Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 23 Eftir Joschka Fischer. R ússar leita sér á ný að hlutverki sem heims- veldi og láta finna fyrir sér. Vísbendingum um breytta utanríkisstefnu Rússa hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að Vladimír Pútín forseti flutti ágenga ræðu í München í febrúar. Síðan hafa Rússar komið fyrir fána á hafsbotninum fyrir neðan norður- pólinn til merkis um kröfur sínar til heimskautsins og náttúruauðlinda þar; greint frá fyrirætlunum um að smíða sitt eigið eldflaugavarnarkerfi og ítrekað hótað Evrópu vegna fyr- irhugaðrar staðsetningar á litlu bandarísku varnarkerfi; sprengt „flækings“-eldflaug eða -sprengju í Georgíu stjórnvöldum í Tíflis og vest- rænum vinum sínum til viðvörunnar; flogið í lágflugi á eftirlitsvélum yfir bandarísku herstöðina á Kyrrahafs- eyjunni Guam; staðið í vegi fyrir ákvörðun um lokastöðu Kosovo í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna; og gert árás á tölvukerfi í Eistlandi. Þá endurtaka sig á hverjum vetri hótanir um „vandamál“ með olíu- og gasflutn- inga til Evrópu. Stíllinn hefur breyst Hátt verð á olíu og gasi, veikari staða Bandaríkjamanna eftir ófarirn- ar í Írak og uppgangurinn í Kína og Indlandi eru augljóslega rótin að breyttri utanríkisstefnu Rússlands. Þó jafngildir ekkert af þessu grund- vallarbreytingu á stefnu Rússa því að þeir fylgja áfram þeirri lykilákvörð- un, sem tekin var snemma á tíunda áratugnum um að opna sig gagnvart vestrinu. En stíllinn í rússneskri póli- tík hefur breyst þannig að ekki er lengur leitað samstarfs heldur sóst eftir árekstrum. Og eins og sagan hefur sýnt getur breyting á stíl í ut- anríkismálum fljótt leitt til breyting- ar á markmiðum. Nú á sér stað enduruppbygging í Rússlandi. Slíkum tímabilum fylgja alltaf byltingar og tímar víðtækra breytinga. Verið er að færa völdin aftur á eina hendi, en miðstýringin upp að hluta til við endalok Sovétríkj- anna, en allt frá sextándu öld hefur miðjan leikið aðalhlutverkið í að móta rússneska sögu og á því virðist ekki ætla að verða breyting nú. Kerfið háð valdi forsetans Endurreisn miðstýringarinnar hefur átt sér stað í nokkurn tíma og nú er svo komið að í Rússlandi er inn- anlands- og efnahagsmálum nánast alfarið stjórnað frá miðjunni, þó ekki með einræðis- eða alræðiskerfi, held- ur með lýðræðislegum hætti og byggt á lögmálum markaðarins. Lýðræðið hefur, vitaskuld, útvat- nast í það, sem stundum er kallað „stýrt lýðræði“. Í orði er um að ræða ólíka flokka, kosningar, fjölræði, óháð dómsvald og markaðshagkerfi. En í reynd er allt kerfið háð valdi forset- ans. Fólkið fær enn að kjósa forseta, en hin raunverulega ákvörðun um hver hann eigi að vera er tekin fyr- irfram. Þótt árleg landsframleiðsla sé svipuð og á Ítalíu er Rússland enn heimsveldi og of mikilvægt til að ein- angra eða gleyma. Landið hefur mikla herfræðilega þýðingu. Framtíð Rússlands mun velta á hvort tekst að nútímavæða efnahag landsins, sem nú byggist að mestu á útflutningi á olíu, gasi og öðrum náttúruauðlind- um. Ef rússneska hagkerfið heldur áfram að hvíla á náttúruauðlindum verður Rússland risi á brauðfótum. Reyndar mun Rússland þá ekki ná að verða næstum því eins valdamikið og gömlu Sovétríkin. Rússum mun að- eins takast að ná fram sjálfbærri nú- tímavæðingu ef þeim auðnast að end- urfjárfesta hagnaðinum af olíuhagkerfinu með skilvirkum hætti. Það krefst hins vegar einnig póli- tískra umbóta, sem getur aðeins þýtt að setja þurfi bönd á miðstýringu valdsins. Mikilvægasti þátturinn í þessu verður að tryggja raunverulegt sjálfstæði dómsvaldsins. Að auki þarf Rússland á kerfi að halda þar sem valdinu er veitt aðhald og eftirlit í samræmi við eigin menningu og hefð- ir. Þetta er ásamt réttarríkinu ómiss- andi skilyrði fyrir virku lýðræði. Loks þarf að byggja upp í Rússlandi raunverulegt flokkakerfi, sem getur viðhaldið lýðræði í landinu. Ef litið er á gríðarlega stærð lansins virðist tveggja flokka kerfi vera vænlegast. Boðskort til Rússa Allar þessar breytingar munu taka tíma og þær munu ekki ganga auð- veldlega fyrir sig eða án átaka. Því mun vestrið um ófyrirsjáanlega fram- tíð þurfa að eiga við Rússland, sem saknar glataðrar valdastöðu í heim- inum og miðar utanríkisstefnu sína við að endurheimta hana. Í alþjóðastjórnmálum endurspegl- ar styrkur eins iðulega veikleika hins. Veikleikar Bandaríkjanna og Evrópu eru boðskort til Rússa um að snúa aftur til gamallar heimsvaldapólitík- ur. Sú þróun boðar allt annað en ör- yggi, sérstaklega fyrir Evrópu. Evrópa hefur því beina hagsmuni af að nútímavæðing Rússlands takist og góðum gagnkvæmum samskipt- um. Umfram allt má Evrópusam- bandið og aðildarríki þess ekki leyfa Rússum að endurheimta fyrrverandi áhrifasvæði sín því að það myndi skaða grundvallarhagsmuni þess verulega. Fyrir þessar sakir skiptir gríðarlegu máli að tryggja sjálfstæði Úkraínu og sömuleiðis að sjá til þess að Tyrkland halli sér að Evrópu. Horfa vestur á bóginn Hagur Evrópu er því fólginn í nú- tímavæðingu og auknu lýðræði í Rússlandi en ekki afturhvarfi til heimsvaldastefnu í utanríkismálum og lítt dulbúið alræði heima fyrir. Flestir Rússar horfa vestur á bóg- inn. Á næstu árum munu Evrópu skapast mikil tækifæri til nánara samstarfs við Rússa, en það verður einnig hætta á auknum afskiptum þeirra af málefnum Evrópu. Réttu viðbrögðin við þessum tæki- færum og hættum eru að Evrópa standi sameinuð og sterk. Reyndar mun sameinuð og sterk Evrópa einn- ig hafa mikil áhrif á hvort Rússland nútímavæðist með sjálfbærum hætti. Veik og sundruð Evrópa mun freista Rússa að fara inn á hættulegar braut- ir í framtíðinni. » Veik og sundruð Evrópa mun freista Rússa að fara inn á hættulegar brautir í framtíðinni. Rússland og Vesturlönd Sókn eftir áhrifum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur tekið upp ágenga utanríkisstefnu og leitar eftir árekstrum. Þegar Pútín sótti flug- sýninguna MAKS-2007 skammt frá Moskvu brá ljósmyndari á leik og myndaði forsetann þannig að hann bar við tölustafina 007, einkennisstafi breska skáldsagnanjósnarans James Bond. Má telja líklegt að það sé sam- líking sem Pútín kunni að meta. ERLENT» Höfundur var leiðtogi Græningja í tæp 20 ár og utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands frá 1998 til 2005. ©Project Syndicate og Institute for Human Sciences. Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.