Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 27
góða stað þar sem þú ert staddur er eflaust einhver sem kann að meta þýsku speedmetalsveitina Helloween, Eriku Eleniak og lélegar Kung-Fú myndir. Texti af Helloween-lagi lýsir vel hvernig mér líður á þessari ein- kennilegu kveðjustund. Hann hefst á eftirfarandi línum: „Here I stand all alone, has my mind turned to stone,/ has my heart filled up with ice to avo- id its breaking twice“. Takk fyrir allt, gamli góði vinur. Ég sendi Ástu, Bjössa og strákunum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þinn sálufélagi Helgi Valur. Elsku Gulli. Ég trúi ekki enn að þú sért farinn frá okkur, minningarnar um samstarf og vináttu frá því ég kynntist þér fyrst í nóvember 2002 hafa hellst yfir mig síðan ég fékk símtalið og mér var tilkynnt að þú hefðir látist. Þær minningar sem standa upp úr eru t.d. hvað þú hálföfundaðist út í hvað ég heiti alþjóðlegu nafni og hlóg- um við oft að ýmsum útfærslum á nafninu þínu. Kudli var það sem við hlógum mest að. Þegar ég eignaðist svo barn í september 2004 varstu fyrstur af vinnufélögunum til að mæta í heimsókn og skoða strákinn og ræddum við í tengslum við með- gönguna og fæðinguna að þú myndir velja alþjóðlegt nafn á börnin þín svo þau yrðu ekki í sömu vandræðum og þú. Þú ákvaðst að hætta að vinna og fara í skóla haustið 2005 en eftir nokk- urra mánaða fjarveru byrjaðir þú þó aftur hjá okkur og gerðum við grín að því að þú hefðir orðið að byrja aftur til að klára sykurbirgðirnar sem höfðu safnast upp frá því þú hættir því við héldum áfram að panta sama magn og áður. Þó svo að þú hafir svo minnkað sykurnotkunina spáðum við sam- starfsfélagarnir oft í það hvort þú fengir þér sykur með kaffi eða sykur útí kaffið. Þú varst „einn“ af stelpunum. Á meðan aðrir karlmenn fyrirtækisins hrökkluðust út úr kaffistofunni þegar ýmis kvennatengd málefni voru rædd sast þú sem fastast hjá okkur og sagð- ir þitt álit ef svo bar undir. Þú hrædd- ist okkur ekki og hafðir sterkar skoð- anir á mörgu. Eftir að hafa hætt við að fara til Krítar bæði sumarið 2005 og aftur 2006 fórstu loksins núna í júní, þegar ég hitti þig síðast varstu einmitt að fara í þá ferð og var tilhlökkunin mik- il. Ég gladdist mikið yfir að þú værir loksins farinn að lifa lífinu aftur og hugsa um sjálfan þig. Ég á eftir að sakna samverustunda okkar, sérstaklega hádegisverðanna á Indókína en þar hittumst við reglu- lega eftir að ég hætti hjá IOD. Ég votta foreldrum þínum, bræðr- um og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Kveðja, María Hlín Steingrímsdóttir. Í dag, miðvikudaginn 8. ágúst, kveðjum við hann Gulla. Það er eig- inlega ekki skiljanlegt að við sam- starfsmenn hans undanfarin ár skul- um vera að kveðja Gulla núna. Gulli lést í mótorhjólaslysi á laugardaginn 28. júlí og ég fékk fréttirnar á sunnu- dagsmorgninum. Það tók svolítinn tíma að átta sig á því hvað hafði gerst og svo var verkefnið að hringja í sam- starfsmenn hans og bera þeim þessar sorgarfréttir. Ég trúi þér ekki, þú segir ekki satt, voru viðbrögðin hjá öllum, enda vorum við ekki tilbúinn til að samþykkja það bara svona að Gulli væri dáinn, dáinn og farinn fyrir fullt og allt. Gulli vann hjá Tölvulistanum / IOD síðastliðin 7 ár þar sem hann var í dag einn af lykilmönnum fyrirtækisins. Hann var duglegur stjórnandi, ráða- góður, þolinmóður og samviskusam- ur. Hann var, þrátt fyrir að vera stjórnandi, einn af fólkinu á gólfinu og tók þátt í öllum verkefnum, hver svo sem þau voru. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Gulla í dag og biðjum Guð að vera með honum á himninum. Við biðjum líka fyrir foreldrum hans og bræðrum, biðjum Guð að vera með þeim á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd starfsmanna Tölvulistans og IOD. Ásgeir G. Bjarnason. Kæri Gulli, fréttin um slysið og frá- fall þitt kom eins og þruma úr heið- skýru lofti. Ég var að koma heim úr brúðkaupsferðinni minni og við töluð- um saman í símann á fimmtudaginn þar sem við ræddum um fríið og hversu gott lífið væri. Hvað við ætl- uðum að gera í næstu viku og næstu viku og næstu viku. En þetta var í síð- asta skipti sem ég heyrði í þér, heyrði rödd þína hinum megin við skilrúmið. Gulli þú varst einstakur maður, góður vinur og frábær starfsfélagi. Mér finnst ég vera svo eigingjarn þegar ég hugsa til þess hvernig á að fylla skarð þitt en svona líður mér, það er ekki mögulegt að fylla það skarð sem þú skilur eftir í lífi mínu, því það er ekki annar Gulli. Þú sem varst alltaf svo jákvæður og bóngóður og ég verð að segja það núna ef ég sagði það aldrei við þig að ég hefði lík- lega ekki komist í gegnum síðastliðið ár án þinnar hjálpar, takk fyrir það. Þú varst byrjaður í skólanum til að klára háskólaprófið þitt í viðskipta- fræði en lést þig ekki muna um að taka að þér krefjandi stjórnunarstöðu á sama tíma. Hvernig getur eitthvað eins og þetta gerst, hver er tilgang- urinn með lífinu þegar sumir eru kall- aðir til guðs svona ungir og með svona mikla framtíð. Elsku Gulli, ég mun sakna þín og geyma þig í hjarta mínum, það voru forréttindi að fá að kynnast þér, að fá að eiga þig fyrir vin og fá að vinna með þér. Ég votta mömmu þinni og pabba og bræðrum þínum mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Kveðja, Ásgeir í Tölvulistanum. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að fá að þekkja jafn góðan mann og hann Gulla okkar. Betri vinar er ekki hægt að óska sér. Skarðið sem hefur nú verið höggvið í vinahópinn er stórt, sársaukafullt og með öllu ófyllanlegt. Besti vinur okkar var tekinn frá án nokkurs fyrirvara, langt fyrir aldur fram. Framtíðin sem brosti við hon- um er skyndilega horfin, allt sem við vorum búin að ákveða að gera í sam- einingu er orðið að engu. Nýlega hafði hann Gulli fundið ást- ina aftur eftir langan tíma og við finn- um vissa huggun í því að vita að hann hafði fundið hana með svona góðri konu sem hafði gefið honum ham- ingju og bjartsýni þetta síðasta sum- ar. Minningarnar streyma fram, ferða- lög sem við fórum í saman til Spánar og nú síðast í júní til Krítar eru orðin ennþá verðmætari en við hefðum nokkurn tímann getað ímyndað okk- ur. Ófáar voru líka sykursætar kaffi- húsaferðir, fjölmennar grillveislur og ógleymanlegar sumarbústaðaferðir. Alltaf var gott að sækja hann Gulla heim og ófá voru góðu kvöldin þegar hann leit inn í kaffi til okkar hjónanna. Það er erfitt að eignast gamla vini, en það er miklu erfiðara kveðja þá. Hvíl í friði, elsku Gulli. Guðmundur og Inga. Það var erfiður sunnudagur er mér bárust fréttir af því að þú hefðir fallið frá, Gulli minn. Það má eiginlega segja að við hefðum kynnst þrisvar sinnum. Fyrst þegar við bjuggum báðir í Hveragerði, þú varst þá ný- kominn með bílpróf og alltaf á rúnt- inum á fína bílnum þínum. Þó við ætt- um ekki mikil samskipti á þeim tíma þá varð þér og systur minni vel til vina. Við kynntumst svo aftur þegar þú fórst að vinna hjá Tölvulistanum í innkaupum og ég hjá Tölvudreifingu og við keyptum hvor af öðrum. Í þriðja skiptið kynntumst við svo enn betur þegar við byrjuðum í há- skólanámi á sama tíma. Við vorum fjórir úr tölvugeiranum í sömu fögum og héldum alltaf hópinn. Fólki fannst það afar skrítinn vinskapur þar sem við vorum allir í samkeppni hver við annan á daginn en síðan þéttur hópur í skólanum á kvöldin. Það voru ófáir klukkutímarnir og andvökunæturnar sem fóru í verkefnavinnu í skólanum og margt misviturlegt sem okkur datt í hug en alltaf gaman. Við deildum líka sömu áhugamálum og oft fór mik- ill tími í ýmsar umræður tengdar mótorhjólum og breytingar á þeim. Nú ekur þú frjáls. Það er skarð í hópnum sem ekki verður fyllt. Þín verður sárt saknað en minningin lifir. Fjölskyldu þinni og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Þinn vinur Guðmundur Zebitz. Elsku Gulli minn. Nú er þín síðasta fjallganga að baki og það er erfitt að hugsa til þess að ég sjái þig aldrei framar og fá ekki oftar sms frá þér þar sem þú býður sjálfum þér í kaffi til mín. Alla tíð vissum við hvort af öðru en við kynntumst fyrst af alvöru vorið 1993. Við vorum nokkur saman í hóp og algjörlega óaðskiljanleg. Á meðan skólafélagar okkar fóru á útihátíðir um verslunarmannahelgar fórum við í skrúðgarðinn með teppi og heitt kakó, lágum í brekkunni og horfðum á stjörnurnar. Þegar ég flutti til Reykjavíkur og eignaðist börn voru samskiptin ekki mikil en tengslin milli okkar voru þó alltaf til staðar. Vinskapinn endurnýj- uðum við svo fyrir þó nokkrum árum síðan. Þú varst bíó- og kaffihúsafélagi minn og sá eini sem kíktir í kaffi heim til mín. Sá eini sem notaðir sykurkar- ið. Ég meira að segja fékk þig með mér og sonum mínum í tjaldútilegu á Akureyri 2005 og við skemmtum okk- ur rosalega vel. Við heyrðumst síðast fyrir nokkr- um dögum síðan og þú sagðir mér frá henni Valdísi sem þú hafðir nýverið kynnst og þú varst svo spenntur og ánægður með lífið og ég líka fyrir þína hönd. Einhverra hluta vegna hefur guð þurft á þér að halda og þó sársaukinn sé nístandi, get ég yljað mér við þær fjölmörgu minningar sem ég á um þig. Ég veit að þú vakir yfir okkur því oft heyri ég þig hlæja með mér þegar ég rifja upp stundirnar okkar saman. Elsku Ásta, Björn, Guðjón, Hafþór og Valdís, guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Elsku vinur minn, ég mun ætíð sakna þín sárt, hvíldu í friði. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi) Þín vinkona Hjördís Berglind Zebitz. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 27 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA EINARSDÓTTIR hússtjórnarkennari, áður til heimilis á Ægisíðu 48, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, miðvikudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Haraldur Ásgeirsson, Elísabet Haraldsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hallgrímur Guðjónsson, Ásgeir Haraldsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Einar Kristján Haraldsson, Helga G. Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR RÖGNVALDSSON eirsmíðameistari, Kambsvegi 16, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Hólmfríður Jónasdóttir, Anna Ingólfsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Hilmar Bergsteinsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Bragi Finnbogason, Rögnvaldur Ingólfsson, Kristjana Emilía Kristjánsdóttir, Gísli Jónas Ingólfsson, Lucrecia Dugay, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRMANN GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur Ármannsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús Ármannsson, Valgerður Erlingsdóttir, Guttormur Ármannsson, Mariatta Kojo, Gunnar Ármannsson, Guðrún Halldórsdóttir, Védís Ármannsdóttir, Örnólfur Oddsson, Jóna S. Ármannsdóttir, Magnús Snædal, Hera Ármannsdóttir, Jón Grétar Traustason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGOT GAMM, Borgum, Hornafirði, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Hornafirði, fimmtudaginn 9. ágúst kl. 14:00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Borgum í Nesjum. Ingiríður Skírnisdóttir, Krister Gustavsson, Hákon Skírnisson, Karl Skírnisson, Ástrós Arnardóttir, Sigurgeir Skírnisson, Ingibjörg Björnsdóttir, Hjördís Skírnisdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson og barnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Eyrargötu 12, Eyrarbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, að kvöldi mánudagsins 6. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Magnús Þórarinsson, Sigurður G. Sigurjónsson, Eva Andersen, Guðmundur Magnússon, María E. Bjarnadóttir, Ingvar Magnússon, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.