Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 19
Það er bara einfaldlega eðli við- skipta að einhverjir eflast og verða sterkari, aðrir veikjast og deyja,“ segir Jakob Valgeir. Jakob Valgeir er hlynntur því að lengja hrygningarstopp og banna þorskveiðar á ákveðnum svæðum. „Svo set ég stórt spurningarmerki við loðnuna og það hvort við veiðum ekki of mikið af henni. Mér finnst það vera algjörlega út í hött að veiða loðnu í flottroll.“ Hann kveðst vilja sjá fleiri og óháða sérfræðinga koma að hafrannsóknum en Hafró. „Það er nauðsynlegt að endurskoða tog- ararall Hafró og fara í annað tog- ararall samhliða sem væri með nýju veiðiskipunum og á nýju veiðislóð- unum til þess að betri upplýsingar um lífríki sjávar liggi fyrir. Við vor- um til dæmis að heyra að menn eru að keyra í grálúðu á 500 faðma dýpi á Hampiðjutorgi af því að það er þorskur þar. Þetta þarf að rann- saka,“ segir Jakob Valgeir. „Annað sem ég hef áhyggjur af er að brott- kast mun aukast við svona mikinn niðurskurð á þorskveiðiheimildum. Það verður ekki hjá því komist því öðruvísi nást ekki aðrir kvótar. Raunar vil ég láta gera út báta sérstaklega til þess að skjóta hvalinn og sökkva honum. Þetta væri hægt að gera án þess að nokkur vissi af því ef það væri tekin ákvörðun um að grisja stofninn. Það er alveg glórulaust að það sé búið að friða hvalinn í 30 ár því hann étur ótrúlegt magn af fiski. Það gengur ekki að friða eina tegund með þessum hætti því þannig raskast lífríkið í sjónum. Það verður að grisja hvalinn,“ segir Jakob Valgeir Flosason að lokum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 19 J óhann Kristjánsson, trillu- karl í Bolungarvík, stend- ur fyrir utan beitn- ingaskúr í Bolungarvík og er að greiða úr línu þegar blaðamann ber að garði. Hann á og gerir út átta tonna trillu, Bensa. „Ég er aðallega á leigumark- aðinum og ef það verður nið- urstaðan að sjávarútvegsráðherra sker niður þorskveiðiheimildir um 30%, þá sýnist mér nú bara að það verði sjálfhætt fyrir mig og marga aðra. Afleiðingarnar verða þær að það verður svo miklu minna fram- boð á leigukvóta og væntanlega verður leiguverðið þá einnig miklu hærra. Það er um 200 krónur í dag, sem er auðvitað alltof hátt fyrir okkur kvótalausu trillukarl- ana.“ Jóhann segist hafa veitt 300 til 400 tonn á ári. Þetta sé fyrsta ver- tíð sín frá Bolungarvík, áður hafi hann gert út fyrir norðan. Hann segist selja sinn afla á fiskmark- aði, eins og flestir hinna 15 til 20 trillukarla í Bolungarvík geri. Þeir leigi flestir til sín þorskveiði- heimildir, allt frá um 50% af afla og upp í 100%. „Margir okkar munu hætta ef þessi verður niðurstaðan. Þeir sem eiga einhvern kvóta munu selja hann og stóru kvótaeigendurnir munu kaupa og þannig verður enn meiri samþjöppun í greininni. En ég er nú ekki enn búinn að sætta mig við að niðurskurðurinn verði 30%. Nógu slæmt verður það ef hann verður 10 til 15%,“ segir Jó- hann Kristjánsson. Trillukarl Jóhann Kristjánsson seg- ir marga að líkindum munu hætta. SJÁLFHÆTT FYRIR MIG OG FLEIRI Sendiherrar í þjónustu viðskiptalífsins www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is P IP A R • S ÍA • 71275 Þórður Ægir Óskarsson sendiherra í Tókýó, verður til viðtals miðvikudaginn 4. júlí n.k. Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Japans: Austur-Tímor, Brúnei Darússalam, Filippseyjar, Papúa Nýja-Gínea og Taíland. Fundirnir eru ætlaðir fulltrúum fyrirtækja sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hags- munamál í umdæmum sendiskrifstofanna, þar sem utanríkis- þjónustan getur orðið að liði. Þeir sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvattir til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is Á morgun | Austfirðir » Firðirnir fjærst Fjarðabygg í kröggum. » Fjarðaál mun gjörbreyta atvinnuástandinu á Austur- landi, en ákveðnar byggðir munu þó eiga í erfiðleikum vegna kvótaskerðingar. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.