Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LESTUR á Morgunblaðinu jókst á tímabilinu frá maí fram í júlí sam- anborið við mars og apríl þar á und- an. Lestur DV jókst einnig á sama tímabili. Heimsóknir á netmiðlana tvo, mbl.is og visir.is, voru fleiri síð- ustu mánuði en mánuðina á undan, en eins og áður nota mun fleiri mbl.is. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar fjölmiðlakönnunar Capacent. Færri lesa fríblöðin tvö, Fréttablað- ið og Blaðið, miðað við könnun sem gerð var í vor. Áskriftardagblöðin tvo, Morgun- blaðið og DV, bæta bæði við sig les- endum samkvæmt niðurstöðum lestrarkönnunar Capacent sem birt- ar voru í gær. Að meðaltali 44,4% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára lásu Morgunblaðið á tímabilinu frá upphafi maí til loka júlí. Er það 1,4 prósentustiga aukning frá tíma- bilinu á undan. Flestir lesa Frétta- blaðið eða að meðaltali 63% á fyrr- nefndu aldursbili en það er 1,8 prósentustiga fækkun lesenda. Lestur Blaðsins minnkar einnig, fer úr 38,2% niður í 36,2%. DV bætir hins vegar nokkru við sig. 5,1% þeirra sem spurðir voru höfðu lesið blaðið á tímabilinu mars-apríl en 7% gerðu það frá maí fram í júlí. Uppsafnaður lestur Morgunblaðsins var 71,1% Ef skoðað er hverjir lesa eitthvað af blöðunum í hverri viku, þ.e.a.s. svokallaður uppsafnaður lestur blaðanna, má sjá að 71,1% lands- manna á fyrrnefndu aldursbili lesa Morgunblaðið einhvern tímann í vikunni. 88,4% lásu Fréttablaðið einhverju sinni og 64,6% Blaðið. 21,2% sögðust hafa lesið DV ein- hvern tímann í vikunni sem spurt var. Ef þessar tölur eru bornar sam- an við könnunina frá því í vor standa fríblöðin nokkurn veginn í stað en Morgunblaðið bætir lítillega við sig eða 0,8 prósentustigum. DV bætir hins vegar 3,8 prósentustigum við sig. Heimsóknum á fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is, hefur jafnframt fjölgað að undanförnu en samkvæmt mælingu Capacent heimsóttu 50,7% Íslendinga á aldrinum 12-80 ára mbl.is daglega. Var þetta hlutfall 49,6% í síðustu könnun. 24,% lands- manna heimsótu netmiðilinn visi.is í síðustu mánuði samanborið við 21,7% í síðustu könnun. 71,6% heim- sóttu mbl.is einhvern tímann í vik- unni en 46,8% visir.is. Þá heimsóttu 27,2% vefinn blog.central.is ein- hvern tímann á tímabilinu. Könnunin var unnin á tímabilinu 1. maí til 31. júlí í gegnum síma og var 4.200 manna úrtak valið með til- viljunaraðferð úr þjóðskrá. Svar- hlutfall var 61,5% en 2.455 manns svöruðu. Lesendum Morgun- blaðsins fjölgar Annar hver Íslendingur heimsækir mbl.is daglega                        !                            ! " # $%          &'   ()    )   *)+    )   *)+ , * - .  )/ „VIÐ fengum ellefu laxa á stangirnar þrjár í Bíldsfellinu, það er allt fullt af laxi þarna fyrir austan,“ sagði Jón Þ. Einarsson sem var við veiðar fyrir landi Bíldfells í Soginu á sunnu- dag. „Við misstum marga fleiri. Hann var að sýna sig um allt. Við Neðstagarð stukku í eitt skipti þrír laxar, allir í einu. Það hef ég aldrei fyrr séð í Soginu, á þeim 30 árum sem ég hef stundað ána. Og ég hef aldrei veitt þar svona vel um mitt sumar áður – hef verið sáttur við að fara heim með eitt flak,“ sagði Jón og hló. Gríðargóð veiði er á öllum veiðistöðum í Sogi þessa dagana, sú besta um langt árabil. Á sama tíma og Jón og félagar hans veiddu við Bíldsfellið náðust 13 á Alviðru og átta á þá einu stöng sem veitt er á í Þrastarlundi. Allt var þetta nýgenginn lax; einn Alviðrulaxinn var sextán og hálft pund og þrír tíu pundarar í veiðinni við Alviðru. Hátt í 250 laxar munu vera skráðir í veiði- bækurnar við Sog og hefur nær allur fiskurinn veiðst á síðustu tíu dögum. Meðalveiði síðustu þriggja áratuga mun vera um 360 laxar, þann- ig að veiðin nálgast þá tölu. Þá munu um 100 laxar að auki hafa veiðst við Tannastaðatanga, við skil Sogsins og Hvítár. 92 laxa morgunn í Eystri-Rangá Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður Eystri- Rangár, segir að heldur herði á laxagöngunum þessa daga en hitt. Gríðargóð veiði hefur verið eftir að laxinn tók að ganga, um 20. júlí. „Það eru myljandi göngur og mikið fjör,“ sagði Einar seinnipartinn í gær. „Besti dagur sumarsins var í gær, sunnudag, en þá var 130 löxum landað. Og besti morgunninn var svo í dag, en þá veiddust 92.“ Veitt er með 18 stöng- um á svæðinu, þannig að meðalveiði á stöng á dag er um eða yfir fimm laxar. „Við erum núna í 1.850 löxum og ættum að smella í 2.000 á morgun.“ Einar segir veiðimenn í skýjunum. Til að mynda hafi síðustu daga verið fólk við veiðar sem hafi ítrekað reynt að veiða lax síðustu ár, án árangurs. Nú sé það hinsvegar komið með um 30 á stöngina. Í Elliðaánum er ennþá ljómandi veiði, 12 laxar veiddust í gærmorgun og er aflinn að nálgast 700 laxa. Fyrsta niðursveiflan í göng- um mældist í fyrrinótt, þegar einungis fimm laxar fóru um teljarann. Enda hefur heldur hægst yfir neðsta svæðinu, en að sögn Jóns Þ. Einarssonar veiðivarðar spóla menn þess í stað af stað og berjast um staði eins og Árbæj- arhyl, Símastreng og Kistur. Fimmtíu laxar úr Flekkunni Árnar í Dölum hafa liðið fyrir þurrkana í sumar og lítil veiði verið. Flekkudalsá á Fells- strönd hefur einungis gefið um 50 laxa, en að sögn veiðimanna sem voru þar um helgina var laxinn einkum bunkaður á þremur stöðum og tók grannt. Undir lok vaktanna fjögurra var svo komið að einungis ein stanganna var kom- in með lax. Á síðasta hálftímanum tókst veiði- mönnum á hinum tveimur að bjarga andlitinu og landa hvor sínum fiskinum. Þótti þeim mik- ill munur á að hafa hendur á einum en engum. Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu er mikil urr- iðaparadís. Fjórar fjölskyldur sem voru við veiðar um helgina lönduðu 62 fiskum. Hafa yf- ir 1.000 urriðar veiðst. Laxinn hefur verið á uppleið í ánni, eftir að hafa verið nær horfinn. Nú hefur hinsvegar aðeins veiðst einn. En göngur virðast vera að glæðast, því á laug- ardag var eitt laxapar í einum hylnum, daginn eftir voru laxarnir orðnir fimm, og á mánudag voru 12 í hylnum. Það voru því ekki bara menn á ferðinni um verslunarmannahelgar. Besta laxveiði í Soginu um árabil – veiðimenn fengu allt að átta laxa á dagsstöngina um helgina „Það er allt fullt af laxi þarna fyrir austan“ Gjöfulasti morgunn sumarsins í Eystri-Rangá var í gær en þá lönduðu veiðimenn alls 92 löxum Í HNOTSKURN »Um 250 laxar hafa veiðst í Soginu ásíðustu 10 dögum. Meðalveiði síð- ustu 30 ára í Sogi er um 360 laxar. »Veiðin í Eystri-Rangá var í 1.850löxum í gær. 130 laxar veiddust á mánudag, var það besti veiðidagur sum- arsins. »Hægst hefur yfir neðsta svæðinu íElliðaánum og dregið úr göngum. Nær 700 laxar hafa veiðst í ánum. » Í Reykjadalsá er urriðaveiði sumars-ins komin yfir 1.000 fiska. Morgunblaðið/Einar Falur Löndun Sigurður Árni Sigurðsson landar urriða við Stórulaugapoll í Reykjadalsá og býr sig undir að sleppa honum aftur. Góð veiði hefur verið í ánni í sumar, yfir 1.000 silungar. Ljósmynd/Þórður Helgi Bergmann Stórlax Gunnhildur Diljá aðstoðaði föður sinn, Gunnar B. Ólason, við að ná þessum 96 cm hæng í Laxá í Refasveit. Hollið veiddi sex laxa en yfir 60 laxar munu hafa veiðst í ánni í sumar.efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.