Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 62

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þormóður Ís-feld Pálsson fæddist 12. apríl 1914 á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, Austur- Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Páll Sig- urðsson Stein- grímsson, búfræð- ingur og bóndi þar, og kona hans Ingi- björg Sigurðar- dóttir. Systkin Þor- móðs eru: Þórhallur Aðal- steinn, f. 27.7. 1915, d. 17.6. 1965, Hulda Sigríður, f. 30.9. 1916, Sig- ríður Pálína, f. 26.4. 1919, d. 10.6. 1991, Guðmar Friðrik, f. 11.9. 1920, Halldóra Nellie, f. 11.5. 1923, Auður Davíðsína, f. 9.7. 1928, d. 24.12. 1930, Auður Davíðsína, f. 14.1. 1930, Anna María, f. 27.11. 1932. Þormóður kvæntist 17.06. 1940 Guðfinnu Kristínu Guðmunds- dóttur, Jónssonar bónda í Innri- Lambadal í Dýrafirði, f. 18.5. 1910, d. 26.4. 1903. Synir þeirra 1933 og í heimaskóla séra Helga Konráðssonar á Höskuldsstöðum 1933-1934 og Samvinnuskólanum 1934-1936 og tók próf þaðan 1936. Starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga 1936-37, starfs- maður Tóbakseinkasölu ríkisins 1941-45, framkvæmdastjóri Sam- vinnufélags Fljótamanna, 1945- 47. Tók þá aftur við störfum hjá Tóbakseinkasölunni og var aðal- gjaldkeri og innheimtustjóri frá 1952. Aðalbókari ÁTVR frá 1. júní 1961. Búsettur í Kópavogi frá 1953. Þormóður sat í bæjar- stjórn Kópavogs frá upphafi 1955 og í alls þrjú kjörtímabil, fyrst varaforseti 1955-1963 og síðar forseti bæjarstjórnar 1963-1967. Gegndi bæði þá og síðar marg- háttuðum nefndarstörfum á veg- um bæjarfélagsins. Í miðstjórn Þjóðvarnarflokks Íslands um skeið og í miðnefnd Samtaka her- námsandstæðinga. Formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalags- ins í Reykjaneskjördæmi 1968-70. Þormóður ritaði fjölda blaða- greina einkum um stjórnmál. Kvæði birtust eftir hann í Hún- vetningaljóðum 1955 og í tímarit- um. Lausavísur í samantekt Sig- urðar Jónssonar frá Haukagili Vísnasafnið I-III 1973-75. Þormóður lést hinn 18. ágúst sl. og var útför hans gerð í kyrr- þey, að hans ósk, 29. ágúst sl. eru: Árni, f. 17.6. 1941, maki Guðrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1941. Þeirra börn: Þórdís, f. 16.12. 1968, maki Sigurjón Rúnar Jónsson, f. 10.2. 1959. Hennar barn: Særún Birta Valsdóttir, f. 7.8. 1900, Jón Árni, f. 22.10. 1976, maki Anna Berglind Finnsdóttir, f. 3.10. 1985. Sonur Árna og Önnu M. Hauks- dóttur er Þorfinnur Kristinn, f. 15.8. 1979, maki Tinna Rós Páls- dóttir, f. 4.10. 1983, Gunnar, f. 7.6. 1944, d. 4.6. 1907, maki Ingi- björg F. Strandberg, f. 21.11.1945. Þau skildu. Þeirra barn: Berglind, f. 17.5. 1966, maki: Jón Bjarki Gunnarsson, f. 3.11. 1967, þeirra börn; Hlynur Hugi, f. 6.12. 1989, Dagbjört Rós, f. 16.6. 1994 og Sólrún Snót, f. 31.1. 1997, Viðar, f. 27.8. 1945. Þormóður stundaði nám í Hér- aðsskólanum í Reykholti 1932- Elsku afi minn. Ég var rétt komin í Öxarfjörðin, þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að þú værir loks búinn að fá friðinn sem þú varst búinn að þrá í mörg ár. Mér fannst sárt að vera svona langt í burtu og geta ekki komið til að kyssa þig, en ég var líka glöð yfir því að nú líður þér vel. Búinn að hitta ömmu Finnu og Gunna. Manstu, að við ræddum stundum um hvort það væri líf eftir dauðann, og þú varst viss um að hitta ömmu og Gunna og alla þína aftur einhvers staðar og ein- hvern tímann. Ég man bara eftir þér glöðum, afi minn. En þegar amma dó þá varðstu dapur. Og mikið var það erfitt líka þegar Gunnar sonur þinn kvaddi fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum. Þá vildir þú líka fara að kveðja. Ég er glöð yfir því að Guð var góð- ur við þig og bænheyrði þig svo fljótt. Þú ert alveg búinn að skila þínu hér, elsku afi minn og ferð sáttur til himna. Ég á alla tíð eftir að muna skemmtilegu boltaleikina okkar, bíl- túrana á Moskvichinum, göngutúra með þér í Jóabúð og Hamraborgina, alla ættfræðina, vísurnar, sögurnar þínar frá gömlum dögum, tafl- mennskuna, ferðunum með þér til langömmu, heimsókn ykkar ömmu heim á Norðfjörð, og bara elsku og hlýju til okkar barnabarnanna þinna og langafabarnanna. Særún Birta mín er svo lánsöm að þekkja þig og fannst alltaf svo gaman að heimsækja þig bæði í Hófgerðið og svo á Víðines eftir að þú fluttir þang- að. Hún saknar „langa“ mjög. Ég átti svo góðar stundir með þér alla tíð og ljúfar minningar sem ég varðveiti vel. Bréfin þín til mín geymi ég líka, þau eru mér svo mikils virði. Elsku afi minn. Það er svo ótal margt fleira sem ég get sagt um þig og skrifað, en ég ætla bara að eiga það í hjarta mínu. Far þú í friði, góði afi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín afastelpa, Þórdís (Dísa.) Bráðum geymir gröfin, gleði mína og sorgir. Hylja alda höfin, hrundar draumaborgir. Engin ylur vekur aftur kaldan náinn. Nafn mitt þögnin þekur, þegar ég er dáinn. (ÞP.) Nú ertu farinn burt í eilífðina, en minningar um þig sem blíðan, nær- gætinn, hagmæltan afa með frábæra frásagnargáfu, rökfastan, pólitískan og forvitinn afa, lifa. Það sem þér fannst vera aðalsmerki hvers manns, að spyrjast fyrir og láta sig varða um ætt og uppruna, fannst mér frekar erfitt og leiðinlegt sem unglingi, sér- staklega þegar um vini mína var að ræða. En aldur, þroski og reynsla hef- ur fært mig nær þinni skoðun. Arfur og umhverfi hefur að sjálfsögðu áhrif á líf hvers einstaklings og ég er farin að spyrjast fyrir um vini barna minna! Ein af mínum fyrstu minningum Þormóður Ísfeld Pálsson Elsku Jóhannes bróðir, 13. ágúst var sól- ríkur dagur og ég ákvað að skreppa út í sólina. Skyndilega fannst mér ég verða að komast heim. Þegar ég kom heim hringdi síminn. Móðir mín sagði að bróðir minn væri látinn. Það var eins og ský drægi fyrir sólu. Ég get ekki lýst öllum tilfinningum sem Jóhannes Örn Guðmundsson ✝ Jóhannes ÖrnGuðmundsson fæddist á Sauð- árkróki 8. janúar 1966. Hann lést af slysförum 13. ágúst sl. Útför hans var gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 22. ágúst sl. fóru um huga minn. Ég man daginn sem þú fæddist. Ég fékk fréttirnar í skól- ann að ég hefði eign- ast bróður. Ég spurði strax hvort ég og besta vinkona mín mættum fá frí og sjá þig. Það varð úr að við fórum báðar á sjúkrahúsið á Sauðar- króki til að líta þig augum. Mikið var ég hreykin af litla bróð- ur. Ég er níu árum eldri en þú, því passaði ég þig oft. Ég minnist þess eitt sinn þegar þú fórst með mér í berjamó. Þá settist þú á þúfu og vildir ekki tína neitt í dolluna þína, ég þurfti að sjá um það og tína uppí þig líka. Kom heim og sagði við mömmu að þú kæmir ekki aftur í berjamó með mér. En við hlógum bara að þessu í seinni tíð. Við fluttumst með foreldrum okkar til Þorlákshafnar þar sem pabbi var vélstjóri á bæði bátum og togurum. Þú fórst fljótlega að spila fótbolta og fékk ég oft að heyra hvað litli bróðir væri góður að spila. Þú varst þjálfari í fótbolta í nokkurn tíma og byrjaðir að vinna í fiski eins og flestir unglingar í Þor- lákshöfn, varðst yfirmaður í lönd- uninni. Þú kynntist sambýliskonu þinni til margra ára, henni Soffíu. Árið 1987 eignuðust þið dóttur, Re- bekku Maríu, sama ár og ég eign- aðist son minn, Guðmund Kristján, á afmælisdaginn þinn 8. janúar. Það tókst með þeim frændsystk- inunum mikil vinátta. Fyrir átti ég dóttur, Þórunni Kristínu, sem þú varst mjög góður við. Þú fluttist í Hafnarfjörð með fjölskyldu þinni og fórst að vinna í álverinu. Fólk fékk mikið traust á þér fljótt, þú varst rólegur maður en alltaf stutt í skemmtilegan húm- or. Þú talaðir aldrei illa um nokk- urn mann, frekar fannstu góðu hliðarnar á öllum. Að treysta þér fyrir leyndarmáli var eins og að skrifa það í lokaða bók. Á erfiðum tímabilum í lífi mínu varst þú alltaf tilbúinn til að gera það sem þú gast fyrir mig. Ég minnist alltaf jólanna sem við fjölskyldan komum saman í Þor- lákshöfn eða á fallega heimilinu ykkar Soffíu í Hafnarfirði. Þar spil- uðum við spurningaspil og var oft mikið hlegið. Við misstum bæði mikið þegar pabbi okkar lést skyndilega árið ✝ Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför elsku mömmu okkar, tengdamömmu og ömmu, RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR. Kærar kveðjur og þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landakots. Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson, Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes, Sigrún Sigurjónsdóttir, Robert A. Spanó, Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, ANDRÉS REYNIR KRISTJÁNSSON, Hátúni 6A, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 31. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Dóra Gígja Þórhallsdóttir. ✝ Okkar hjartkæra MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala fimmtudaginn 30. ágúst. Höskuldur Frímannsson, Hanna Frímannsdóttir, Ferdinand Alfreðsson, og fjölskyldur. ✝ Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar, stjúpa og afa, PER KEY KRISTIANSEN, Sólvallagötu 6, sem lést í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 17. júlí, verður haldin í Dómkirkjunni föstudaginn 7. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MS-félag Íslands eða önnur líknarfélög. Guðrún Magnúsdóttir, Eske Key Kristiansen, Uffe Key Kristiansen, Lára Kristín Traustadóttir, Þorvaldur Sigurðsson, Magnús Björn Traustason, Rakel Snædahl og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, BÖÐVAR GUÐLAUGSSON sérkennari, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 16. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Vífilsstaða og séra Svanhildar Blöndal. Ósk Ingibjörg Eiríksdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systur hins látna. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.