Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 67

Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 67 Fiskurinn tekur á sig nýja ábyrgð í september og eignast nýja samstarfsfélaga sem hann mun vinna mjög svo náið með. Með sólina í meyjunni verður þér sérlega umhugað um þessa félaga þína, en líka ástvini þína. Fjármálin verða rædd, sem og leyni- legir samningar. Peninga- og ástamálin færast fram á við eftir að hafa hjakkað lengi í sama farinu. Óvæntar uppákomur koma hreyfingu á félags-, ástar-, fjármála- og viðskiptalífið. Þú verð- ur bæði meiriháttar upptekinn og mjög spenntur. Spenna skap- ast 16. til 21. september og þá finnurðu fyrir þrýstingi frá yfir- mönnum, sem eiga í baráttu um völdin. Á jafndægrum 23. september fer sólin inn í vogina með áherslu á peninga og ást. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Vinir og hvers konar ævintýri eru á dagskrá hjá þér nú í sept- ember og reyndar um ókomna framtíð. Þú yfirgefur eða gengur inn í hóp og verður að vera tilbúinn til að læra ýmislegt nýtt, jafnvel fara í nám, til að geta tekið á þig ábyrgðarstöðu sem þjónar hópnum. Rifjaðu upp alla samskipta-takta sem þú lumar á. Framinn tekur skref fram á við þegar Venus færist inn í ljónsmerkið 8. september. Þú tekur aftur við stöðu sem þú hafðir áður. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun varðandi framtíðina, hvert leið þín liggur og hvert þú vilt að hún liggi. Endurskoðaðu stöðu þína í samfélaginu. Á fullu tungli hinn 26. gerirðu mikilvægar uppgötvanir í sambandi við vinnuna. Sporðdreki 23. október - 21. nóvember Satúrnus sér til þess að breytingar eiga sér stað í september þegar hann fer inn í meyjarmerkið, og um leið inn í níunda hús geitarinnar. Ferðalög, nám, lagaleg málefni og sambönd við út- lönd láta á sér kræla og eru komin til að vera. Hafðu sjóndeild- arhringinn sem víðastan, og treystu framtíðinni til að fram- kvæma áætlanir þínar skref fyrir skref. Góður kennari hjálpar þér til að taka miklum framförum, og þú munt jafnvel sjálfur hefja kennslustörf. Þú gætir lent í illdeilum eða í erfiðum samn- ingum. Treystu þá á innsæið og forðastu ýkt viðbrögð. Framinn er í fókus frá og með 5. september og þremur dögum seinna færðu frábærar hugmyndir sem ættu að skapa þér ný tækifæri. Steingeit 22. desember - 20. janúar ?! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n VERÐLAUN RANNÍS FYRIR FRAMLAG TIL VÍSINDAMIÐLUNAR TILNEFNA HVERN VILT ÞÚ ? Dómnefnd skipa: Edda Lilja Sveinsdóttir frá vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunar, Ari Ólafsson Háskóla Íslands, verðlaunahafi árið 2006 og Elísabet M. Andrésdóttir alþjóðasviði RANNÍS. Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið sem felst m.a. í því að auka skilning almennings á vísindum, tækniþróun og nýsköpun. Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og verða afhent á árlegum degi evrópskra vísindamanna sem verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 28. september. RANNÍS óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi. Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 14. september 2007. Tilnefningum má skila inn til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til rannis@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá hverfahópum í Kópavogi: „Undanfarin ár hafa íbúar á mörgum svæðum í Kópavogi myndað hópa til að standa vörð um lífsgæði íbúa í bæjar- félaginu. Má þar m.a. nefna íbúa í ná- grenni Lundar, á Vatnsenda, á Nónhæð, í Hjallahverfi og nú síðast á Kársnesi. Allir hafa þessir hópar gagnrýnt framsettar tillögur sem hafa verið í hrópandi ósam- ræmi við þá byggð sem fyrir er, oftast hefur fyrirhugað byggingarmagn verið allt of mikið og umferðarmál ekki skipu- lögð í heild sinni. Við teljum að rétta þurfi af stefnu bæj- arins í skipulagsmálum þannig að hags- bæjarbúa til að kynna sér málið á síðunni www.karsnes.is og koma ábendingum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld fyrir mánudaginn 3. september en þá er úti frestur til að mótmæla fyrirliggjandi til- lögum. Fundurinn skorar á bæjaryfirvöld að hætta við auglýst skipulag á Kársnesi, bæði uppskipunarhöfn og vöruskemmur og skipuleggja þess í stað byggð sem vegakerfi og stoðþjónusta þolir.“ Undir áskorunina skrifa Árni Jónsson, Samtökunum betri Nónhæð, Arna Harð- ardóttir, Betri byggð á Kársnesi, Hannes Þorsteinsson, Áhugahópi um betri Lund, Heiðar Þór Guðnason, fulltrúi íbúa Hjallahverfis. munir bæjarbúa séu hafðir að leiðarljósi. Að skipuleggja þurfi svæði heildstætt en ekki einstaka afmarkaða reiti og gæta þurfi samræmis við gildandi aðalskipulag. Þá þarf að huga að umhverfismálum og gæta þess að hljóð- og svifryksmengun sé innan gildandi heilsuverndarmarka. Skipulagsmál eru mál allra Kópavogs- búa og þeir eiga ríkra hagsmuna að gæta þegar breytingar eru gerðar á skipulagi. Því er mikilvægt að íbúar komi að hug- myndavinnu um skipulagsbreytingar strax á frumstigi og taki þátt meðan á skipulagsferlinu stendur. Efst á baugi í skipulagsmálum Kópa- vogs í dag eru fyrirhugaðar framkvæmdir á Kársnesi. Fundurinn hvetur því alla Vilja að stefnan í skipulags- málum verði rétt af MORGUNBLAÐINU hefur borist eftir- farandi ályktun frá Heimdalli vegna mál- efna miðborgarinnar: „Undanfarnar vikur hefur miðborg Reykjavíkur verið miðpunktur umræð- unnar og þá aðallega undir þeim for- merkjum að þar ríki ómenning um helg- ar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og borgaryfirvöld hafa fundað um hugs- anlegar aðgerðir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin ásamt veitingamönn- um. Þær hugmyndir sem settar hafa ver- ið fram af yfirvöldum eru byggðar á for- ræðishyggju og takmarka frelsi Ætla mætti að ástandið væri öðruvísi ef áfengisgjald á Íslandi væri ekki með því hæsta sem um getur í heiminum, reykingabann sett á án nokkurs aðlög- unartíma eða meðalhófs, leigubílaleyfi takmörkuð við ákveðinn fjölda, og ekki má gleyma því að opnunartími skemmti- staða er nú þegar takmarkaður þrátt fyr- ir að rúmur megi teljast. Stjórn Heimdallar hvetur yfirvöld til þess að nálgast málefni miðborgarinnar með raunhæfum hætti og bendir á að for- ræðishyggja og stjórnlyndi eru ekki leið að lausn vandans.“ veitingamanna og þeirra sem sækja mið- borgina enn frekar. Tilfærsla skemmti- staða, fækkun veitingaleyfa, fleiri örygg- ismyndavélar eða breytilegur opnunartími milli staða er ekki árangurs- rík aðferð til þess að hafa jákvæð áhrif á skemmtanalíf í höfuðborginni. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, bendir á að vandi miðborgarinnar um helgar skapist ekki af of miklu frelsi eins og einhverjir vilja halda fram, heldur vegna þess helsis sem stjórnvöld hafa skapað með boðum og bönnum og afleiðingum þess. Yfirvöld nálgist málefni mið- borgarinnar með öðrum hætti FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.