Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 21 Oddný Helgadóttir oddnyh@mbl.is Lifi dauðinn, lifi stríðið og lifibölvaður málaliðinn! Sagter að þannig hafi oft veriðskálað á börum í málaliða- bæjum Suður-Afríku. Störf málaliða eru hættuleg og sveipuð dulúð. Þeir halda ekki tryggð við ákveðinn málstað eða húsbónda, heldur ferðast frá stríði til stríðs og berjast fyrir hæstbjóðanda. Fyrstu þekktu heimildir um störf málaliða eru frá 13. öld fyrir Krist í Forn-Egyptalandi. Síðan hafa mála- liðar fyrirfundist á öllum tímum og í öllum heimshlutum. Eftirleguhermenn Síðan nýlendutímanum í Afríku lauk hafa borgarastríð geisað um álf- una. Valdarán hafa verið tíð og átök sums staðar daglegt brauð. Nánast undantekningalaust hafa málaliðar átt aðild að þessum ófriði. Margir þeirra voru eftirleguhermenn frá ný- lendutímanum sem kunnu ekki annað en að berjast og drepa. Adam Roberts er breskur sagn- fræðingur sem hefur rannsakað þessa stétt og skrifað um hana. Hann segir atvinnuhermenn og málaliða hafa verið sem olíu á eld átaka í Afr- íku. Stundum hafi þeir grafið undan ríkisstjórnum og kynt undir deilum, sem færðu þeim svo hagnað. Einkum tvennt fái menn til að gerast málalið- ar, peningar og spenna. „Þetta eru oftast fyrrverandi her- menn og þetta er það sem þeir kunna og vilja helst gera,“ segir hann. „Þeir fá fúlgur fjár fyrir störf sín og vinna á svæðum þar sem stjórnleysi ríkir og þeir þurfa ekki að svara til saka fyrir nokkurn hlut.“ Suður-Afríka var lengi miðstöð málaliðastarfsemi. Þaðan var auðvelt, fyrir þá sem áttu til þess fé, að ráða málaliða til starfa í öðrum ríkjum. Suður-afrísk yfirvöld hafa undan- farin ár kappkostað að breyta ímynd- inni og sætta sig ekki lengur við að vera þekkt að þessari starfsemi. Yfir- lýst markmið ríkisins er nú að stuðla að samhug og sporna gegn sundrung og stríðsrekstri í Afríku. Til að það megi lánast er talið lykilatriði að draga úr íhlutun málaliða í átökum. Í því skyni hefur ýmislegt verið gert, m.a. skerpt á því í lögum að S- Afríkubúum sé bannað að taka þátt í allri hernaðarstarfsemi sem ekki er á vegum ríkisins. Þessi lög gætu haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Einkavæddur friður Suður-afrískir málaliðar hafa með- al annarra verið að störfum í Írak og Afganistan. Þar hafa þeir unnið fyrir einkafyrirtæki sem sérhæfa sig í hernaði og öryggisveislu og þannig lagt nýrri gerð leiguhermennsku lið. Slík fyrirtæki verða sífellt meira áberandi í stríðum, á átakasvæðum og þar sem hörmungar hafa orðið. Eftir að nútímaleg ríkjaskipan komst á varð sú hugsun almennt við- urkennd að fullvalda ríki hefðu einka- rétt á að fara með her- og lögreglu- vald. Leiguhernaður og einkarekin hernaðarfyrirtæki hafa því lengst af verið litin hornauga. „Heimurinn er ekki undir það bú- inn að einkavæða frið,“ sagði Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu 1996. Hann kvaðst þó hafa velt fyrir sér að leita til einkafyrirtækja til að aðstoða í Rúanda. Síðan hefur verið mikið rætt hvort Sameinuðu þjóðirn- ar ættu að leita til slíkra fyrirtækja. Sumir halda fram að þau séu líklegri til að ná árangri en friðargæslulið. Viðhorf til einkafyrirtækja í hern- aði hefur breyst mikið undanfarin ár. Í stjórnartíð George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur fyrirtækjum af þessu tagi vaxið fiskur um hrygg og talið er að nú velti þau um 100 millj- örðum bandaríkjadala á ári. Málalið- ar sem nú eru í Írak eru tíu sinnum fleiri en í fyrra Persaflóastríðinu. Þar eru nú um 100.000 starfsmenn öryggisfyrirtækja, þar af um 50.000 sem starfa beinlínis sem hermenn. Al- gengt er að laun þeirra séu um 1.000 bandaríkjadalir á dag, sem er mun meira en laun venjulegra hermanna. Leiguhermenn eru oft fengnir til að leysa verkefni sem eru sérstaklega hættuleg eða siðferðilega og pólitískt umdeild. Ríki þurfa ekki að gera grein fyrir afdrifum málaliða eða greiða þeim bætur ef þeir slasast. Þeir eru einfaldlega verktakar sem fá vissa fjárhæð fyrir ákveðin störf. DyneCorp International og Black- water USA eru á meðal fyrirtækja sem veita þjónustu af þessu tagi. Um 96% af tekjum DyneCorp, sem eru í heildina um 2 milljarðar bandaríkja- dala á ári, eru vegna samninga við bandarísk yfirvöld. Bæði fyrirtækin eru mjög umdeild og hafa starfsmenn þeirra margsinnis verið sakaðir um mannréttindabrot, m.a. um að selja konur og börn í kynlífsánauð. Í lokaræðu sinni sem forseti Bandaríkjanna 1961 varaði Dwight D. Eisenhower við samtvinnun iðnaðar og hernaðar. Hann óttaðist að einka- aðilar í stríðsrekstri kynnu að verða mjög valdamiklir og hættulegir. Varist samtvinnun hernaðar og iðnaðar Viðvörun Eisenhower virðist nú, sem aldrei fyrr, eiga erindi. Einka- væðing hernaðar er mörgum áhyggjuefni. Karl R. Horst, yfirmað- ur þriðju herdeildar fótgönguliða í Írak, sagði þetta um verktakaher- menn þar: „Þessir menn leika hér lausum hala og haga sér eins og fífl. Þeir lúta engri stjórn og það er ekki hægt að refsa þeim þegar þeir beita valdi. Þeir skjóta fólk og aðrir þurfa að sjá um eftirmálin. Svona er þetta alls staðar.“ Færsla hernaðar frá ríki til einka- aðila hlýtur að vekja spurningar. Hvað þýðir að aðilar óháðir ríkinu, án ábyrgðar gagnvart almenningi, standi í hernaði? Gagnvart hverjum bera þeir ábyrgð? Hver getur veitt þeim aðhald? Hvernig á að tryggja að þeir sem hagnast á ófriði geri ekki allt í sínu valdi til að rjúfa frið? Þessum spurningum er ósvarað, en ljóst er að á komandi árum verður mikilvægt að taka afstöðu til þeirra. Reuters Hermenn til leigu Málaliðar koma víða við. Í Írak eru þeir tíu sinnum fleiri en í fyrra Persaflóastríðinu. Ný tegund málaliða Einkafyrirtæki leika stærra hlutverk í stríðsrekstri en áður HERNAÐUR» Í HNOTSKURN »Suður-Afríka var eitt sinnmiðstöð málaliða en nú kappkosta stjórnvöld að draga úr starfsemi þeirra. »Einkafyrirtækjum sembjóða hernaðarþjónustu hefur fjölgað mjög. »Almennt hafa fyrirtæki íþessum geira slæmt orð- spor og margir óttast afleið- ingar þess að hernaður sé færður frá ríkinu í hendur einkaaðila. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Er það vísbending um valda-sveiflu í Norður-Lundúnum að í sömu vikuog Arsenal selur sína skærustu stjörnu, Thierry Henry, reiðir Tottenham Hotspur fram metfé fyrir eitt mesta efnið í ensku knattspyrnunni, Darren Bent? Svari nú hver fyrir sig. Síðarnefnda félagið hefur um árabil hokrað í skugga ná- granna sinna en tvö undanfarin tíma- bil hefur dregið saman með fylking- unum. Ekkert félag er heldur líklegra á þessum tímapunkti til að aflétta einokun „hinna fjögurra stóru“ á meistaradeildarsætunum en Tottenham og ekki er koma Bents til þess fallin að draga úr væntingum langsoltinna Spora. Tottenham greiðir Charlton Athle- tic hálfa sautjándu milljón sterlings- punda fyrir Bent, þar sem hann skor- aði 37 mörk í 77 leikjum á tveimur árum. Það er dágóð frammistaða og það vakti óskipta athygli á liðnum vetri að Bent hélt haus enda þótt Charlton-liðið væri á löngum köflum heillum horfið. Féll það svo á end- anum úr úrvalsdeildinni. Húsbændur í Dalnum sáu sína sæng upp reidda enda þótt þeir mölduðu fyrsta kastið í móinn. Bent var á förum. Hann var m.a. orðaður við Arsenal en eins undarlega og það kann að hljóma þá hefði innkoman vegna sölunnar á Henry, 16,1 milljón punda, ekki dugað alveg fyrir þeim kaupum. Það sannar enn og aftur að söluverð á innlendum leikmönnum er ekki í nokkrum tengslum við veru- leikann í Englandi. Arsenal var ekki á viðskiptabux- unum og fyrir rúmum hálfum mánuði leit út fyrir að Bent væri á leið til ann- ars Lundúnafélags, West Ham Unit- ed, en Charlton hafði samþykkt tilboð Eggerts Magnússonar í hann. Þau vistaskipti stóðu aftur á móti eitthvað í kappanum og kaupin fæddust and- vana. En eins dauði er annars brauð. Tottenham hefur lengi haft augastað á Bent og á föstudaginn var laxinn loksins dreginn á land. Hann var víg- reifur er hann mátaði hvíta búninginn í fyrsta sinn og sagði m.a. við vefsíðu félagsins: „Innst inni vildi ég alltaf koma til Tottenham. Ég er mjög metnaðarfullur og Tottenham hefur sýnt og sannað á undanförnum tveim- ur árum að það er eitt besta lið Evr- ópu, svo þetta er rétti staðurinn fyrir mig til að halda áfram að þróa minn leik. Hér úir og grúir af frábærum leikmönnum og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að koma okkur í hóp fjögurra bestu liða landsins.“ Styrkurinn er þolið Martin Jol, knattspyrnustjóri Tott- enham, var ekki síður sprækur á föstudaginn. „Styrkur Darrens er þolið,“ sagði hann. „Flestir leikmenn taka þrjá eða fjóra spretti í hverjum hálfleik en Darren er óþreytandi. Takist mönnum að koma knettinum inn fyrir vörnina er hann mættur. Það er mér að skapi. Darren veit að hann er vel í sveit settur hjá Spurs og því ber að fagna.“ Tottenham hafði mest greitt 11 milljónir punda fyrir leikmann áður, úkraínska miðherjann Sergei Re- brov, sem fann raunar aldrei fjölina sína á White Hart Lane og söng sitt síðasta fyrir margt löngu. Það er því ekki á vísan að róa fyrir Bent en verð- miðinn hefur reynst mörgum mið- herjanum þungur í skauti gegnum tíðina. Þrátt fyrir lúðrablásturinn nú gengur Bent heldur ekki glaður og reifur inn í byrjunarlið Spurs. Þar eru nefnilega engar liðleskjur fyrir í framlínunni. Fyrstan skal telja búlg- arska stormsenterinn Dimitar Berbatov, sem sló rækilega í gegn á sínum fyrsta vetri í Englandi í fyrra og mun örugglega gera harða atlögu að markakóngstitlinum í úrvalsdeild- inni á næstu leiktíð. Þarna er líka kameljónið Robbie Keane sem snúið hefur af sér hvern stórlaxinn af öðr- um í baráttunni um byrjunarliðssæti. Ætli hann víki ekki til að byrja með fyrir Bent en nýliðinn verður að gera sér grein fyrir því að Keane er sömu náttúru og Marteinn karlinn Mosdal – hann kemur alltaf aftur. Félagi Bents í enska landsliðshópnum, Jermain Defoe, er líka til staðar. Hann fann sig hins vegar ekki nægi- lega vel í fyrra og gæti farið að svip- ast um eftir nýjum húsbændum á næstu vikum. Loks er Ahmed Mido enn á mála hjá Spurs en verður það varla mikið lengur. Kaupin á Bent eru ekki eina vís- bendingin um að Tottenham Hotspur ætli sér stóra hluti á komandi sparkt- íð því um daginn gekk annar efnileg- ur leikmaður til liðs við félagið, velski vinstri bakvörðurinn Gareth Bale, sem sló í gegn hjá Southampton enda þótt hann sé ekki orðinn átján ára. Hefur sexfaldast í verði Darren Ashley Bent er 23 ára að aldri, fæddur 6. febrúar 1984 í Lund- únum. Hann óx úr innrömmuðu grasi hjá Ipswich Town og þreytti frum- raun sína með aðalliði félagsins haustið 2001, sautján ára gamall. Fyrsta úrvalsdeildarmarkið leit dagsins ljós í apríl árið eftir en skömmu síðar lauk veru Ipswich meðal hinna bestu. Næstefsta deild átti vel við hinn unga Bent og veturinn 2003-2004 gerði hann 18 mörk fyrir Ipswich og veturinn eftir bætti hann um betur, skoraði 19 mörk og varð markakóng- ur liðsins. Alls gerði Bent 47 mörk í 122 leikjum fyrir Ipswich. Sumarið 2005 greiddi Charlton tvær og hálfa milljón punda fyrir pilt- inn, þannig að hann hefur meira en sexfaldast í verði á tveimur árum. Ekki amalegt. Hvað skyldi hann verða metinn á sumarið 2009? Bent hlaut eldskírn sína með enska landsliðinu í mars á síðasta ári en hefur aðeins leikið einn leik síðan. Ýmsir hafa hleypt í brýnnar af þess- um sökum enda hefur sóknarleikur Englendinga ekki verið upp á marga fiska í tíð Steve McClarens. Michael Owen hefur verið fjarverandi og Wayne Rooney þjáðst af marka- þurrð. Þá vissi aumingja Bent ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar óharðnaður unglingur, Theo Walcott, var tekinn fram yfir hann á HM í Þýskalandi. En þolinmæðin þrautir vinnur allar. Eftirsóttur Mörg lið voru á höttunum eftir miðherjanum Darren Bent en hann valdi Tottenham Hotspur og ætlar sér stóra hluti á White Hart Lane. Bent í mark KNATTSPYRNA» »Ég er mjög metn- aðarfullur og Totten- ham hefur sýnt og sann- að á undanförnum tveimur árum að það er eitt besta lið Evrópu, svo þetta er rétti stað- urinn fyrir mig til að halda áfram að þróa minn leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.