Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 41 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HLJÓÐ OG MYND WWW.SAMBIO.IS THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 5 B.i. 10 ára / AKUREYRI THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 10 B.i. 7 ára THE SIMPSONS kl. 6 - 8 LEYFÐ / KEFLAVÍK FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS STÆRSTA MYND SUMARSINS 48.000 GESTIR SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee DV eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee Tommi - Kvikmyndir.is 47.000 GESTIR HLJÓÐ OG MYND Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is SVIÐSLISTAHÁTÍÐIN artFart stendur nú yfir öðru sinni, en í fyrra spratt hún uppúr samstarfi nokkurra skapandi sumarstarfshópa Hins hússins. „Nokkrir hópanna voru að frum- sýna á sama tíma í fyrra, og okkur datt í hug að setja þetta undir lítil regnhlífarsamtök og búa til litla há- tíð út frá því,“ segir Ásgerður G. Gunnarsdóttir, einn aðstandenda artFart. Í ár verður meðal annars bryddað uppá athyglisverðri nýlundu, mál- þingi um tilraunir í listum, sem Karl Ágúst Þorbergsson, annar skipu- leggjandi artFart, sér um. Það verð- ur haldið 12. ágúst kl. 20. „Þetta er byggt á verkefni sem ég og bekkjarbróðir minn erum að vinna,“ segir Karl. Verkefnið gengur út á að rannsaka grundvallarhugtök í sviðslist, hefðir, miðlun og þá miðlun tilrauna sérstaklega, að sögn Karls. artFart teygir út arma sína Morgunblaðið/Frikki listaFrat Ásgerður og Karl standa, auk annarra, fyrir artFart-hátíðinni. Frekari upplýsingar um tíma- og dagsetningar er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.mys- pace.com/artfarticeland, eða í miðasölusíma, 821 7987. BOÐIÐ er uppá ýmislegt í ár. Í kvöld sýnir Ásgerður til að mynda ásamt Vigdísi Evu Guðmundsdóttur og Melkorku S. Magnúsdóttur dansverkið Best og Sigurður Arent Jónsson flytur nýtt einstaklingsverk, Mótmælir! Einnig má nefna uppfærslu á hinu tragikómíska leikverki Heteróhetjur, en það fjallar um ástarsamband knattspyrnuséníanna Ashley Cole og William Gallas. Nokkrar sýningar eru fyrirhugaðar, meðal annars ein á morgun. Lokasýning hátíðarinnar, Bubbi kóngur, ku svo rökrétt framhald af upp- setningu Herranætur árið 1969, og greinir frá hinum valdagráðuga kóngi í nýrri heims- og þjóðarímynd okkar tíma. Taka skal fram að hér er ein- ungis stiklað á stóru í dagskránni. Sýningar fara flestar fram í Smiðjunni, húsnæði leiklistardeildar LHÍ, Sölvhólsgötu 13, og er miðaverð 500 kr. á allar sýningar nema Heteró- hetjur, en miði á þá sýningu kostar 1.500 kr. Dagskrá hátíðarinnar R&B-STJARNAN Usher er kominn í hnapphelduna. Usher gekk að eiga unnustu sína til margra ára, Tameku Foster, sem ber barn hans undir belti. Athöfnin fór fram föstu- daginn síðastliðinn í Atlanta, en brúðkaupinu var aflýst 28. júlí sl. vegna meints heilsubrests Foster. Usher segir hins vegar alla heil- brigða og hrausta. Usher og Foster greindu frá því í júní sl. að þau ættu von á barni, en Foster á þrjú börn fyrir frá fyrra hjónabandi. Usher er fimmfaldur Grammy-verðlaunahafi, þekktastur fyrir dægurlögin „Confessions“ og „You Make Me Wanna“. Hann hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta og nokkrum kvikmyndum. Fréttavefur BBC gerir fastlega ráð fyrir því að söngvarinn sendi frá sér plötu fyrir áramót. Reuters Kátur Usher hlær að þáverandi unnustu sinni og núverandi eiginkonu, Tameku Foster, á NBA-körfuboltaleik í Cleveland 14. júní síðastliðinn. Usher í hnapphelduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.