Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 30

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 30
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þessa dagana birtist á borð-um bókaverslana glæsi-legur óður til áa og vatna-svæða sem Atlantshafslaxinn hefur gert að heimkynnum sínum; bók sem kallast A Celebration of Salmon Rivers. Í bókinni er fjallað um á sjötta tug vatnasvæða við Atlantshafið, þar af tólf íslenskar ár. Veiðimenn sem veitt hafa í a.m.k. einhverjum þeirra á síð- ustu dögum hafa fengið forsmekkinn af bókinni, þar sem hún er þegar til sýnis og í sölu í nokkrum veiðihúsum. Það er Verndarsjóður villtra laxa, NASF, undir stjórn Orra Vigfús- sonar, sem stendur að útgáfu bók- arinnar hér á landi í samstarfi við Mál og menningu. Allur hagnaður NASF af sölu bókarinnar rennur óskiptur til baráttunnar við að vernda laxinn og styrkja stofna hans. Ungur bandarískur ljósmyndari, R. Randolph Aston, tók flestar myndir bókarinnar á síðustu tveimur sumrum, tilkomumiklar myndir af ánum og umhverfi þeirra; ljósmyndir sem gefa tilfinningu fyrir hverju hér- aði fyrir sig, eðli ánna – og fylla ef- laust veiðimenn löngun til að kasta þar flugum sínum. Bókin The Celebration of Salmon Rivers er helguð Atlantshafslaxinum og ánum sem hann byggir. Þá er hún tileinkuð minningu Jacks Heming- ways, sonar rithöfundarins fræga, en hann var kunnur fluguveiðimaður og sat í stjórn NASF til dauðadags árið 2000. Karl Bretaprins ritar formála bók- arinnar. Hann segir veiðiferil sinn hafa hafist þegar hann veiddi ána Dee í Skotlandi fyrst, sjö ára gamall, með ömmu sinni sem unni þeirri á mikið. Karl veiðir þar enn nokkra daga á ári og segist vera farinn að sjá batamerki á laxastofni árinnar. Hann bætir síðan við: „En kannski eru mín- ar kærustu minningar fráteknar fyr- ir Hofsá á Íslandi…“ Þá gleðst hann yfir því að þessi bók sé tileinkuð án- um og búsvæðum laxins, en ekki sé bara horft á fiskinn og veiðina. Ellemann-Jensen og Jóhannes Nordal meðal höfundanna Höfundar kaflanna eru síðan jafn margir og árnar sem fjallað er um. Þeir eru skrifaðir af fólki sem þekkir þau svæði sem um er rætt, hefur veitt þau og í mörgum tilvikum komið að því að vernda stofna þeirra og byggja þá upp. Forvitnilegt er að sjá hverjir skrifa um íslensku árnar tólf. Jóhannes Nordal skrifar um Vatns- dalsá, Einar Benediktsson um Grímsá, bandaríski rithöfundurinn Thomas McGuane um Haffjarðará, Sigurður Helgason og Robert Jack- son skrifa um Hofsá, Steinar J. Lúð- víksson um Langá, breski blaðamað- urinn Michael Charleston skrifar um Laxá í Aðaldal, veiðiklóin og tann- læknirinn Þórarinn Sigþórsson um Laxá í Kjós, Bjarni Júlíusson skrifar um Norðurá, Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dan- merkur, skrifar um Laxá í Leir- ársveit, Ragnar Önundarson um Þverá-Kjarrá, Andri Teitsson um Víðidalsá og þá skrifar Orri Vigfús- son sjálfur um Selá. Fjallað er um helstu laxveiðiár í Skotlandi, Englandi og Wales, svo sem Dee, Spay, Tweed og Tyne; í Noregi eru það stórár eins og Alta, Gaula og Namsen; Morrum í Svíþjóð Bestu laxveiðiárnar hylltar í Selá George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, veiðir í Fossbroti. Ljósmynd/R.Randolph Ashton Laxá í Aðaldal Öysten Aas veiðir lax á Mjósundi, ofan Æðarfossa. Grímsá Jón Þór Júlíusson veiðir Strengina. athafnakona 30 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is H ún barðist fyrir um- hverfisvernd mörg- um árum áður en slíkt komst í tísku og aflaði málstaðnum fylgis milljóna manna með því að setja umhverfisvænar vörur á al- mennan markað. Hennar verður ekki aðeins minnst sem mikillar baráttukonu heldur líka sem mik- illar athafnakonu,“ sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir andlát lafði Anitu Roddick, stofnanda snyrtivörukeðjunnar Body Shop, hinn 10. september sl. Banameinið var heilablóðfall, en Roddick, sem var 64 ára, hafði í árs- byrjun greint frá því að hún væri með lifrarbólgu C. Roddick byrjaði nánast með tvær hendur tómar þegar hún lagði grunn að viðskiptaveldi sínu árið 1976. Hugmyndin, sem fólst í að framleiða og selja umhverfisvænar snyrtivörur sem ekki hefðu verið prófaðar á dýrum og væru í end- urnýtanlegum umbúðum, reyndist gulls ígildi. Sjálf sagði Roddick vel- gengni sína fyrst og fremst helgast af réttri tímasetningu, enda hafi „græna bylgjan“ liðast um Evrópu á þessum árum. Æ fleiri aðhylltust og tileinkuðu sér hugmyndafræði sem byggðist á að ganga ekki nær nátt- úrunni og lífríki jarðar en brýna nauðsyn bæri til. Umhverfisvernd, nýtni og end- urnýting voru lykilorðin og Roddick fordæmdi bruðl, óhóf og græðgi. Hún hélt alla tíð opinberlega á lofti góðum gildum í viðskiptum, sagði m.a. að viðskipti ættu ekki að snúast um peninga, heldur ábyrgð. „Fair Trade“ voru henni töm orð löngu áður en þau urðu tískuorð. Sterk siðferðisvitund Í æsku benti fátt til að Roddick yrði ein áhrifamesta konan í evr- ópsku viðskiptalífi er fram liðu stundir. Aftur á móti voru teikn á lofti um að stúlkan, sem ólst upp í Littlehamton á Englandi á fimmta og sjötta áratugnum, dóttir ítalskra innflytjenda, léti til sín taka þegar réttlætismál voru annars vegar. Hún kvaðst hafa verið einfari í eðli sínu og laðast að öðrum slíkum sem og uppreisnargjörnum. Sterk sið- ferðisvitund vaknaði hjá henni þeg- ar hún var tíu ára og las bók um helförina. Mannúðarmál urðu henni enda hugleikið viðfangsefni og síðar gat hún í krafti frægðar sinnar og auðæfa lagt sitt á vogarskálarnar til að bæta líf margra, sem áttu um sárt að binda. Vendipunktur varð í lífi Roddick, sem var kennari, þegar henni bauðst að kenna á samyrkjubúi í Ísrael. Í kjölfarið ferðaðist hún út um allan heim á vegum Sameinuðu þjóðanna og sneri heim reynslunni ríkari. Þó grunaði hana ekki þá að afleiðingar kynna hennar af frum- stæðum bænda- og fiskimanna- samfélögum yrðu henni síðar óbein hugljómun fyrir viðskiptaveldi. Þar sá hún hvernig konur notuðu afurðir náttúrunnar samkvæmt aldagöml- um hefðum til að fegra sig og hirða um líkama sinn með góðum árangri. Skotin í Skota Hugurinn var við allt annað. Nán- ar tiltekið ungan Skota; Gordon Roddick, sem móðir hennar hafði kynnt hana fyrir. Þau opnuðu fyrst veitingahús, síðan hótel í Littleham- ton og giftust 1970, en þá var unga frúin með eitt barn á baki og annað í maga, eins og hún lýsti því sjálf. Á undan sinni samtíð Lafði Anita Roddrick, stofnandi snyrtivörukeðjunnar Body Shop, byggði viðskiptaveldi sitt ekki að- eins upp á kremum og freyðiböðum heldur siðferðis- og umhverfisvitund Frumkvöðull Anita Roddick hélt á lofti góðum gildum í viðskiptum og sagði að þau ættu ekki að snúast um peninga, heldur ábyrgð. Hugtakið „Fair Trade“ voru henni töm orð löngu áður en þau urðu tískuorð. Í HNOTSKURN » Anita Roddick (fædd Pa-rella) var dóttir ítalskra innflytjenda, fædd 23. október 1942 í Littlehamton á Eng- landi. » Hún opnaði fyrstu BodyShop-verslunina í Brig- hton árið 1976. » Í fyrstu hafði verslunin 15tegundir á boðstólum, en núna eru þær 300 í 2.045 Body Shop-verslunum um allan heim. » 2003 var Anita Roddicköðluð fyrir framlag sitt til viðskipta og góðgerðarmála. » Í mars 2006 seldi húnfranska snyrtivöruris- anum L’Oréal fyrirtækið. » Hún sýktist af lifrarbólguC við blóðgjöf þegar hún fæddi dóttur sína 1971. Hún lést 10. september síðastliðinn eftir heilablóðfall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.