Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 40

Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÍK Í ÓSKILUM Fös 14/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 Sun 23/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Sun 16/9 kl. 20 upps. Fim 20/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 upps. Lau 29/9 kl. 20 upps. SÖNGLEIKURINN ÁST Lau 15/9 kl. 20 Þri 18/9 kl. 14 upps. Mið 19/9 kl. 14 Fim 20/9 kl. 14 BELGÍSKA KONGÓ Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Í kvöld kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 DAGUR VONAR Í kvöld kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 16/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 POUL KREBS Í kvöld kl. 21 Miðaverð 3.200 HÖRÐUR TORFA Tónleikar fös 14/9 kl. 19:30 og 22:00 Miðasala 568 8000 - borgarleikhus.is Norrænarsagnir Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Esa Heikkilä Einsöngvari ::: Ágúst Ólafsson Kór ::: Selkórinn Kórstjóri ::: Jón Karl Einarsson Rued Langgaard ::: Sinfónía nr. 5 Carl Nielsen ::: Sögudraumur Jón Þórarinsson ::: Völuspá Jean Sibelius ::: Tapiola 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is Strandgata 50, Hafnarfjörður Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is Barnasýning ársins 2007 16. sept. sun. kl. 14 23. sept. sun. kl. 14 Aðeins örfáar sýningar! MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Óvitar! Fjörleg fjölskyldusýning. Forsala hafin! Kortasala í fullum gangi! Frums. lau 15/9 kl. 20 UPPSELT 2. kortas sun 16/9 kl. 20 UPPSELT 3. kortas. fim 20/9 kl. 20 örfá sæti laus 4. kortas. fös 21/9 kl. 20 UPPSELT 5. kortas. lau 22/9 kl. 20 UPPSELT 6. kortas. fim 27/9 kl. 20 UPPSELT 7. kortas. fös 28/9 kl. 20 örfá sæti laus 8. kortas. lau 29/9 kl. 20 UPPSELT Aukasýn. sun 30/9 kl. 20 í sölu núna 9. kortas. fim 4/10 kl. 20 UPPSELT 10. kortas. fös 5/10 kl. 20 örfá sæti laus 11. kortas. lau 6/10 kl. 20 örfá sæti laus Næstu sýningar: 12/10, 19/10, 20/10, 26/10, 27/10 Ósóttar miðapantanir seldar daglega Vertu fyrstur! Má bjóða þér forskot á fimm spennandi sýningar: Óhapp! eftir Bjarna Jónsson Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig Baðstofan eftir Hugleik Dagsson Vígaguðinn eftir Yasminu Reza Sá ljóti eftir Marius von Mayenburg Fimm mið ar á forsýnin gar á 5000 kr. Tryggðu þér sæti, takmarkað framboð Miðasala og sala áskriftarkorta á www.leikhusid.is og í síma 551 1200 Hann situr og er ekki beintmeð augun lokuð, en hálf-lukt þó. Ég sit á gólfinu, hátíðarsalur Háskólans er troð- fullur og setið er í gluggum, á gólfi og einhverjir hlusta frammi á gangi. Höfundurinn er kynntur og ræðurnar sem og andrúmsloftið í salnum er hátíðlegt – gjörólíkt há- degisspjallinu sem ég sat með Roddy Doyle fáeinum stundum áð- ur. Samt er Doyle álíka þekktur höfundur, en hann er einhvern veginn einn af strákunum. Ef veðr- ið hefði ekki verið svona slæmt hefði ég sjálfsagt skotist í bjór með Roddy að írskum sið – en maðurinn sem við horfum öll á virðist ekki vera á leiðinni á pöbb- inn. Síðan stendur hann upp og gengur að púltinu og salurinn hristist af hlátri yfir byrjun fyr- irlestrarins.    Fyrirlestrahaldarinn er JohnMaxwell Coetzee, nób- elsverðlaunahafi í bókmenntum. Hann fæddist í Suður-Afríku en fékk nýlega ástralskan ríkisborg- ararétt, en þangað flutti hann í kringum aldamótin. Honum er tíð- rætt um þjóðríkið og hvernig fólk fæðist inn í ríkið og ráði engu þar- um. Fyrirlesturinn er í raun nokk- urs konar remix af nýjustu bókinni hans, Diary of a Bad Year, og sá grunur læðist að mér að Coetzee hafi einfaldlega skipt um ríkisfang í rannsóknarskyni fyrir bókina sína. Vegna þess að í þá eilífu þrætu um hvort skrif séu ævi- söguleg eða ekki vantar oftast at- hyglisverðasta þáttinn – getur ver- ið að höfundar séu að gera tilraunir á sjálfum sér? Þeir skrifi ekki um upplifanir sínar heldur leiti uppi þær upplifanir sem þá vanti? Ævisögutúlkunin ofnotaða er þó ekki aðalatriði á bók- menntahátíðum, ekki heldur bæk- urnar. Bækurnar eru í aðal- hlutverki þegar við erum heima hjá okkur að lesa, á bókmenntahá- tíð snýst allt um höfundinn – hvernig hann ber sig, hvort röddin passi við röddina í hausnum á okk- ur þegar við lásum, hvort við get- um séð hann fyrir okkur bak við ritvélina / tölvuna / skrifblokkina.    Coetzee er alvarlegur og hæg-látur, maður hefur hann grunaðan um að lifa fyrir skáld- skapinn. Hann leyfir sér vart ytra líf því það innra er svo mikilvægt, fjársjóðskistan er harðlæst. Hann byrjar raunar á að segja okkur frá því hve vonlaus fyrirles- ari hann sé. Ástæðan? Hann trúir ekki á fyrirlestraformið sem hann segir byggjast á því að hafa skoð- un. „Ég hafði ekki mikið álit á skoðunum, þar á meðal þeirri skoðun að ég ætti ekki að hafa mikið álit á skoðunum.“ Vitaskuld fjallar fyrirlesturinn nær eingöngu um skoðanir Coetzee. Þær snúa sem fyrr segir mikið að þjóðríkinu en ekki síður lýðræðinu og tak- mörkunum þess. Í staðinn fyrir hinn eina möguleika einræðisríkja séu komnir tveir möguleikar – og stundum fleiri – en við erum ávallt neydd til þess að velja eitthvað eitt. Einn flokk, eina hugsjón, eina lífssýn. Og hægt og rólega tekur lýðræðið á sig flestar verstu mynd- ir einræðisins.    En er ekki komið að örmummenningarblaðamanninum að hafa skoðun? Jú, ég var í grunninn sammála flestu sem Coetzee sagði, en mér fannst eitthvað vanta. Það vantaði blóðið og kjötið, það vant- aði að gefa af sér. Það vantaði litlu sögurnar og skrítnu, sérviskulegu inspírasjónirnar, þetta voru að- allega heimsmálin, Kurosawa, Tol- stoj og Dostojevskí. Og það vant- aði að lýsa salinn upp. Það ljós virðist geymt á blöðum, læst inni í bókum, og maður fær á tilfinn- inguna að stærstu höfundarnir séu bara rithöfundar og eingöngu rit- höfundar. En síðan minnist maður Roddy Doyle og eins Paul Auster frá fyrri árum og veit að þessi skoðun er hæpin. Hún gufar lík- lega upp fyrir fullt og allt þegar við J.M. fáum okkur einn kaldan næst þegar ég á leið um Adelaide. Skoðanir nóbelshöfundar Morgunblaðið/Frikki Einbeittur Sögur herma að Coetzee hafi einu sinni stokkið bros. En honum tókst að kæta salinn í upphafi fyrirlestrar. AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson »Hann leyfir sér vartytra líf því það innra er svo mikilvægt, fjár- sjóðskistan er harðlæst. asgeirhi@mbl.is SAKAMÁLAÞÆTTIRNIR Allir litir hafsins eru kaldir koma út á mynddiski í dag. Þættirnir fjalla um lögmanninn Ara sem er skipaður verjandi síbrota- manns sem grunaður er um morð og málið virðist liggja ljóst fyrir. Síbrota- maðurinn reynist eiga systur, Millu, sem búið hefur erlendis og kemur til landsins um leið og hún fréttir af málinu. Milla er sannfærð um sakleysi bróður síns og að lögreglan sé á villigötum. Með aðstoð Ara fer hún að kanna fortíð hins myrta og gamals viðskiptafélaga hans. Málin flækjast hins vegar þegar Ari fer að efast um hinn raunverulega tilgang Millu. Með hlutverk Ara og Millu fara Hilmir Snær Guðnason og Þórunn Lár- usdóttir. Leikstjóri er Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Þættirnir voru sýndir í Sjónvarpinu í janúar árið 2006. Nýja útgáfan inniheldur tvo geisladiska, annars vegar upprunalegu þætt- ina þrjá, sem eru 45 mínútur hver að lengd, og hins vegar sérstaka níutíu mínútna gerð verksins í heild sem hefur aldrei fyrr birst hér á landi. Allir litir hafsins Þórunn Lárusdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Allir litir hafsins á mynddisk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.