Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 27

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 27
Fréttir í tölvu- pósti hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 27 Við ökum inn í vistvænni framtíð Eitt af markmiðum Orkuveitu Reykjavíkur er að taka tillit til umhverfismála í allri starfsemi sinni og stuðla þannig að betra umhverfi. Til marks um það þá mun Orkuveita Reykjavíkur stuðla að aukinni notkun vistvænna ökutækja og vinnuvéla í daglegu starfi sínu. Á þessu ári eru 15% bílaflota OR vistvæn og árið 2013 verður hlutfallið komið upp í 55%. Í lok þessa árs mun OR nota 21 metanbíl, 4 tvinn-vetnisbíla,1 rafmagnsbíl og 1 vetnisbíl. OR varðar veginn inn í umhverfisvænni framtíð. • Í allri starfsemi OR er gengið út frá umhverfismálum — Orkuvinnsla í sátt við umhverfið www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 90 39 0 9/ 07 Síðasta þriðjudag var þessvíða minnst að þá voru sexár liðin frá einhverju mestaheigulsverki sem sögur fara af, þegar nokkrir heilaskúraðir ólánsmenn myrtu þúsundir manna guði sínum og kúgandi kennivaldi til dýrðar. Um leið og við stöldrum við til að minnast sjálfs níðingsverksins í New York árið 2001, er okkur hollt að hafa það jafnframt í huga að þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem slíkt ódæði er framið. Víst er að margt hafa svonefndir guðir manna þurft að þola af sjálf- skipuðum fylgismönnum sínum og fulltrúum á jarðskorpunni í gegnum tíðina, en fátt jafn oft og jafn öm- urlegt og vera skráðir ábekingar á alls kyns ógnarverk og misþyrm- ingar. Hér megum við Vest- urlandabúar heldur ekki gleyma því hvaða sögu okkar helsta trúar- stofnun, kristin kirkja, á að baki. Sá er nefnilega munur á guði og mönnum í bæði kristnum og ísl- ömskum sið að guð gerir ekkert sjálf- ur nema helst kraftaverk, meðan jarðneskir áhangendur hans fremja hverja ódáðina eftir aðra í hans lof- aða nafni og í skjóli eða skugga svo- nefndrar dýrðar hans, sem á venju- legu máli þýðir frægð eða ímynd og lýtur sömu lögmálum. En hvað getur einn vesæll og vel- meinandi einstaklingur gert gagn- vart mönnum sem kenna sig við al- mætti og leggja á sig að tortíma eigin mannúð og skynsemi, sjálfstæðri hugsun og náttúrulegum tengslum við foreldra og ástvini til að öðlast þann trúarhita sem þarf til að deyða og limlesta saklaust fólk. Ekki kannski mjög margt. Annað en að gæta þess að gleyma sér hvorki í andstyggð sinni á gerendum og boð- berum hins guðlega ófagnaðar, né í værukærð gagnvart þeim og því al- ræðisvaldi sem þeir þjóna. Enn ann- að sem við getum gert er að muna að ódæðin þurfa ekki að bitna á fjölda fólks í senn til að verðskulda athygli okkar og viðbrögð. Hvar sem ofbeldi er beitt, andlegu eða líkamlegu, til að kúga mann- eskju, gerandanum og hugmyndum hans til framdráttar, er alltaf ellefti september. Þar sem íslamskar stúlk- ur eru limlestar er ellefti september. Þar sem kaþólskir kórdrengir eru misnotaðir er ellefti september. Þar sem ungmenni eru neydd í hjóna- band, þar sem bara sumum er út- hlutað blessun kirkjunnar sem þeir tilheyra, þar sem talsmönnum óvin- sælla skoðana er hótað af valda- mönnum, þar er ellefti september. Munum að í okkar litla, nýríka glanspappírssamfélagi eru fórn- arlömb ofbeldis og misnotkunar Sveinbjörn I. Baldvinsson Ellefti september alla daga fjöldamörg, flest dulin og hjúpuð áralangri þögn, studd með- virkni sem hefur verið þróuð um ald- ir. Það er of seint að koma í veg fyrir þau óhæfuverk sem þegar hafa verið framin. En verum vakandi fyrir því hvort einhvers staðar í kringum okk- ur er ellefti sept- ember, jafnvel bara í einu herbergi. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.