Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 42

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 42
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Höfum verið beðnir um að útvega raðhús, parhús eða stóra sérhæð í Smára eða Lindahverfinu. Ákveðinn kaupandi. Nánari uppl. veitir Óskar R. Harðarson hdl. og lögg. fasteignasali. Óskum eftir 42 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Miðbær, Hf. – Parhús Nýkomið í einkasölu glæsilegt 175,8 fm parhús á friðsælum stað við mið- bæinn og höfnina. Húsið afhendist strax, fullbúið að utan. Búið er að mála að innan. Sjón er sögu ríkari. Batteríið arkitektar. Verðtilboð M bl 9 09 57 9 OPIÐ HÚS í dag á milli kl. 15-16 Ásar við Reykjahvol 16 í Mosfellsbæ NÝTT Á SKRÁ* Mjög glæsilegt einbýlishús á einstökum stað við Reykjahvol í Mosfellsbæ, í jaðri byggðar með alveg svakalega fallegu útsýni. Húsið, sem er hannað af Sverri Norðfjörð, arkitekt, er á þremur pöllum og með mikilli lofhæð. Fal- legur og skjólgóður garð- ur með lítilli tjörn, timbur- verönd og litlum trjálundi. Stórar yfirbyggðar svalir með panorama útsýni. Þetta er einstök eign fyrir vandláta sem vert er að skoða. Sigríður og Garðar taka á móti gestum í dag á milli kl. 15-16. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll, fasteignasali, í síma 899 5159. Verð 115,0 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Í DAG SUNNUDAG FOLDASMÁRI 5 - FALLEGT RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Traust þjónusta í 30 ár Fallegt, 140 fm, raðhús á einni hæð ásamt innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað í Smáranum í Kópavogi. Fallegar, nýl. innréttingar. Þrjú rúmgóð svefn- herbergi. Flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Fullbúinn bílskúr með millilofti. Suðurverönd. Falleg, fullbúin lóð. Hellulagt bílastæði með hitalögnum. Verð 42,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00 - 15.00. NORÐURBRÚ 4 - GARÐABÆ FALLEG 4RA Í LYFTUHÚSI AUK BÍLSKÝLIS Glæsileg, 112 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi auk stæðis í bílageym- slu á þessum eftirsótta stað í Sjálandinu í Garðabæ. 3 rúmgóð herbergi. Stór og björt stofa með útg. á suðursvalir. Fallegar innréttingar og tæki. Parket og flísar á gólfum. Falleg sameign. Lóð fullbúin. Verð 37,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00 - 15.00. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur nú boðað hert eftirlit Vinnu- málastofnunar með erlendum starfsmönnum. Gert verður átak í að hafa samband við öll fyrirtæki sem eru með erlenda starfsmann, einnig verður reynt að samtengja betur eftirlitsstofn- anir, eins og Vinnu- málastofnun, Vinnueft- irlitið, skattstjóra, Útlendingastofu og lögreglu. Í gildi eru mjög skýr og framsækin lög um réttindi og skyldur fyrirtækja hvernig þessum málum skuli háttað, sjá lög nr. 97/ 2002, nr. 139/2005 og nr. 45/2007. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á margskonar misbresti á þessum málum og alloft hefur það leitt til harkalegs uppgjörs og jafn- vel málaferla. Vafalaust telja flestir að málið snúist einvörðungu um skráningu erlendra starfsmanna og uppgjör launatengdra gjalda og skatta og að launagreiðslur séu ekki í samræmi við umsaminn kjör. En það er ekki minna mál að fá fram rétta skrán- ingu starfsréttinda og að launakjör séu í samræmi við þau störf sem viðkomandi erlendur starfsmaður sinnir. Starfsmenn og trún- aðarmenn stéttarfélaganna hitta flesta þá erlendu launamenn sem eru hér á vinnumarkaðinum og þekkja allvel til hvernig þessi mál standa. Ákveðnar starfsmannaleig- ur sigla undir fölsku flaggi og skrá sig sem verktakafyrirtæki, en þær flytja hingað verkafólk og leigja það til stóru byggingafyrirtækjanna. Í störfum starfsmanna stéttarfélag- anna koma aftur og aftur upp sömu nöfnin á íslenskum starfsmannaleig- um, sumar hverjar hafa skipt um nöfn og kennitölur, oft til þess að komast hjá afleiðingum gerða sinna. Starfsmenn stéttarfélaganna fá þær upplýsingar frá hinum erlendu starfsmönnum að umræddar starfs- mannaleigur hafi aug- lýst í þeirra heimalandi eftir iðnaðarmönnum og þeir koma hingað með pappíra sína, en síðan þegar hingað er komið koma þær í veg fyrir að þeir fáist stað- festir. Það er mjög al- gengt að starfs- mannaleigurnar skrái hina erlendu iðn- aðarmenn inn í landið sem aðstoðarmenn iðn- aðarmanna og þá telja starfsmannaleigurnar sig hafa heimild til þess að greiða verkamannataxta, oftast byrjunartaxta unglinga, 700 kr. á tímann, en stundum sem sér- hæfða verkamenn á byrjunartaxta með 820 kr. á tímann, jafnvel þó um sé að ræða fullorðið fólk með langa starfsreynslu, en þeir eru síðan leigðir út sem fullgildir iðn- aðarmenn til byggingafyrirtækja. Hinir erlendu félagar okkar kvarta mikið undan geypilegu okri starfs- mannaleiganna á vistarverum sem þær eru með á sínum snærum þar sem oft eru um 10 menn í 80 m2 íbúð eða þá í einhverjum her- bergjum sem hafa verið útbúin í húsnæði sem ætlað er til iðn- aðarstarfsemi. Þar rukka starfs- mannaleigurnar húsaleigu sem oft er um 40 þús. kr. á mánuði fyrir hvern einstakling og einnig eru þeir oft rukkaðir um verulegar upphæðir fyrir mat. Hinir erlendu launamenn fá lélegan aðbúnað og lakar að- stæður til þess að vinna störf sín sem síðan hefur leitt til þess, eins og komið hefur fram í fréttum und- anfarna daga, að það húsnæði sem byggingafyrirtækin eru að selja er stundum gallað og það eru kaup- endur þessa húsnæðis sem sitja í súpunni. Þessi svikamylla umræddra starfsmannaleiga er eins og kom fram í nýlegum upplýsingum frá Hagstofunni farin að hafa þau áhrif á laun íslenskra iðnaðarmanna í byggingariðnaði, að þau hafa hækk- að að jafnaði 5-6% minna en í öðrum starfsgreinum. Allt í kringum um- ræddar starfsmannaleigur, sem sumar hverjar segjast vera verk- takafyrirtæki, er sviðin jörð. Bláfá- tækir fjölskyldufeður sem fara að vinna fjarri heimilum sínum til þess að geta framfleytt fjölskyldum sín- um eru blákalt sviknir. Launatengd- um gjöldum er ekki skilað og það er að koma í ljós að sumir kaupendur húsnæðis sitja uppi með meingölluð hús. Það í þessu efni eins og svo mörgum að það eru fáir sem verða til þess að setja þarf í sífellu strang- ari lög og herða eftirlit. Eftirlit með fyrirtækjum og erlendum starfsmönnum þeirra Guðmundur Gunnarsson telur að víða sé pottur brotinn í sam- skiptum við erlenda starfsmenn sem vinna hérlendis » Þessi svikamylla erfarin að hafa umtals- verð áhrif á laun iðn- aðarmanna. Allt í kring- um umræddar starfsmannaleigur er sviðin jörð. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.