Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 11

Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 11
Hefur þú greinst með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti 6 mánuðum síðan eða ert aðstandandi, þ.e. maki, barn 18 ára og eldri, foreldri, systkini, vinkona eða vinur konu, sem hefur greinst með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti 6 mánuðum síðan? Hvernig litist þér þá á að taka þátt í rannsókn? Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar. Aðalrannsakendur eru Herdís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur MSc. og Ingibjörg Hreiðarsdóttir hjúkrunarfræðingur BSc. Meðrannsakendur eru 20 talsins og samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki, konum sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og aðstandendum. Þeir eru eftirfarandi: Aðalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur MSc. Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðíngur BSc. Dóra Júlíussen, félagsráðgjafi BA. Edda Hannesdóttir, meistaranemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Eldey Huld Jónsdóttir, kennari B.ed, félagsráðgjafi MSW og andlegur heilari. Guðrún Þórðardóttir, leikari og kennaranemi við Listháskóla Íslands. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi BA. Jóhanna Björk Briem, sjúkranuddari frá Canada, Craniosacral meðferðanám frá Englandi og MA í uppeldis og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur BSc. Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari MSc í intergrative psychotherapy. Ragna Dóra Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og meistarnemi í heilsuhagfræði. Ruth Sigurðardóttir, skurðhjúkrunarfræðingur BSc. Sigrún Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc. Sigurður Árnason, sérgrein: krabbameinslækningar. Snorri Ingimarsson, sérgrein: geð- og krabbameinslækningar. Svanhildur Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og MA í mannauðsstjórnun. Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og djákni. Þóra Baldvinsdóttir, innanhúshönnunarráðgjafi. Þórunn Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og meistaranemi í þýðingum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna með hópviðtölum rýnihópa (focus groups), viðhorf og væntingar kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og aðstandenda þeirra til sérhæfðrar brjóstameinsmiðstöðvar með hliðsjón af hugmynd sem fengið hefur nafnið Lífstré. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hugmyndin Lífstré samræmist hugmyndum kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og aðstandenda þeirra á þeirri þjónustu sem þau vænta frá greiningu til loka meðferðar og að nýta viðhorf og væntingar þessa tiltekna hóps til frekari framþróunar á þjónustu þeim til handa. Áhætta af þátttöku er í lágmarki þar sem áherslur viðfangsefna rýnihópanna eru á þætti þjónustunnar en ekki á upplifun þátttakenda af sjúkdómi sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem greinast með brjóstamein og aðstandendur þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum.Viðtölin verða á 4-6 vikna tímabili í október og nóvember 2007. Hver hópur hittist einungis einu sinni og mun hvert hópviðtal taka um 1-1 ½ klst. Leitað er eftir þátttöku fólks af öllu landinu. Fundarstaðir hópviðtalanna verða hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Maður Lifandi Borgartúni, Krabbameinsfélagi Austfjarða og Krabbameinsfélagi Akureyrar. Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir um að leita frekari upplýsinga hjá Herdísi Jónasdóttur í síma 694-3250 eða Ingibjörgu Hreiðarsdóttur í síma 694-6939. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Hefur þú áhuga á að vera þátttakandi í rannsókn sem snýr að þróun bættrar þjónustu kvenna er greinast með brjóstamein og aðstandenda þeirra?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.