Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 29
✝ Hörður Haralds-son fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1916. Hann lést á LSH í Fossvogi sunnudaginn 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar Harðar voru Haraldur Jónsson prentari, f. 18. 6. 1888, d. 9.9. 1977 og kona hans Halldóra Sveinbjörnsdóttir, f. 18. 7. 1893, d. 30. 4. 1931. Alls eignuðust þau hjón 10 börn og komust 5 þeirra á legg, tvö dóu í barnæsku og þrjú fæddust and- vana. Hörður var næstelstur barna þeirra hjóna, hin eru: Helgi, f. 23.2. 1915, d. 28.8. 1998, Jón Þorbergur, f. 6.8. 1917, d. 24.2. 1999, Þórir, f. 29.3. 1921, d. 25.2. 1995, Sigurður, f. 28.12. 1922, d. 4.3. 1928, Sigþóra Jóna, f. 12.3. 1926, d. 31.3. 1927, og Halldóra, f. 23.3. 1931. Samfeðra Herði, börn Guðrúnar R. Guð- mundsdóttur, f. 17.1. 1906, d. 12.10. 1984, eru Haraldur, f. 1941. d, 1942, Karítas, f. 8.1. 1944, og Sig- urrós, f. 1947, d. 1947. Fyrri kona Harðar var Marta Jónsdóttir, f. 1920, dætur þeirra b) Snorri, kvæntur Þórunni Lár- usdóttur, þau eiga einn son. 4) Harpa, f. 7.8. 1960. Fyrri maður hennar Halldór Carl Steinþórsson, f. 1959, d. 1985. Börn þeirra eru Aðalheiður, f. 1977, og Arnór, f. 1982. Seinni maður hennar er Brynjar Freyr Stefánsson, f. 1960, börn þeirra eru Hörður Freyr, f. 1990, og Hrefna Borg, f. 1997. Hörður var alinn upp í Reykja- vík, fyrst á bænum Langholti í Laugardal, en síðar flutti fjöl- skyldan á Laugaveginn. Eftir að móðir Harðar lést 1931 og faðir hans stóð einn með 4 drengi, vann Hörður ýmis störf til að leggja björg í bú þeirra feðga. 23 ára flutti hann til Akureyrar, stofnaði fjöl- skyldu, starfaði í sútunar- og skó- verksmiðju Sambandsins, auk þess, sem hann sigldi á Fjallfossi á stríðs- árunum. Leiðir Harðar og fjöl- skyldunnar á Akureyri skildi og Hörður flutti til Reykjavíkur, þar sem hann lauk námi í trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík. 1958 varð Hörður byggingameistari og vann svo lengi sem heilsan leyfði að þeirri iðn. Hörður og Aðalheiður voru hluti að frumbyggjunum í Langholtinu og bjuggu allan sinn búskap, þar sem hann sleit barns- skónum forðum. Útför Harðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. eru: 1) Anna Dóra, f. 15. 1. 1940, gift Hjör- leifi Einarssyni, dæt- ur þeirra eru a) Marta Ríkey, f. 1965, gift Braga Jónssyni, þau eiga þrjú börn, b) Sig- urveig, f. 1967, gift Rafael Quintana Sill- ero, þau eiga fjögur börn. 2) Kristín Huld, f. 1. 11. 1941. Dóttir hennar og Sævars Líndal Jónssonar er Unnur Huld, f. 1963, hún á einn son með Magnúsi Ársælssyni og þrjú börn með Þórði Kárasyni. Eiginmaður Kristínar Huldar var Sigurður L. Þorgeirsson, f. 1941, d. 1986. Synir þeirra eru Sigurður, f. 1970, hann á tvö börn og c) Jón Andri, f. 1972, hann á einn son. Seinni kona Harðar var Að- alheiður Jónasdóttir, f. 30.12. 1922, d. 16.2. 1995. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Kolbrún, f. 20.2. 1949, gift Jóni Stefánssyni, f. 5.7. 1946. 2) Har- aldur, f. 9.6. 1950. 3) Björk Lind, f. 21.4. 1954, synir hennar og Ragn- ars Petersen, f. 1953, eru a) Róbert, f. 1975, kvæntur Sigrúnu Öldu Sveinsdóttur, þau eiga þrjú börn og Elsku pabbi minn. Þú kenndir mér hvað það er að vera til staðar þegar aðrir eiga erfitt. Þú varst alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á, hvort sem ég var barn eða seinna í lífinu. Þú huggaðir, tókst utan um mig en sagð- ir ekki endilega neitt, þú varst bara til staðar. Nú reyni ég að hafa þetta að markmiði mínu. Ég þakka þér fyrir það sem þú varst mér og börnunum mínum. Nú ert þú í fangi mömmu og ég trúi því að mamma þín, hún amma Halldóra sem þú saknaðir alltaf mik- ið, sé hjá þér líka. Guð geymi þig elsku pabbi minn. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson.) Harpa. Minn kæri tengdafaðir er fallin frá. Hann var orðinn 91 árs þegar kallið kom og hafði þar af leiðandi upplifað miklar breytingar á lífi og högum fólks. Það var því af mörgu að taka þegar við hittumst og ræddum málin og unnum saman um tíma. Hann vildi tala og naut þess þó engin hefði hann raddböndin en þau voru fjarlægd fyr- ir 30 árum í erfiðri aðgerð eftir að hann greindist með krabbamein. Hann studdi bara tækinu sínu við hálsinn og lét móðan mása, það var hans stíll. Það er margs að minnast og þakka fyrir. Afi Hössi eða „gamli töffarinn" eins og ég kallaði hann stundum, var mjög stór persóna þó ekki væri hann hár i loftinu. Hann var ávallt vel til hafður, nýrakaður, beinn í baki, kvikur og léttur á fæti, stæltur og dökkur á hörund, allt sem sæmir fallega menn. Þegar við Harpa vorum að byggja húsið okkar í Kópavoginum var afi Hössi ávallt til taks. Hann hafði alltaf tíma til að hjálpa okkur þó hann væri enn í fullu starfi sjálfur rúmlega 70 ára. Hann naut þess að vinna og hann naut þess að hjálpa til. Um tíma þegar Hörður Freyr nafni hans var lítill var afi okkar helsta barnapía og skipti þá engu máli hvað sá litli vildi gera, afi Hössi fór þá með honum í bíló eða fótbolta eða bara hvað sem var, þeir skemmtu sér alltaf vel. Afi Hössi hændi að sér öll börn og áttu þau sérstakan stað í hjarta hans- .Eftir að barnapíustörfum lauk þann daginn fór hann aftur í vinnuna, vinn- an beið og var þá bara unnið fram eft- ir. Hann sagði gjarnan ef ég spurði hann hvort hann væri ekki þreyttur eftir langan vinnudag og hann orðinn þetta fullorðinn „ég sef þegar ég er dauður." Nú sefur hann vært. Það var líka alveg ótrúlegt að þó afi Hössi væri orðinn fótafúinn síðustu árin þá stóð hann fyrstur á fætur ef eitthvað vantaði og var snöggur. Krafturinn og viljinn var alltaf til staðar þó líkaminn væri orðinn svolít- ið lúinn. Einn af mínum bestu vinum er fallin frá. Kæri tengdapabbi, Guð veri með þér. Brynjar Freyr Stefánsson. Elsku afi, um leið og ég kveð þig og þakka fyrir farinn veg, þá rifja ég upp þær samverustundir sem ég átti með þér. Þar sem ég var svo heppinn að vinna með þér og læra hjá þér smíðar. Allsstaðar sem við komum í kringum fólk varstu alltaf hress og hlæjandi og öllum fannst gaman að spjalla við þig þar sem þú einkenndist af léttleika og smá stríðni. Ekki er hægt annað en að nefna hversu greiðvikinn og hjálpleg- ur þú varst alltaf við fjölskyldu og vini. Þó svo að þú hafir misst rödd þína þá spjallaðir þú manna mest í kaffitímunum. Gleymi ég aldrei afa- sögunum sem þú sagðir af þér og bræðrum þínum sem voru svo ótrú- legar og skemmtilegar. Ef maður leyfði sér að efast um trúverðuleika þeirra þá fékk maður frá þér ákveð- inn svip og þú skelltir í góm. Við fjölskyldan þökkum þér fyrir allar samverustundirnar um leið og við kveðjum þig með söknuði og hlýju. Róbert, Sigrún Alda, Re- bekka Rut, Aron Freyr og Sveinn Sölvi. Kveðja frá Söngskólanum í Reykjavík Fyrir þrjátíu árum, eða svo, var sagt að Guð hefði kysst raddbönd frægs tenórsöngvara frá Ítalíu og gef- ið byr dásamlegri rödd, sem heillað hafi milljónir síðan. Á sama tíma, fyrir þrjátíu árum, kyssti Guð skurðarjárn læknis við Borgarspítalann á Íslandi, sem skar burtu meinsemd og radd- bönd vinar míns og velgjörðarmanns, Harðar Haraldssonar. Báðir hlutu þeir heimsfrægð og umfjöllun fyrir bragðið. Pavarotti meðal listunnenda og Hörður innan læknavísindanna. Í báðum tilfellum var þetta upphaf kraftaverks, furðuverks, því hvorug aðgerð almættisins átti að duga svo lengi sem raun varð á, og alls engin þrjátíu ár. Pavarotti, ítalski tenórinn, hélt rödd sinni og söng langt umfram það sem tenórar eiga að geta og Hörður lifði skurðinn tugum ára fram yfir venjulega gefin grið. Það að hafa fengið að taka þátt í lífsbaráttu og lífs- hlaupi Harðar, eru sérstök forrétt- indi. Hörður var ljúfur maður og hóg- vær. Góðvild hans í garð annarra var rík í eðli hans og fari. Hann var þess konar maður, að öllum sem kynntust honum, hlaut að verða vel til hans og þeim sem kynntust honum vel, að elska hann, en umfram allt virða. Hann var mikill fjölskyldumaður, unni öllu sínu fólki hugástum og fylgdist með að engan skorti, enginn yrði út undan. Gladdist einlæglegra yfir listasigrum þeirra sem lögðu þá leiðina og grunnt var í grátstrenginn hjá Herði þegar fallega var sungið og dýrt kveðið. Dugnaði Harðar og ósér- hlífni var viðbrugðið. Ég vissi ekki hvenær hann svaf, ekki það að mér hafi komið það við, en fyrr mátti nú vera! Hann var árrisulli en ég og vann iðulega langt fram á nótt. Einhvern tímann sagði hann, þegar ég kvartaði um tímaleysi: „Góði segðu ekki að þú hafir ekki nægan tíma, það eru jafn- margar klukkustundir í sólarhringn- um hjá þér og hjá mér,“ og bætti svo við, með glampa í augum „og hjá öll- um hinum stórmennum mannkynsög- unnar“. Hörður var fríður og fíngerður sem ungur maður, myndarlegur karlmað- ur og fallegt gamalmenni, sem bar sig vel fram í dauðann. Hörður vann með okkur við Söngskólann frá fyrstu ár- um við að halda öllum húsakynnum, sem og innanstokksmunum við og í fullkomnu lagi. Hann lagði allt stolt sitt sem fagmanns, og fagmaður var hann, í að aldrei þyrftu kennarar eða nemendur að kvarta. Öll aðstaða til vinnu og náms var alltaf 100%. Hörð- ur var mér, og okkur öllum við Söng- skólann, mikilsverð og ómetanleg hjálparhella og stór hluti þess ævin- týris sem Söngskólinn í Reykjavík er. Við sendum börnum Harðar, Ólöfu Kolbrúnu, Haraldi, Björk Lind, Hörpu, Kristínu, Önnu, öllum afa- og langafabörnunum samúðarkveðjur, en gleðjumst jafnframt með þeim í minningunni um yndislegan föður, fé- laga og vin. Garðar Cortes. Hörður Haraldsson þess að taka við því. Því finnstmanni ósanngjarnt að maður eins og hann skyldi þurfa að mæta þeim örlögum að missa heilsuna tæplega 72 ára gamall og vera bundinn við hjólastól það sem eftir var. Ég hef átt því láni að fagna að eiga ómetanlegar stundir með þessum mikla listamanni fyrir utan það að vera nemandi hans. Ég naut þeirra forréttinda að syngja á móti honum í uppfærslu á La Bo- héme í Borgarleikhúsinu 1992, ég var í hlutverki Colline og hann var leigusalinn Benoit. Einnig er til staðar ljúf minning um útvarpsþátt sem var tekinn upp með okkur tveimur 1995. Að lokum ber að minnast síðasta augnabliksins þar sem við komum að tónlist saman, en það var í júlí 1998 á Reykja- lundi. Þá söng ég Bjórkjallarann og Love Me Tender við undirleik Kristins fyrir vistmenn á staðnum, en minn kæri vinur gat einungis notað aðra höndina. Kristinn minn, þú ástkæri kenn- ari, vinur og reglubróðir. Nú ertu horfinn til austursins eilífa, þar sem hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar hefur tekið vel á móti þér og veitt þér skjól. Megirðu hvíla í friði. Ég sakna þín mikið. Fyrir hönd Óperudeildar Félags íslenskra leikara, Stefán Arngrímsson Kveðja frá Söngskólanum í Reykjavík Flestar þær söngraddir sem við þekkjum úr heimi hljóðritana, hvort sem er af hljómplötum, út- varpi, sjónvarpi eða tónleikasölum, eru raddir heimsfrægra söngvara sem tilheyra stórþjóðum sem eiga aldagamla tónlistarhefð að baki. Norðurlandaþjóðir, sem á alheims- vísu eru smá-þjóðir, hafa líka eign- ast söngvara á heimsvísu sem hafa lagt furðu stóran skerf til söng- listar og tónlistar í heiminum. En furðulegra en orð fá lýst, já æv- intýri líkast, er þó að sú þjóð sem er fámennust sjálfstæðra þjóða á allri jarðkringlunni, með enga tón- listarhefð í nútímaskilningi, skuli hafa eignast söngvara sem telja má jafnvíga þeim sem hlotið hafa heimsfrægð, en vegna legu lands og þjóðar hlutu þau örlög að ein- angrast, en búa til og byggja upp tónlist og tónlistarhefð í sínu landi. Kristinn Hallsson var svo sann- arlega hluti af þessu ævintýri, fé- lagi í gullaldargengi íslenskra söngvara, sem voru hluti af upp- byggingu þess blómlega menning- arlífs sem við búum nú við. Kristinn var góður maður, en ekki gallalaus, „enda gallalausir menn ún-intressant“ eins og hann sjálfur komst að orði, þó fáa hafi ég þekkt sem börðust jafn einlæg- lega fyrir hreinleika tungunnar. Spaugsamur var hann og góður sögumaður, lagði gjarnan sjálfan sig til höggs og að veði. Hrekklaus, en gjafmildur á ráð og tíma og fé. Veraldlegum auði safnaði hann ekki, en lagði grunn að frábærri, samhentri og ástríkri fjölskyldu með konu sinni Hjördísi og það var hans ríkidæmi. Kristinn Hallsson var einn þeirra fyrstu sem komu að stofnun Söngskólans í Reykjavík og sótti ég bæði ráð og uppörvun til hans. Hann var fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu á þessum tíma og að áeggjan ráðherra og ráðuneytis- stjóra kom hann með ábendingar um farsæla stofnun skólans. Krist- inn kenndi við skólann í nokkur ár og var vinsæll og vel metinn kenn- ari. Hann hafði einstaka þolinmæði og lag á að laða fram þá hæfileika sem í nemendum hans bjuggu. Það er mér mikils virði að hafa fengið að vera samferðamaður Kristins Hallssonar söngvara. Okkar spor lágu saman í lok hans ferils og mínar minningar um hann eru af söngvara með ótrúlega góða rödd og raddtækni sem var okkur hinum til fyrirmyndar. Sterkasta hlið Kristins var túlkun. Meðferð hans á texta var slík, að hvert orð skildist og allar hendingar voru málaðar svo skýrum litum að göm- ul lög og ljóð urðu að nýjum í með- ferð hans. Góður söngvari magnar talrödd sína upp, gerir hana stærri og gefur henni möguleika á að ber- ast yfir þúsundir í stórum salar- kynnum. Fáa söngvara þekki ég sem tókst þetta betur en Kristni. Gæfa íslensks tónlistarlífs er sú að hafa eignast afburðamann eins og Kristin. En það var einnig gæfa mín og Söngskólans í Reykjavík. Genginn er góður félagi, faðir, vin- ur, söngvari og umfram allt góður drengur. Garðar Cortes. Kveðja frá karlakórnum Fóstbræðrum Í minningum frá uppvaxtarárum mínum var söngur Kristins Þ. Hallssonar óperusöngvara meðal þess efnis sem jafnan heyrðist í út- sendingum Ríkisútvarpsins. Hljómmikil bassaröddin vakti at- hygli ungs drengs sem löngu seinna varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að tilheyra sama félagsskap og þessi mikli söngvari. Hér er um að ræða karlakórinn Fóstbræður. Þegar ég gekk til liðs við þann ágæta félagsskap var Kristinn stolt kórsins, óskoraður leiðtogi og fyrirmynd margra okkar sem sungum í kórnum. Það vakti at- hygli mína hversu hógvær hann var þessi mikli söngvari, en jafn- framt hvernig hann leiðbeindi yngri og óreyndari mönnum. Þá brá gjarna fyrir góðlátlegri kímni enda var Kristinn þekktur fyrir sinn djúpa og vingjarnlega húmor. Þetta kom meðal annars fram í setningum eins og „þú mátt gefa dálítið meira í þetta, vinur, ef þú átt það til“. Með þessu fylgdi góð- látlegt bros og hvatning til dáða. Kristinn kom fyrst fram sem ein- söngvari með kórnum rétt liðlega tvítugur og fór ekki á milli mála hversu mikið efni í söngvara var þar á ferð. Síðast söng hann á tón- leikum kórsins fyrir rúmum 10 ár- um þegar Fóstbræður fögnuðu 80 ára afmæli sínu árið 1996. Kristinn söng þá meðal annars „In questa tomba obscura“ eftir Beethoven sem hann hafði sungið með kórn- um 49 árum áður. Þegar Kristinn þreytti frumraun sína á óperusviðinu í óperunni Rigoletto, sem flutt var í fyrsta sinn á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 1951, mynduðu 15 félagar Fóst- bræðra karlakórinn í sýningunni. Eftir frábæra frammistöðu Krist- ins í þeirri sýningu lá fyrir að hann færi utan til söngnáms. Fóstbræð- ur sem þátt tóku í sýningunni sam- mæltust um að láta laun sín vegna söngsins renna í sjóð til styrktar hinum unga söngvara og söngbróð- ur í karlakórnum. Kristinn end- urgalt Fóstbræðrum margfalt og kom fram æ síðan á öllum hátíð- arstundum kórsins sem einsöngv- ari endurgjaldslaust. Fóstbræður heiðruðu Kristin með gullhörpunni sem jafnframt er æðsta viðurkenn- ing kórsins árið 1960 og er hann með yngstu mönnum sem hefur hlotið þá viðurkenningu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir karlakórinn Fóstbræður að eiga slíkan fulltrúa í hópi hinna fyrstu menntuðu óperusöngvara á Ís- landi. Söngur Kristins var sprott- inn úr karlakórahefðinni sem var þó tiltölulega ung hér á landi þeg- ar Kristinn hóf söngferil sinn. Fað- ir hans, Hallur Þorleifsson, var meðal stofnenda Fóstbræðra. Um tíma sungu saman í kórnum feðg- arnir Hallur, Kristinn og Ásgeir bróðir hans og allir í 2. bassa. Síð- ar bættist þriðja kynslóð bassa af sömu fjölskyldu í kórinn þegar Sigurður sonur Kristins gekk til liðs við hópinn. Við leiðarlok er okkur Fóst- bræðrum virðing og þakklæti efst í huga. Virðing til frábærs tónlistar- manns, einsöngvara og vinar. Þakklæti fyrir órofa tryggð og ómetanlegt framlag til kórsins fyrr og síðar. Fyrir hönd Fóstbræðra votta ég Didda söngbróður okkar og fjölskyldunni allri innilega sam- úð. Smári S. Sigurðsson formaður. Smári S. Sigurðsson formaður Fóstbræðra MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 29 Elsku afi, þú ert besti afi sem ég veit. Þú hefur kennt okkur mikið. Það var örugglega tekið vel á móti þér. Við söknum þín ótrúlega mik- ið og getur þú nú fylgst mikið með okkur. Mikið varstu nú góður, elsku afi minn. Hrefna Borg. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.