir með hlutlægri og gagnsærri kynningu íslenskrar myndlistar, helst augliti til auglitis, harðloka jafnvel fyrir þann mögu- leika. Telst í þá veru hlutdrægt og staðbundið mat ákveðins hóps aðdá- enda hins frábæra og gáfaða lista- manns sem sjá fæstir til fleiri tungla í astralplaninu. Ber ekki að lasta í sjálfu sér en stækkar síður lista- manninn, minnkar hins vegar við- komandi, burtséð frá hinu mjög svo lofsverða framtaki Baugs. Íslensku þjóðina um leið… Af vettvangi Áhrifarík innsetning Þetta var óforva- rendis útkoman þegar skrifari tók mynd af hinni hrifaríku ljósainnsetningu Ólafs Elí- assonar í Galleríi Gl.Strand. Öðruvísi gekk það ekki eftir, skondið að athugull fulltrúi refsiréttarins er tvöfaldur fyrir miðju. Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Mjög falleg og vel skipulögð 3ja herbergja 72,0 fm (þ.a. er óskráð ca. 6 fm sér geymsla, en íbúðin er skr. 66 fm hjá FMR) íbúð á jarðhæð í Vesturbæn- um í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofuhol, tvö svefnherbergi, eldhús og stofu. Mjög falleg og góð eign. Stutt í alla þjónustu. Verð 21,9 millj. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Bárugrandi - falleg eign Um er að ræða 88,3 fm efri sérhæð ásamt rislofti sem er ekki skráð hjá FMR. Húsið er steinsteypt tvíbýlishús og byggt árið 1929 og stendur það við eina af fallegri og eftirsóttustu götu Reykjavíkur. Lóðin er 1.020 fm. Íbúðin á 52% í heildarhúsinu og lóð. Verð 49,0 millj. 6839 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Fjölnisvegur - einstök staðseting Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Mýrarkot - Grímsnes- og Grafningahreppi Vorum að fá í sölu tvo góða sumarbústaði, 90,4 fm hvor, með um 65 fm verönd. Bústaðirnir skilast fullbúnir að utan en tilbúnir til innrétt- inga að innan og eru þeir tilbúnir til afhendingar strax. Bústaðirnir eru á 10.500 fm og 7.500 fm eignarlóðum. Góð staðsetning. Að inn- an er gert ráð fyrir 3 svefnherbergjum, baðherbergi, stofu og eld- húsi. Mýrarkot er steinsnar frá Kiðjabergi og á móts við Hraunborg- ir, stutt er í Minni Borg. Frá Reykjavík er um 65 km og að Selfossi er um 15 km. Bústaðir sem eru tilvaldir fyrir félagasamtök eða stórfjöl- skylduna. V. 18,4 m. Traust þjónusta í 30 ár Um er að ræða fallega 87 fm. Íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli, ásamt stæði í bílageyslu. Fal- legar innréttingar. Parket. Þvottahús í íbúð. Sérlóð í suður. Gullfalleg. íbúð á frá- bærum stað. Stutt í alla þjón- ustu. Verð 25,9 millj. Gjörið svo vel að líta við. Kristín Birna tekur vel á móti ykkur. OPIÐ HÚS Á MORGUN MÁNUDAG Á MILLI KL. 17 OG 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.